Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 27
VIÐ skulum fylgja eftir hágæða
stálskífu, sem er álíka stór og fjórir
10 króna peningar staflaðir saman, á
ferð hennar um
heiminn. Við hefjum
ferðina í auðugum
járnnámum í Rúss-
landi. Við fylgjum
járngrýtinu eftir í
gegnum jarðvegs-
vinnu, bræðslu og
hreinsun, þangað til óhrjálegt járn-
grýtið hefur breyst í skínandi, há-
gæða stálskífu.
Næst liggur leið stálskífunnar um
óravíddir heimsmarkaðsins. Hún hef-
ur verið seld og við eltum stálskífuna
alla leið í verksmiðju sem er rétt fyrir
utan Genf í Sviss. Söluverð stálskíf-
unnar er 7 krónur. Virðisaukinn er
því 7 krónur því stálið var upphaflega
ekki keypt, heldur fengið úr járn-
námu, sem er náttúruauðlind.
Í verksmiðjunni í Sviss sjáum við
hvernig stálskífan er mótuð á hugvit-
samlegan hátt (þekking). Partur af
stálinu er notaður af sérfræðingum í
tannhjól, fjaðrir og vísa (þekking).
Örgjörvatækni bætist við (þekking).
Hönnun á heimsmælikvarða stjórnar
útliti (þekking), og aukahlutum er
bætt við, svo sem gleri og leðri. Loks
kemur kunnáttusamleg markaðs-
vinna stálskífunni á markað (þekk-
ing). Niðurstaðan er; fullunnin stál-
skífa með markaðsvirði 50.000
krónur. Virðisaukinn er því 50.000
krónur – 7 krónur = 49.993 krónur.
Virðisauki stálskífunnar í Rúss-
landi var 7 krónur, en virðisauki
stálskífunnar í Sviss, er 49.993 krón-
ur. Ástæða þessa mismunar er; þekk-
ing, framleiðni og nýsköpun. Til sam-
ans þekkingariðnaður. Lítum nánar á
muninn á hráefnisiðnaði og þekking-
ariðnaði.
Nú vantar ekki að Rússar höfðu
mikið fyrir því að sækja stálskífuna í
jörð og vinna hana. Bæði námuvinnan
sem sótti járngrýtið og stóriðjan sem
vann úr því stál, er mannfrekur iðn-
aður, hinsvegar er hann lágt launaður
af því að hann er ekki þekking-
arfrekur. Námuvinnslan er frum-
framleiðsla, og stáliðjan er stóriðja á
öðru framleiðslustigi. Hvorugt er
mjög verðmætaaukandi. Að auki er
námuvinnsla langt frá því að vera um-
hverfisvænn iðnaður, og stóriðjan er
það ekki heldur. Mengun er kostn-
aður, þannig að samkvæmt hagfræð-
inni leggst til mikill kostnaður af
menguninni sem af framleiðslunni
hlýst.
Rússland er gott dæmi um þjóð-
félag sem hefur byggt afkomu sína á
hráefnisútflutningi um margra ára-
tuga skeið. Rússland fær stærstan
hluta af sínum þjóðartekjum af út-
flutningi á; olíu, áli, gulli, demöntum,
stáli og öðru hráefni. Þetta segir okk-
ur að Rússland getur ekki annað en
verið í hópi verst stæðu ríkja Evrópu.
Alltof lágt hlutfall þekkingariðnaðar
er fyrst og fremst ástæðan.
Hráefnisútflutningur er auðveldari
og fljótlegri en að þróa upp þekk-
ingariðnað, og kannski eru Rússar
fastir í skammsýni þar sem þeir sjá
ekki að þekkingin gefur af sér þús-
undfalt meira en hráefnisútflutning-
urinn.
Í Sviss er flutt inn ódýrt hráefni.
Síðan er bætt við þetta ódýra hráefni
mikilli og verðmætri þekkingu og ný-
sköpun. Þessi þekking, nýsköpun,
ásamt hárri framleiðni verður til í
úragerðarklasanum sem er á litlu
svæði í kringum Genf og norður til
Basel. Þessi þekkingarklasi hefur þá
fjóra eiginleika sem gera klasa svo
árangursríka:
Í klasanum hafa komið saman, á
litlu svæði, mörg fyrirtæki í úra-
framleiðslu, s.s. Rolex, Patek Phil-
ippe, Omega, og Breitling. Þetta
eru framleiðendurnir í klasanum.
Þeir etja síðan stöðugt kappi hver
við annan um samkeppnisforskot,
og beita við það stöðugri fram-
leiðniaukningu og nýsköpun.
Fyrirtæki í stuðningsgreinum, s.s.
örgjörvafyrirtæki, framleiðendur
tækja til úragerðar, og hönn-
unarfyrirtæki, styðja við fram-
leiðslu og nýsköpun framleiðend-
anna. Um leið skapa þau sér sína
eigin velgengni.
Heimamarkaðurinn í Sviss er mjög
kröfuharður á nýjungar og gæði í
úraframleiðslu, sem bætir margfalt
upp hversu lítill hann er. Einungis
5% af framleiðslunni eru seld í
Sviss, sem þýðir að 95% eru flutt
út.
Að lokum þá eru framleiðsluað-
stæður ákjósanlegar í Sviss. S.s.;
menntastofnanir með sérhæfingu í;
úraiðnaði, hönnun og markaðs-
setningu. Ríkisvaldið tryggir góð-
an „infrastrúktúr“ og stofnanir
sem styðja við stöðuga nýsköpun
hjá úraframleiðendum, með t.d.
verðlaunakeppnum og staðlastofn-
unum.
Þessi klasi er svo skilvirkur að hann
elur af sér fyrirtæki á heims-
mælikvarða. Það er því næsta sjálf-
gefið að slík hágæðafyrirtæki nái góð-
um árangri í sölu á heimsmarkaði. T.d.
á þessi litli klasi í Sviss 50% af heim-
sútflutningi á úrum, í verðmæti talið.
Að auki má bæta við að umgjörðin
utan um þessa verðmætu atvinnu-
grein er hvorki kostnaðarsöm á fjár-
magn né umhverfi. Öll þessi verð-
mætasköpun fer fram í litlum og
látlausum skrifstofubyggingum, sem
hvorki taka toll af landinu né valda
skaðlegum útblæstri.
Hvorum megin myndum við Ís-
lendingar vilja vera í vinnslu stálskíf-
unnar? Við getum gert allt það sem
Svisslendingar, og aðrar þekking-
arþjóðir, hafa gert. Við getum eins
gert það betur. Við höfum allt sem
Svisslendingar hafa, nema stefnu-
mörkunina á þekkingarklasana.
Þekkingarklasar eru módelið sem
gefur okkur lykilinn að stórkostlegri
hagsæld. Við þurfum bara að nota
lykilinn til að sækja hagsældina.
Eltum
stálskífuna …
Eftir Jón Daða Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og rekstrarráðgjafi.
SAMFYLKINGIN lék út sínu
helsta trompi í nýliðnum kosningum.
Borgarstjórinn var sóttur úr híði
sínu og býr nú ekki
lengur í helli sínum
við Tjörnina. Henni
var teflt fram og hin
rauða loforðablaðra
þanin til hins ýtr-
asta. Menn létu mál-
efnafátækt í engu
hindra sig en lögðu í staðinn áherslu
á dylgjur í garð forsætisráðherra.
Jafnframt var auglýst af meiri krafti
heldur en áður hefur sést í íslensk-
um stjórnmálum. Við skulum vona
að það endi ekki með álíka fjárhags-
legum hörmungum og síðasta kosn-
ingabarátta R- listans í Reykjavík.
Heyrst hefur að sú kosningabarátta
hafi verið jafn gjaldþrota fjárhags-
lega og hún var málefnalega.
Eðlilegt er, nú að leikslokum, að
spyrja um árangur alls þessa. Var til
einhvers barist? Formaður Samfylk-
ingarinnar, Össur Skarphéðinsson,
mætti glaðbeittur til Egils Helga-
sonar og virtist nokkuð ánægður
með eigin frammistöðu. Hann lýsti
því fjálglega hvernig hann hefði tek-
ið að sér formannsstarf sem enginn
hefði viljað og unnið flokkinn upp í
32% fylgi í desember síðastliðnum.
Þá hafi hann beitt sér fyrir því að
„ópólitískur“ borgarstjóri R-listans
gengi til liðs við sig og myndaði
tvíeyki fyrir komandi kosningabar-
áttu. Óljóst er reyndar hvaða hlut-
verki hann sjálfur gegndi í tvíeyk-
inu.
Almenn ánægja er meðal Sam-
fylkingarfólks með árangur þess-
arar fléttu tvíeykisins. Þetta verður
að teljast merki um óvenjulega
nægjusemi þar sem fylgi flokksins
hefur dalað um eitt prósentustig frá
því í desember. Athyglisvert er einn-
ig að enginn Samfylkingarmaður
hefur heyrst tala um misnotkun
valds í tengslum við ógildingu nið-
urstöðu prófkjörs þar sem Ingi-
björgu Sólrúnu var stillt inn í miðjan
listann. Kannski er þetta fremur
flokkað sem misbeiting heldur en
misnotkun valds í siðfræði Samfylk-
ingarinnar.
Hver var svo árangur Ingibjarg-
ar, betri helmings tvíeykisins? Auk
þess að svíkja margendurtekin lof-
orð sín við kjósendur sína í Reykja-
vík þá tókst henni að misnota traust
samstarfsflokkanna í R-listanum og
nánast útiloka að einhver þeirra
treysti Samfylkingunni í stjórn-
arsamstarf. Hún náði ekki að fella
ríkisstjórnina. Hún náði ekki að gera
Samfylkinguna jafnstóra eða stærri
en Sjálfstæðisflokkinn. Hún náði
ekki kjöri á þing. Hún náði ekki að
auka fylgi Samfylkingarinnar frá
þeim tímapunkti er hún tók við og
fram að kosningum. Það þarf sterk-
an vilja og gott ímyndunarafl til þess
að lesa sigur út úr þessu.
Þrátt fyrir að Samfylkingin reyni
að bera sig vel þá eru brestirnir
byrjaðir að koma í ljós. Eitt af því
sem ávallt hamlar „popúlistaflokk-
um“ er að frambjóðendurnir eru þar
gjarnan vegna eigin athyglissýki
fremur en af pólitískri sannfæringu.
Þegar síðan á móti blæs þá troða
menn hver öðrum um tær og reyna
að nýta sér aðstæður sjálfum sér til
framdráttar.
Össur hefur lýst því yfir að hann
hyggist leiða Samfylkinguna áfram
sem formaður. Ingibjörg segist
áfram ætla að vera helmingur
tvíeykisins en segir flokksmenn
verða að ráða því hvernig skipað sé í
embætti flokksins. Kristrún Heim-
isdóttir segir engan vafa leika á því
að Ingibjörg eigi að verða forystu-
maður flokksins. Ekki er furða að
Framsóknarflokknum hafi þótt
ófýsilegt að fara í stjórnarsamstarf
með þessum sundraða hópi og það
með eins þingmanns meirihluta.
Nú er R-listinn höfðinu styttri og
þarf að búa við ópólitískan og litlaus-
an borgarstjóra sem þó vonandi nær
betri tökum á fjármálum borg-
arinnar heldur en forveri hans. Í
ljósi margítrekaðra yfirlýsinga Sam-
fylkingarinnar um það að það sé
engri ríkisstjórn eða forsætisráð-
herra hollt að sitja í tólf ár og að
nauðsynlegt sé að breyta um meiri-
hluta eftir tólf ára setu flokks í rík-
isstjórn þá verður forvitnilegt að
fylgjast með næstu borgarstjórn-
arkosningum. Ef Samfylkingin ætl-
ar að vera samkvæm sjálfri sér þá
hlýtur hún að vonast til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn nái völdum.
Þannig verði tólf ára valdaþreyta
R-listans best stöðvuð.
Hin raunverulega niðurstaða
kosninganna er sú að kjósendur
völdu stöðugleika í stað óvissu,
einkavæðingu og frelsi í stað mið-
stýringar og skattalækkanir í stað
ríkisútþenslu. Meirihluti kjósenda
treystir Sjálstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki til þess að standa fyrir
þessum málum. Þrátt fyrir fylgistap
stendur Sjálfstæðisflokkurinn enn
sterkastur flokka. Stofnuð verður ný
ríkisstjórn þar sem Davíð Oddsson
og Geir Haarde munu áfram gegna
lykilhlutverki. Ungir en jafnframt
reyndir stjórnamálamenn svo sem
Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór
veita þingflokknum styrk og nýir
þingmenn svo sem Sigurður Kári,
Birgir Ármannsson og Bjarni Bene-
diktsson eru ávísun á öfluga framtíð.
Það að kosningablaðra Samfylk-
ingarinnar hafi sprungið með þess-
um hætti mun vonandi leiða til þess
að vinstrimenn hugsi sinn gang og
bjóði kjósendum upp á málefni frem-
ur en pólitískt skítkast þegar kemur
að kosningum á ný eftir fjögur ár.
Undirritaður telur það þó mjög ólík-
legt.
Rauða blaðran
sprungin!
Eftir Arnar Þórisson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og MBA.
FYRIR skömmu kom út skýrsla
á vegum Menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
þar sem lagt er mat
á vatnsgæði í heim-
inum (The United
Nations World
Water Development
Report). Þar er
þjóðum heims m.a.
raðað í nokkurs
konar gæðaröð með
hliðsjón af vatns-
gæðum. Niðurstaða
röðunarinnar, en
Ísland er þar í 19.
sæti, vekur óneit-
anlega athygli og
er ekki í samræmi
við það sem vitað
er um gæði vatns
hér á landi.
Að undanförnu
hefur verið reynt að leita skýringa
á því hvaða gögn liggi til grund-
vallar útreikningum og stöðumati í
skýrslunni.
Eftir því sem næst verður kom-
ist virðast gögn að mestu fengin
úr svokölluðum UNEP/GEMS
gagnagrunni en Ísland er ekki
formlegur aðili að því samstarfi og
engar upplýsingar hafa verið
sendar af hálfu Íslands í þann
grunn.
Skýrslan var auk þess aldrei
borin undir ábyrga aðila hér á
landi áður en hún var gefin út.
Við frekari athugun og sam-
anburð á gögnum sem skýrslan
byggist á og gögnum sem Um-
hverfisstofnun hefur undir hönd-
um um vatnsgæði í ám og vötnum
á Íslandi kemur fram, að um veru-
legt misræmi er að ræða sem að
öllum líkindum skýrist á því að
m.a. er lagt mat á jökulár þegar
vatnsgæði eru metin hér á landi.
Það gefur t.d. enga mynd af gæð-
um drykkjarvatns á Íslandi en
drykkjarvatnsnotkun er nánast
eingöngu bundin við grunnvatn
hér á landi eða um 95% heild-
arneyslunnar sem er með því
mesta sem þekkist í heiminum.
Þar að auki er vatnsmagn á Ís-
landi miðað við íbúa með því
mesta sem þekkist í heiminum og
áhrif af mannavöldum á vatnsgæði
miklu minni en í öðrum löndum og
vart teljandi.
Niðurstaða í skýrslunni hvað Ís-
land varðar er því marklaus og
hefur athugasemdum þar að lút-
andi verið komið á framfæri við
Menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna.
Vatnsgæði
á Íslandi
Eftir Ingimar Sigurðsson og
Gunnar Stein Jónsson
Gunnar Steinn
Jónsson
Ingimar
Sigurðsson
Ingimar er skrifstofustjóri
í umhverfisráðuneytinu.
Gunnar Steinn er fagdeildarstjóri
hjá Umhverfisstofnun.
ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.endurmenntun.is / S: 525 4444
Fáðu sendan bækling
Eitthvað fyrir þig?
10 námsbrautir
Nám samhliða starfi
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2003
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur