Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E inn af þeim sem nú nota heimildar- kvikmyndir til að skamma eigin þjóð er Bandaríkjamað- urinn Michael Moore sem nýlega fékk Óskarinn fyrir myndina Bowling for Columbine. Yfirleitt er sagt að í henni sé fjallað um of- beldi og byssubrjálæði vestra. En Moore segist setja málin í sam- hengi. Niðurstaðan virðist vera að þjóðin hafi verið gerð kolvitlaus af vondum, hvítum og ríkum köllum sem vilji bara græða peninga. Þeir geri þjóðina hrædda og ofbeldis- óða til að halda völdunum. Lýsing hans á eigin samfélagi minnir helst á þá mynd sem ajatollarnir í Teheran hampa þegar þeir vara við bandarískum áhrifum. Ef taka á slag- orðatexta Moore sem góðar og gildar „heimildir“ er leitun á þeim skelfingum sem fáfróðir, illa inn- rættir, bandarískir ráðamenn hafa ekki átt beina eða óbeina sök á í heiminum síðustu áratugina. Er best að allir eigi byssu og geti hvarvetna keypt sér skotfæri, jafnvel í hreinræktuð mann- drápstól sem enginn notar til dýraveiða? Eitt er að halda fast í réttindi sem tilgreind eru í stjórn- arskrá, annað að telja réttinn til að eiga byssu meðal grundvall- armannréttinda eins og Þjóð- arsamtök byssueigenda vestra, NRA, gera. Þau gætu líka horfst í augu við þann veruleika að séu byssur skráðar og reynt að koma í veg fyrir að morðvopn séu í hverri skúffu og alltaf tiltæk er ekki verið að þrengja að frelsinu. Menn eru aðeins að reyna af veikum mætti að draga úr hættum og leita þá í smiðju til annarra þjóða þar sem minna er um byssudráp. En vandinn við verðlaunaverk Moore er að hann er ekki að benda á leiðir til úrbóta í flóknu sam- félagsmáli. Friðarsinninn er bara í bófahasar. Og vill gefa ráðandi öfl- um, eitrinu í beinum allra rétt- hugsandi smáborgara á vinstri- vængnum, langt nef. Hann VEIT að það er fátækt og misrétti sem veldur gikkæðinu í Bandaríkj- unum. Skoðanasystkin hans fá gömlu vinstrifordómana sína staðfesta, fara heim og sofna vært af því að þau vita núna að þau eru ekki ein. Baráttan gegn auðvaldinu er enn í fullum gangi. Allt er við það sama og enn er von um að allt fari til fjandans. Ibsen sagði víst að smá- borgarinn gæti ekki lifað án sjálfs- blekkingarinnar. Moore svívirðir með einföld- unum sínum, fölsunum og súrreal- ískum öfgum málstaðinn sem hann segist styðja. Baráttuna gegn fátækt, ofbeldi, kynþáttamis- rétti. Hann lætur áróður duga, kryddar með bröndurum en lýgur mest með þögninni. Hann gefur í skyn að meðal þröngsýnna, hvítra úthverfabúa og sveitamanna séu þeir sem drepa mest jafnvel þótt tölur dómsmálaráðuneytisins í Wash- ington sýni allt annað. Þær sýna að hlutfallslega langflest morð eru framin í fátækrahverfum svartra (Sjá www.ojp.usdoj.gov/bjs/ homicide/race.htm). Svartir Bandaríkjamenn fremja um helm- ing allra morða í landinu þótt þeir séu aðeins um 11% þjóðarinnar og helmingur fórnarlamba þeirra er líka svartur á hörund. Ástæðurnar fyrir óttanum, of- beldinu og byssuæðinu eru marg- ar og menn vita einfaldlega ekki hvað veldur margfalt hærri tíðni morða í Bandaríkjunum en í flest- um sambærilegum löndum. En Jesse Jackson, einn af gömlum forystumönnum í réttindabaráttu blökkumanna, olli írafári fyrir nokkrum árum. „Þegar ég er einn á gangi í dimmu húsasundi og heyri fótatak fyrir aftan mig léttir mér þegar ég sný mér við og sé að maðurinn er hvítur,“ sagði hann. Þurfa blökkumenn ekki að horf- ast í augu við að taumlaust ofbeld- ið í þeirra eigin röðum dregur úr möguleikum þeirra til að öðlast eðlilegan sess í samfélaginu? Og á verulegan þátt í að ýta undir ótta hvítu úthverfabúanna sem halda að rétta svarið sé að allir eigi byssur til að verja sig? Það eru ekki kynþáttafordómar að benda á þessar augljósu staðreyndir held- ur heiðarleg tilraun til að nálgast vandann í stað þess að búa til meira eða minna ímyndaða söku- dólga eins og Goebbels gerði. Margir eru farnir að setja spurningarmerki við þá stefnu að ala stöðugt á vanmetakennd fólks sem náttúran hefur gefið dökkt hörund. En Moore er af öðrum toga. Hann segir í myndinni frá því er sex ára blökkudrengur í bænum Flint í Michigan drepur bekkjarsystur sína í skólanum. Morðvopnið var skammbyssa sem drengurinn fann í húsi frænda síns þar sem hann bjó. Ekki dettur Moore, sjálfskipuðum vini svartra, í hug að áfellast frændann sem skilur byssuna eftir á glámbekk. Frændinn er víst ekki ábyrgur gerða sinna – vegna þess að hann er svartur á hörund. Þannig ákveður Moore að ýta undir fordóma þeirra sem vilja leggja sérstakan siðferðis- mælikvarða á fólk eftir litarafti. Svartir eru eftir kokkabókum hans ábyrgðarlaust fólk sem hvítir eiga að hafa vit fyrir, eða hvað? Ósvífnar dylgjur og stað- reyndafalsanir Moores hafa verið raktar annars staðar en hér skal eitt dæmi nefnt. Þegar Charlton Heston, háaldraður formaður NRA, gefur í skyn að flókin sam- setning þjóðarinnar með tilliti til kynþátta geti átt þátt í ofbeldinu ygglir Moore sig og gefur í skyn að Heston sé rasisti. Heston þessi var einn af helstu frumkvöðlum þess að svartir leikarar fengju raunverulegt jafnrétti á við hvíta í Hollywood, hann gekk fremstur í hópi leikaranna sem tóku þátt í mannréttindagöngu Martins Luthers Kings í Washington árið 1963. En það hefði ekki hentað Moore að segja frá þessu og þess vegna sleppti hann því. Þeir sem beita vinnubrögðum af þessu tagi eiga ekki aðdáun skilið heldur fordæm- ingu. Fordómar staðfestir Þannig ákveður Moore að ýta undir for- dóma þeirra sem vilja leggja sérstakan siðferðismælikvarða á fólk eftir litarafti. Svartir eru eftir kokkabókum hans ábyrgðarlaust fólk sem hvítir eiga að hafa vit fyrir, eða hvað? VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Jón Karlssonfæddist í Reyk- holti í Vestmannaeyj- um 12. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að- faranótt mánudags- ins 12. maí. Foreldr- ar hans voru Karl Guðmundsson og Unnur Sigrún Jóns- dóttir. Hann var elst- ur þriggja bræðra en þeir eru Guðmundur, f. 1936 – kona hans er Ásta Þórarinsdóttir, og Ellert, f. 1944 – kona hans er Ásdís Þórðardóttir. Jón kvæntist 16. maí 1964 Dag- rúnu Helgu Jóhannsdóttur frá Ketilstöðum í Holtum, Rang., f. 1941. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Unnur Vala, f. 1964, maki Jónas Skúlason. Börn þeirra eru Skúli Þór, f. 1991, og Dagrún Ósk, f. 1996. 2) Karl Jóhann, f. 1968, maki Rannveig H. Ásgeirs- dóttir. Börn þeirra eru Helga Karólína, f. 1992, Jón Ásgeir, f. 1995, og Emilía Sigrún, f. 2001. 3) Sæþór, fæddur 1976, maki Íris María Jónsdóttir. Þau eiga von á barni í lok þessa mánaðar. Jón og Dagrún hófu sinn búskap á Laugarvatni árið 1964 en fluttu svo í Kópavog árið 1965. Árið 1967 fluttu þau á Rauðalækinn og hafa búið þar síðan. Jón hóf nám í mál- araiðn hjá Tryggva Ólafssyni í Vest- mannaeyjum árið 1953. Hann fékk sveinspróf 1957 og meistararéttindi árið 1960. Hann varð félagi í Málarafélagi Reykja- víkur árið 1965 en gekk síðan í Málarameistarafélag Reykjavíkur og var virkur þátttakandi í fé- lagsstörfum. Ungur vann hann við sjómennsku og tengd störf með- fram húsamálun sem hann starf- aði við mestan hluta ævi sinnar. Síðustu tíu árin starfaði hann í Umbúðamiðstöðinni. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar til að minnast pabba með nokkrum orðum. Um hann er margt að segja þótt hann sjálfur hafi ekki verið maður margra orða. Hann var sterkur maður, jafnt lík- amlega sem andlega, æðrulaus og jarðbundinn og kristölluðust þessi skapgerðareinkenni í veikindum hans. Þegar í ljós kom fyrir rúmu ári að hverju stefndi tók hann þeim hörmungarfréttum með ótrúlegri ró. Ég veit ekki hvað fór um huga hans en stillingu sinni hélt hann fyrir okk- ur sem ætíð höfðum getað treyst á hann og reyndi að gera öllum þetta eins léttbært og honum var frekast unnt. Pabbi minn var húsamálari og af þeirri kynslóð sem upplifði tímana tvenna í þeirri iðn. Hann kynntist gamla handverkinu þar sem menn þurftu að geta málað sannfærandi marmaraáferð og viðarlíki og allt var málað með olíublönduðum litum. Þetta skilst mér að hafi átt vel við hann því hann var vandvirkur og lagði metnað sinn í að skila góðu handverki. Hann var líka afar list- hneigður og átti þann draum sem ungur maður að verða listmálari. Nokkrar myndir eru til eftir hann, en bróðurparturinn af því sem hann málaði fór undir hraun í Vestmanna- eyjagosinu 1973. Það er skondið að sjá að það myndefni sem hann valdi sér og hafði unun af voru hús, því þó svo að hann hafi síðar lagt fínlegu penslana á hilluna málaði hann hús mestan hluta ævinnar. Pabbi hafði einnig yndi af ýmiss konar tónlist og var karlakóratónlist þar á meðal, en hann söng bæði með karlakór í Vestmannaeyjum og síðar Karlakór Reykjavíkur um tíma. Hann var góður söngmaður en flík- aði því lítið nema þegar hann gleymdi sér og hélt að enginn heyrði til. Ég er viss um að allir þeir sem hafa unnið með pabba geti vitnað um dugnað hans og einurð í að láta „verkið ganga“. Eitthvað sem hét kaffitímar var oftast fimm mínútur með svart kaffi úr brúsa, sitjandi á tíu lítra málningarfötu og tíminn notaður í að hugsa um hvernig best væri að haga verkinu áfram. Til marks um ósérhlífni hans notaði hann síðustu krafta sína í að mála íbúð yngsta sonar síns í desember síðast- liðnum, þá orðinn fársjúkur en fagmennskunni var ekki ábóta- vant. Ég mun einnig seint gleyma þrautseigju hans er hann fór sparibúinn á kjörstað til að kjósa þann stjórnmálaflokk sem hann hafði ungur bundið trúss sitt við og starfað fyrir. Þetta var daginn áður en hann lést. Þá var allur hans kraft- ur búinn, en farið á viljastyrknum einum saman. Eitt sinn er ég var lítill spurði mig einhver hvað ég ætlaði að verða er ég yrði stór og sagðist ég ætla að verða feitur og fínn eins og pabbi. Ég stóð við það og gott betur. Það er þetta með að synir vilji líkjast feðr- um sínum en þannig hagar til að í dag er ég myndlistarmaður og syng með Karlakór Reykjavíkur. Pabbi var tilfinningaríkur þótt hann léti það lítt í ljós og við deildum sjaldan okkar innri málum en það er mín bjargfasta vissa að ekkert hafi skipt Jón Karlsson meira máli en móðir okkar, Dagrún Helga, velferð hennar, barna hans og barnabarna og með því kveð ég pabba í dag með söknuði en sáttur. Karl Jóhann Jónsson. Það má ekki vera betra. Þessi fleygu orð fylgja gjarnan iðnaðar- mönnum í starfi. Útlegging orðanna er slík að verkið er fullkomið á því stigi og jafnvægi má ekki raska. Ég hef ósjaldan heyrt tengdaföður minn, Jón Karlsson, nota þessi orð og teljast þau hrós þeim sem fær. Flókin lýsingarorð og skrúðmælgi áttu illa við hann, einfaldleiki og áherslur settu tóninn. Þegar við kynntumst fyrir 18 árum fannst mér ég vera býsna örugg með tvo pabba upp á arminn. Er faðir minn lést, þegar ég var 19 ára gömul, var svo sjálfsagt að halla sér að Jóni – enda svipaði persónuleikum þessara tveggja manna mjög hvorum til ann- ars. Ekki var anað út í óvissuna og ákvarðanir ekki teknar nema öll rök og aðstæður væru könnuð. Oft mátti halda að hann væri ekki að hlusta á það sem maður hafði að segja, en í hljóði fór hann yfir hug- leiðingar og tillögur og í rólegheitum svaraði hann og leiðbeindi þótt það tæki oft drjúga stund. Þannig vildi hann gefa manni tækifæri til að rýna í málin með sjálfum sér og reyna að komast að lausn mála án afgerandi íhlutunar. Ég hef oft hitt fyrir fólk sem þekkti Jón, persónulega og þó sér- staklega í starfi á ýmsum vettvangi. Lýsing þeirra er á einn veg; heið- arleiki og virðing eru orðin sem koma upp í hugann og við sem þekkjum hann vitum vel við hvað er átt. Það er með virðingu og þökk sem ég kveð tengdaföður minn og ég leyfi mér að taka mér þessi orð í munn um samveru okkar síðustu 18 árin: „Það má ekki vera betra.“ Rannveig H. Ásgeirsdóttir. Afi var alltaf svo hress og góður við okkur. Þegar við horfðum saman á sjón- varpið var afi snillingur með fjar- stýringuna, var alltaf að skipta á milli stöðva. Hann var svo flottur í málning- argallanum með derhúfu. Hann var alltaf að taka myndir, sérstaklega á ættarmótunum í Hallstúni. Við munum vel eftir ferð- inni með Herjólfi til Vestmannaeyja í ágúst í fyrra. Þá vorkenndi afi okk- ur öllum sem lágum í koju og vorum sjóveik. Hann var alltaf að koma til okkar og segja að það væri eiginlega logn úti. Það var gaman að koma til Vestmannaeyja þar sem afi var fæddur og sjá hvar hann lék sér þegar hann var á okkar aldri og hann var glaður að vera með okkur öllum. Takk fyrir allt, afi, Helga, Jón og Emilía. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Jón Karlsson, með virðingu og þökk. Erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm, sem því miður var ljóst frá upphafi að myndi tapast, er lokið. Í sorg okk- ar er huggun okkar sú að nú sé þján- ingu hans og þrautum lokið og dauð- inn sé líkn og hvíldin tímabær. Kraftar Jóns og æðruleysi í baráttu hans við sjúkdóminn skilaði sigrum í mörgum orrustum en eitt sinn skal hver deyja og þótt enginn viti sitt endadægur var Jóni ljóst að stundin nálgaðist hratt síðustu dagana fyrir andlátið. Hann hélt þó reisn sinni fram til hins síðasta og tók því sem að höndum bar af stillingu og yf- irvegun. Kynni okkar Jóns hófust fyrir um 17 árum þegar ég kynntist Unni Völu, einkadóttur þeirra Dagrúnar og Jóns. Elskuleg hjón tóku mér opnum örmum. Jón var ekki maður margra orða en strax varð mér ljóst að þar fór maður sem var heill í orð- um og athöfnum. Sýndarmennska og tilgerð var honum ekki að skapi. Aldrei bar skugga á samskipti okkar og fyrir allt sem Jón var okkur og börnum okkar vil ég þakka. Á hann var ætíð hægt að treysta ef eitthvað bjátaði á. Hann var einnig ætíð til staðar ef á þurfti að halda. Jón var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og var ætíð stoltur af uppruna sínum. Faðir hans var formaður á báti og eins og þá tíðk- aðist byrjuðu krakkar og unglingar snemma að taka til hendinni. Svo var um Jón og bræður hans einnig. Jón stundaði sjósókn ungur að árum og fór á nokkrar sumar- og vetr- arvertíðir. Alltaf var stutt í sjóveik- ina og var það sennilega megin- ástæða þess að hann hætti alfarið á sjónum. Í stað þess að stunda sjó- mennsku lærði hann málaraiðn í Vestmannaeyjum sem varð hans ævistarf. Hann öðlaðist meistara- réttindi í árslok 1960 og starfaði óslitið að iðn sinni til ársins 1993. Þá hóf hann störf í Umbúðamiðstöðinni, fyrst við ýmis málarastörf en síðar sinnti hann einnig ýmsum öðrum störfum þar. Vann hann í Umbúða- miðstöðinni fram á mitt ár 2002 þeg- ar hinn illvígi sjúkdómur uppgötv- aðist og hann varð að láta af störfum sökum veikinda. Jón var vandvirkur í störfum sínum og eftirsóttur verk- maður. Rösklega var gengið til verka, tímanum ekki sóað að óþörfu og oft gafst ekki tími fyrir matar- né kaffitíma þrátt fyrir að vinnudagur- inn væri langur. Jón var listhneigður og hefði get- að orðið góður listmálari ef honum hefði sýnst svo. Eftir hann og föður hans liggja margar fallegar myndir sem bera báðum vitni um mikla hæfileika og vandvirkni þótt hvor- ugur flíkaði þessum hæfileikum sín- um. Því miður eyðilagðist mikið af myndum þeirra í gosinu í Vest- mannaeyjum en foreldrar Jóns misstu hús sitt og stóran hluta af eigum sínum í þeim hörmungum sem gengu yfir Vestmannaeyjar árið 1973. Foreldrar Jóns áttu ekki aft- urkvæmt til Eyja eftir gos. En upp- runanum gleymdu hvorki þau né synirnir. Síðastliðið haust hittust af- komendur Karls og systkina hans á ættarmóti í Vestmannaeyjum og voru það dýrmætar stundir sem við eigum nú í minningunni. Þótt Jón væri þá orðinn fárveikur þá komst hann út í Eyjar – annað kom ekki til greina. Það eru dýrmætar minning- ar sem börnin okkar geyma með sér þegar þau komu á æskustöðvar afa og heyrðu frásagnir hans frá æsku og uppvexti þeirra bræðra og frændfólks í Eyjum. Það var Jóni dýrmætt að hitta frændfólk og vini á JÓN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.