Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 23 KÓR Hjallakirkju held- ur tónleika kl. 20 í kvöld í Hjallakirkju. Megin- uppistaða tónleikanna er verkið Te Deum sem Jón Þórarinsson samdi árið 2000 og var frum- flutt af sameiginlegum kór allra kirknanna í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra ásamt kammersveit. Upphaf- lega var verkið hugsað fyrir orgel en ekki hljómsveit og gerði Jón aðra útgáfu þar sem hljóðfæraleikurinn var umskrifaður fyrir stórt orgel og tvo trompeta og var sú gerð frumflutt af Kór Hjalla- kirkju við orgelvígsluna 2001. Nú hefur Jón endurskoðað verkið, auk- ið og endurbætt og tilkynnt að þetta sé endanleg gerð frá sinni hendi og verður þessi lokaútgáfa frumflutt í Hjallakirkju í kvöld. Einnig verður flutt Messa Kv. 259 (orgel- messan) fyrir einsöngv- ara, kór og hljóðfæri og Lacrimosa úr Requiem eftir W.A. Mozart, Panis angelicus eftir César Franck og Lofsyngið Drottni eftir Händel, mótettur eftir Camille Saint-Säens. G. A. Hom- ilius, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson o.fl. Einsöngvarar eru Laufey H. Geirsdóttir, María Guð- mundsdóttir, Gréta Þ. Jónsdóttir, Hákon Hákonarson og Gunnar Jóns- son. Hljóðfæraleikarar eru Lenka Mátéová á orgel, Ásgeir H. Stein- grímsson og Guðmundur Hafsteins- son á trompet. Söngstjóri er Jón Ól. Sigurðsson. Te Deum flutt í endanlegri gerð Jón Þórarinsson MANNELDISRÁÐI hafa borist fyr- irspurnir frá almenningi vegna tíðra auglýsinga tveggja innflutningsfyrir- tækja um eiginleika ISIO4 og Canola- matarolíu, þar sem staðhæfingarnar ganga á víxl. Laufey Steingrímsdótt- ir, forstöðumaður Manneldisráðs, segir auglýsingarnar hafa ruglað fólk í ríminu, eins og tekið er til orða. „Stríðið hefur staðið um það hvort fyrirtækið flytji inn heilsusamlegri vöru, en sannleikurinn er sá að hvorar tveggju þessar olíur eru mjög góðar,“ segir Laufey. Meðal þess sem fullyrt hefur verið er að önnur olían innihaldi helmingi minna af harðri fitu en hin. „Sú staðreynd skiptir hins vegar ekki meginmáli fyrir neytandann, þar sem verið er að tala um helming af mjög litlu magni,“ segir hún. ISIO4 er blanda úr fjórum jurta- olíum en Canola-olían rapsolía, sem Laufey segir oft nefnda „ólífuolíu norðursins“. „Rapsolían hefur marga góða eiginleika og inniheldur meðal annars mjög mikið af ómega-3 fitu- sýrum, meira en önnur jurtaolía.“ Laufey segir þann misskilning jafnframt útbreiddan að harða fitu sé einvörðungu að finna í dýraríkinu. „Hörðustu fitu sem til er, er hins veg- ar að finna í jurtaríkinu, svo sem kók- osfeiti og pálmafita, svo dæmi séu tekin. Eins er hert jurtafita gjarnan notuð í matvælaiðnaði,“ segir hún. Kvartað við Samkeppnisstofnun „Í raun og veru hefur verið átak- anlegt að fylgjast með fullyrðingum innflytjendanna á víxl, þar sem um mjög góða vöru er að ræða í báðum tilvikum sem varla er hægt að gera upp á milli. Eiginleikarnir eru ólíkir, en báðar tegundirnar hafa nokkuð til síns ágætis,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir. Borist hefur kvörtun til Sam- keppnisstofnunar vegna annarrar auglýsingarinnar og segir Sigurjón Heiðarsson, lögfræðingur stofnunar- innar, að hún sé í vinnslu. Lagði annar innflytjandinn, Meistaravörur, inn kvörtun vegna auglýsinga frá hinum, það er Innesi. Manneldisráð fær fyrirspurnir vegna auglýsinga um matarolíu „Hafa ruglað fólk í ríminu“ Jurtaolía er af ýmsum gerðum og mörgum góðum eiginleikum gædd. MYNDLISTASKÓLI Margrétar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga í sumar og hefjast þau mánudaginn 3. júní. Ýmis viðfangsefni verða á dagskrá m.a. blýants-, kola- og krítarteikn- ing; akrýl-, vatnslita- og silkimálun; klippimyndagerð og þrykk. Leiðbeinandi er Margrét Jóns- dóttir en hún hefur lokið námi úr málaradeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands. Myndlistarnám- skeið fyrir börn og unglinga ALMENNINGUR í Bretlandi seg- ir „áhrif stórmarkaða of mikil“ og að landið sé að fyllast af „draugaborg- um“ fyrir þeirra tilstilli. Greint er frá því á vefsíðu BBC að helmingur aðspurðra í 1.000 manna úrtaki hafi sagst „hafa áhyggjur af stærð og styrkleika stórmarkaða sem væru að steypa sjálfstæðum fyrirtækjum við aðalverslunargötur í glötun.“ Einnig benda niðurstöðurnar til þess að almenningur vilji kaupa matvöru sem ræktuð er og fram- leidd í næsta nágrenni, segir enn fremur. Skoðanakönnunin var gerð á veg- um stofnunarinnar NEF, sem kennd er við nýja hagkerfið, sem svo er nefnt. Fram kemur að talsmenn bresku verslunarkeðjunnar Safeway vísi niðurstöðunum á bug og segi vel- gengni stórmarkaða helgast af auknum þægindum og meira úrvali. Í niðurstöðum segir að flestir vilji frekar eiga þess kost að versla í ná- grenni við heimili sitt en í úthverf- isverslunum. Einnig taldi einn af hverjum fimm þátttakendum að stórmarkað- ir hefðu meiri áhrif á skipulags- ákvarðanir en bæjar- og borgaryf- irvöld. „Þótt talsmenn stórmarkaða seg- ist bjóða þjónustu sem almenningur vill eru innan við 8% matvöru í stærstu bresku verslunarkeðjunum framleidd í grenndinni. Þar að auki er hluti hráefnisins fenginn annars staðar frá,“ er haft eftir rannsak- endum. Ekkert val Vitnað er í Andrew Simms, einn stjórnanda NEF, sem segir að bresku „draugaborgirnar“ séu að verða til því að litlar hverfisversl- anir og -þjónustufyrirtæki séu að víkja fyrir stórfyrirtækjum. „Leiðin hefur legið niður á við síðastliðin 20 ár og ef aðstaða smærri verslana er ekki bætt eru yfirgnæfandi líkur til þess að þessi þróun haldi áfram. Almenningur hefur ekkert val, stórmarkaðirnir eru nógu stórir til þess að misbeita styrk sínum við birgja. Einnig eru þeir í krafti stærðar betur í stakk búnir til þess að beita stjórnvöld og skipulagsyfirvöld þrýstingi, sem er nokkuð sem smærri verslunareig- endur geta ekki gert,“ er haft eftir Simms. Kevin Hawkins, forstöðumaður upplýsingamála Safeway, segir í samtali við fréttavef BBC að neyt- endur „greiði atkvæði með fótun- um“. „Stórmarkaðir bjóða hagstæðari kjör, meira úrval og aukin þægindi. Við gerum okkur ekki far um að bola smærri verslunum í burtu. Hnignun þeirra hófst löngu áður en við komum til sögunnar,“ segir hann. Þá er haft eftir Hawkins að smærri verslanir verði að vera öðru- vísi valkostur við stórmarkaðina til þess að vera samkeppnisfærir. Bretar sjá fyrir sér „draugaborgir“ í framtíðinni Segja áhrif stór- markaða of mikil SÖNGKONAN Madonna er um þess- ar mundir með í smíðum fimm mynd- skreyttar bækur fyrir unga lesendur í samstarfi við Callaway Editions í Bandaríkjunum. Mál og menning hef- ur tryggt sér útgáfuréttinn á þessum bókum og það sama hafa fjölmargir útgefendur um allan heim gert. „Bækurnar verða sérlega glæsi- lega úr garði gerðar,“ segir Sigþrúð- ur Gunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka Máls og menningar. „Fimm teiknarar munu myndskreyta hver sína sögu. Að svo stöddu eru nöfn þeirra ekki gefin upp en allir eru þeir þekktir í heimalandi sínu. Bækurnar eru mið- aðar við lesendur frá sex ára aldri og óhætt er að fullyrða að þær muni höfða til bókafólks á öllum aldri, jafnt barna sem fullorðinna.“ Haft er eftir útgefanda Madonnu í Bandaríkjunum, Nicholas Callaway, að eins og alltaf þegar Madonna tekur sér eitthvað fyrir hendur muni bækur hennar vekja undrun og athygli, og verða öðrum fyrirmynd. „Sjálf er hún mikil bókmenntamanneskja og í barnabókum hennar munu fara sam- an leikandi sagnalist og myndlist á heimsmælikvarða.“ Von er á fyrstu bókinni í búðir um allan heim um miðjan september í ár. Hún ber titilinn Ensku rósirnar og ís- lensk þýðing verður í höndum Silju Aðalsteinsdóttur. Gefur út barnabæk- ur eftir Madonnu Mál og menning Reuters Madonna LISTIR NÝ verslun, Nike konur og börn, hef- ur verið opnuð í Kringlunni. Þar er úrval af Nike-vörum fyrir konur og börn, sem nærri má geta. Verslunin er staðsett við suðurinngang Kringl- unnar, gegnt Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Torfason Elín Rós Ármannsdóttir fékk að máta í Nike konum og börnum. Nike fyrir konur og börn KOMIN eru á markað hérlendis fituskert kartöflustrá frá Hunky Dory’s. Í til- kynningu frá Sælkeradreifingu segir að stráin séu unnin úr alvöru kartöflum, ekki dufti. Um er að ræða þrjár bragðtegundir, söltuð, með ost- og laukbragði, og krydduðu tóm- atsósubragði, eða „Ready salted“, „Cheese and onion“ og „Spicy ketchup“. „Varan er í handhægum umbúðum sem hægt er að loka til þess að halda ferskleika. Hver pakkning inniheldur 100 g af al- vöru stráum,“ segir í tilkynning- unni. NÝTT Fituskert kartöflustrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.