Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 41
SÍGRÆN tré eru
ómissandi í umhverfi
okkar, sérstaklega
að vetrarlagi þegar
allur annar gróður
er í dvala og gráir
litatónar ríkjandi
allt um kring. Greni-
og furutegundir hafa
sýnt það og sannað á
síðustu áratugum að
íslenskt veðurfar
hentar þeim ákaf-
lega vel, margar
þessara tegunda
hafa nú þegar náð að
viðhalda sjálfum sér
í íslenskri náttúru
með sáningu. Sitka-
greni er sú greniteg-
und sem vex hvað
hraðast á Íslandi og
hefur fyrir þeirra
hluta sakir náð mikl-
um vinsældum því
íslensk þjóðarsál
krefst árangurs
strax, líka í ræktun.
Sitkagrenið nær að
fjölga sér með sáningu hérlendis
og eru nú til að minnsta kosti
annarrar kynslóðar Íslendingar
af þessari duglegu tegund.
Ræktun sitkagrenis hefur
gengið ljómandi vel frá upphafi
en þó hafa dunið yfir áföll sem
hafa velgt ræktendum undir
uggum. Í vorhretinu í apríl,
1963, þegar snöggkólnaði eftir
langvarandi hlýindi á sunnan-
og vestanverðu landinu, fór
sitkagreni mjög illa. Mikið af
plöntum drapst því þær voru
komnar vel af stað í vöxt þegar
ósköpin dundu yfir og þær sem
lifðu af voru margar illa farnar
af frostskemmdum. Önnur áföll
má rekja beint til sitkalúsarinn-
ar.
Sitkalúsin barst líklega fyrst
hingað til lands með jólatrjám
frá Danmörku haustið 1959,
hugguleg jólagjöf frá frændum
okkar það árið. Hún breiddist út
um landið í rólegheitum en svo
skall fyrsti faraldurinn á árið
1964. Síðan þá hafa nokkrir far-
aldrar geisað og eiga þeir það
sammerkt að þeir
eiga sér stað á
mildum vetrum.
Nú, vorið 2003,
horfum við upp á
það að sitka-
grenitré víðs vegar
um land eru mjög
illa farin af völdum
lúsarinnar enda
hefur þessi vetur
verið sá hlýjasti frá
því mælingar hóf-
ust.
Sitkalús fjölgar
sér með meyfæð-
ingu, móðurlúsin
fæðir lifandi unga.
Lúsin nær fullum
þroska á 2–3 vikum
og fer strax að fæða unga eftir
að fullum þroska er náð. Sitka-
lús er yfirleitt vængjalaus og
situr sem fastast á plöntunni
sem hún fæddist á en þegar líð-
ur á sumarið fær hluti lúsanna
vængi og geta þær þá numið
land á nýjum trjám. Lúsin fjölg-
ar sér hratt á vorin en þegar
vöxtur hefst í grenitrjánum
fækkar lúsinni verulega, ýmis
dýr sem lifa á lúsum er komin á
kreik auk þess sem efnasam-
setning sáldæðavökva trjánna
breytist verulega í vaxtarbyrjun
og virðist sú samsetning ekki
henta lúsinni alls kostar vel.
Þegar líður á sumarið og hita-
stig hækkar sækja lýsnar hins
vegar í sig veðrið og fara að
fjölga sér af krafti og er talið að
stofninn sé einna stærstur á
haustin.
Sitkalús er harðgert kvikindi
og lifir vel af í mildum vetrum.
Hún heldur áfram að fjölda sér
þrátt fyrir það að hitastigið fari
niður fyrir frostmark og hefur
verið sýnt fram á það að til að
drepa lúsina niður þarf hitastig
að fara niður í –15°C og haldast
þar í smá tíma. Veðurfar eins
og við höfum horft upp á und-
anfarna vetur hefur því verið
mjög lúsvænt, hitastigið hefur
varla farið niður fyrir frost-
mark, verið kringum núllið
meira og minna allan veturinn
og lýsnar því lifað, hressar og
sprækar.
Eins og aðrar blaðlýs nær
sitkalúsin sér í næringu með
því að stinga sérstökum rana
inn í sáldæðarnar í barrnálun-
um og sjúga sætan sáldæða-
vökvann. Þær gefa frá sér sér-
stakt efni sem heldur stungu-
sárinu opnu. Sitkalús sækir
einkum á gamlar nálar, lætur
þær nýju í friði og því sjáum
við skemmdirnar aðallega inni í
krónu trjánna. Nálarnar verða
fyrst gular og síðar rauðbrúnar
en þær geta haldist lengi á
trénu áður en þær detta af.
Nálar sem eru orðnar rauðleit-
ar verða aldrei grænar aftur og
því getur farið svo að lúsin nái
að hreinsa meira og
minna allar barr-
nálarnar af trján-
um, nema þær sem
eru á yngstu sprot-
unum.
Sitkalús nær í
fæstum tilfellum að
ganga af sitka-
greninu dauðu en
oft eru plönturnar
ansi tuskulegar eft-
ir svona árás. Vöxt-
ur trjánna verður
miklu minni en ella
enda hefur tréð
miklu færri laufblöð
til að sjá um ljós-
tillífun. Garðeigend-
ur sem kanna
skemmdir trjáa sinna þurfa að
athuga hvort vaxtarbrumin á
endum greinanna séu í lagi, ef
svo er getur tréð náð sér aftur
en það tekur nokkur ár fyrir
það að verða aftur þétt og fal-
legt.
Það er blóðugt að horfa að-
gerðarlaus upp á stórar og fal-
legar greniplöntur skipta litum
úr dökkgrænu yfir í ryðbrúnt.
Þess vegna grípa margir til
þess ráðs að úða gegn lúsinni.
Hægt er að nota venjulegt lús-
alyf eins og Permasect en fyrir
þá sem kjósa vistvænar aðferð-
ir er að koma á markað olía
sem virkar ágætlega á lúsina og
er umhverfisvænni en lúsalyfin.
Þriðja leiðin er svo auðvitað sú
að biðja veðurguðina um bruna-
gadd í eins og vikutíma að
haustlagi, það kemur lúsunum
örugglega fyrir kattarnef og
hefur ekki í för með sér úðun
efna af neinu tagi, nema
kannski salts á göturnar...
Guðríður Helgadóttir
garðyrkjufræðingur.
Sitkagreni illa farið eftir árás lúsarinnar.
SITKALÚSA-
FARALDUR
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
489. þáttur
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
www.hofdi.is
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Sportbar til sölu !
Höfum fengið til sölu einn glæsilegasta sportbar
landsins. Á staðnum er m.a. glæsilegt eldhús, bar,
poolborð, spilakassar og breiðtjöld.
Verðhugmynd er 65 millj.
Áhugasamir hafi samband við Ásmund Skeggjason
hjá Höfða. Upplýsingar eru eingöngu veittar á
skrifstofu
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali
HELGIN var nokkuð
annasöm hjá lögreglu og
þá sérstaklega á föstu-
dagskvöld og aðfaranótt
laugardags. Nokkuð var um foreldra-
laus partý og ölvun unglinga þar sem
prófum í skólum var víða að ljúka.
Um helgina var tilkynnt um 38 um-
ferðaróhöpp. Í a.m.k. tveimur tilvika
urðu lítilsháttar meiðsl á fólki. 46 öku-
menn voru kærðir fyrir of hraðan
akstur. Tilkynnt var um bíla í spyrnu
á Fiskislóð aðfaranótt laugardags.
Lögregla fór á staðinn í ómerktum bíl
og mældi tvo bíla sem þar öttu kappi á
130 km hraða en leyfður hraði er 50
km. Það þarf vart að taka fram
hversu gáleysisleg slík hegðun er,
sérstaklega þegar til þess er litið að
við höfum nýleg dæmi um að ung-
menni hafi slasast alvarlega í þess
konar spyrnukeppnum.
Aðfaranótt laugardags voru 28
ökumenn stöðvaðir í áfengiseftirliti
og reyndust þeir allir allsgáðir. 10
ökumenn voru samt sem áður kærðir
vegna gruns um ölvun við akstur um
helgina.
Töluverður fjöldi
unglinga í flestum hverfum
Á föstudagskvöld var lögregla með
sérstakt eftirlit með unglingum vegna
loka samræmdra prófa í vikunni.
Töluverður fjöldi unglinga var í flest-
um hverfum borgarinnar og var
nokkur ölvun. Lögreglan lagði hald á
og hellti niður nokkru magni af áfengi
sem tekið var af unglingum, einhverj-
um var ekið til síns heima og farið
með aðra í athvarf þangað sem for-
eldrar sóttu þá. Í vesturbænum hafði
lögregla ítrekað afskipti af gleðskap
unglinga þar sem 40-50 unglingar
voru samankomnir. Gestgjafinn var
13 ára unglingsstúlka sem hélt sam-
kvæmið án vitundar og leyfis húsráð-
anda sem var fjarverandi. Lögreglan
leysti upp gleðskapinn.
Eftir miðnætti var tilkynnt um
gráa sportbifreið sem keyrt hafði á
ofsahraða um Vatnsendaveginn og
lent utan í hestafólki en ekki numið
staðar. Svipast var um eftir bifreið-
inni án árangurs.
Nokkuð var um tilkynningar vegna
skemmdarverka á bílum um helgina.
Unglingspiltar gerðu sér að leik að
hlaupa yfir mannlausa bíla, tilkynnt
var um mann sem væri að brjóta
spegla af bílum og tveir litlir drengir
urðu uppvísir að því að rispa 11 bíla á
bílastæði í Breiðholti. Einnig var tölu-
vert um rúðubrot, t.d. voru 23 rúður
brotnar í einum leikskóla í borginni.
Þar náðust myndir af gerendum með
öryggismyndavélum. Nokkuð var um
slagsmál og pústra um nóttina. Mað-
ur missti meðvitund eftir að hafa ver-
ið barinn á skemmtistað í miðborg-
inni. Talið var að hann gæti verið
nefbrotinn og var hann fluttur á
slysadeild. Seinna sömu nótt hlaut
maður skurð neðan við auga eftir
ryskingar við annan og um sexleytið
braut maður flösku á andliti annars
manns í miðborginni.
Um fjögurleytið á laugardags-
morgun voru tveir menn handteknir
vegna gruns um fíkniefnaviðskipti. Á
þeim fundust 30 e-töflur og nokkur
peningaupphæð.
Þrjár hópgöngur fóru fram á laug-
ardaginn og aðstoðaði lögregla við
skipulag þeirra. Þróttarar héldu hátíð
í Laugardalnum, nemendur Háteigs-
skóla fóru í skrúðgöngu um hverfið og
skrúðganga var frá Norræna húsinu
að Neskirkju í tilefni þjóðhátíðardags
Norðmanna.
Mikil umferð var í Laugardalnum,
bæði vegna hátíðar Þróttara og sam-
komu á vegum Bylgjunnar í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum og
myndaðist mikið umferðaröngþveiti á
svæðinu þótt lögregla reyndi eftir
megni að bregðast við þessari óvæntu
uppákomu.
Skömmu fyrir klukkan þrjú til-
kynnti öryggisvörður um innbrot í
fyrirtæki í Árbænum. Þjófurinn hafði
brotið sér leið í gegnum margar hurð-
ir innandyra. Hann var búinn að safna
saman sjónvarpi, skanna og tölvu-
turnum og setja góssið við útidyrnar
þegar öryggisverðir náðu að stoppa
hann. Lögregla kom á staðinn, hand-
tók manninn og færði hann í fanga-
geymslu.
Úr dagbók lögreglunnar – 16. til 19. maí
Unglingadrykkja í
lok samræmdra prófa
EINKAÞJÁLFUN, jógakennsla og
„spinning“-kennsla verður meðal
námskeiða sem FIA-þjálfaraskólinn
mun bjóða í sumar.
Skólinn hefur verið starfræktur í
13 ár en þetta er í fyrsta sinn sem
sumarnámskeið eru haldin. Það er
gert til að skólafólk 18 og eldra geti
stundað námið, segir í fréttatilkynn-
ingu frá skólanum. Um er að ræða
40 kvöldnámskeið sem taka 6 vikur
en þau hefjast í byrjun júní.
Auk fyrrnefndra námsbrauta
verður einnig hægt að læra hóp-
tímakennslu og svokallaða „frísk og
sveitt“-jógatíma sem henta fyrir
áhugafólk á öllum aldri og í öllum
þyngdarflokkum, að því er fram
kemur í fréttatilkynningunni.
Hóptímar munu hefja göngu sína
í öllum hverfum borgarinnar í
haust.
Skv. upplýsingum skólans verður
boðið upp á einfalda leikfimitíma
fyrir pabba og mömmu, afa og
ömmu og börn 12 ára og eldri.
„Þetta bráðsniðuga fjölskyldu-
væna íþróttaform er sniðið að
þekktri sænskri fyrirmynd,“ segir í
fréttatilkynningu frá skólanum.
Kennarar við FIA skólann verða:
Sigríður Lára Guðmundsdóttir,
íþróttafræðingur frá Noregi, Chris
Herbert, „spinning“-kennari frá
Bandaríkjunum, Ronny Kvist,
heilsu- og næringafræðingur frá
Svíþjóð, Jónína Ben, íþróttafræð-
ingur, og Matthildur Gunnarsdóttir,
jógakennari. Upplýsingar um námið
má finna á heimasíðu Planet Pulse.
FIA-þjálfaraskólinn heldur sumarnámskeið
„Frísk og sveitt“