Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 11 Í NÝBIRTUM úrskurði um mat á umhverfisáhrifum fellst Skipulags- stofnun á að lagður verði nýr veg- arkafli á þjóðvegi 1 um Norður- árdal í Akrahreppi í Skagafirði. Um er að ræða um 14 km langan kafla á milli Kjálkavegar og Heiðar- sporðs en Vegagerðin áformar að hefja þar framkvæmdir á næsta ári. Í úrskurði stofnunarinnar segir að þau umhverfisáhrif sem vegi þyngst séu umferðaröryggi, lífríki í Norðurá, búskapur á svæðinu og fornleifar. Lagning vegarins muni bæta samgöngur og auka umferð- aröryggi og ekki hafa neikvæð áhrif á aðgengi að náttúruverndarsvæð- um, hljóðvist, loftgæði eða veitur. Hins vegar séu nokkrar mótvæg- isaðgerðir nauðsynlegar en áætlan- ir um þær hafi Vegagerðin unnið í samráði við Veiðimálastofnun. Þannig eigi framkvæmdir í árfar- vegi Norðurár að fara fram sem mest utan veiðitíma, taka eins stuttan tíma og kostur er og vera undir eftirliti veiðimálastjóra og Umhverfisstofnunar. Telja alla kostina viðunandi Vegagerðin tilkynnti fram- kvæmdina 31. janúar og lá mats- skýrsla frammi til kynningar til 21. mars. Níu athugasemdir bárust. Í skýrslunni eru lagðir fram fimm kostir um tilhögun leiðarinnar og fellst Skipulagsstofnun á þá alla með því skilyrði að verkið verði unnið í samráði við veiðimálastjóra og Umhverfisstofnun. Þá verði út- færsla mótvægisaðgerða að vera í samráði við veiðimálastjóra. Skipu- lagsstofnun mælir með tveimur kostum, annaðhvort svokallaðri C leið eða G leið þar sem þeir kostir muni hafa „ásættanlegust heildar- áhrif á umferðaröryggi, lífríki Norðurár, búskap og fornleifar“, segir í úrskurðinum. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 20. júní. Nýr vegur um Norðurárdal við Öxnadalsheiði Skipulagsstofnun fellst á framkvæmdir FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfs- greinasambandsins samþykkti á fundi um síðustu helgi ályktun þar sem úrskurði Kjaradóms um hækk- un launa og lífeyrisréttinda þjóð- kjörinna fulltrúa og æðstu embættis- manna þjóðarinnar er harðlega mótmælt. „Sú launahækkun sem felst í úr- skurðinum er í engu samræmi við launaþróun í landinu síðustu fjögur ár. Skiptir þá engu á til hvaða við- miðunarhópa er litið og því eru engin rök fyrir skýringum og forsendum Kjaradóms. Skilaboð úrskurðarins munu án efa torvelda mjög gerð nýrra kjarasamninga og eru hverf- andi líkur á kjarasamningum til lengri tíma. Almennt launafólk á Ís- landi virðist vera eitt um það að axla ábyrgð á stöðugleikanum, en úr- skurður kjaradóms gerir það að verkum að sú ábyrgð verður varla mikið lengur til staðar,“ segir í álykt- uninni. Er Alþingi hvatt til þess að fella úrskurð kjaradóms úr gildi með lögum og um leið tengja launahækk- anir þessara hópa við hækkanir á al- mennum vinnumarkaði. Ýmis verkalýðsfélög hafa sam- þykkt ályktanir í kjölfar úrskurðar Kjaradóms þar sem launahækkun- um er harðlega mótmælt. Fulltrúa- þing Sjúkraliðafélagsins mótmælir harðlega því „tvöfalda siðferði kjara- dóms sem birtist í úrskurði hans um laun æðstu embættismanna, ráð- herra og þingmanna,“ eins og segir í ályktun félagsins. Tal um að hækkun lægstu launa ógni stöðugleika er barbabrella Í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðs- félags Vestfirðinga segir: „Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirð- inga fagnar því svigrúmi til launa- hækkana í íslensku efnahagslífi sem nú blasir við og fram kemur í launa- hækkunum til æðstu embættis- manna landsins, ráðherra og alþing- ismanna. Stjórnin skorar á verkalýðshreyfinguna og launafólk um allt land að krefjast sömu hlut- deildar á sín laun. Allt tal um að hækkun á lægstu launum ógni stöð- ugleikanum hlýtur að vera barba- brella í hugum ráðherra og alþing- ismanna sem nú taka sér góð verkamannalaun í hækkunina eina og sér. Krafa launafólks er að allir launamenn, ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar fái frá og með 1. jan. n.k. ofan á sín núverandi laun sömu krónutölu og forsætisráðherra og æðstu menn þjóðarinnar fengu nú.“ Lífeyrisréttindi verði jöfnuð Í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Verkalýðsfélagsins Hlífar er launahækkunum ráðherra og alþingismanna harðlega mót- mælt. Þá segir meðal annars: „Það liggur fyrir að laun verkafólks verða að hækka verulega í næstu kjara- samningum til þess að þau haldi í við verðlagsþróunina í landinu og drag- ist ekki aftur úr launum annara laun- þega. Þá verður m.a. lögð þung áhersla á jöfnun lífeyrisréttinda og hækkun skattleysismarka.“ Í ályktun sem samþykkt var á fundi trúnaðarráðs Félags bóka- gerðarmanna er m.a. bent á að síðast þegar Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna 1. janúar 2003 hafi hækkunin verið tvöfalt meiri en almennar launahækkanir kváðu á um. Telur trúnaðarráðið að úrskurðurinn nú muni ekki auðvelda endunýjun kjarasamninga. Þá lýsir stjórn VR undrun sinni á úrskurðinum. Niðurstaða hans og tímasetning sé ógnun við stöðugleik- ann þegar líði að kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði. Launþegasamtök og verkalýðsfélög mótmæla úrskurði Kjaradóms Mun án efa torvelda gerð nýrra kjara- samninga TVEIR nemar á lokaári í kvik- myndadeild Filmakademie Baden Württemberg í Þýskalandi hafa und- anfarið dvalið í fræðimannsíbúðinni á Skriðuklaustri í Fljótsdal við álfaleit. Erindi þeirra er að gera heimilda- mynd um álfa og trú Íslendinga á álfa og hliðstæð fyrirbæri í náttúrunni. Blanda þær saman myndbandsupp- tökum með óformlegum viðtölum við Íslendinga og hreyfimyndatækni (animation), þar sem steinar hreyfast úr stað og álfum gæti hugsanlega brugðið fyrir í örskotsstund. Myndin er lokaverkefni þeirra við kvik- myndaskólann og er líklegt að þær geti selt hana í sjónvarp þegar frá líð- ur. Skemmdar filmur og tækin ónýt Dörthe Eickelberg er leikstjóri myndarinnar, en um myndatöku sér Katinka Kocher. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær dvelja á Íslandi við álfarannsóknir og kvikmyndun, Þær höfðu aflað efnis í myndina síðla árs 2002, en þegar heim til Þýska- lands kom varð ljóst að meirihlutinn af filmunum hafði skemmst. Tækin eru einnig ónýt og hefur reynst al- gerlega ómögulegt að gera við þau. Halda Dörthe og Katinka því fram að jafnvel sé um yfirskilvitleg skemmd- arverk að ræða. Þær komu því í ann- að sinn til að ná í efni í myndina og trúa að nú hafi þær haft erindi sem erfiði. Dörthe segist vera búin að heyra ógrynni af sögnum um álfa og drauga á Íslandi, ekki síst af vörum létt- kenndra á börum. Það sem hún hafi lesið í bókum ætluðum útlendingum sé hjóm miðað við raunveruleikann eins og hann blasir við frá bæjardyr- um hins venjulega Íslendings. Unnið að gerð heimildamyndar um álfa og þjóðtrú Í álfaleit á Austur-Héraði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þær Dörthe Eickelberg og Katinka Kocher vinna nú að gerð heimilda- myndar um íslenska álfa og tengda þjóðtrú. Efnisleit, eða öllu heldur álfa- leit, fór að mestu fram á Fljótsdalshéraði. Myndin er lokaverkefni Dörthe og Katinku við Filmakademie Baden Württemberg í Þýskalandi. Egilsstöðum. Morgunblaðið. NEMENDUR 9. bekkjar Hvolsskóla á Hvolsvelli hafa undanfarnar tvær vikur unnið að spilagerð í íslensku. Markmiðið með verkefninu er að hanna og búa til spil sem reynir á almenna íslensku- kunnáttu og þjálfar málskilning og orðaforða. Að sögn Elínborgar Valsdóttur, annars af tveimur íslenskukennurum í 9. bekk, hafa nemendur ver- ið afar áhugasamir um verkefnið. „Nemendur fá alveg frjálsar hendur með hvernig spilin eru út- færð. Þau vinna í fjögurra manna hópum og byrj- uðu á því að gera vinnuáætlun. Ákveðið var hvernig spilið átti að vera, útlit hannað og spila- reglur og að lokum gerðu þau bæklinga til að kynna spilið og hönnuðu umbúðir. Sumir hóp- arnir hafa lagt mjög mikið í frágang á spilunum og meiningin er að spilin verði notuð af nem- endum skólans. Það sem kom okkur mest á óvart var hvað útfærslur eru ólíkar og hvað margir sem ekki eru áhugasamir um íslensku að öllu jöfnu hafa unnið verkefnið af miklum áhuga. Nemendurnir hafa búið til spurningar sem snerta fjölmarga þætti íslenskunnar t.d. orðskilning, málfræði, málshætti, orðtök, rím og margt fleira. Einnig eiga þau að leysa ýmsar þrautir í spil- unum eins og að halda ræður, fara með vísur o.fl. Krakkarnir í 9. bekk voru sammála um að þetta væri góð tilbreyting frá venjubundinni kennslu og kæmi inn á marga þætti íslenskunnar en reyndi í leið á marga aðra þætti í námi, þau hefðu t.d. notið góðrar aðstoðar smíða- og mynd- menntakennara því að búa þurfti til spilakalla, mála og teikna. Þetta væri skapandi, skemmti- legt og fjölbreytt nám.“ Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hér má sjá Gissur, Óskar Orra og Stefán Jón við spilið sem þeir bjuggu til og kalla Monitor. Búa til spil í íslensku Hvolsvelli. Morgunblaðið. LANDSSAMBAND eldri borgara, LEB, lagði fram ályktun á landsfundi sínum sem haldinn var um síðustu helgi um að efla bæri Framkvæmda- sjóð aldraðra til aukinnar uppbygg- ingar þjónustu í þágu eldri borgara. Telja samtökin að stórátak þurfi til að efla sjóðinn. Þá beina samtökin þeirri kröfu til nýrrar ríkisstjórnar að hún beiti sér fyrir því að samþætting á almennri heimaþjónustu og heima- hjúkrun verði forgangsverkefni í samstarfi við sveitarfélögin í landinu að höfðu samráði við Landssamband eldri borgara. Sérhver vistmaður eigi kost á einbýli Einnig leggja samtökin til að sér- hver vistmaður á öldrunarheimilum eigi kost á einbýli. Þá þurfi að athuga hver munurinn er á rekstrarkostnaði á stórum og litlum öldrunarheimilum. Í ályktun sambandsins segir að stefna beri að uppbyggingu fá- mennra og heimilislegra öldrunar- heimila í stað hinna fjölmennu stofn- ana. Landsfundurinn mótmælir þeim seinagangi og drætti sem hefur orðið á opnun hjúkrunarheimilis á Vífils- stöðum og minnir á að þrátt fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í fyrra hafi biðlistar lengst verulega. Eigi undantekningarlaust sæti í nefndum um mál aldraðra Í ályktun landsfundarins er sett fram sú krafa til ríkis- og sveitar- stjórna að þegar starfshópar, nefndir og ráð eru skipuð til þess að fjalla um málefni aldraðra eigi fulltrúar Lands- sambands eldri borgara undantekn- ingarlaust sæti í þeim nefndum. Landssamband eldri borgara ályktar um heilbrigðis- og félagsmál Framkvæmda- sjóður aldraðra verði efldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.