Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 26
ÞÓRSBERG ehf. er rótgróið út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á
Tálknafirði. Það er lítið í sam-
anburði við stóru
útgerðarrisana sem
hafa haslað sér völl
innan þorskeldis.
Það er þó ekki nein
tilviljun að Þórs-
berg slátraði lang-
samlega mest af
eldisþorski hérlendis á síðastliðnu
ári. Þórsberg var eitt af frum-
kvöðlum landsins innan laxeldis
snemma á níunda áratugnum og
starfsmenn fyrirtækisins eru því
með mikla reynslu og þekkingu í
fiskeldi. Tilraunaeldi með þorsk
hófust árið 1999 og árið 2002 var
því fjórða árið í röð sem þorskur
er alinn til slátrunar hjá fyrirtæk-
inu. Á síðastliðnu ári fékk Þórs-
berg úthlutað 35 tonna kvóta til
tilraunaeldis og framleiddi 58 tonn
af eldisþorski.
Þorskurinn er veiddur á vorin í
Patreksfjarðarflóa og settur í
sjókvíar. Fiskurinn er veiddur í
sérhannað snurvoð og afföll eru
mjög lítil, enda starfsmenn orðnir
þaulvanir slíkum veiðum. Þorsk-
urinn er fóðraður mest á heilli
loðnu og afskurði frá steinbíts-
vinnslu. Á Tálknafirði er mikil
línuútgerð og oft fellur því til
beita sem hefur runnið út á tíma,
sem er hentugt í fóður fyrir
þorskinn, og þorskurinn fúlsar
ekki heldur við afbeitu af línunum.
Á þessu fóðri vex fiskurinn mjög
vel og eykur þyngd sína um 110–
120% yfir 5 mánaða fóðr-
unartímabil, frá 1,5–2,5 kg í 4–5
kg. Að jafnaði þarf um 3,5–4 kg af
fóðri fyrir hvert kg vaxtar.
Þorskur úr áframeldi hefur mest
verið verkaður í saltfiskflök enda
fellur það best að starfsemi fyr-
irtækisins. Þessi árangur hefur
leitt til þess að þorskeldi skilar
viðunandi framlegð og styrkir
Björt framtíð í
þorskeldi á
Tálknafirði
Eftir Jón Örn Pálsson
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Þórsberg ehf.
rekstur fyrirtækisins í heild.
Ástæður þess eru einkum þær að
fjárfestingar eru litlar, fyrirtækið
rekur stórar frystigeymslur og á
báta til fóðrunar og veiða. Eld-
isþorskur skilar meiri framlegð í
vinnslu en villtur þorskur því
greitt er hærra verð fyrir stór
flök en lítil og afköst í vinnslu eru
meiri. Eldisþorskur hefur hins
vegar meira los í flökum en villtur
fiskur og er afar brýnt að leysa
það vandamál.
Rannsókna- og þróunarstarf hjá
Þórsberg hefur verið unnið í sam-
starfi við innlendar rann-
sóknastofnanir, m.a. Háskóla Ís-
lands og Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins. Þessar rannsóknir
hafa verið styrktar af Rannís.
Rannsóknir hjá Þórsberg hafa
sýnt að svelti eða slátrunaraðferð
hafi lítil áhrif á los. Hins vegar
hefur samanburður á ólíkum fóð-
urgerðum bent til að með réttu
vali á fóðri sé hægt að draga stór-
lega úr losi hjá eldisþorski. Á
næstu árum verður mikil áhersla
lögð á að rannsaka hvernig mögu-
legt er að draga úr los-skemmmd-
um hjá hraðvaxta þorski. Þórs-
berg tekur nú þátt í rannsóknar-
samstarfi við Hraðfrystihúsið-
Gunnvöru, Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, RF og Matra til að
rannsaka hvort og hvernig að-
stæður í eldi og vinnslu hafi áhrif
á gæði fisksins.
Kynbætur á þorski eru í und-
irbúningi og ljóst að áframeldi á
villtum þorski mun í framtíðinni
víkja fyrir hraðvaxta þorskseiðum.
Á Tálknafirði eru góðir mögu-
leikar til framleiðslu á þorsk-
seiðum því þar eru bæði full-
komnar landeldisstöðvar og mikið
af ylvolgu vatni til eldis þorsk-
seiða. Áður en að þeim þætti kem-
ur þarf að nýta næstu ár vel til að
leysa vandamál í matfiskeldi,
skapa forsendur fyrir arðbæru
aleldi á þorski frá seiði til slátr-
unar.
Reynsla af áframeldi á þorski
hjá Þórsberg undanfarin fjögur ár
er mjög góð. Tálknafjörður hentar
afar vel til fiskeldis, bæði er fjörð-
urinn og sjávarstraumar hæfilegir.
Reynsla frá laxeldi fyrri ára sýndi
að fiskeldi getur verið var-
hugavert yfir vetrarmánuðina
vegna sjávarkulda. Þorskur hefur
hins vegar mun betra kuldaþol en
lax og því er ekki talin mikil
hætta á afföllum þorsks þótt al-
vöru vetur geri á ný. Því er talið
rétt að hefja markvissa uppbygg-
ingu innan þorskeldis til að
tryggja hráefni til fyrirtækisins til
framtíðar. Þórsberg er kjölfesta
atvinnulífs á Tálknafirði og þorsk-
ur ein meginforsenda búsetu á
svæðinu. Tálknfirðingar binda því
miklar vonir við að vel takist til í
þróun þorskeldis sem atvinnu-
greinar á landsbyggðinni.
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ blautu barnsbeini hef eg
gjarnan farið flestar mínar ferðir
gangandi eða akandi í strætisvagni
og jafnvel á reiðhjóli.
Ástæða þess er að
fátt þykir mér jafn-
leiðinlegt og að aka
bíl um höfuðborg-
arsvæðið. Þá er
möguleiki að hitta
skemmtilegt fólk á
förnum vegi í strætisvögnunum og
eiga góðar og uppbyggilegar við-
ræður. Marga góða vini hefi eg eign-
ast í strætisvögnunum.
Gott er að þurfa ekki alltaf að vera
að binda hug sinn við umferðina.
Maður er frjáls sem fuglinn að geta
hugsað um allt milli himins og jarðar í
strætisvagninum án þess að binda
hug sinn við umferðina. Á nær hverj-
um degi fer eg með strætisvagninum
af Vesturlandsvegi heim á leið úr
vinnu. Í miðri Elliðaárbrekkunni er
beygt af leið og í átt að gömlu Raf-
stöðinni, skammt frá gömlu jarðhús-
unum sem nú hafa verið tekin undir
aðra starfsemi. Á þessari leið blasir
við augum allstór en hrjáleg bygging
í mikilli niðurníðslu á bökkum Elliða-
ánna skammt neðan við gömlu fallegu
rafstöðina.
Stöð þessi var byggð skömmu eftir
heimsstyrjöldina miklu, rammefld og
sterk, búin aflmiklum túrbínum til
rafmagnsframleiðslu, knúnum jarð-
olíu. Toppstöðin var hún nefnd, og
átti meginþátt í því að unnt var að
grípa með stuttum fyrirvara til raf-
magnsframleiðslu fyrir heimili höf-
uðborgarsvæðisins áður en stóru raf-
stöðvarnar komu til sögunnar. Eins
og kunnugt er þá er rafmagnsnotkun
heimilanna mjög sveiflukennd en
með vaxandi framleiðslu rafmagns í
landinu er auðveldara að jafna álags-
sveiflur, einkum vegna þess að samn-
ingar um afhendingu rafmagns til
stóriðju kveða á um heimild að
minnka strauminn til hennar á álags-
tímum almenningsveitna sem kaup-
andi forgangsorku. Hlutverki Topp-
stöðvarinnar var lokið með byggingu
Búrfellsvirkjunar og þeirra sem á eft-
ir komu. Er eigandi hússins Lands-
virkjun en lóðarinnar Orkuveita
Reykjavíkur.
Eftir að hlutverki Toppstöðv-
arinnar lauk hefur staðið til í áraraðir
að brjóta hana niður. En kostnaður-
inn við niðurrifið hleypur á tugum
milljóna. Einkum hefur vaxið í augum
byggingarefni sem fyrir löngu hafa
verið sungin í bann og eru mjög við-
sjárverð og hættuleg. Í veggjaklæðn-
ingum er asbest sem ekki er ljóst
hvernig best verður fjarlægt. Við nið-
urrif berst asbestið út í umhverfið og
mikil hætta er á að lífríki Elliðaánna
og allt umhverfi Elliðaárdalsins beri
mikinn skaða af. Kveða síðustu kostn-
aðaráætlanir á um allt að 70 milljónir
króna og þá er eftir spurning um
kostnað við förgun á þessum skað-
legu byggingarefnum. Ef til vill eru
þessi skaðlegu efni best geymd þar
sem þau eru nú, þau lokuð betur af
með varanlegum og traustum klæðn-
ingum.
Mér hefur oft verið hugsað til þess
hvort unnt væri að nýta þessa traustu
húsbyggingu fyrir mjög sérhæfða
starfsemi þar sem reynir á gríðarlegt
burðarþol og takmarkaða birtu að ut-
an. Eg held að fáar húsbyggingar á
Íslandi séu betur hæfar sem
geymslusafn fyrir söfnin á Íslandi. Er
þá tekið tillit til ytri aðstæðna. Bruna-
hætta frá öðrum byggingum er engin,
aðkoma er óvíða jafn góð og þarna er.
Þó að þessi bygging sé ekki beint
augnayndi í dag mætti með góðum
hug dubba hana mikið upp og gera úr
henni vettvang til hagsbóta fyrir
menningararfleifð okkar. Eg sé fyrir
mér að fyrir þessar 70 milljónir sem
kostar að brjóta húsið niður væri
unnt að framkvæma mjög mikið. Af
asbestinu er það að segja að það er
inni í veggjunum og með því að ganga
vel frá innri sem ytri klæðningum,
hvort sem þær væru lokaðar af með
steinsteypu eða með öðrum bygg-
ingarefnum, væri unnt að koma í veg
fyrir áframhaldandi skaðlega eig-
inleika efnisins. Hér er mikilsvert
mál fyrir þá Landsvirkjunarmenn að
láta virkilega gott af sér leiða en
gagnrýni hefur dunið án afláts á þá
mikilvægu stofnun á undanförnum
misserum.
Þarna er spennandi möguleiki að
koma á fót öflugu og tiltölulega stóru
geymslusafni fyrir lágmarkskostnað.
Gæti þessi hugmynd ekki verið at-
hyglisverður og raunhæfur mögu-
leiki? Með þessari lausn væru auk
þess margar flugur slegnar í einu
höggi eins og fram hefur komið.
Starfsemin í húsbyggingunni fyrrum
er tengd hlýju og góðum tilfinningum
en hún átti verulegan þátt í því að
veita Reykvíkingum bæði birtu og yl,
auk þess sem Toppstöðin gerði flest-
um Reykvíkingum kleift að geta eld-
að matinn ofan í sig. Nú mætti breyta
hlutverkinu á þann veg að þarna
verði góð aðstaða fyrir varðveislu
menningar okkar. Stærstu söfnin á
Íslandi eru mjög aðkreppt um
geymslupláss. Landsbókasafn þarf á
miklu rými að halda fyrir bækur og
tímarit, Þjóðskjalasafn er óðum að
fyllast. Þjóðminjasafnið og Árbæj-
arsafn þyrftu einnig á góðu og
traustu viðbótarhúsnæði að halda.
Ekki skaðar að umhverfið er óvíða
jafnfagurt og í neðanverðum Elliða-
árdal. Það myndi hæfa vel sem must-
eri til varðveislu íslenskrar menning-
ar.
Toppstöðin í
Elliðaárdal –
hugmynd að
nýju hlutverki
Eftir Guðjón Jensson
Höfundur er bókasafnsfræðingur
og leiðsögumaður.
NÚ stendur yfir skráning nýrra
nemenda til náms í Háskóla Íslands
sem lýkur 5. júní næstkomandi.
Þúsundir Íslendinga
velta fyrir sér há-
skólanámi þessa
dagana og víst er að
framboð á spenn-
andi námskostum
hefur sjaldan verið
meira. Það er því úr
vöndu að ráða og
skiptir miklu að
meta af yfirvegun
hina ólíku kosti.
Tómstundafræði
hefur verið kennd
sem 45 eininga
diplómanám sem
nemendur geta lokið
á þremur misserum
eða á einu og hálfu
ári. Einnig er hægt
að taka námið á lengri tíma ef nem-
endur kjósa svo. Núna í haust verð-
ur í fyrsta sinn hægt að taka tóm-
stundafræðina sem aukagrein til 30
eininga sem er jafngildi eins árs há-
skólanáms. Þannig verður hægt að
taka tómstundafræðina til BA-prófs
sem aukagrein (30e) með öðrum að-
algreinum skólans eins og t.d. fé-
lagsfræði eða uppeldisfræði (60e)
eða til alls þriggja ára háskólanáms.
Markmið
tómstundafræðinnar
Markmið með náminu er að und-
irbúa nemendur til starfa á vett-
vangi frítímans svo sem í fé-
lagsmiðstöðvum, tómstundastarfi í
skólum, íþrótta- og æskulýðs-
félögum, í félagsstarfi aldraðra eða í
öðru félagsstarfi. Námið byggist á
tilteknum skyldunámskeiðum en
nemendur geta síðan valið ákveðinn
fjölda námskeiða m.t.t. þess á hvaða
sviði þeir hyggjast starfa. Þannig
getur námið nýst í vinnu með ólík-
um hópum, s.s. börnum, unglingum,
fötluðum, öldruðum og fólki af er-
lendum uppruna en í félagsvís-
indadeild bjóðast námskeið sem
koma inn á málefni allra þessara
ólíku hópa.
Nú þegar hafa nokkrir nemendur
útskrifast með diplómapróf í tóm-
stundafræði frá HÍ og sumir þeirra
vinna nú á sviði uppeldis- og félags-
mála. Fyrir aðra hefur nám í tóm-
stundafræði orðið kveikja að frekara
háskólanámi í félagsvísindadeild eða
í öðrum deildum háskólans. Nem-
endahópurinn er fjölbreyttur, bæði
hvað varðar fyrri störf og aldur, og
fyrir suma hefur áralangur draumur
um háskólanám orðið að veruleika
með tómstundafræðinni. Ljóst er að
stuttar og hagnýtar námsleiðir eiga
erindi um leið og þær endurspegla
nýjar og breytilegar þarfir nútíma-
samfélagsins.
Samstarf við ÍTR
Félagsvísindadeild hefur nýlega
gert samning við Íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur (ÍTR). Sam-
starfið við ÍTR byggist meðal ann-
ars á því að starfsmenn frá ÍTR
kenna hagnýtan hluta námskeiða á
sviði tómstundafræða. Nemendur fá
þannig innsýn í fræðilegan hluta
tómstundafræðinnar og kynningu á
því hvernig unnið er á vettvangi.
Tómstundanámið er góður und-
irbúningur fyrir margvísleg störf
hjá ÍTR og þá sérstaklega í fé-
lagsmiðstöðvunum. Félagsmið-
stöðvar ÍTR eru nú að taka við
rekstri skóladagvistar í grunn-
skólum Reykjavíkurborgar. Þannig
munu starfsmenn ÍTR taka við
börnum í frístundaheimili eftir að
skólanum lýkur. Í frístundaheim-
ilum er lögð áhersla á faglegt starf
og uppeldisgildi frítímans haft að
leiðarljósi. Önnur sveitarfélög hafa
sýnt verkefninu mikinn áhuga og
ekki er ólíklegt að þetta verði þróun-
in annars staðar. Að auki rekur
ÍTR, ásamt fjölmörgum aðilum í
landinu, ýmiss konar starfsemi aðra
fyrir börn og ungt fólk í frítímanum,
eins og almennt félags- og tóm-
stundastarf, forvarnarstarf og sum-
arnámskeið fyrir börn. Ekki er því
vanþörf á fólki sem hefur sérhæft
sig í að starfa á vettvangi frítímans.
Háskólanám í
tómstundafræði
Eftir Helga Gunnlaugsson og
Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur
Helgi er formaður námsnefndar í
tómstundafræði við HÍ. Sigrún er
fræðslustjóri hjá ÍTR.
Helgi
Gunnarsson
Sigrún
Sveinbjörns-
dóttir
ÞAÐ er varla til sú starfsemi í
dag sem safnar ekki óhemju magni
gagna á tölvutæku formi. Hvort
slík gagnasöfnun
kemur starfsem-
inni til góða er
hins vegar allt of
oft undir hælinn
lagt. Hvaða upp-
lýsingar eru unnar
úr gögnunum?
Eru þær notaðar til að hjálpa
stjórnendum í því erfiða hlutverki
að taka farsælar ákvarðanir um
starfsemina? Hin síðari ár hefur
komið fram á sjónarsviðið ný
tækni til að vinna gagnlegar upp-
lýsingar úr gagnasöfnum. Margir
hafa eflaust heyrt talað um vöru-
hús gagna (data warehouse) og
gagnanám (data mining). Þessi
hugtök eru gjarnan útfærð í lausn-
um sem kenndar eru við OLAP
(online analytical processing).
OLAP er semsagt tækni til að
greina upplýsingar í gagnasöfnum
og gefa fyrirtækjum og stofnunum
betri innsýn í hvað er og hefur ver-
ið að gerast í rekstrinum, þannig
að yfirmenn geti tekið betri
ákvarðanir.
Hefðbundin úrvinnsla gagna er
oft kennd við OLTP (online trans-
action processing) en hún þarf að
geta sinnt miklum fjölda færslna
hratt og örugglega. Ef eigandi
bankareiknings millifærir upphæð
inn á annan reikning þarf OLTP-
tæknin að tryggja að staða beggja
reikninga sé rétt í lok færslunnar.
Eigandinn fær upplýsingar í formi
einhvers konar skýrslu um stöðu
færslunnar, svo sem reikningsnúmer,
tíma og upphæð.
OLAP-tæknin leggur ekki áherslu
á slíka skýrslugerð, heldur á að
styðja við ákvarðanatöku með því að
veita nýja innsýn. OLAP-kerfi miðla
upplýsingum og skilningi með því að
gera notendum kleift að vinna með
samanteknar upplýsingar fremur en
með einstakar færslur. Áherslan í
OLAP-kerfum er að hjálpa not-
endum að finna þróun og tengsl milli
þátta í sögulegum gögnum eða að
velta fyrir sér möguleikum framtíðar.
Með OLAP í bankakerfi gætu yf-
irmenn t.d. svarað spurningum eins
og hvaða útibú veita áhættusömustu
lánin, hvort tilteknir hraðbankar sýni
ákveðið mynstur úttekta, hvort hægt
sé að greina undanfara þess að við-
skiptamaður lokar reikningi eða
hvaða viðskiptavinir tilheyra mark-
hópi fyrir nýja lánaþjónustu.
Hefðbundin skýrslugerð ræður lítt
eða ekki við að svara slíkum spurn-
ingum. Auk þess finnst flestum kerf-
isfræðingum skýrslugerð vera leið-
inleg iðja og fela hana oft í hendur
óreyndara fólki. En það er mikilvægt
að leitast við að svara spurningum af
þessu tagi og flestir kerfisfræðingar
væru fullsæmdir af að hanna OLAP-
kerfi sem gætu svarað þeim.
Það fer ekki milli mála að öflug
skýrslugerð skiptir fyrirtæki höf-
uðmáli. En flestir eru enn að reyna að
nota hefðbundnar aðferðir við
skýrslugerð fyrir stjórnendur sem
þurfa að taka ákvarðanir. Í mörgum
tilvikum mundu OLAP-lausnir henta
mun betur. A.m.k. er óhætt að full-
yrða að fyrirtæki sem safna gögnum
og byggja afkomu sína á upplýs-
ingum úr þeim þurfi alvarlega að
skoða hvort notkun OLAP-lausna
gæti stutt við ákvarðanatöku stjórn-
enda.
OLAP-lausnir –
tæknilegur
grunnur að betri
ákvarðanatöku
stjórnenda
Eftir Jón B. Georgsson
Höfundur er verkefnisstjóri
í Rafiðnaðarskólanum.