Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 46

Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, hefur hafnað tilboði Fylkis um að taka að sér þjálfun hjá liðinu á næsta tímabili og ætlar hann að leika áfram með liði Hauka. „Ég gaf Fylkis- mönnum þau svör fyrir nokkrum vikum að ég væri tilbúinn að taka að mér starfið ef tækist að fá nægilegan sterkan mannskap til liðsins en það hefur ekki tekist og þar með hef ég ákveðið að vera um kyrrt í Haukum,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Þetta eru gleðifregnir fyrir stuðningsmenn Hauka enda hefur Halldór ver- ið kjölfestan í Haukalið- inu og besti leikmaður þess mörg undanfarin ár. Ekki er reiknað með miklum breytingum á Haukaliðinu. Aron Kristjánsson er á leið til Danmerkur, Sigurður Þórðarson hættir og Bjarni Frostason er í sömu hugleiðingum en aðrir leikmenn verða um kyrrt og Haukarnir stefna á að styrkja lið sitt með einum til tveimur sterkum leikmönnum. Halldór verður áfram með meisturum Hauka Halldór SPÆNSKU blöðin fara ekki fögrum orðum um fall Evrópu- meistara Real Madrid úr Meist- aradeildinni og þremur mönnum er mest kennt um ófarirnar, þjálfaranum Vicente del Bosque, fyrirliðanum Fernando Hierro og Luiz Figo. Blöðin gagnrýna Bosque og til að mynda segir Marca: „Leikskipulagið sem þjálfarinn lagði upp var í molum og liðið var ömurlegt allt frá byrjun.“ Hinum 35 ára gamla varnar- manni, Fernando Hierro, er kennt um öll þrjú mörkin sem Juventus skoraði og portúgalski landsliðsmaðurinn Figo fær það óþvegið en blaðið AS segir klúð- ur Figos á vítapunktinum hafi skipt sköpum í einvíginu. Hið stjörnum prýdda lið Real Madrid lék 16 leiki í Meistara- deildinni. Liðið vann aðeins sjö þeirra og heima fyrir hefur lið- inu vegnað illa upp á síðkastið. Meiðsli lykilmanna Forseti Real Madrid, Floren- tino Perez, vill hvorki skella skuldinni á leikmenn né þjálfara en segir meginástæðuna vera meiðsli lykilmanna á borð við Ronaldo og Raúl. Búið að finna sökudólga Real Madrid á Spáni „ÉG er sömu skoðunar og aðrir – Keflavík er liðið sem allir vilja vinna. Keflvíkingar spila lang- besta boltann og eru með heil- steyptasta hópinn af þeim liðum sem eru í deildinni. Þannig að ég reikna með því að þeir vinni deild- ina,“ segir Jónas Baldursson, þjálfari Þórs, sem féll úr úrvals- deildinni á síðustu leiktíð ásamt Keflavík. Jónas tók við þjálfun liðsins í vetur af Kristjáni Guð- mundssyni. Jónas telur lið sitt ásamt Vík- ingi og Breiðabliki einna líklegust til að fylgja Keflvíkingum upp í efstu deild. „Ég held að Víkingarnir verði við toppinn eins og Blikar, sem hafa verið brokkgengir í vor en ég hef trú á að það lagist,“ segir Jón- as, en lærisveinar hans eiga erfið- an útileik gegn Breiðbliki á Kópa- vogsvelli á sunnudaginn. Þá sagði Jónas ennfremur að Stjörnumenn gætu blandað sér í baráttuna, en þeir Garðbæingar hafa naumlega misst af úrvals- deildarsæti undanfarin tvö tíma- bil. Aðspurður sagðist Jónas telja að betri liðin í deildinni væru betri en undanfarin ár, þannig að óhætt væri að spá skemmtilegu móti. DÓMARARNIR sem dæma fyrstu leiki 1. deildarkeppni karla, sem hefst um helgina, eru Magnús Þórisson, Kefla- vík, sem dæmdir Breiðablik- Þór, Erlendur Eiríksson, Fram (Haukar-Njarðvík), Ein- ar Örn Daníelsson, Víkingi (Leiftur/Dalvík-HK), Eyjólfur Ólafsson, Víkingi (Keflavík- Stjarnan) og Gísli Hlynur Jó- hannsson, Keflavík (Aftureld- ing-Víkingur R.). Dómararnir sem dæma fyrstu leikina vonandi á spennandi baráttu um efstu sætin í 1. deild. „Ég býst við að Þór, Víkingur og Breiðablik verði í baráttunni um að komast upp og þá gæti lið HK komið á óvart í sumar.“ Keflvíkingar hafa misst þrjá lyk- ilmenn frá því í fyrra en fengið í stað- inn Stefán Gíslason, miðjumanninn efnilega, sem hefur spilað sem at- vinnumaður í Austurríki og Noregi síðustu árin. Nánar er farið yfir breytingar á liðum 1. deildar hér til hliðar, hvaða leikmenn eru komnir eða farnir. Keflavík tekur á móti Stjörnunni ífyrstu umferð á mánudags- kvöldið en þá mætast einnig Aftur- elding og Víkingur. Þrír leikir eru hinsvegar á sunnudag, Leiftur/Dal- vík mætir HK í Ólafsfirði, Haukar taka á móti Njarðvík á Ásvöllum og Breiðablik fær Þór í heimsókn á Kópavogsvöllinn. „Okkur hefur gengið ótrúlega vel“ Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, sagði við Morgunblaðið í gær að ef lið hans væri í úrvals- deildinni myndi það hæglega geta skipað sér í hóp fjögurra efstu lið- anna. „En við erum í 1. deild og það er oft mun erfiðara að komast þaðan en að halda sér í efstu deild. Okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og vor, allt frá fyrstu æfingu, spilað vel gegn liðum úr úrvalsdeildinni og ekki lent í neinum meiðslum. En nú byrjar alvaran og þá reynir á styrk- inn í liðinu. Mitt hlutverk sem þjálf- ara er að halda strákunum á jörðinni, við erum með ungt lið og þeir verða að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að spila eins á móti liðum í 1. deild og þeir hafa gert gegn ÍA og KR.“ Milan Stefán sagði að hann ætti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Keflvíkingurinn Ólafur Ívar Jónsson á ferðinni með knöttinn í leik í deildabikarkeppninni. Keflvíkingar þykja sigurstranglegir í 1. deild í knattspyrnu karla „Gætum verið í hópi bestu í úrvalsdeild“ KEFLVÍKINGAR þykja afar sigurstranglegir í 1. deild karla í knatt- spyrnu en keppni þar hefst á sunnudaginn. Þeir féllu úr úrvalsdeild- inni í fyrra og miðað við leiki í vetur og vor ætti lið þeirra fyllilega heima í hópi þeirra bestu í sumar. Í öllum spám sem birst hafa um 1. deildina eru Keflvíkingar settir í efsta sætið og flestir reikna með því að baráttan í deildinni muni snúast um hvaða lið fylgi þeim upp. Milan Stefán Jankovic „Keflavík vinnur deildina“  DAVID Seaman, markvörður Ars- enal, verður fyrirliði liðsins í bikar- úrslitaleiknum gegn Southampton í Cardiff á morgun. Þessi 39 ára markvörður, sem hefur leikið yfir 1.000 leiki, hefur verið varafyrirliði í vetur. Fyrirliðinn Patrick Vieira er meiddur og getur ekki leikið.  BRASILÍSKU leikmennirnir Gil- berto Silva og Edu hafa náð sér eftir meiðsli og leika á miðjunni með Ars- enal, sem leikur í rauðum búningi í Cardiff.  BAKVÖRÐURINN Lauren er einnig orðinn góður og þá mun Oleg Luzhny líklega taka stöðu Pascals Cygan, sem er meiddur og leika við hlið Martins Keown sem miðvörður.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur tú á því að sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg setji met í Cardiff, með því að verða fyrsti leikmaðurinn til að skora í þremur bikarúrslitaleikj- um í röð á Englandi. „Freddie er sig- urvegari – hann getur hæglega gert út um leiki,“ sagði Wenger.  LJUNGBERG skoraði mark gegn Liverpool 2001, en þá varð Arsenal að sætta sig við tap þegar Owen skoraði tvö mörk fyrir Liverpool undir lok leiksins, 2:1. Ljungberg skoraði annað mark Arsenal, sem lagði Chelsea í Cardiff í fyrra, 2:0.  ARSENE Wenger segir að hann og leikmenn sínir vanmeti ekki Southampton, þó svo að Arsenal hafi unnið stórsigur á Southampton fyrir fáeinum dögum í deildarleik á Highbury, 6:1. „Ég ber mikla virð- ingu fyrir Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóra Southampton, sem hef- ur náð mjög góðum árangri með liðið á sínu fyrsta heila keppnistímabili með það.“ FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.