Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 21 VORSÝNING á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri verð- ur á tveimur stöðum að þessu sinni, í húsnæði skólans og Ketilhúsinu. Sýningin verður opin um helgina, dagana 17. og 18. maí, frá kl. 14 til 18. Í Ketilhúsinu verða til sýnis út- skriftarverk þeirra 13 nemenda sem útskrifast úr sérnámsdeildum skólans að loknu 90 eininga námi. Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Í Listhönnunardeild – grafískri hönnun er lögð sérstök áhersla á margvíslega tækni og miðla. Í húsnæði skólans í Kaupvangs- stræti 16 verður fjölbreytt sýning að vanda. Sýnishorn af því helsta sem nemendur á 1. og 2. ári í sér- námsdeildum hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skóla- ári. Nám í Fornámsdeild er skipu- lagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst list- rænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði mynd- listar og hönnunar. Sýningin gefur greinargott yfirlit þeirrar vinnu sem nemendur í fornámsdeild hafa fengist við á skólaárinu. Að þessu sinni útskrifast 16nemendur úr Fornámsdeild skólans. Auk þess sem að ofan er talið verða sýnd verk eftir börn sem hafa stundað nám í barnalistadeild skólans um lengri eða skemmri tíma. Vorsýning Myndlista- skólans SVEITARSTJÓRN Hörgárbyggðar hefur hafnað erindi frá Sorpsamlagi Eyjafjarðar þess efnis að nýr urð- unarstaður fyrir sorp verði á Gásum, m.a. vegna nálægðar við fornminjar og gróðursælan reit í sveitarfé- laginu. Guðmundur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar sagði að næsta skref væri að leita eftir því við sveitar- stjórn Arnarneshrepps að nýr urð- unarstaður verði við Bjarnarhól. Eins og fram hefur komið þóttu tveir staðir koma helst til greina sem nýir urðunarstaðir í Eyjafirði, Gásir og Bjarnarhóll í Arnarneshreppi. Í skýrslu um samanburð á þessum tveimur stöðum þótti urðunarstaður við Gásar betri kostur. Starfsleyfi fyrir sorpuðun á Glerárdal rennur út á þessu ári og hefur bæjarstjórn Ak- ureyrar ákveðið að sorpurðun þar verði hætt. Þeir aðilar sem að málinu koma telja mjög brýnt að fá niður- stöðu um nýjan urðunarstað sem allra fyrst. Nú er hins vegar ljóst að næsti urðunarstaður fyrir sorp verð- ur ekki á Gásum. Sorpurðun við Gásar hafnað Aftansöngur verður í Akureyrar- kirkju í dag, föstudag, kl. 18 og er hann liður í Kirkjulistaviku sem nú stendur yfir í kirkjunni. Kammerkór Akureyrar syngur undir stjórn Ey- þórs Inga Jónsssonar og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Í DAG „VETURINN var afspyrnulélegur og trúlega sá versti hvað snjóleysi varðar í sögu skíðasvæðisins,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson forstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli. „Veturinn var einhver sá hlýjasti frá því mælingar hófust og það hafði bein áhrif á skíðasvæðið.“ Samkvæmt bráðabirgðatölum Guð- mundar Karls yfir reksturinn voru aðeins seldir 5.200 lyftumiðar í vet- ur á móti um 30.000 lyftumiðum ár- ið áður. Tekjurnar voru tæpar 13 milljónir króna í ár en 44 milljónir króna sl. vetur. Í vetur var skíðasvæðið í Hlíð- arfjalli opið í 51 dag, frá 23. janúar og fram á laugardag fyrir páska- dag, en í fyrravetur var opið í 88 daga. Guðmundur Karl sagði að flestar helgar hefðu dottið út. Hann sagði það lýsandi dæmi um hvað veturinn var skrýtinn og kjánaleg- ur, eins og hann orðaði það, að fyrstu helgina sem opið var í vetur hefðu selst tæplega 900 lyftumiðar, þar af um 500 lyftumiðar á laug- ardeginum eða um 10% af allri sölu vetrarins. Eftir fyrstu helgina hefði meðalsalan verið um 80 lyftumiðar á dag, sem er svipuð sala og á mánudögum í janúar í góðu árferði. Um páska hafa verið seldir 1.300– 1.500 lyftumiðar á dag og páskarnir hafa talið um 30% af sölu vetrarins. Einnig hafa verið seldir rúmlega 1.000 lyftumiðar á dag í tengslum við Andrésar andar-leikana. Pásk- arnir duttu hins vegar út að þessu sinni og aflýsa þurfti Andrésar and- ar-leikunum vegna snjóleysis. Guðmundur Karl sagði að barna- lyftan í Hólabraut hefði aðeins ver- ið opinn í 19 daga og það hefði einn- ig haft sitt að segja. „Þegar byrjendalyftan er opin getur öll fjölskyldan farið saman á skíði en þegar hún dettur út hefur það tölu- verð áhrif á aðsókn. Meginstarf- semin fer alla jafna fram í mars og apríl en það snjóaði ekkert eftir 10. mars.“ Ástandið hafði mikil áhrif hjá ferðaþjónustuaðilum í bænum Ástandið í Hlíðarfjalli hafði einn- ig mjög mikil áhrif hjá öllum ferða- þjónustuaðilum í bænum, enda mun færra fólk á ferðinni. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti á síðasta fundi að fela deildarstjóra sínum að skoða hvaða áhrif þessi snjólétti vetur hafði á rekstur þeirra. For- stöðumenn skíðasvæða landsins hittust sameiginlegum fundi á Siglufirði í gær og í dag og ræddu m.a. ímynd skíðasvæða og erfiðleika vetrarins en snjóleysi olli vandræð- um á skíðasvæðum um allt land. „Okkur tókst þó þrátt fyrir allt að hafa opið í 50 daga í Hlíðarfjalli og halda bæði Skíðamót Íslands og unglingameistaramót við ágætar aðstæður,“ sagði Guðmundur Karl. Ástandið hefur ekki verið verra í sögu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Kristján Snjóleysið í Hlíðarfjalli í vetur olli miklum erfiðleikum í rekstrinum. Aðeins var opið í fjallinu í 51 dag GÓÐ aðsókn hefur verið að sýningu Freyvangsleikhússins á leikriti sr. Hannesar Arnar Blandon um kímni- skáldið Káin og verður því boðið upp á 3 sýningar nú á næstunni sem eru jafnframt síðustu sýningar á verkinu. Leikritið verður sýnt í Freyvangi á föstudags- og laugardagskvöld, 16. og 17. maí kl. 20.30 og loks föstudags- kvöldið 23. maí. Alls hafa verið 18 sýn- ingar á leikritinu og hefur það að sögn hlotið góðar viðtökur áhorfenda. Leikritið fjallar um uppvaxtarár Káins í Eyjafirði, flutning vestur um haf og líf hans þar en við sögu koma vinir hans og samferðamenn. Ljóðum hans og vísum eru gerð góð skil. Áhorfendur sitja við borð úti í sal og er boðið upp á kaffiveitingar. Leik- stjóri er Saga Jónsdóttir og taka um 20 leikarar þátt í uppfærslunni. Freyvangsleikhúsið Þrjár sýn- ingar eftir Unglingakór Akureyrarkirkju held- ur vortónleika á morgun 17. maí, kl. 17. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson og á efnisskránni eru íslensk lög og erlend, andleg og veraldleg, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Sýning Elsu E. Guðjónsson á út- saumuðum smámyndum úr Maríu sögu er opin frá kl. 9–12 og 13–17 í safnaðarheimili kirkjunnar, en sýn- ingunni lýkur á sunnudag, 18. maí. Á MORGUN VOR 2003 Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin  Rúskinnsjakkar  Stakir jakkar  Hörfatnaður  Kápur  Bolir www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.