Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AFLIÐ, sem er systursamtök Stíga-
móta, hóf starfsemi af krafti um síð-
ustu áramót, en félagið var stofnað
fyrir um einu ári, í apríl 2002, og voru
stofnfélagar um 50 talsins.
Aflið hefur fengið að láni húsnæði
hjá Menntasmiðjunni við Glerárgötu
á Akureyri, en boðið er upp á síma-
tíma einu sinni í viku, frá kl. 17 til 19 á
miðvikudögum.
Sæunn Guðmundsdóttir og Anna
María Hjálmarsdóttir eru í stjórn
samtakanna en alls sitja í stjórninni 7
manns. Þær sögðu starfsemina
byggjast upp á sjálfboðaliðastarfi, en
vonast til þess að hægt verði að ráða
starfsmann í hlutastöðu síðar á árinu
eða kringum næstu áramót.
Að sögn Sæunnar og Önnu Maríu
er starfsemi Aflsins byggð upp með
svipuðu sniði og hjá Stígamótum, en
þolendum kynferðisofbeldis er boðið
upp á einkaviðtöl og eins eru starf-
andi sjálfshjálparhópar. Þeir eru um
þessar mundir tveir, á Akureyri og
Húsavík. Þeir standa yfir í 15 til 17
skipti og eru þrír tímar í senn og eru
þátttakendur í hverjum hópi ekki
fleiri en 8. Aflið hefur yfir að ráða 4
leiðbeinendum í þessum hópum og
hafa þeir sótt námskeið og verið í
starfsþjálfun á vegum Stígamóta.
„Það hefur sýnt sig að þörf fyrir
þessa þjónustu var brýn hér norðan
heiða,“ sagði Sæunn, en hún benti á
að um 25% þolenda kynferðisofbeldis
væru búsett á landsbyggðinni og vit-
anlega ættu ekki allir sem vildu leita
sér hjálpar heimangengt til að taka
þátt í starfsemi sjálfshjálparhópanna
í svo langan tíma.
„Það þarf yfirleitt mikið að hafa
gengið á áður en fólk leitar sér að-
stoðar, en við finnum að fólk er þakk-
látt fyrir að geta fengið þessa þjón-
ustu í heimabyggð,“ sagði Anna
María, en þær stöllur bentu á að til
þeirra leitaði fólk af öllu Norðurlandi
og allt austur til Vopnafjarðar. „Það
er yfirleitt mjög erfitt fyrir þolendur
að brjóta ísinn og hafa samband.
Sektarkenndin er mikil og skömmin
yfir því að þetta hafi gerst, margir líta
svo á í fyrstu að þetta sé þeim sjálfum
að kenna,“ sagði Anna María.
Næsta haust er ætlunin að fara í
framhaldsskóla á svæðinu og jafnvel í
eldri deildir grunnskóla til að kynna
starfsemina, en þær benda á að rann-
sókn hafi sýnt fram á að 1 af hverjum
4 konum hafi orðið fyrir einhvers
konar ofbeldi fyrir 18 ára aldur. „Við
reynum að benda fólki á að það geti
leitað sér aðstoðar hafi það orðið fyrir
ofbeldi af einhverju tagi,“ segja þær
Sæunn og Anna María. „Það er aldrei
of seint að hafa samband og ræða
málin,“ Þær segja það svo undir
hverjum og einum komið hversu
mikla aðstoð hann vill, eitt spjall í
síma, einkaviðtal eða þátttöku í sjálfs-
hjálparhópum. „Mín reynsla er sú að
það gerir manni mest gagn að hlusta
á hvað aðrar konur í hópnum segja,
heyra í hverju aðrir hafa lent og
hvernig þeir takast á við afleiðing-
arnar,“ sagði Anna María.
Svo sem áður er nefnt er boðið upp
á símatíma einu sinni í viku, en einnig
gefst fólki kostur á að tala inn á sím-
svara og þá hafa starfsmenn Aflsins
samband. Þá má einnig hafa samband
með tölvupósti á netfangið aflid@ak-
mennt.is.
Margir hjálplegir
Margir hafa lagt starfseminni lið,
m.a. nefna þær að Zontakonur hafi
styrkt starfsemina myndarlega,
KEA, Soroptimistakonur, Svölurnar
og ýmis bæjarfélög á Norðurlandi og
verkalýðsfélög auk þess sem Akur-
eyrarbær leggi til húsnæði og fjár-
styrk. Félagsmálaráðuneytið hafi
neitað að styrkja starfsemi á liðnu ári
en reyna eigi aftur nú í ár. „Það gefur
okkur mikinn kraft að sjá hversu
margir eru tilbúnir að leggja okkur
lið, það eflir okkur í því að halda
ótrauðar áfram, enda finnum við að
þörfin fyrir þjónustuna er mikil,“
segja þær Sæunn og Anna María.
Aflið, systursamtök Stígamóta, með starfsemi á Akureyri
Fólk þakklátt
fyrir þjónustuna
í heimabyggð
Morgunblaðið/Kristján
Anna María Hjálmarsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir í stjórn Aflsins,
systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi.
Tvennir tónleikar verða á vegum
Tónlistarskólann á Akrueyri í dag,
þriðjudaginn 20. maí. Strengja-
sveit skólans leikur kl. 18 í Ak-
ureyrarkirkju og kl. 20 um kvöldið
koma nemendur ljóðadeildar fram
í Laugarborg þar sem einnig kem-
ur fram kór skólans undir stjórn
Michaels Jóns Clarke. Allir eru
velkomnir á tónleikana.
Síðasti fræðslufundur þessa
skólaárs á vegum Skólaþróun-
arsviðs kennaradeildar Háskólans
á Akureyri verður haldinn í dag,
þriðjudaginn 20. maí, kl. 16.15. Að
þessu sinni nefnist fyrirlesturinn:
Hvað geta börn lært af iðkun
barnaheimspeki?
Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún
Alda Harðardóttir, lektor við
kennaradeild HA, um mikilvægi
áhugahvatar nemenda til að rann-
saka – að þeir taki virkan þátt í
eigin menntun – mikilvægi sam-
ræðu sem eina af mörgum aðferð-
um til að læra og loks mikilvægi
þess að kennarar séu næmir á
hæfileika nemenda og veiti óbeina
leiðsögn.
Fræðslufundurinn verður haldinn í
húsnæði kennaradeildar í
Þingvallastræti 23.
Í DAG
HÚSIÐ við Gránufélagsgötu 6 á
Akureyri, á horninu við Hótel
Norðurland og Herradeild JMJ,
var rifið um helgina en þar voru
síðast til húsa Heilbrigðiseftirlit
Norðurlands eystra og rakara-
stofa.
Liðsmenn í Slökkviliði Akur-
eyrar sáu sér leik á borði áður en
húsið var rifið og æfðu þar reyk-
köfun og lífbjörgun. Æfingarnar
voru keyrðar eins og um venjulegt
útkall væri að ræða og tóku allar
vaktir slökkviliðsins þátt. Kveikt
var í inni í húsinu, þannig að mynd-
aðist þykkur reykur og hiti og
þurftu slökkviliðsmennirnir að
bjarga félögum sínum og dúkkum í
eðlilegri líkamþyngd við erfiðar að-
stæður.
Æfðu reykköfun
og lífbjörgun
Morgunblaðið/Kristján
AÐALFUNDUR Íþróttafélagsins
Þórs sem haldinn var nýlega, sam-
þykkti í ályktun að fela stjórn félags-
ins að leita eftir samkomulagi við Ak-
ureyrarbæ um uppbyggingu á
fullkominni frjálsíþróttaaðstöðu á fé-
lagssvæði Þórs. Þessi framkvæmd
yrði fyrsti áfangi í því að gera mögu-
legt að halda landsmót UMFÍ á Ak-
ureyri 2007. Einnig var í ályktun
fundarins lýst yfir mikilli ánægju
með þann merka áfanga sem náðst
hefur með tilkomu Bogans. Húsið og
þeir nýju knattspyrnuvellir sem ver-
ið er að ljúka við muni gjörbreyta
allri aðstöðu íþrótttaiðkenda í bæn-
um.
Rekstur aðalstjórnar Þórs skilaði
2,4 milljóna króna hagnaði á síðasta
ári og einnig varð hagnaður af rekstri
knattspyrnudeildar upp á 1,5 millj-
ónir króna. Mikill viðsnúningur varð
á rekstri körfuknattleiksdeildar og
var hagnaður á síðasta ári 375 þús-
und krónur fyrir fjármagnsliði en
hins vegar varð tap af rekstri hand-
knattleiksdeildar upp á 4,4 milljónir
króna fyrir fjármagnsliði á árinu
2002.
Fjármagnsgjöld félagsins námu
6,7 milljónum króna á síðasta ári og
eru aðallega til komin af skammtíma-
skuldum. Á næstu vikum mun stjórn
félagsins leita leiða til að endurfjár-
magna skammtímaskuldir en vaxta-
byrði vegna þeirra skulda er félaginu
veruleg byrði. Ennfremur verður
skoðað að selja eignir félagsins.
Jón Heiðar Árnason var endur-
kjörinn formaður Þórs á aðalfundi fé-
lagsins en aðrir í stjórn eru Guð-
mundur Jóhannsson, Bjarni
Kristinsson og Páll Jóhannesson,
sem kom nýr inn í aðalstjórn. Auk
þess eru formenn deilda sjálfkjörnir í
aðalstjórn samkvæmt lögum félags-
ins. Í máli formanns kom m.a. fram
að árangur félagsins á síðasta ári var
góður, íþróttastarfið mjög gott og öfl-
ugt, enda sé það alltaf stefnan að eiga
lið og einstaklinga á meðal þeirra
bestu. Aðalfundurinn var fjölsóttur
og urðu fjörlegar umræður um reikn-
inga félagsins og ályktanir fundarins.
Ályktun aðalfundar Íþróttafélagsins Þórs
Áhugi á uppbyggingu
frjálsíþróttaaðstöðu
SKÓLANEFND Akureyrar-
bæjar samþykkti á síðasta
fundi sínum að fjölga rýmum á
tveimur leikskólum bæjarins
um samtals 35. Fyrir fundinum
lá tillaga um að fjölga rýmum á
Naustatjörn í Naustahverfi og
Kiðagili í Giljahverfi vegna
stöðu biðlista en ljóst er að nú
vantar rými fyrir allt að 48
börn.
Leikskólastjórar hafa nú
þegar tekið eins mörg börn inn
og mögulegt er að koma fyrir
með góðu móti. Þessi staða er
fyrst og fremst til komin vegna
þess að nú þiggja nánast allir
foreldrar rými fyrir barn sitt
þar sem það býðst, en und-
anfarin ár hafa allt að 48 for-
eldrar viljað bíða í allt að eitt
ár.
Skólanefnd samþykkti að
fjölga rýmum í Naustatjörn um
24 og í Kiðagili um 11. Nefndin
óskaði jafnframt eftir aukafjár-
veitingu í fjárhagsramma árs-
ins 2003, sem nemur rúmum
900 þúsund krónum vegna
Kiðagils og 5,9 milljónum
króna vegna Naustatjarnar.
Leikskólinn Naustatjörn er
fyrsta byggingin sem ráðist var
í í hinu nýja Naustahverfi en
ráðgert er að taka skólann í
notkun 18. ágúst nk.
Leikskóla-
rýmum
fjölgað
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur-
eyrarbæjar hefur skipað tvo vinnu-
hópa til að skoða húsnæðismál, ann-
ars vegar Hestamannafélagsins
Léttis og hins vegar Fimleikaráðs
Akureyrar.
ÍTA skipaði Guðnýju Jóhannes-
dóttur, Nóa Björnsson og Kristin H.
Svanbergsson deildarstjóra, fulltrúa
ráðsins í vinnuhóp vegna skoðunar á
möguleika á byggingu reiðhallar en
jafnframt óskaði ráðið eftir því að
Léttir og ÍBA skipuðu hvor sinn full-
trúa í vinnuhópinn.
Þá skipaði ÍTA þau Steingrím
Birgisson, Sigrúnu Stefánsdóttur og
Kristin H. Svanbergsson deildar-
stjóra í vinnuhóp vegna skoðunar á
úrbótum í húsnæðismálum Fim-
leikaráðs. Einnig óskaði ráðið eftir
því að FRA og ÍBA skipuðu hvort
sinn fulltrúa í vinnuhópinn.
Húsnæðismál Léttis
og FRA til skoðunar