Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 45 EF litið er á hendur NS virðist hálfslemma í spaða eða tígli góður kostur og al- slemma gæti jafnvel unnist í hagstæðri legu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1082 ♥ 763 ♦ K4 ♣KD876 Vestur Austur ♠ D9543 ♠ – ♥ G10954 ♥ ÁKD82 ♦ 9 ♦ D762 ♣92 ♣G1053 Suður ♠ ÁKG76 ♥ – ♦ ÁG10853 ♣Á4 En legan er allt annað en hagstæð. Spilið kom upp í þriðju umferð Rottneros- keppninnar í Svíþjóð og að- eins eitt NS-par fékk töluna. Það voru Helgi Jóhannsson og Guðmundur Her- mannsson, sem spiluðu fjóra spaða og fengu tíu slagi með harðfylgi. Á öðrum borðum var meiri hasar í sögnum. Lítum fyrst á viðureign Færeyinga og Finna: Vestur Norður Austur Suður Hans JákúpHeikki Arnbjörn Lasse – – – 1 spaði Pass 2 spaðar 3 hjörtu 4 tíglar 5 hjörtu ! Dobl Pass 5 spaðar Dobl ! Pass Pass Pass Færeyingarnir Hans Ják- up Petersen og Arnbjörn Sivertsen voru í AV gegn Heikki Lehtinen og Lasse Utter. Það var djörf áætlun hjá Hans Jákup að stökkva í fimm hjörtu yfir slemmuleit suðurs og fylgja því eftir með dobli á fimm spöðum. Uppskeran var reyndar að- eins +200 fyrir einn niður, en hugmyndin var góð. Danirnir Jens Auken og Lars Blakset fengu hins vegar mun feitari bita gegn sænsku sveitinni. Þar var Magnús (okkar) Magnússon í lykilhlutverki með Sven- Aake Bjerregaard sem makker: Vestur Norður Austur Suður Lars Sven-Aake Jens Magnús – – – 1 lauf * Pass 1 grand * 2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu Pass Pass 5 hjörtu * Pass 7 lauf Dobl 7 spaðar ! Dobl Pass Pass Pass Eftir að Magnús fluttist til Svíþjóðar hefur hann tekið upp ýmsa þarlenda siði og er meðal annars farinn að spila Gulrótarlaufið. Í því kerfi er laufopunin tvíræð, sýnir annaðhvort yfirsterk spil eða 10–12 punkta og grand- skiptingu, og svar norðurs á einu grandi er jákvætt, 8–13 punktar og jöfn skipting. Þegar Magnús segir frjálst þrjá tígla við innákomunni lofar hann sterkri opnun. Þetta eru fræðin, en þau koma lítið við sögu í fram- haldinu. Þegar AV eru komnir í fjögur hjörtu sér Magnús möguleika á al- slemmu og ákveður að ganga hreint til verks með fimm hjörtum. En þá dynja ósköpin yfir. Bjerregaard stekkur í sjö lauf, sem aust- ur útspilsdoblar. Magnús túlkar það sem eyðu í spaða og veðjar á að makker eigi þar góðan þrílit. Svo var ekki. Sjö spaðar fóru fjóra niður (1.100), en á hinu borð- inu spiluðu NS sex tígla, tvo niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð glæsileg og leggið áherslu á að koma vel fyrir. Komandi ár getur orðið besta ár ævi ykkar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Næsta mánuðinn hefurðu óvenju mikla möguleika á að safna auði. Leitaðu tæki- færin uppi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikla þörf fyrir að ná sambandi við aðra. Næstu vikur henta því vel til að gera upp gömul deilu- mál. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt einstaklega auðvelt með að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum. Þú vilt gera allt fyrir þína nánustu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Næstu vikur henta vel til að njóta félagsskapar vina þinna. Þú ættir að þiggja þau boð sem þér berast. Þú munt njóta þess að fara í samkvæmi, á fundi og íþróttaleiki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stjörnurnar eru þér hag- stæðar í atvinnumálum. Gerðu ráð fyrir því að sinna skapandi störfum á næst- unni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Óvenjulegt fólk höfðar sterkt til þín. Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera hluti sem þú gerir ekki oft. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið verðið óvenju ástríðu- full næstu vikurnar og því eru líkur á nýjum ást- arsamböndum sem geta orðið eftirminnileg. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt óvenju auðvelt með að tjá maka þínum og vin- um tilfinningar þínar. Sam- skipti ykkar eru fyrirhafn- arlaus og gefandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú mátt búast við jákvæð- um breytingum í starfi þínu og vinnuumhverfi. Breyt- ingarnar tengjast m.a. bættum samskiptum þínum við yfirmenn þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Næstu vikur verða góður tími til að tengjast börnum og njóta samskipta við þau. Þig langar mest til að verða barn á ný. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Frá og með deginum í dag hefurðu mikla þörf fyrir að vera heima hjá þér. Þú finnur til öryggiskenndar innan veggja heimilisins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leitaðu fegurðarinnar í um- hverfi þínu. Það er mikil fegurð í kring um þig. Opn- aðu augun fyrir henni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Gunn-ar Jóhannsson út- gerðar- og hrefnu- veiðimaður verður fimmtugur mánudaginn 19. maí. Af því tilefni er gestum boðið að fagna með honum áfanganum í sal Flugvirkja- félags Íslands að Borg- artúni 22 n.k. laugardags- kvöld, 17. maí, á milli klukkan 20 og 24. 50 ÁRA afmæli.Þriðjudaginn 20. maí verður Halldór Rafn Ottósson, Reykjabraut 20, Þorlákshöfn, fimmtugur. Að því tilefni bjóða þau hjónin Rán Gísladóttir og Halldór Rafn til veislu í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss, laugardaginn 17. maí milli kl. 19 og 23. ÍSLANDSMINNI Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 0-0 9. 0-0 Rc6 10. Be3 Bg4 11. f3 cxd4 12. cxd4 Ra5 13. Bd3 Be6 14. d5 Bxa1 15. Dxa1 f6 16. Bh6 He8 17. Kh1 Hc8 18. Rf4 Bd7 19. e5 Rc4 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey. Curt Hansen (2.610) hafði hvítt gegn Luke McShane (2.592) og hristi fram úr erminni áhugaverða mannsfórn til að halda sókn hvíts gangandi. 20. Rxg6 Ba4 21. e6 hxg6 22. Bxg6 Re5 23. Be4 Bc2 24. Bxc2 Hxc2 25. Dd1 Kh7 26. f4 Kxh6 27. fxe5 Hc4 28. Dd3 b5 29. exf6 exf6 30. d6 Kg7 Hér kom til álita að gefa hrókinn til baka þar eð eftir 30. ... Hxe6 31. Dh3+ Kg7 32. Dxe6 Hd4 hefur svartur góð jafnteflisfæri. Í framhaldinu nær hvít- ur óstöðvandi sókn. 31. Dg3+ Kh7 32. Dh3+ Kg7 33. Dg3+ Kh7 34. Df3 Kg6 35. Dd5 Hh8 36. h3 a6 37. Dd3+ Kg7 38. Dg3+ Kh7 39. Hf5 De8 40. Hxf6 Hg8 41. Dd3+ Kg7 42. Df5 Hc5 43. Hf7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar Þessi gamli góði HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 16. maí, er sjötíu og fimm ára Jódís Kristín Jósefsdóttir, Norð- urgötu 54 á Akureyri. Hún er að heiman í dag. 85 ÁRA afmæli. Í dag16. maí er áttatíu og fimm ára Ólafía Helgadótt- ir, Heiðarbraut 7, Garði. Laugardaginn 17. maí býður hún ásamt fjölskyldu sinni til veislu frá kl. 15 í safn- aðarheimilinu Sæborgu í Garði. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 16. maí, er áttræður Björn R. Ein- arsson. Hann verður að heiman. 40 ÁRA afmæli. Ragn-heiður Linda Eyj- ólfsdóttir, grafískur hönn- uður, verður fertug fimmtudaginn 22. maí nk. Af því tilefni ætlar hún að hafa opið hús á heimili sínu, Langholtsvegi 163b, á morgun laugardaginn 17. maí kl. 17–20. Þeir sem vilja koma og gleðjast með henni eru velkomnir. Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, Súpa, kaffi og spjall. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað kl. 10.30 miðvikudaga og föstudaga næstu vikur. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Farið í bæinn og kíkt á endurnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Akureyrarkirkja: Aftansöngur kl. 18. Sr. Guðmundur Guðmundsson. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur, Vortónleikar Ung- lingakórs Akureyrarkirkju á morgun kl. 17. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Orgel/pí- anó: Björn Steinar Sólbergsson. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur laugardaga kl. 11. Bænastund þriðju- daga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Unglinga- samkoma kl. 20.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur kl. 10–18 í dag. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Föstudag- ur, kl. 21 er unglingasamkoma. Íslenska Kristskirkjan. Morgun- guðsþjónusta á morgun kl. 11. Síðasta morgunguðsþjónusta á þessu vori. Eivind Fröen kennir. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Eivind Fröen predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega kl. 13.30. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Að- ventskátavígsla. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíu- rannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Unga fólkið. Bibl- íurannsókn og bænastund á föstudögum kl. 19. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðs- þjónusta kl. 10.30. Biblíurannsókn og bænastund á sunnudögum kl. 13. Safnaðarstarf AÐALSAFNAÐARFUNDUR Grensássóknar verður hald- inn fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn í safn- aðarheimili kirkjunnar. Dag- skrá fundarins verður í sam- ræmi við starfsreglur um sóknarnefndir nr. 732/1998. Þá mun og sóknarnefnd leita samþykkis fundarins fyrir sölu á kjallara undir safn- aðarheimili og kirkju til Kirkjumálasjóðs. Nánari upplýsingar um starf safnaðarins má sjá á vefsvæðinu: www.kirkjan.is/ grensaskirkja. Aðalfundur Grensáskirkju 50ÁRA afmæli. GuðjónHalldórsson, vél- stjóri, Hvolsvelli, áður til heimilis í Karfavogi 40, verð- ur fimmtugur laugardaginn 17. maí. Afmælisbarnið tek- ur á móti vinum og velunn- urum laugardagskvöldið 17. maí í félagsheimilinu Hvoln- um, Hvolsvelli. … ég veit ekki! Er hann gamli ennþá forsætisráð- herra? DAGBÓK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.