Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 47 VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari ný- krýndra Íslandsmeistara Hauka, segist fastlega búast við því að vera eitt ár til viðbótar með Haukum en Viggó lét í veðri vaka í sigurlátum Hauka á þriðjudagskvöldið að hann kynni að láta af störfum eftir tíma- bilið. „Ég neita því ekki að maður er orðinn ansi lúinn enda spannar tíma- bilið orðið ellefu mánuði. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta þetta gott heita en að vel athuguðu máli og þegar ég er búinn að fá góða hvíld og spila nokkra golfhringi er líklegast að ég taki eitt ár til viðbótar með Hauk- unum,“ sagði Viggó við Morgun- blaðið í gær. Viggó gerði samning við Hauka í fyrra til ársins 2005 en sá samn- ingur er uppsegjanlegur af beggja hálfu. Viggó áfram hjá Haukum Viggó Sigurðsson SVO kann að fara að landsliðs- miðherjinn í knattspyrnu Andri Sigþórsson, framherji norska úr- valsdeildarliðsins Molde, verði að hætta knattspyrnuiðkun vegna þrálátra meiðsla í hné. Andri var frá í fjóra mánuði í fyrra vegna meiðsla í hné, lék aðeins 11 leiki með Molde á leik- tíðinni, og nú er hann aftur kom- inn á sjúkralistann með sams konar meiðsli. Andri lék fyrsta leik Molde í deildakeppninni í vor en hefur ekkert getað verið með síðan. Sjúkraþjálfari Molde sagði við norska fjölmiðla í gær að ferill Andra héngi á bláþræði en svo virðist sem hnjámeiðslin séu al- varlegs eðlis. Ferill Andra í hættu Guðmundur Þórður Guðmunds-son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, hefur valið æfingahóp fyr- ir verkefni landsliðsins í lok maí og byrjun júní. Þrír nýliðar eru í hópn- um, Haukamennirnir Vignir Svav- arsson og Þorkell Magnússon, ásamt Bjarna Fritzsyni úr ÍR. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Guðm. Hrafnkelsson, Conversano Roland Eradze, Valur Birkir Ívar Guðmundsson, Haukar Hornamenn og línumenn: Guðjón V. Sigurðsson, Essen Logi Geirsson, FH Þorkell Magnússon, Haukar Bjarni Fritzson, ÍR Einar Örn Jónsson, Massenheim Sigfús Sigurðsson, SC Magdeburg Róbert Sighvatsson, Wetzlar Róbert Gunnarsson, Aarhus Vignir Svavarsson, Haukar Útileikmenn: Dagur Sigurðsson, Wakunaga Jaliesky Garcia, Göppingen Snorri Steinn Guðjónsson, Valur Markús Máni Maute, Valur Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Heiðmar Felixsson, Bidasoa Einar Hólmgeirsson, ÍR Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Aron Kristjánsson, Haukar Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar  Íslendingar mæta Dönum í tveimur leikjum hér á landi 30. og 31. maí. Hinn 4. júní verður leikið við úr- valslið Katalóníu á Spáni og dagana 6.–8. júní heldur liðið til Antwerpen og tekur þátt í móti ásamt Slóvenum, Serbum og Dönum. Guðmundur Þórður velur æfingahóp Bjarni hélt í morgun til Þýska-lands og eftir læknisskoðun mun hann skrifa undir samninginn við Bochum sem er til þriggja ára. „Ég hef ákveðið að taka tilboðinu, enda er það gott. Þetta verður mjög spennandi og það verður sérlega gaman að fá að spila með Þórði aftur. Þetta er gott félag og vel að öllu stað- ið hjá því,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni verður kynntur fyrir stuðn- ingsmönnum Bochum á morgun á síðasta heimaleik liðsins sem er á móti Hamburger. Bochum vann sér sæti í 1. deild- arkeppninni í fyrra og eftir góða byrjun í haust lenti liðið í fallbaráttu en tókst að bjarga sér með 3:1 sigri á Armena Bielefeld um síðustu helgi. Þórður Guðjónsson, eldri bróðir Bjarna, á tvö ár eftir af samningi sín- um við Bochum en þeir bræður fá nú tækifæri til að spila saman á nýjan leik en þeir léku síðast saman með Genk í Belgíu fyrir þremur árum. Bjarni tók tilboði Bochum BJARNI Guðjónsson knatt- spyrnumaður hefur ákveðið að taka tilboði þýska liðins Boch- um, en eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni fékk Bjarni í hendur samningstilboð frá fé- laginu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þórður Guðjónsson ber Bjarna á bakinu á æfingu með landsliðinu. Þeir bræð- ur verða saman í herbúðum þýska liðsins Bochum.  SHEFFIELD United lagði Nott- ingham Forest að velli í framlengd- um leik í gærkvöldi, 4:3. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2:2. Sheff. Utd. mætir Úlfunum í úrslita- leik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.  ANDRES Gunnlaugsson, hand- knattleiksþjálfari, mun taka við þjálfun á kvennaliði Fram í meist- araflokki. Hann tekur við starfi Þórs Björnssonar, sem hætti eftir að hafa verið þjálfari liðsins í tvö ár..  MARK Viduka framherji Leeds United er ekki til sölu að sögn John McKenzie stjórnarformanns Leeds en nokkur félög, þar á meðal Totten- ham hafa borið víurnar í Ástralann sem skoraði 21 mark í ensku úrvals- deildinni á leiktíðinni. Viduka, sem er 27 ára gamall og var keyptur til Leeds á 6 milljónir punda fyrir þremur árum, á þrjú ár eftir af sam- ingi sínum við félagið.  CHRIS Coleman var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild- arliðsins Fulham en hann var ráðinn tímabundið í starfið eftir að Frakk- anum Jean Tigana var sagt upp. Undir stjórn Colemans krækti Ful- ham sér í 10 stig af 15 möguleikum á lokasprettinum og tókst að halda sæti sínu í deildinni.  TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákvað á ríkisstjórnar- fundi á miðvikudag að gefa breska ólympíusambandinu græna ljósið á að sækja um að fá að halda ólympíu- leikana árið 2012. Bretar eru ekki einir um að vilja halda keppnina því búist er við því að umsóknir berist frá stórborgunum, Madrid, New York, Moskvu og París.  DAVID Bellion, leikmaður Sund- erland, stendur þessa dagana í samningaviðræðum við Manchester United. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, hefur lengi haft augastað á Frakk- anum unga.  PETER Reid, knattspyrnustjóri Leeds, hefur sagt upp aðstoðar- mönnum sínum, þeim Eddie Gray og Brian Kidd. Ástæða upsagnanna er liður í þeim aðhaldsaðgerðum sem nú standa yfir á fjárhag félagsins.  SAM Allardyce knattspyrnustjóri Bolton er þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem eftirmaður Graham Taylors hjá Aston Villa. Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, var ekki lengi að kveða niður sögusagnirnar og hann greindi fjöl- miðlum frá í gær að „Big Sam“ væri ekki á förum frá Bolton.  LENGJAN fékk þjálfara 1. deild- arliðanna til að spá til um úrslit sum- arsins og var niðurstaðan þessi: 1. Keflavík, 2. Þór A., 3. Breiðablik 4. Víkingur, 5. Haukar, 6. Stjarnan 7. Afturelding, 8. Njarðvík 9. HK og 10. Leiftur/Dalvík. FÓLK Keflavík Komnir: Einar Ottó Antonsson (Selfossi), Haraldur Axel Einarsson (Víði), Stefán Gíslason (Grazer AK). Farnir: Guðmundur Steinarsson (Brönshöj/Fram), Haukur Ingi Guðnason (Fylki), Jóhann R. Bene- diktsson (Grindavík). Þór Komnir: Arnljótur Ástvaldsson (KR), Hallgrímur Jónasson (Völ- sungi), Pétur Kristjánsson (Leiftri/ Dalvík). Farnir: Andri B. Þórhallsson (Fjarðabyggð), Ashley Wooliscroft (England), Gunnar Konráðsson (ÍR), Helgi Þór Jónasson (Leiftur/ Dalvík), Óðinn Árnason (Grindavík), Þórir Áskelsson (Reyni Árskógs- strönd), Örlygur Helgason (KA). Stjarnan Komnir: Benedikt Egill Árnason (FH), Besim Haxhijadini (Val), Brynjar Sverrisson (Þrótti R.), Giss- ur Jónasson (Leikni R.), Gunnar Guðmundsson (Leiftri/Dalvík). Farnir: Garðar Jóhannsson (KR), Kristinn Guðbrandsson (Víði), Ólaf- ur Páll Snorrason (Fylki), Ragnar Árnason (Fram). Afturelding Komnir: Albert Arason (Leiftri/ Dalvík), Birgir Þór Birgisson (Val), Brynjólfur Bjarnason (ÍR), Einar Hjörleifsson (Fylki), Henning Jón- asson (KR), Jón Eiríksson (Sindra), Jón Þór Hauksson (ÍA), Sigurður A. Hermannsson (Fylki), Sturla Guð- laugsson (ÍA). Farnir: Engir. Víkingur R. Komnir: Arnar Steinn Einarsson (Val), Betim Haxhijadini (Leikni R.), Grétar Sigurðarson (Sindra), Hösk- uldur Eiríksson (ÍR), Stefán Logi Magnússon (Bradford City), Stefán Þórðarson (ÍR), Steinþór Gíslason (Val), Tómas M. Reynisson (KFS), Tryggvi Björnsson (Þrótti R.) Farnir: Andri Tómas Gunnarsson (Danmerkur), Igor Bjarni Kostic (ÍBV), Ólafur Adolfsson (Skalla- grím), Valur Úlfarsson (Þýska- lands). Haukar Komnir: Davíð Ellertsson (FH), Hrannar Már Ásgeirsson (HSH), Magnús Ólafsson (KR), Róbert Óli Skúlason (Val). Farnir: Brynjar Gestsson (Hug- in), Óskar Alfreðsson (Leikni R.) Breiðablik Komnir: Gunnar B. Ólafsson (Fram), Hreiðar Bjarnason (Fylki), Olgeir Sigurgeirsson (ÍBV), Páll Gísli Jónsson (ÍA), Sævar Pétursson (Deiglunni), Jesper Borup (Dan- mörku). Farnir: Ívar Sigurjónsson (Þrótt R.), Jens Harðarson (HK), Kári Ár- sælsson (Þrótt R.) Leiftur/Dalvík Komnir: Gunnar Jarl Jónsson (Leikni R.), Helgi Þór Jónasson (Þór), Jóhann H. Traustason (Magna). Salar Yashin (Svíþjóð), Zeid Yashin (Svíþjóð) Farnir: Albert Arason (Aftureld- ingu), Gunnar Guðmundsson (Stjörnuna), Hermann Albertsson (FH), Hjörvar Maronsson (KA), Jón Örvar Arason (KA), Marinó Ólason (Fjölni), Pétur Kristjánsson (Þór), Sigurjón Egilsson (Fjarðabyggð), Þorleifur K. Árnason (KA), Þorvald- ur Sveinn Guðbjörnsson (KA). HK Komnir: Haraldur Hinriksson (ÍA), Jens Harðarson (Breiðabliki), Sigurjón Björn Björnsson (Fjarða- byggð), Villy Þór Ólafsson (Létti), Þórður Jensson (Víkingi R.) Farnir: Gísli Freyr Ólafsson (Drang), Óli Þór Júlíusson (Drang), Pétur Geir Svavarsson (Færeyja), Róbert Haraldsson (KS), Þórður Guðmundsson (Drang). Njarðvík Komnir: Arjan Kats (Hollandi), Jóhann Steinarsson (ÍR), Marteinn Guðjónsson (Reyni S.) Farnir: Gísli Þór Þórarinsson (Reyni S.), Sævar Gunnarsson (Sindra). Breytingar á liðum 1. deildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.