Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 35 ✝ Baldvin Árnasonfæddist 29. mars 1934. Hann lést á Landspítalanum 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundía Elísabet Pálsdóttir, f. 12. mars 1910, d. 17. des- ember 1994, og Árni Pálsson kaupmaður, f. 11. júlí 1907, d. 7. janúar 1995. Baldvin var næstelstur fimm systkina en þau eru Elín, f. 1933, Mar- grét, f. 1936, Alex- ander, f. 1944, og Ólafur, f. 1952. Baldvin kvæntist 9. september 1991 Katrínu Árnason, f. 25. nóv. 1964. Börn þeirra eru Árni Alex- ander, f. 23. september 1991, Er- ik, f. 19. desember 1986 og Maida, f. 27. apríl 1983. Fyrir átti Baldvin dótturina Helgu Sædísi, f. 12. jan- úar 1958. Baldvin lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1953, stund- aði eftir það skrif- stofustörf í nokkur ár. Hann stundaði listnám í Kaup- mannahöfn og í Barcelona á árunum 1958–1962 og starf- aði eftir það um skeið á Veðurstofu Íslands við korta- gerð. Frá árinu 1979 starfaði Baldvin við eigin rekstur við list- iðn. Baldvin var áhugasamur og fjölhæfur frjálsíþróttamaður á sínum yngri árum og átti m.a. drengjamet í stangarstökki sem stóð í mörg ár. Útför Baldvins verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mér var brugðið, þegar ég frétti lát vinar míns, Baldvins Árnsonar. Ég hafði hitt hann tveim dögum áð- ur, hressan og kátan að vanda, og virtist þá ekkert ama að honum. Við Baldvin, eða Balli eins og hann var jafnan kallaður af vinum sínum og skyldfólki, kynntumst upp úr 1950 þegar við hófum að stunda frjálsar íþróttir hjá ÍR. Þá var ný- hafið hið mikla blómaskeið í sögu frjálsra íþrótta á Íslandi, þegar Clau- senbræður, Finnbjörn Þorvaldsson, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirs- son, Óskar Jónsson, Guðmundur Lárusson og fleiri afreksmenn gerðu garðinn frægan bæði hér á landi og erlendis. Við urðum báðir heillaðir af afrekum þessara íþróttamanna og ætluðum okkur mikið. Balli tók að æfa stangarstökk, en ég lagði fyrir mig hlaup, aðallega millivegalengdir. Við Balli urðum strax góðir vinir í gegnum íþróttaiðkun okkar og héld- um vinskap síðan. Balli náði ágætum árangri í stangarstökkinu meðan hann æfði, en hætti alltof snemma og var því keppnisferill hans stuttur. Til gamans má geta þess, að Valbjörn Þorláksson, sá frábæri stangar- stökkvari, náði aldrei að sigra Balla í keppni, en þetta var reyndar á byrj- unartímabili Valbjarnar. Ég hygg að Balli hefði getað náð langt í stöng- inni, ef hann hefði lagt hart að sér við æfingar. Balli var mjög listhneigður og hóf fljótlega að mála og teikna, en aldrei lærði hann neitt í þessum efnum, þetta var honum allt í blóð borið. Hann hóf síðan að selja listaverk, bæði sín eigin og annarra. Fyrir þremur árum þurfti Balli að gangast undir mikla hjartaaðgerð hér á landi og náði góðum bata eftir þá aðgerð. Hafði hann fundið fyrir brjóstverkj- um og verið úthaldslaus nokkur ár á undan. Baldvin kynntist konu sinni, Katr- ínu, árið 1988. Hún er ættuð frá Fil- ippseyjum og þau eignuðust dreng, Árna, sem er nú 11 ára gamall. Árni var ætíð í miklu uppáhaldi hjá föður sínum og það síðasta sem hann sagði þegar hann var fluttur sárþjáður á sjúkrahús daginn fyrir lát sitt var: „Gætið vel að syni mínum.“ Katrín kona hans var þá í heimsókn hjá ætt- ingjum sínum á Filippseyjum og fékk þar fréttirnar af láti manns síns. Segja má að við Balli höfum verið nær óaðskiljanlegir vinir í nær 50 ár og naut ég þeirrar ánægju að fá að fylgjast með uppvexti sonar þeirra hjóna og passaði hann reyndar oft þegar hann var lítill ef þau hjón voru vant við látin. Að leiðarlokum kveð ég vin minn, Baldvin Árnason, og sendi Katrínu eiginkonu hans og Árna syni þeirra, svo og og öðrum ástvinum, innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Guðnason. BALDVIN ÁRNASON ✝ Stefán JóhannÞorbjörnsson skipstjóri fæddist á Grund í Stöðvarfirði 30. ágúst 1914. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörn Stefánsson, f. á Stöðvarfirði 30.3. 1892, d. 1.9. 1973, og Jórunn Jónsdótt- ir, f. á Viðborði á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 3.8. 1878, d. 6.4. 1961. Tvö systkina Stefáns eru á lífi, þau Guðný Jóna, f. 12.9. 1915, og Pétur Arnleifur verslunarmaður, f. 6.10. 1922, en þrjú systkini eru látin, tvö þeirra, Steinþór og Pétur létust í æsku, tveggja og sex ára, en bróðirinn Pálmi drukknaði á sautjánda ári í Þor- lákshöfn, 1937. Stefán kvæntist 11. september 1937 Laufeyju Sigríði Kristjáns- dóttur frá Heiðarbrún í Vest- mannaeyjum, f. 30. desember 1913, d. 5. október 1994. Þau fluttu 1936 til Hafnarfjarðar og bjuggu lengst af á Vitastíg 4 þar í bæ. Börn þeirra eru: 1) Ester, f. 28.11. 1936, d. 4.7. 1937. 2) Pálmi verkfræðingur, f. 24.6. 1938, maki Svan- hildur Guðmunds- dóttir deildarstjóri. Hann á fjögur börn og fjögur barna- börn. 3) Kristján tæknifræðingur, f. 14.12. 1945, maki Soffía Arinbjarnar. Hann á tvær dætur og tvö barnabörn. 4) Ingibjörg, f. 21.8. 1948, maki Massimo Scagliotti, doktor í verkfræði. Hún á þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Þor- björn iðnfræðingur, f. 11.11. 1953, maki Inga Elísabet Kára- dóttir einkaritari. Hann á tvö börn. Stefán stundaði sjómennsku lengst af eða í 47 ár, fyrst með föður sínum fyrir austan, þá sem háseti á vélbátum og togurum. Hann lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1950 og var eftir það skipstjóri á ýmsum vél- bátum. Um tíma var hann skip- stjóri á eigin bát. Um sextugt fór hann í land og starfaði næstu 11 árin hjá Íslenska ál- félaginu í Straumsvík. Útför Stefáns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Stefáni árið 1991 þeg- ar Ingibjörg, núverandi eiginkona mín, kynnti mig fyrir foreldrum sín- um. Hann kom mér fyrir sjónir sem stór og stæðilegur maður þrátt fyrir aldur sinn og með sterkan persónu- leika. Það sem snerti mig hvað mest voru gáfur hans og óendanleg þörf fyrir að fræðast og skiptast á skoðunum við fólk eins og mig sem kemur frá allt annarri menningu og hefð. Það er mér mikill heiður að hafa kynnst Stefáni. Það var hægt að spjalla tímunum saman við hann um heima og geima. Hann las mikið og var fróður með eindæmum. Hann lá ekki á þekkingu sinni, sem kom af reynslu manns sem hefur gengið í gegnum þúsund erfiðleika og ávallt komið úr þeim sem sigurvegari, en fyrst og fremst verið hann sjálfur. Stefán var gjafmildur faðir og mjög ástríkur afi, alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem á þurfti að halda í sinni stóru fjölskyldu, án þess að biðja um neitt í staðinn. Oft sagði sagði hann við mig að sér fyndist dóttir sín í góðum höndum og hann leit á mig sem einn af sonum sín- um. Hann var einnig fyrir mér eins og faðir, besti faðir sem hægt er að óska sér. Núna er hann farinn, en hans lífs- máti og hans gildi geymast í hjörtum okkar allra. Massimo Scagliotti. Þá hefur elsku afi okkar kvatt þetta líf og kveðjum við systurnar hann með söknuði í hjarta. Minningarnar eru margar, góðar og fallegar og var ávallt gott að koma í heimsókn á Vita- stíginn til afa og ömmu og var vel tek- ið á móti okkur. Alltaf hafði hann tíma til að spjalla og leika við okkur og á eftir fengum við kökur og góðgæti sem amma hafði bakað sem ekki gerði heimsóknina verri. Gaman var að hlusta á sögurnar um hvernig þau kynntust og var hann svo stoltur af því að hafa náð sér í fallegustu stúlk- una í Eyjum. Við gátum hlustað á þessa sögu aft- ur og aftur og aldrei leiddist okkur hún. Við systurnar erum sammála um það að afi okkar var hörkukarl sem keyrði bíl alveg þar til í fyrra. Einnig hafði hann gaman af því að kaupa sér föt og vildi vera snyrtilegur til fara og fannst okkur hann bera af í klæða- burði. Hann var mjög fróður maður og hafði mikinn áhuga á ættfræði og voru eftirminnilegar frásagnir hans. Aðdáunarvert var hvað hann var minnugur miðað við að vera kominn hátt á níræðisaldurinn. Það var sama hvað gekk á hjá honum í lífinu, alltaf hélt hann ótrauður áfram og erum við stoltar að hafa átt hann fyrir afa. Á síðustu árum vorum við svo heppnar að fá að hafa hann hjá okkur á aðfangadag og á eftir að verða tóm- legt án hans en í huganum mun hann ávallt vera hjá okkur. Við erum lánsamar að hafa haft afa svona lengi hjá okkur og trúum við því að hann sé kominn í faðm hennar elsku ömmu okkar. Við kveðjum elsku afa með þessu erindi: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hildur Betty og Laufey Dögg. STEFÁN JÓHANN ÞORBJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Stefán Jóhann Þorbjörnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Útför ÞÓRÐAR ELÍASSONAR, Hólshúsum, Gaulverjabæjarhreppi, fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar E. Þórðarson, Elísabet Zóphóníasdóttir, Ævar Gunnarsson, Guðrún Elísa Gunnarsdóttir, Bjarney Ólöf Gunnarsdóttir, Jósef Geir Gunnarsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Sjöfn Gunnarsdóttir, Brynja Gunnarsdóttir, Linda Mjöll Gunnarsdóttir. Elskuleg dóttir okkar, barnabarn, barnabarna- barn og frænka, HRAFNHILDUR LÍF BALDURSDÓTTIR, Hátúni 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. maí kl. 10.30. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Baldur Stefán Svavarsson, Sóley Sævarsdóttir, Svavar Baldursson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Sævar Hallgrímsson, Elísabet Guðfinna Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, LILJA ÓLAFSDÓTTIR frá Súgandafirði, verður jarðsungin frá Suðureyrarkirkju laugar- daginn 17. maí kl. 14.00. Ingvar Bragason, Lovisa R. Kristjánsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Hafþór Kristjánsson, Kristján Víðir Kristjánsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERNA KARLSDÓTTIR, Stekkjarhvammi 54, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Hringbraut að morgni fimmtudagsins 15. maí. Bjarni Jónsson, Helgi Már Bjarnason, Klara Katrín Friðriksdóttir, Brynja Sif Bjarnadóttir, Arnar Freyr Helgason, Mikael Adam Hafþórsson. Okkar ástkæri unnusti, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir, mágur og barnabarn, MATTHÍAS KRISTJÁNSSON, Hábrekku 6, Ólafsvík, sem lést af slysförum laugardaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 17. maí kl. 14.00. Íris Ósk Jóhannsdóttir, Kristján Steinn Matthíasson, Jóhann Ás, Thelma Rún Matthíasdóttir, Viktor Ingi Matthíasson, Arnheiður Matthíasdóttir, Kristján Jónsson, Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson, Svanfríður Kristjánsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Ása Gunnarsdóttir, Garðar Kristjánsson, Rúnar Már Jóhannsson, Erla Kristín Sigurðardóttir, Steinunn Ragna Jóhannsdóttir, Margrét Árnadóttir, Ragna Möller, Steinn Hansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.