Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GENGIÐ hefur verið frá kaup- samningi vegna kaupa á Sæplasts hf. á hollenska fyrirtækinu Plasti- Ned B.V. og hefur stjórn félagsins staðfest kaupin. Sæplast mun yfir- taka rekstur Plasti-Ned frá og með síðustu áramótum og mun rekstur Plasti-Ned koma inn í 6 mánaða uppgjör Sæplasts hf. Kaupin voru fjármögnuð með skuldabréfaútboði sem fram fór í febrúar sl. Sérhæft í hverfisteypu Plasti-Ned var stofnað árið 1992 og er með aðsetur í Rijen í Hollandi. Fyrirtækið er sérhæft í hverfi- steyptum hlutum úr plasti og notar sömu framleiðslutækni og notuð er í öðrum verksmiðjum Sæplasts. Styrkur fyrirtækisins er fyrst og fremt í tæknilegri hæfni og sveigj- anleika í framleiðslu. Fyrirtækið framleiðir fyrir viðskiptavini sína, sem að meginhluta eru önnur fram- leiðslufyrirtæki, fjölbreytt úrval af hverfisteyptum vörum úr plasti allt frá smáhlutum upp í stóra vatns- tanka. Helstu markaðir félagsins hafa til þessa verið í Hollandi, Þýskalandi, Belgíu og Sviss. Á síð- asta ári var velta félagsins um 300 milljónir króna og var það rekið með hagnaði og þess má líka geta að á félaginu hvíla engar langtíma- skuldir. Framkvæmdastjórn fyrir- tækisins, sem starfað hefur hjá fyr- irtækinu frá upphafi og byggt það upp, mun starfa áfam hjá fyrirtæk- inu. Alls starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu. Samlegðaráhrif með Sæplasti „Með kaupunum á Plasti-Ned er Sæplast að styrkja stöðu sína innan hverfisteypugeirans í Evrópu og þar með opnast nýir markaðir sem Sæ- plast hefur ekki starfað á áður. Sæ- plast verður nú mun betur í stakk búið til að markaðssetja sig sem al- hliða fyrirtæki innan plastiðnaðar í Evrópusambandinu. Stjórn félags- ins hefur frá 1. apríl sl. ráðið Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformann fé- lagsins, í hlutastarf til að vinna með forstjóra félagsins að frekari vexti og auknum umsvifum Sæplasts hf.,“ segir í frétt frá Sæplasti. Plasti-Ned var stofnað árið 1992 og er með aðsetur í Rijen í Hollandi. Sæplast gengur frá kaupum á Plasti-Ned NÚ HEFUR verið landað ríflega 90.000 tonnum af kolmunna hér á landi á vertíðinni. Íslenzk skip hafa landað um 54.000 tonnum og erlend skip, flest færeysk, hafa landað 36.600 tonnum. Mestu hefur verið landað hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, um 25.000 tonnum, en Síldarvinnslan í Neskaupstað kemur næst með 24.500 tonn. Eskja á Eskifirði er í þriðja sæt- inu með 14.200 tonn, Samherji í Grindavík hefur tekið á móti 7.600 tonnum, 6.150 tonn hafa borizt til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyj- um, 5.000 tonn til Akraness og mun minna á aðra staði. Langmestum afla erlendra skipa hefur verið landað á Fáskrúðsfirði, 22.600 tonnum. 6.700 tonnum hefur verið landað í Neskaupstað og 4.500 í Vestmannaeyjum. Kvóti íslenzku skipanna er 318.000 tonn og eru því óveidd um 264.000 tonn. Nú stefnir í mjög mikla kolmunna- veiði enda er stofninn talinn stærri en nokkru sinni síðan mælingar hófust. „Þar er alveg ljóst að kolmunna- stofninn hefur verið fiskaður upp á við. Ég sagði það í Færeyjum í fyrra að stofninn væri á uppleið vegna mik- illar veiði og það hefur orðið raunin,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðing- ur. Jón segir að kolmunnastofninn sé mjög útbreiddur í Norður-Atlants- hafi, allt frá Írlandi norður í Barents- haf. Hann sé því í samkeppni við síld- ina um fæði, enda éti hann það sama og hún. Á síldarárunum hafi hafið milli Íslands og Jan Mayen verið svart af kolmunna og kannski hafi hann átt þátt í því að síldin hvarf. Eins gæti verið að hann héldi síldinni niðri nú. Með nýrri veiðitækni og öflugum skipum væri hægt að veiða miklu meira en áður. Því væri um að gera að veiða sem mest. Ekkert fáist með því að geyma fiskinn í sjónum. Með því að veiða mikið af kolmunna gæti síldar- stofninn kannski vaxið enn frekar. „Kolmunninn er sennilega stærsti fiskistofninn í Norður-Atlantshafi og það er sjálfsagt að veiða sem mest af honum,“ segir Jón Kristjánsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tróndur í Götu landar 1.600 tonnum í Vestmannaeyjum. 90.000 tonn af kolmunna á land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.