Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
PÓLVERJAR sem búsettir eru á Ís-
landi munu geta tekið þátt í þjóðarat-
kvæðagreiðslu Pólverja um Evrópu-
sambandsaðild. Hér á Íslandi verða
atkvæði greidd á skrifstofu heiðurs-
konsúls Póllands, Friðriks Gunnars-
sonar, í Ánanaustum 1, helgina 7. til 8.
júní en þeir sem hyggjast taka þátt í
atkvæðagreiðslunni þurfa að tilkynna
hana til sendiráðs Pólverja í Ósló. Pól-
verjar eru fjölmennasti hópur er-
lendra ríkisborgara á Íslandi og segist
Stanislaw Jan Bartoszek, varaformað-
ur Samtaka Pólverja á Íslandi, vonast
til að sem flestir nýti sér kosningarétt
sinn þar sem ESB-aðild snerti flesta
Pólverja á Íslandi beint. „Ef Pólland
fer inn í Evrópusambandið verður ým-
islegt auðveldara fyrir Pólverja sem
koma til Íslands eða annarra Evrópu-
landa í atvinnuleit eða sem ferðamenn.
Þá munu þeir til dæmis njóta sömu
réttinda og EES-samningarnir segja
til um. Þetta er því mál sem er mikil-
vægt fyrir marga,“ segir Stanislaw.
Pólverjar
á Íslandi
kjósa um
ESB-aðild
Á NÆSTUNNI kemur út hjá Ormstungu
heildarútgáfa á leikritum Guðmundar
Steinssonar. Verkið er um 1400 bls. í þremur
bindum, alls tuttugu og tvö leikrit. Einungis
fimm þeirra hafa verið bæði sviðsett og
prentuð áður: Þjóðhátíð, Sólarferð, Stundar-
friður, Garðveisla og Brúðarmyndin.
Útgáfuna prýðir fjöldi ljósmynda úr lífi og
starfi Guðmundar. Umsjón með útgáfunni
hefur Jón Viðar Jónsson, fil. dr., og ritar
hann jafnframt ítarlegan inngang.
„Guðmundur var eitt fremsta leikritaskáld
Íslands um sína daga og heildarútgáfa á
verkum hans er löngu tímabær,“ segir Gísli
Már Gíslason, útgáfustjóri Ormstungu.
Heildarútgáfa á
verkum Guðmund-
ar Steinssonar
Öll leikrit Guðmundar/25
TÆPLEGA sextugur Þjóðverji og
„burðardýr“ sem handtekinn var á
Keflavíkurflugvelli með kíló af hassi
og 900 grömm af kókaíni síðasta
haust hefur játað á sig sex aðrar
ferðir með fíkniefni til landsins og
var magnið í hverri ferð svipað og
það sem hann var loks gripinn með.
Má því ætla að hann hafi verið búinn
að flytja inn vel á tólfta kíló af eit-
urlyfjum áður en hann var staðinn
að verki.
Verjandi Þjóðverjans hefur kraf-
ist þess að ákæru á hendur honum
verði vísað frá þar sem væntanlega
eigi að ákæra hann fyrir hinar ferð-
irnar síðar en samkvæmt lögum um
meðferð opinberra mála má ekki
gefa út ákæru fyrr en rannsókn
máls er að fullu lokið og auk þess er
kveðið á um að dæma verði mönnum
refsingu í einu lagi.
Handtaka Þjóðverjans var hluti af
stærri aðgerð lögreglunnar í Þýska-
landi í kjölfar þess að hún komst á
sporið um starfsemi stórs smygl-
hrings í Norðvestur-Þýskalandi.
Fljótlega kom í ljós að hringurinn
hafði tengsl við Ísland enda afplán-
uðu meintur höfuðpaur smygl-
hringsins, 42 ára Þjóðverji, og sam-
verkamaður hans á Íslandi samtímis
dóma á Litla-Hrauni árið 2001 en
samverkamaðurinn er eini Íslend-
ingurinn sem ákærður er í málinu.
Umsvifamikill smyglhringur
sem seldi til Noregs og Íslands
Í fréttatilkynningu lögreglu- og
tollayfirvalda í Þýskalandi er fullyrt
að samvinna við lögreglu og toll-
gæslu hér á Íslandi hafi orðið til
þess að þrjú þýsk burðardýr hafi
verið handtekin hér á landi en ís-
lenska lögreglan vill ekki staðfesta
slíkt en segir þó margt benda til
þess að þessi mál séu tengd.
Smyglhringurinn þýski, sem
teygði anga sína hingað til lands,
flutti amfetamín, kókaín og hass frá
Hollandi, Spáni og Marokkó til
Þýskalands og þaðan áfram til Nor-
egs og Íslands og hafði raunar
áform um stórfellt smygl á kókaíni
til Liverpool á Englandi.
Til marks um umsvif hans má
nefna að þegar lögregla og tollur
stöðvuðu sendingu af 30 kílóum af
hassi, sem flutt var með húsbíl til
Noregs, er talið að um tilraunasend-
ingu hafi verið að ræða. Ætlunin
hafi verið að smygla um hundrað
kílóum á mánuði. Af því verður þó
ekki enda telur þýska lögreglan sig
nú hafa náð að uppræta smyglhring-
inn en hún handtók níu manns í
tengslum við rannsóknina, þar af
einn á Spáni. Húsleit var gerð í fjór-
tán íbúðum og hald lagt á 21 kíló af
hassi.
Þýskur smyglhringur teygði anga sína til Íslands
Hafði farið með tólf
kíló í gegnum Leifsstöð
Játar/10
FJÖLVEIÐISKIPIÐ Hákon EA
kom til hafnar í Neskaupstað á laug-
ardag með ágætis afla úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum. Skipið var
með 670 tonn af frystum síldarflök-
um og á milli tvö og þrjú hundruð
tonn af síldarúrgangi til bræðslu.
„Við héldum út í gærkvöld [sunnu-
dagskvöld] eftir sólarhring í lönd-
un,“ sagði Oddgeir Jóhannsson,
skipstjóri á Hákoni EA, í samtali við
Morgunblaðið um nónbil í gær,
mánudag, á siglingu norður í Síld-
arsmuguna. „Ætli við förum ekki
eitthvað norðar núna – við verðum
tvo sólarhringa að sigla norður.“
Hann sagði að skipin fyrir norðan
hefðu fiskað ágætlega í trollið en það
væri eitthvað verra í nótina. „Ég hef
nú grun um að eitthvað af síldinni sé
komið inn í Jan Mayen-lögsöguna.“
Oddgeir sagði að þeir hefðu mætt
Guðmundi Ólafi ÓF á leið úr Síld-
arsmugunni til löndunar.
Morgunblaðið/Ágúst
Hákon EA er nú á leið á miðin eftir löndun í Neskaupstað um helgina.
Hákon EA með
góðan síldarafla
FORSTJÓRI og
stjórnarformaður Ol-
íuverzlunar Íslands,
Olís, hafa keypt 71%
hlutafjár í félaginu og
munu gera yfirtökutil-
boð í önnur hlutabréf
þess. Miðað við gengi
viðskiptanna er kaup-
verð allra bréfa fé-
lagsins 6,7 milljarðar króna.
Seljendur 71% hlutarins eru
Hydro Texaco og Ker, sem eiga
jafnan hlut í Olís, en meðal ann-
arra hluthafa er Landsbankinn
fjárfesting hf., sem á 13% hlut.
Aðrir hluthafar eiga
innan við 10% hluta-
fjár. Að sögn forstjóra
Olís, Einars Bene-
diktssonar, sér Lands-
bankinn um fjármögn-
un kaupanna, en aðrir
munu hugsanlega
koma að þeim á síðari
stigum. Hann segir
einnig að öll hagræðingartæki-
færi verði skoðuð, en ekkert hafi
verið ákveðið í því sambandi
enda hafi kaupin borið brátt að.
Þá eigi félagið um 2,3 milljarða
króna í öðrum félögum, sem
hægt sé að losa um að einhverju
marki.
Bókfærður söluhagnaður
Kers 1,2 milljarðar króna
Kaupin eru gerð í gegnum
eignarhaldsfélagið FAD 1830,
sem er í eigu Einars Benedikts-
sonar forstjóra og Gísla Baldurs
Garðarssonar stjórnarformanns
og voru að frumkvæði þeirra.
Stjórnendurnir höfðu tryggt sér
hlut Hydro Texaco þegar þeir
leituðu til Kers, sem á Olíufélagið
jafnframt því sem það átti 35,5%
í Olís, og féllst Ker einnig á að
selja. Bókfærður söluhagnaður
Kers vegna sölu á bréfunum í Ol-
ís er um 1,2 milljarðar króna.
Ætlunin er að afskrá Olís úr
Kauphöll Íslands en að sögn for-
stjóra félagsins hefur lengi legið
í loftinu að til afskráningar kynni
að koma. Hann segir að eign-
arhald hafi verið samþjappað um
langt skeið, markaður með bréfin
verið óvirkur og félagið hafi verið
nærri því að uppfylla ekki reglur
Kauphallarinnar um skráningar-
hæfi.
6,7 milljarða yfirtöku-
tilboð í hlutabréf Olís
Forstjóri og stjórnarformaður Olís hyggjast kaupa fyrirtækið að fullu og
taka það af markaði – Seljendur 71% hlutarins eru Hydro Texaco og Ker
Stjórnendur/28
+E((7F
/+!%.,%
(
0GDH
0GD0
0D
!#
!#
!#%
KVIKMYND Sólveigar Anspach,
hin fransk-íslenska Stormy Weath-
er, verður frumsýnd á Un Certain
Regard-dagskrá kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes í kvöld og verður
Sigríður Snævarr, sendiherra Ís-
lands í Frakklandi, á meðal frum-
sýningargesta. Kvikmyndin hefur
fengið mikla athygli fjölmiðlafólks
í Cannes að undanförnu og hafa
Sólveig og aðrir aðstandendur
myndarinnar meðal annars verið
mikið spurðir um Ísland en mynd-
in er að stórum hluta tekin í Vest-
mannaeyjum og fara nokkrir Ís-
lendingar með veigamikil hlutverk
í henni. Á meðfylgjandi mynd má
sjá Sólveigu Anspach í viðtali við
fjölmiðla í Cannes.Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Stormy
Weather
frumsýnd
í kvöld