Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Almac kom í gær og fer í dag Sissimut fór í gær. Arna kom og fór í gær. Svanur kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin versl- unin. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og almenn spilamennska. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatns- leikfimi er í Graf- arvogslaug á föstu- dögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „op- ið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Handa- vinnuhornið hefur opnað sýningu í Garðabergi. Opið virka daga 13–17 og um helgina laugard. og sunnud. kl. 14–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Tréútskurður og brids kl. 13, biljard 13.30. Púttæfing á Hrafnistuvelli kl. 14– 16. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dagsferð 22. maí, brottför kl. 9 Rangárþing – Fljóts- hlíð – Landsveit. Söguferð á slóðir Þor- steins Erlingssonar og Guðmundar skóla- skálds. Komið að Odda o.fl. stöðum. Kaffi og meðlæti í Hestheimum. S. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. kortagerð og servíettumyndir. Frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13.30 kóræf- ing, veitingar í Kaffi Bergi. S. 575 7720. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Bingó. Miðvikud. 28. maí kl. 10 verður far- ið í Stykkishólm. Sigl- ing um Breiðafjörðinn og fuglalífið skoðað, fyrir þá sem fara ekki í siglinguna verður keyrt um nesið. Farið verður á Hótel Stykkishólm, þar verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888 fyrir 23. maí. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9– 17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Handverks- sýning veður í dag föstudag kl. 9–16.30, á morgun laugardag 17. maí kl. 11–16.30, sunnudag 18. maí og mánudag 19. maí, kl. 9–16, allir velkomnir. Vinnustofur félags- miðstöðvarinnar eru lokaðar í dag föstu- dag og á mánudag vegna handverkssýn- ingarinnar, opnaðar aftur þriðjudaginn 20. maí. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugar- dögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtu- daga. Minningarkort Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Í dag er föstudagur 16. maí, 136. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. (Orðskv. 16, 18.)     Eiríkur Bergmann Ein-arsson segir í pistli á kreml.is að kosn- ingaúrslitin veki blendn- ar tilfinningar. „Þrátt fyrir sætan sigur náði Samfylkingin þó aðeins einu af þremur mark- miðum sínum og því er sigurinn nokkurri beiskju blandinn. Þrátt fyrir að alla tíð hafi verið langsótt að fimmta sætið í Reykjavík norður gæti orðið þingsæti voru það mikil vonbrigði fyrir Samfylkingarfólk að vakna upp við það á sunnudagsmorgni að leiðtogi flokksins, Ingi- björg Sólrún, væri ekki á þingi, eftir að hafa verið inni nær alla nóttina. Ennfremur náði flokk- urinn ekki því meg- inmarkmiði sínu að fella ríkisstjórnina,“ segir Eiríkur.     Eiríkur segir að þráttfyrir að Framsókn- arflokkurinn hafi aðeins ríflega sautján prósenta fylgi geti Halldór Ás- grímsson ráðið hvort hann verður forsætisráð- herra í stjórn með Sjálf- stæðisflokki eða Sam- fylkingu.     Hann segir að það semhelst standi í vegi fyrir áframhaldandi rík- isstjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknar sé að ólíklegt verði að teljast að Hall- dór kæri sig um að sitja í ríkisstjórn undir áfram- haldandi forystu Davíðs Oddssonar. „Jafn ólíklegt er að Davíð kæri sig um að taka við öðru ráðu- neyti.     Davíð verður því aðstíga af stóli til að tryggja áframhaldandi stjórn. Hugsanlegt er að Davíð sitji áfram í eitt ár og að svo taki Halldór við. Á næsta ári eru hundrað ár frá því að Ís- land fékk fyrsta ráð- herrann og ekki er frá- leitt að Davíð noti það tilefni til að stíga niður.     Í fyrsta sinn í sögunni erunnt að mynda tveggja flokka meirihlutastjórn á Íslandi án þátttöku Sjálf- stæðisflokks. Það sem helst stendur í vegi fyrir samstjórn Framsóknar og Samfylkingar er að hún hefði aðeins eins manns meirihluta og engin ríkisstjórn vill eiga líf sitt undir Kristni H. Gunnarssyni.     Heppilegra væri því aðkippa annaðhvort frjálslyndum eða vinstri- grænum með í slíka stjórn eða semja um að annar hvor flokkurinn verji stjórnina vantrausti í skiptum fyrir framgang tiltekinna mála.     Þá er heldur ekki hægtað útiloka samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en það verður þó að teljast ólík- leg niðurstaða.“ STAKSTEINAR Súrsætur sigur Samfylkingar Víkverji skrifar... ÍMORGUNBLAÐINU í gær birt-ist bréf til blaðsins frá nokkrum ráðskonum og -körlum Femínista- félags Íslands. Þar er lýst miklum vonbrigðum með að fjölmiðlar hafi ekki birt myndir af félagsmönnum þar sem þeir tóku þátt í kröfugöngu 1. maí. Í bréfinu segir: „Tíðindi dagsins voru þau að ný hreyfing sem beitir sér fyrir femínískri umræðu og að- gerðum birtist á götum Reykjavíkur af ótrúlegum krafti. Því voru fjöl- miðlar greinilega ósammála eða tóku þeir ekki eftir okkur? Vildu þeir ekki sjá okkur? Hvað liggur að baki slíku fréttamati? Í okkar huga heitir þetta: ÞÖGGUN. Þöggun er þekkt fyrirbæri og er beitt þegar þeim sem valdið hafa (í þessu tilviki fjórða valdinu – fjöl- miðlunum) líkar ekki það sem gerist og vilja ráða túlkun atburða.“ x x x ÞETTA bréf þykir Víkverja meðhreinum endemum. Hann hefur ekki orðið var við annað en að hið nýja Femínistafélag hafi verið áber- andi í umræðum í fjölmiðlum, eins og full ástæða er til. Víkverji getur a.m.k. alls ekki samþykkt að fjölmið- illinn sem hann vinnur á, Morgun- blaðið, hafi beitt Femínistafélagið „þöggun“ eða reynt að „ráða túlkun atburða“ . Þegar félagið var stofnað var aðalmyndin á forsíðu blaðsins daginn eftir frá stofnfundinum. Stuttu síðar, og af sama tilefni, voru forsíða og opna í Daglegu lífi lögð undir viðtöl við fylgjendur félagsins. Á þá umfjöllun var vísað með þriggja dálka frétt á baksíðu blaðs- ins. Skoðanir félagsins á auglýsinga- málum voru gerðar að umræðuefni í Innherja Viðskiptablaðs Morg- unblaðsins. Morgunblaðið birti fréttaumfjöllun um fund Femínista- félagsins með frambjóðendum flokk- anna. Þegar úrslit þingkosninganna lágu fyrir, var álits talsmanns fé- lagsins leitað á þeirri staðreynd að konum á þingi fækkaði í kosning- unum. Sú frétt birtist fjögurra dálka á baksíðu blaðsins sl. mánudag. x x x ER ÞETTA „þöggun“? Víkverjiætlar ekki að halda því fram að Femínistafélaginu hafi verið hossað neitt umfram það sem eðlilegt getur talizt á síðum blaðsins; það hefur einfaldlega komið með áhugaverð sjónarmið inn í umræður um jafn- réttismál og blaðinu hefur þótt sjálf- sagt að gera grein fyrir þeim sjónar- miðum. Skiptir það, að sjónarmiðin komi fram, ekki meira máli en hvort tekin var mynd af fólki í bleikum bol- um niðri í bæ á 1. maí? Eflaust telja fleiri hópar, sem tóku þátt í kröfu- göngunni þann daginn, að það hefði átt að taka mynd af þeim af því að þeir skáru sig úr. Hins vegar var ekki gert upp á milli, heldur birtist yfirlitsmynd af hinni myndarlegu kröfugöngu í Morgunblaðinu. Víkverji er hallur undir mörg sjónarmið Femínistafélagsins, en veltir því óneitanlega fyrir sér hvort hann sé í réttum félagsskap þegar hann les svona bull og vitleysu. Femínistar á bleikum bolum 1. maí – svo því sé haldið til haga. Laun forstjóra ÉG las í Morgunblaðinu 5. maí sl. að væntanlegur væri til landsins Jack Welch, fyrrverandi for- stjóri General Electric, að frumkvæði Kaupþings. Mikið hefur verið deilt og skrifað um laun forstjóra íslenskra fyrirtækja und- anfarið og þykir mörgum þau í hærra lagi. Ég leit aðeins yfir upp- gefin laun forstjóra nokk- urra fyrirtækja í Banda- rikjunum árið 2002. Þeir sem toppa þar liggja á bilinu 22–195 milljónir doll- ara. Semsagt laun + bón- usar. Þetta eru tölur upp- gefnar í nýlegu blaði Buisness Week. Þarna toppar Alfred Lerner, for- stjóri MBNA, með 194,9 milljónir dollara. J.R. Immelt, núverandi forstjóri General Electric og eftirmaður Welch, er aðeins með um 15 milljónir dollara. Jack Welch sem nú er á leið til landsins sem fyrr getur, ætti að geta kennt mönnum eitthvað og veitt góðar heimildir úr sínum viskubrunni. Jack var mjög farsæll forstjóri en um- deildur fyrir stjórnun sína og að fara sínar eigin leiðir. Hann vann í um 40 ár hjá GE og þar af forstjóri síð- ustu 20 árin, áður en hann lét af störfum árið 2000. Hann gerði GE að stór- veldi, verðmæti fyrirtækis- ins óx úr um 12 milljörðum í 280 milljarða. Laun Welch voru engin lúsar- laun enda stór hluti bón- usar o.fl. Nú las ég fyrir skömmu að sporslur til hans væru taldar fremur miklar og ástæður til að minnka þær, þ.á m. lúxus- íbúðir, einkaþota, lúxusbíl- ar o.fl. o.fl. Auðvitað hljóta menn að bjóða slíkan mann velkom- inn til Íslands og forvitni- legt verður að fræðast um hvaða boðskap hann hefur fram að færa. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Tek undir MIG langar að taka undir það sem neytandi skrifar í Velvakanda 12. maí sl. um salt í matvælum. Ástandið á matvörum er afar slæmt og alls ekki viðunandi. Kona í vesturbænum. Tapað/fundið Svört axlartaska tapaðist SVÖRT axlartaska tapað- ist síðastliðna helgi í miðbæ Akureyrar. Í henni er bæði peningaveski og GSM-sími. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 692-9705 eða skili henni á lögreglustöðina. Kreditkortaleð- urveski tapaðist LÍTIÐ kreditkortaveski tapaðist v/bensínstöð í Kópavogi. Í veskinu var rafrænt örorkuskírteini sem er eiganda afar mik- ilvægt. Einnig var fleira í veskinu. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557- 7958 eða 867-0776. Nisti tapaðist HRINGLAGA silfrað, svart og grænblátt nisti á silfurkeðju tapaðist í miðbæ Reykjavíkur sl. laugardag. Finnandi vin- samlegast hafi samband við Margaret í síma 510- 2031. Dýrahald Kettlinga vantar heimili FJÓRA 8 vikna kettlinga vantar góð heimili. Upplýs- ingar í síma 894-3311 eða 564-3311. Köttur í óskilum FALLEG læða, hvít með gráar strípur, mjög loðin (persnesk?) er í óskilum á Fálkagötu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 552- 6219. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Öndunum gefið brauð í góða veðrinu. LÁRÉTT 1 efsti hluti hússtafns, 4 náðhús, 7 sleifar, 8 bur, 9 selshreifi, 11 autt, 13 tímabilin, 14 klakinn, 15 fjöl, 17 glyrna, 20 há- vaða, 22 kjánar, 23 stoppa í, 24 auðvelda, 25 stokkur LÓÐRÉTT 1 brotnaði, 2 blómum, 3 tyrfið mál, 4 úrræði, 5 tungl, 6 magran, 10 ástundunarsamur, 12 tímabil, 13 aula, 15 makk, 16 vitlaust, 18 klaufdýrið, 19 forfeðurna, 20 vaxa, 21 fiskar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svakalegt, 8 eltir, 9 tyfta, 10 nýr, 11 kárna, 13 arðan, 15 fengs, 18 hafur, 21 óra, 22 panil, 23 gerði, 24 hannyrðir. Lóðrétt: 2 votar, 3 kirna, 4 letra, 5 gáfað, 6 verk, 7 hann, 12 nóg, 14 róa, 15 fipa, 16 nenna, 17 sólin, 18 hagur, 19 ferli, 20 reið. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.