Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HER Indónesíu hélt inn í Aceh- hérað í gær og gerðar voru loft- árásir á stöðvar aðskilnaðarsinna. Þar með varð ljóst að samkomulag frá því í fyrra sem binda átti enda á stríðið er staðið hefur í héraðinu í 27 ár er að engu orðið. „Gleymda stríðið“ eins og átökin voru gjarn- an nefnd virðist því hafið á ný. Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, undirritaði á mánudag tilskipun þess efnis að herlög hefðu verið innleidd í Aceh-héraði, sem er vestast á eynni Súmötru. Þetta gerði forsetinn eftir að samningaviðræður í Tókýó fóru út um þúfur um liðna helgi. Herlögin verða í gildi næsta hálfa árið hið minnsta. Heitið sjálfstjórn Frelsishreyfing Aceh, samtök aðskilnaðarsinna, og stjórnvöld í Indónesíu gerðu með sér friðar- samkomulag í desember í fyrra. Um bráðabirgðasamkomulag var að ræða sem binda átti enda á átökin sem þá höfðu staðið í 26 ár. Samkvæmt samningnum átti Aceh að fá sjálfstjórn í eigin málum en leiðtogar uppreisnarmannanna kváðust ætla að halda áfram bar- áttunni fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki með friðsamlegum hætti. Þetta samkomulag segja indónes- ísk stjórnvöld þá hafa svikið. Uppreisnarmenn í Frelsishreyf- ingu Aceh hafa barist fyrir því að héraðið endurheimti sjálfstæði sitt, en fyrsta íslamska konungs- ríkið í Aceh var stofnað árið 804 og hét Perlak. Undir stjórn soldáns- ins Iskanders Muda á árunum 1607-36 var Aceh öflugasta ríkið á svæðinu í viðskiptum og stjórn- málum en áhrif þess minnkuðu smám saman eftir dauða soldáns- ins Iskandars Thanis árið 1641. Uppreisn í 130 ár Aceh-búar hófu uppreisn gegn hollenskum yfirráðum fyrir um 130 árum og henni lauk ekki fyrr en árið 1942. Aceh hefur tilheyrt Indónesíu frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1949. Hasan di Tiro, afkomandi síð- asta soldánsins í Aceh, stofnaði Frelsishreyfingu Aceh, Gam, í des- ember 1976. Hreyfingin var þá skipuð 150 uppreisnarmönnum en þeir eru nú á þriðja þúsund. Þeir hafa þó átt við ofurefli að etja því að í héraðinu eru 20.000 stjórn- arhermenn og 8.000 lögreglu- menn. Gam hefur alltaf haldið því fram að Aceh hafi aldrei tilheyrt hol- lensku Austur-Indíum formlega og því hafi ekki átt að innlima héraðið í Indónesíu. Aceh-búar hafi aldrei samþykkt innlimunina. Um 12.000 manns hafa beðið bana í uppreisninni á síðustu tíu árum, flestir þeirra óbreyttir borg- arar. Átökin kostuðu um 1.500 manns lífið í fyrra. Grimmdarverk og mannréttindabrot Mannréttindahreyfingar hafa sakað her Indónesíu um grimmd- arverk og alvarleg mannréttinda- brot í Aceh, meðal annars mann- rán, pyntingar, morð og aftökur án dóms og laga. Hersveitirnar eru sakaðar um að hafa ráðist inn í mörg þorp í héraðinu, kveikt í hús- um, pyntað íbúa til að fá þá til að játa aðild að Gam og skotið marga til bana. Frelsishreyfing Aceh hefur einnig verið sökuð um mannrétt- indabrot og morð á óbreyttum borgurum. Hreyfingin er sögð hafa stundað fjárkúganir og myrt marga Aceh-búa vegna gruns um að þeir hafi unnið með öryggis- sveitum Indónesíu. Margir sérfræðingar í málefn- um Aceh telja að ekki verði hægt að koma á varanlegum friði í hér- aðinu nema mannréttindabrotin verði rannsökuð ýtarlega. Mikilvægar olíulindir Íbúar Aceh eru rúmar 4 millj- ónir og í héraðinu eru miklar olíu- lindir. Héraðið hefur því verið mik- ilvægt fyrir efnahag Indónesíu og önnur ríki hafa hagsmuni af friði í Aceh því að héraðið er við mynni Malakka-sunds, sem er ein af mik- ilvægustu siglingaleiðum heims. Aceh er eitt af höfuðvígjum heittrúaðra múslíma í Indónesíu og margir íbúanna eru hlynntir því að tekin verði upp íslömsk lög, eða sharia. Indónesísk yfirvöld segja að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi reynt að mynda bandalag með Frelsishreyfingu Aceh en ekki tek- ist það. Ekki er vitað til þess að hreyfingin tengist hryðjuverka- hópum í öðrum héruðum Indó- nesíu. Samkvæmt friðarsamningnum átti Aceh að fá að taka upp sharia og halda allt að 70% teknanna af olíu- og gasvinnslu í héraðinu. Uppreisnarmennirnir áttu að af- vopnast og stefnt var að því að heimastjórn yrði kosin árið 2004. „Gleymda stríðið“ hafið á ný Reuters Stúlkur í Aceh fylgjast með skriðdreka aka í gegnum þorpið Samalanga skammt frá borginni Lhokseumawe. Her Indónesíu hóf í gær á ný aðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum í Aceh-héraði á Súmötru. Stríð sem staðið hefur með hléum í tæp 30 ár virðist því hafið á ný.       !  " #$%&'()      !   *+#, 5  6     "#$# % & # ' ( # 7 - "./ -0 "1" 8  2  3 "    9:  .'' ,1 " !   1! !  $/1 3 4  4'0 5 1! 1 "1 6 1     1!63 $/0$ 7  1  31!   "  16411 $1  1 8 12  ! 6 76 5 4 19:  4 1!! 9  $4&0 +  ;14!!"4<  ! 9! 76 " 53 4 53 #"=!  1!  35   19:  4 $  $4.( $"0& 76 4 1!   2 ,  3. >> 1 1" 1! !   >  4 1!   761  1! ;$ ?$/1 @2 $"0" )4 1!3 4 9 " # " A./  2 761  1! ;$ 9 1.431!:  - $/1 2 # "  4  !  A/!! B   3   9   ! 3 761  1! ;$ " 36 " $"%" $"./ $/1 1!./  9!  1B 1!= B!! 1" 3  1B 9  1.431!./   ! ;- "! ; 6 " "4 " 11 53  1!63 " A " "  1!63 1.431!:!! 1 "1 !   )    *  ! +  SVISSLENDINGAR samþykktu í hvorki fleiri né færri en níu þjóð- aratkvæðagreiðslum á sunnudaginn að nútímavæða her landsins, gera endurbætur á þjóðvarðliðinu og halda áfram að nota kjarnorku. Þeir felldu tillögur um fjóra bíllausa sunnudaga á ári, aðgengi fyrir fatl- aða að öllum opinberum byggingum, breytingar á sjúkratryggingafjár- veitingum, aukin réttindi leigjenda og fleiri lærlingsstöður. Ekki hafa verið haldnar svona margar atkvæðagreiðslur í Sviss á einum degi í 137 ár, og jafnvel dygg- ustu stuðningsmönnum þjóðarat- kvæðakerfisins var nóg um. „Þetta er einfaldlega of mikið,“ sagði Maur- ice Castella, listamaður og handa- vinnukennari, sem sagðist einungis hafa greitt atkvæði um þær tillögur sem hann gat skilið. „Það eru marg- ir gjörsamlega ringlaðir.“ Þær 4,7 milljónir Svisslendinga sem eru atkvæðisbærar greiða at- kvæði um það bil þrisvar til fjórum sinnum á ári, en beint lýðræðiskerfi ríkir í landinu. Samkvæmt þessu kerfi duga 100.000 undirskriftir til þess að halda verður þjóðarat- kvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni og með 50.000 und- irskriftum má fá fram atkvæða- greiðslu um lagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Niðurstöður skoðanakannana sem birtar voru áður en atkvæðagreiðsl- urnar fóru fram bentu til að meiri- hluti aðspurðra gæti ekki nefnt eitt einasta málefni sem greiða átti at- kvæði um. Kjörsókn var 48,3% – meiri en margir höfðu spáð. Allar þessar atkvæðagreiðslur urðu að fara fram sama daginn vegna þess að þingkosningar eru í október og þar af leiðandi færri dag- ar en ella sem hægt er að halda at- kvæðagreiðslur á. Þjóðaratkvæði níu sinnum sama daginn Genf. AP. ARI Fleischer, sem starfað hefur sem blaðafulltrúi forseta Bandaríkj- anna í tæp þrjú ár, greindi frá því í gær að hann hygðist láta af störfum í júní. Fleischer, sem hefur starfað í 21 ár í bandarískri stjórnsýslu, kveðst hafa áhuga á að starfa sem fyrirlesari og stunda skriftir. Talið er að eftirmaður hans í starfi verði Scott McLellan, sem er aðstoð- arblaðafulltrúi forsetaembættisins. Fleischer, sem hefur verið andlit ríkisstjórnar Georges W. Bush í tveimur stríðum og hryðjuverka- árásinni á Bandaríkin 11. september 2001, sagðist hafa ákveðið að yf- irgefa starf sitt í Hvíta húsinu áður en undirbúningur fyrir kosninga- herferð Bush forseta, fyrir endur- kjöri, hefst. Hann þvertók fyrir að erfitt sam- band við háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Bush hefði átt þátt í fyr- irhuguðu brotthvarfi hans úr starfi. Þá vísaði Fleischer því á bug að deil- ur við blaðamenn, sem fylgjast með málum Hvíta hússins, tengdust af- sögn hans. Fleischer vísaði til átak- anna í Afganistan og Írak og árásar hryðjuverkamanna á Bandaríkin og sagði: „Slíkir atburðir taka á og draga einfaldlega úr getu manna til að sinna slíkum störfum til lengdar. Í hjarta sínu veit hver maður hvenær tímabært er að taka pokann sinn.“ Fleischer, sem er 42 ára gamall, sagði að forsetinn hefði kysst sig á ennið þegar hann tilkynnti um af- sögn sína. „Ég hef trú á forsetanum, stefnu hans og þeirri persónu sem hann hefur að geyma. Hins vegar er fólk í stjórnsýslu ekki eilíft og á ákveðnum tímapunkti verður maður að hætta.“ Opinber ákvörðun liggur ekki fyr- ir um hver tekur við starfi Fleischer en McClellan er sagður líklegastur til þess að taka við því. Aðrir sem koma til greina eru Victoria Clarke, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, og Ed Gillespie, herstjórnarfræð- ingur repúblikana. Reuters Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjaforseta, ræðir við fréttamenn. Fleischer hættir í Hvíta húsinu Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.