Morgunblaðið - 16.05.2003, Side 43

Morgunblaðið - 16.05.2003, Side 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 43 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. NÚ FÆ ég ekki orða bundist þegar að hátekjumenn hækka laun sín um 18,4-18,7% sama dag og kosningar eru. Þá verður maður afskaplega reiður. Er nema furða að Halldór og Davíð brosi. Á almúginn síðan eftir að sætta sig við 2-3% um næstu ára- mót? Nei, nú er mál að verkalýðs- hreyfingin í landinu taki höndum saman og taki virkilega á málunum. Og ef hún gerir það ekki verða laun- þegarnir að gera það sjálfir og mót- mæla vitleysunni. Þau okkar sem fá ekki 20% launahækkun verða að hvetja landann til að mæta á aðal- fundi verkalýðsfélaganna, en þeir eru flestir haldnir um þessar mund- ir, og hafa þannig áhrif, því allir eru gjaldgengir á slíka fundi. En ef ekki er mætt þá er til lítils að vera að kjökra úti í horni. Ég, eins og örugg- lega fleiri, er búinn að fá nóg. Við ættum ekki að sætta okkur við 2-3% til þriggja ára eina ferðina enn. Sýn- um samstöðu, við erum aflið. Við krefjumst þess af okkar mönn- um í verkalýðshreyfingunni að þeir standi með fólkinu, annars geta þeir tekið pokann sinn og það strax. For- ystumenn verkalýðshreyfingarinar eiga að vera að vinna fyrir fólkið, sem ekki fær tæp 20% á silfurfati, en ekki fyrir stjórn, sem segir að 2% sé nóg því ekki sé svigrúm til frekari hækkana. Ef þeir geta hækkað laun æðstu manna um u.þ.b. 20% þá ætti að vera svigrúm til a.m.k. 12% launa- hækkana á almennum vinnumark- aði. Ég vil ekki þurfa að heyra for- ystusauðina tyggja upp aftur og aftur „ekkert svigrúm“. Ef þeir ætla að halda haus þá af- þakka þeir þessar launahækkanir. Svo og aðrir sem eru að fá silfurfats- launahækkanir. Hver eru svo rökin fyrir slíkum ofurlaunahækkunum? Eru skattarnir kannski farnir að íþyngja þessum mönnum um of eða er arður stórfyrirtækjanna slíkur að það þyrfti helst að reka fleiri starfsmenn til að mynda meiri og stærri arð í þeim? Er ekki kominn tími fyrir launafólk að standa upp og mótmæla einu sinni almennilega þó svo að kosningar séu búnar? Ég hvet fulltrúa launafólksins til að láta heyra almennilega í sér núna og vera þess minnugir að það eru fé- lagsmenn í félögunum sem ráða því hverjir það eru sem verma stólana. STEINÞÓR MICHELSEN, Strandgötu 38, Norðfirði. Óeðlilegar launahækkanir Frá Steinþóri Michelsen: Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga Kynning á nýju sumarlitunum „Crazy Flower“ og öðrum spennandi nýjungum í dag – föstudag kl. 13 – 17. Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf S ólris ehf./ JB B Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Tískusýning í Smáralind í dag kl. 16 fyrir framan Lyfju Keppendur í Fegurðarsamkeppni Íslands sýna undirfatnað ásamt nýju baðfatalínunni frá Ráðgjöf og kynning í Lyfju kl. 14-18. Flottur kaupauki. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dag- setningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2003, virð- isaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2003 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2003 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslu- gjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðis- aukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðar- gjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vöru- gjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á um- búðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipu- lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og of- greiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek- ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán- ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2003. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimta í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.