Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnfríður Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1932. Hún lést á Landakotsspítala 11. maí síðastliðinn. Foreldrar Arnfríðar voru Gísli Jónsson, f. 27.2. 1901, d. 15.3. 1959, járnsmiður og bifreiðasmíðameist- ari í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, f. 22.7. 1895, d. 10.8. 1979, húsmóðir í Reykjavík. Systkini Arnfríðar voru Ragnheiður, f. 17.5. 1922, d. 3.7. 1985, húsmóðir í Reykjavík; Fríða, f. 21.1. 1924, húsmóðir og hárgreiðslumeistari í Reykjavík; Magnús Björgvin, f. 19.5. 1925, d. 6.2. 2003, bifreiða- smiður og starfsmaður hjá VÍS í Reykjavík; Marín Guðrún, f. 25.9. 1929, d. 23.3. 1994, ræð- ismaður Íslands á Malaga á Spáni; Hrafnkell Henry, f. 7.8. 1937, bifreiðasmiður og starfs- maður hjá VÍS í Reykjavík. Hinn 11. maí 1957 giftist Arn- fríður eftirlifandi eiginmanni sínum, Bjarna Kristbjörnssyni, f. 29.6. 1924, húsamiði í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristbjörn Hafliðason, f. 17.10. 1881, d. 8.11. 1968, bóndi á Birnustöð- um í Skeiðahreppi, og eiginkona hans, Valgerður Jónsdótt- ir, f. 2.2. 1892, d. 15.6. 1957. Börn Arnfríðar og Bjarna eru Guðrún Inga, f. 10.3. 1954; Gísli, f. 16.11. 1956; Krist- björn, f. 16.11. 1957, eiginkona hans er Steinunn Björg Jónsdóttir, sonur þeirra er Ey- þór Kolbeinn; Valgerður, f. 25.11. 1958, eiginmaður hennar er Óskar Garðar Hallgrímsson, dætur þeirra eru Auður Ósk og Eyrún Arna. Valgerður á Bjarna Helga Þorsteinsson af fyrra hjónabandi. Arnfríður ólst upp í Reykja- vík. Hún starfaði fyrst við af- greiðslustörf og í Lyfjaverslun ríkisins og frá árinu 1972 starf- aði hún sem dagmóðir. Arnfríður bjó allan sinn bú- skap í Reykjavík, lengst af í Efstasundi 15. Útför Arnfríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil, hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin, amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir, amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma mín, ég þakka þér all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman og hafa gert mig svo ríkan. Ég veit líka að nú ertu með englum guðs úr himnaríki að passa mig um alla eilífð. Kolbeinn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Nú hefur hún Dedda mín kvatt þennan heim. Megi Guð gefa henni gott skjól í nýjum heimkynnum. Oft sátum við Dedda saman við eldhús- borðið og spjölluðum saman. Hún var mjög dugleg við að miðla kunnáttu sinni í eldhúsinu til mín, það var sama hvar mann bar niður, alltaf var þekk- ingin á reiðum höndum. Það birti ávallt yfir svip hennar þegar talið barst að æskunni. Hún átti margar góðar minningar frá æskuheimilinu sínu, Frakkastíg 12. Það var greini- legt að Dedda hafði verið mikil pabbastelpa því að minningar hennar voru svo margar og fallegar um hann. Á sínum yngri árum var Dedda í sveit á Vorsabæ í Skeiðahreppi. Þar naut hún góðs atlætis og ástúðar. Þar kynntist hún Bjarna Kristbjörnssyni frá Birnustöðum sem síðar varð eig- inmaður hennar. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af eða frá ársbyrjun 1962 í Efstasundi 15. Heimili þeirra bar þess merki að þar bjó mikill kvenkostur, allt var svo skipulagt, hreint og heimilislegt. Deddu féll aldrei verk úr hendi, kraftur hennar, dugnaður og vinnu- semi voru langt umfram það sem venjulegt er. Hún var mjög félagslynd og ávallt var mikill gestagangur hjá þeim hjónum. Dedda var mjög dugleg að halda stórar veislur og halda fólkinu sínu saman. Hún naut þess að hafa okkur öll í kringum sig. Þau hjónin höfðu gaman af að taka í spil og að ferðast um landið og þekktu þau landið sitt mjög vel. Það kom enginn í Efstasund án þess að fá kaffisopa og heimabakað bakkelsi. Dedda rak lengstum stórt heimili ásamt því að vera dagmamma. Þótt hún væri hætt fyrir nokkrum árum að passa börn héldu mæður sumra barnanna tryggð við hana og héldu áfram að koma í heimsókn til hennar þannig að hún gat fylgst áfram með börnunum. Dedda var ávallt reiðubúin að hjálpa sínu fólki og vann allt fljótt og vel af hendi. Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinunn. Mig langar með fáeinum orðum að minnast Arnfríðar Gísladóttur sem lést 71 árs gömul á öldrunar- lækningadeildinni á Landakoti að morgni 11. maí sl. Deddu, eins og við kölluðum hana alltaf, hitti ég fyrst í október 1972 þegar ég var að leita að dagfóstri fyr- ir dóttur mína, Ástu, sem þá var að verða fjögurra mánaða gömul. Það var hráslagalegt þetta októberkvöld og notalegt að koma inn í hlýjuna í Efstasundi 15 þar sem umhverfið bar þess merki að þar bjó stór fjölskylda og heimilið einstaklega hlýlegt og myndarlegt. Minnisstætt er mér þeg- ar ég leit inn í eldhúsið, þar sem lagt hafði verið á kvöldverðarborðið með fallegum diskamottum, og hugsaði: Svona vil ég hafa það. Dedda tók á móti okkur og Ásta, sem var kjökrandi, hætti um leið og hún var komin í fang hennar. Síðan kom eiginmaðurinn Bjarni og svo bættust í hópinn systkinin, Guðrún Inga, Gísli, Kristbjörn og Valgerður, ennfremur var á heimilinu bróðir Bjarna og allir vildu sjá þessa litlu telpu sem komin var í heimsókn. Í mínum huga var engin spurning, ég þurfti ekki að skoða fleiri staði, þarna vildi ég hafa barnið mitt. Ásta var fyrsta barnið í dagfóstri hjá Deddu, en þau urðu mörg börnin sem hún fóstraði og hafa haldið tryggð við hana, bæði mæður og börn. Það var dýrmætt og ómetanlegt fyrir mig og okkur Ástu að eiga Deddu að, því að hún var sú sem hjálpaði mér þegar mest reið á og Ásta gat alltaf treyst á. Hún var „Dedda mamma“ og ég þá „Sigrún móðir mín“. Fjölskyldan í Efstasundi varð fjöl- skylda Ástu og systkinin tóku henni eins og litlu systur. Dedda var einstök kona, sterkur persónuleiki, ákveðin og föst fyrir, en heil og hreinskilin. Hún var lagleg kona, hafði og hlýtt og fallegt bros, sem var bæði glettnislegt og gat á stundum verið dálítið stríðnislegt. Það sem einkenndi Deddu var um- hyggja fyrir vinum og vandamönn- um, hún var allaf reiðubúin að veita aðstoð, hvort sem það var að skjótast austur á Skeið og sinna öldruðum ættingjum fjölskyldunnar eða hlaupa undir bagga á einn eða annan hátt, alltaf var hægt að treysta á Deddu. Bæði Dedda og Bjarni höfðu ein- stakt lag á börnum og áttu auðvelt með að laða þau til sín. Varðandi alla meiri háttar atburði í litlu fjölskyldunni okkar var Dedda með í ráðum, bakaði piparkökuhúsin fyrir afmælið og kransakökurnar fyr- ir ferminguna og stúdentsveisluna. Við töluðum um dóttur okkar, sem við höfðum báðar alið upp, og vorum sammála um að vel hefði til tekist. Þegar Ásta fór til Bretlands í leik- listarnám og síðar að starfa sem leik- kona fylgdist Dedda vel með henni og var stolt af „stelpunni sinni“ . Ótal minningar koma upp í huga minn frá öllum fjölskylduboðunum í Efstasundi og þakklæti fyrir að fá að kynnast þessari einstöku fjölskyldu og ættmennum þeirra. Síðustu árin hafði sjúkdómur Deddu mikil áhrif á líf hennar og fjöl- skyldunnar. Hún naut einstakrar umhyggju Bjarna eiginmanns síns og barnanna. Á kveðjustund voru þau öll saman komin, Bjarni, börnin og „dóttir okk- ar“, eins og Dedda hafði sagt við mig, náði að koma heim og kveðja hana. Nú hefur Dedda kvatt. Eftir situr söknuðurinn en jafnframt svo ótal- margar dýrmætar minningar og þakklæti fyrir allt það sem hún gaf okkur Ástu. Kæri Bjarni, þið systkinin og fjöl- skyldur ykkar, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Karlsdóttir. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, elsku Dedda mín. Ég er svo nýbúin að koma í heimsókn til þín. Þú varst svo glöð að sjá okkur systkinin. Það var svo margt sem við spjölluðum um, enda langur tími lið- inn frá síðustu heimsókn. Þú varst heimsins besta dag- mamma og sú eina sem passaðir okk- ur öll systkinin. Ég skil það vel að mamma hafi val- ið þig. Þú varst bara svo einstök. Tókst á móti okkur á morgnana með faðmlagi sem dugði okkur yfir allan daginn. Þú hafðir líka svo skemmti- lega tækni á okkur, áttir sérstaka ævintýramyndadiska sem við borð- uðum af og alltaf var klárað af diskn- um svo ævintýramyndin kæmi í ljós. Á endanum var þetta orðin keppni sem byggðist á því hver fengi fallega kisudiskinn. Svo vökvaðir þú okkur þegar við komum grútskítug inn úr sandkassa- leiknum. Þú passaðir mig í heil fjögur ár eða alveg þangað til að ég varð að fara í skóla. En ég hætti nú ekki alveg að koma, því ég notaði hvert einasta tækifæri til að heimasækja þig og Bjarna. Allt- af þegar var frí í skólanum var ákveð- ið að fara í heimsókn til þín. Ég kveð þig, elsku Dedda mín, með söknuði. Ég geymi í hjarta mínu allar þær minningar sem ég á um yndislega konu sem kenndi mér svo margt. Elsku Bjarni, Guðrún Inga, Gísli, Kristbjörn, Valgerður og fjölskyldur, ég bið Guð að leiða ykkur í gegnum sorg og söknuð. Margrét Rún. ARNFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Ástkær faðir okkar, PÉTUR AÐALSTEINSSON frá Stóru-Borg, lést föstudaginn 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðalbjörg Pétursdóttir, Björn Leví Pétursson, Haraldur Borgar Pétursson, Vilhjálmur Pétursson. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, ALBERT E. GOLDSTEIN, Miami, Flórída, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. maí. Guðmundur Albertsson Goldstein, Sigríður Ólafsson, Sara Alexandra, Dagbjört Rósa, Kristína Maxine. Ástkær eiginkona mín, ÞRÚÐUR GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR, Krummahólum 10, Reykjavík, er látin. Gunnlaugur Hannesson. Bróðir okkar, HALLDÓR G. STEINSSON, Austurbrún 2, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans Fossvogi sunnudaginn 18. maí sl. Herdís Steinsdóttir, Fjóla Steinsdóttir Mileris. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM fyrrv. yfirrannsóknarlögregluþjónn, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi sunnudagsins 18. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Harald Snæhólm, Þórunn Hafstein, Vera Snæhólm, Elías R. Gissurarson, Jón Kristinn Snæhólm, Oddný Halldórsdóttir, Njörður I. Snæhólm, Íris Mjöll Gylfadóttir, Magnhild Gylfadóttir, Brent Dunnett, Vera Ósk Gylfadóttir, Paul Evans, langafabörn, systkin og mágkona. Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI JÓHANNSSON, Helgamagrastræti 53, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 18. maí, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 23. maí kl. 14. Erna Tuliníus, Kristinn Sigurður Gylfason, Fanney Jónsdóttir, Stefán Veigar Gylfason, Guðrún E. Árnadóttir, Steinunn Sólveig Gylfadóttir, Svavar Marinósson, Rut Gylfadóttir, Víðir Bergþór Björnsson, Alda Agnes Gylfadóttir, Bergþór Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.