Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKOMULAG Í HÖFN Samkomulag hefur tekist um mál- efnasamning nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Davíð Odddsson hittir for- seta Íslands að Bessastöðum í dag og greinir honum frá stöðu mála. Á morgun verður samningurinn kynntur í þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og í framhaldi af því hjá stofnunum flokkanna. Stefnt er að ríkisráðsfundi á föstu- daginn. Stjórnendur kaupa Olís Forstjóri og stjórnarformaður Ol- íuverzlunar Íslands, Olís, hafa keypt 71% hlutafjár í félaginu og munu gera yfirtökutilboð í önnur hlutabréf þess. Seljendur hlutarins eru Hydro Texaco og Ker, sem eiga jafnan hlut í Olís, en meðal annarra hluthafa er Landsbankinn fjárfesting hf., sem á 13% hlut en aðrir hluthafar eiga inn- an við 10% hlutafjár. Schröder hótaði afsögn Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari fékk í gær stuðning fram- kvæmdastjórnar flokks jafn- aðarmanna við umbótatillögur stjórnarinnar. Hann mun hafa hótað afsögn ef tillögurnar yrðu felldar. Þýskur smyglhringur Þýska lögreglan telur sig hafa upprætt umsvifamikinn smyglhring sem teygði anga sína til Íslands. Eldri þýskur karlmaður og burð- ardýr hringsins sem handtekinn var í Leifsstöð sl. haust hefur játað að hafa farið sex aðrar smyglferðir til landsins með um 900 grömm af kók- aíni og kíló af hassi í hverri ferð eða alls hátt á tólfta kíló. Einn Íslend- ingur hefur verið ákærður í málinu. Sjálfsmorðsárásir í Ísrael Fimm sjálfsmorðstilræði hafa nú verið gerð í Ísrael undanfarna tvo daga. Ráðamenn í Ísrael og Banda- ríkjunum gagnrýndu í gær harka- lega Yasser Arafat, forseta Palest- ínumanna, og sögðu hann ekki beita sér gegn hryðjuverkamönnum. 18 mánaða fangelsi Átján ára piltur hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisafbrot gegn ellefu ára gamalli frænku sinni. Þriðjudagur 20. maí 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Stendur með þér í orkusparnaði Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is • 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar • Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hagstætt verð • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda • Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Verðdæmi: með sér stæði í bílageymsluhúsi 2ja herb. 72 fm verð frá 11.600.000 kr. 3ja herb. 84 fm verð frá 12.900.000 kr. 4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr. Frábær staðsetning – hagstætt verð Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Hvað erbest? Kjörhiti og hitakerfi 8 Húsvið Smyrilsveg Engin skiptilína Frá Túngötu á Grímsstaðaholt 42 Óvenjulegt hús í Frakklandi 47 NOKKUÐ hefur dregið úr íbúðar- byggingum í Reykjavík undanfarin ár, ef miðað er við árlegan fjölda fullgerðra íbúða. Á síðasta ári var lokið við 405 íbúðir og 36 hótel- og námsmannaíbúðir eða samtals 441 íbúð. Á árinu þar á undan voru full- gerðar íbúðir 475, en 519 á árinu 2000 og 589 árið 1999. Hér er byggt á upplýsingum frá skipulags- og byggingarsviði borg- arinnar. Ljóst er að íbúðarbygging- ar hafa oft verið meiri. Mestar urðu þær 1986, en þá var lokið við 1.026 íbúðir í borginni. Á síðasta ári voru samþykktar hjá borginni byggingaumsóknir um 716 íbúðir og 46 hótel- og náms- mannaíbúðir. Þetta bendir til þess að íbúðarbyggingar fari nú aftur vaxandi í Reykjavík. Aðal nýbyggingarsvæðið í borg- inni er nú í austurhluta Grafarholts. Nýbyggingar, misjafnlega langt á veg komnar, setja þar sinn svip á umhverfið og víða má sjá bygging- arkrana og stórvirkar vinnuvélar að verki. Framundan er líka mikil upp- bygging í Norðlingaholti, en það svæði verður í beinu framhaldi af Selásnum, gegnt Rauðavatni. Stefnt er að því að hefja þar framkvæmdir við rúmlega 200 íbúðir á þessu ári. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarsvæðis í Suð- urhlíðum Úlfarsfells er langt komin. Uppbygging í svokölluðum Halla- og Hamrahlíðarlöndum ætti því að geta hafizt á þessu ári eða því næsta. Nú er hafin umfangsmikil upp- bygging í Skuggahverfinu við Skúlagötu, en þar á að reisa um 250 íbúðir. Á Alaskareitnum í Skógar- seli er ráðgert að reisa um 50 íbúðir og á gömlu Landssímalóðinni í Rimahverfi er gert ráð fyrir rúm- lega 300 íbúðum í heild. Undirbún- ingur fyrir byggingaframkvæmdir á þessum svæðum er langt kominn. Fullgerð- um íbúð- um fækk- aði í fyrra                                                                                                   !"!#$! % " #$      &'( )*+ &'(  ) *+ ,  ,     !  "# $%#!&''( -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ " ! :$+; % ":$+; $!+%.+ ! :$+; % ":$+;     )     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * " , #$, #$ # %&     *+    ,& /@AB   ". ( $ &" $/ 0 / $%/ &#'." $(1( &( &/'1" $$1( B  2 !  3   ! # $&# $4#!&''( 8%"+#$! &" %""+                             6+B   #  #  SIGURÐUR Gústafsson arki- tekt hefur hlotið ýmsar við- urkenningar fyrir hönnunar- vinnu sína. Í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag er fjallað um rað- hús við Klettaborg á Akureyri, sem hann hefur hannað og eru nú komin í sölu hjá Eignakjöri á Akureyri. En húsgagnahönnun er snar þáttur í starfi Sigurðar og hef- ur hann m.a. hannað blaðahillu, sem er að koma á markaðinn og ber heitið DNA, en þar notar hann dna-kerfið sem strúktúr. Þetta er í rauninni spíral- kerfi byggt á dna-keðjunni og armar með litlum bökkum. „Ég held, að þessi hilla eigi framtíð- ina fyrir sér, en sænskur aðili hefur áhuga á að framleiða hana,“ segir Sigurður. / 26 Hannar bæði hús og hluti Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/14 Minningar 32/36 Erlent 15/18 Hestar 38 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Kvikmyndir 48 Landið 22 Fólk 48/53 Neytendur 23 Bíó 50/53 Listir 23/25 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * NJÖRÐUR H. Snæ- hólm, fyrrverandi yfir- rannsóknarlögreglu- þjónn hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins í Kópavogi, lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð að kvöldi 18. maí. Njörður var fæddur 4. júlí árið 1917 á Sneis í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Halldór Halldórs- son Snæhólm og Elín Kristín Guðmundsdótt- ir. Njörður nam við Gagnfræða- skóla Akureyrar og í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Hann tók flugpróf hjá Wideröes Flyvesel- skap í Ósló árið 1939. Þá nam hann herfræði og siglingafræði í Kanada á árunum 1940–41. Hann tók lögreglu- og liðsforingjanám- skeið í Toronto 1943 og lögreglu- námskeið í Reykjavík 1947. Þá tók hann bréfanámskeið í lögreglu- fræðum hjá Institute of Applied Science 1948. Njörður fór til Noregs haustið 1937 og vann þar að sveitastörfum til ársins 1940 er hann sneri aftur til Íslands. Hann gekk í norska flug- herinn og var þar lögreglustjóri á árun- um 1942–46. Hann var lögreglu- maður í Reykjavík frá 1946, í rannsókn- arlögreglunni frá 1950 og varð þar varðstjóri 1961, aðal- varðstjóri 1969 og deildarstjóri 1976. Hann varð yfir- lögregluþjónn í Rannsóknarlögreglu ríkisins 1977 er hún tók til starfa. Njörður var í stjórn Skotfélags Reykjavíkur í fjögur ár, í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur í fjög- ur ár og í stjórn Svifflugfélags Ís- lands í tíu ár. Nirði hlotnaðist Minningarorða Hákonar VII Noregskonungs árið 1942 og norska stríðsorðan ásamt heiðursskjali frá Ólafi Noregskon- ungi 1945. Hann skrifaði bókina Á kafbátaveiðum árið 1949. Njörður kvæntist árið 1939 Magnhild Hopen Snæhólm. Börn þeirra eru Harald Snæhólm og Vera Snæhólm. Andlát NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM MERKINGAR á flugvélinni TF- FTL sem hnekktist á í lendingu á Stykkishólmsflugvelli á föstudag voru fjarlægðar áður en ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði vélina á slysstað. Myndin birtist í laugar- dagsblaðinu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flug- félags Íslands, segir að vélin, sem er kennsluflugvél Flugskóla Íslands, hafi verið merkt Flugfélaginu í aug- lýsingaskyni. Hins vegar hafi í kjöl- far flugslyssins í Hvalfirði þar sem önnur kennsluvél lenti í vandræðum verið ákveðið að láta taka merking- arnar af TF-FTL. Flugskóli Íslands hafði hins vegar ekki enn sinnt þeirri beiðni og því var vélin enn merkt Flugfélagi Íslands þegar hún brot- lenti á Stykkishólmsflugvelli. Merk- ingarnar voru hins vegar fjarlægðar, breitt yfir stél vélarinnar og lím- merkingar teknar af skrokknum, eftir að rannsóknarnefnd flugslysa hafði athafnað sig á vettvangi slyss- ins á föstudag. Var merkt í auglýsingaskyni „Málið er að Flugskóli Íslands sóttist eftir því við okkur að fá aug- lýsingastyrk sem fólst í því að merkja flugvélarnar þeirra,“ útskýr- ir Jón Karl og segir eina vél hafa ver- ið merkta félaginu. „Síðan vorum við komnir með bakþanka. Þarna er að fljúga fólk með litla reynslu og svona getur alltaf komið fyrir. Við vorum búnir að biðja þá [hjá Flugskóla Ís- lands] að taka merkin af vélinni en sögðum að við myndum styrkja þá áfram. Þeir voru bara ekki búnir að ganga frá þessu.“ Jón Karl segir að þegar fréttir af óhappi vélarinnar bárust hafi þess verið óskað að merkingarnar yrðu teknar af þegar í stað. „Við hringd- um í þá og báðum þá um það, einmitt til þess að það væri ekki hægt að tengja vélina við okkur, vélin kemur okkur í raun ekkert við. En það var ekkert verið að fela.“ Kennsluvélar Flugskóla Íslands eru einnig merktar öðrum íslenskum flugfélögum. Merki Flugfélags Íslands fjarlægt af flugvélinni eftir brotlendingu Átti að vera búið að fjarlægja það fyrir löngu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Vélin eftir að búið var að fjarlægja merkingar af henni á slysstað. Flugvélin með merkingum nokkru fyrir slysið í Stykkishólmi. RÍKISSAKSÓKNARI krefst sakfell- ingar yfir 21 og 24 ára gömlum mönn- um sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti í maí 2002, sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar, 22 ára. Mál ákæru- valdsins var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og er dóms að vænta innan þriggja vikna. Annar þeirra er sakaður um að hafa skallað, kýlt og sparkað í fórn- arlambið og meðákærði er ákærður fyrir aðild með því að hafa sparkað í fórnarlambið. Ríkissaksóknari telur samverknað beggja ákærðu hafa valdið dauða Magnúsar heitins, en verjendur þeirra krefjast sýknu fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Verjandi þess ákærða, sem sakaður er um sparkið, heldur því fram að Magnús heitinn hafi þegar verið búinn að hljóta ban- væna áverka eftir barsmíðar með- ákærða, þegar skjólstæðingur sinn veitti honum lokasparkið. Fórnar- lambið hafi þá þegar verið komið með heilablæðingu og þar að auki hafi sparkið ekki verið öflugt. Hinn verjandinn heldur því fram að það hafi verið höfuðkúpubrot sem Magnús fékk þegar hann skall með höfuð í götuna eftir lokasparkið, sem valdið hafi dauða hans, enda sýni myndir úr eftirlitskerfi lögreglu að hann hafi skollið með höfuðið í göt- una. Verjendur greinir á um þetta at- riði þar sem hinn heldur því fram að Magnús hafi hnigið niður eftir sparkið og engu hafi skipt hvort skjólstæð- ingur sinn hefði sparkað í hann eður ei. Banamein hins látna var heilablæð- ing og bólgur í heila en vafi er um hvort því hafi valdið eitt högg eða mörg. Stórfelld líkamsárás er leiddi til dauða 22 ára manns Krafist sakfellingar yfir báðum ákærðu HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness tel-ur ámælisvert hvað rannsókn lög- reglunnar í Kópavogi dróst óhóflega á langinn í fjársvikamáli, þar sem fertug kona sætti ákæru fyrir að gefa út 300 þúsund króna tékka hinn 31. janúar 2001, þrátt fyrir að vita að reikningi hennar hefði verið lokað tveimur mánuðum fyrr. Málið var kært 19. október 2001 en konan ekki boðuð til yfirheyrslu fyrr en í mars 2003. Með hliðsjón af því, hreinskiln- islegri játningu ákærðu og hreinu sakavottorði, þótti hæfilegt að dæma hana í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi. Jónas Jóhannsson héraðsdómari dæmdi málið. Sigríður Elsa Kjart- ansdóttir sýslufulltrúi sótti málið. Óhóflegur dráttur á rannsókn LÖGREGLAN lokaði Hafnar- fjarðarvegi við Hamraborg í gær- kvöld á meðan unnið var við að koma stálbitum yfir suðurrein vegarins. Hafnarfjarðarvegur hefur klofið miðbæ Kópavogs að mestu í tvennt en nú er unnið við að byggja yfir gjána og tengja þannig saman eldri kjarna Hamraborgar við nýja tónlistar- og náttúrugripasafnshúsið og Gerðarsafnið. Tveggja hæða bygging verður síðan reist yfir gjánni en þar verða m.a. opinber stofnun, verslanir, lyfjaverslun og fleira. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Bilið brúað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.