Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INGVI Sveinsson, hægri bakvörð-
ur Þróttar, lenti í samstuði gegn KR í
gær og var studdur af velli. Farið var
með hann á slysadeild eftir leikinn og
talið að hann hefði fengið vægan
heilahristing en misst um leið minnið.
Ásgeiri Elíassyni, þjálfara Þróttar,
fannst slæmt að missa Ingva útaf,
sagði að hann hefði spilað eins og her-
foringi. Ásgeir átti von á að leikmað-
urinn fengi minnið væntanlega síðar,
jafnvel eftir nokkra daga – hann hefði
sjálfur nokkrum sinnum lent í slíku.
HILMAR Björnsson, hægri bak-
vörður KR, meiddist einnig í leiknum.
Hann fann til meiðsla í hné og eftir
skoðun að leik loknum var ákveðið að
hann færi í myndatöku í dag. Talið
var að hann hefði rifið liðþófa og var
Hilmar frekar sáttur við það, það
þýddi speglun og hvíld í nokkrar vik-
ur en ef liðband hefur slitnað má bú-
ast við hléi fram eftir sumri. Hilmar
tognaði í nára í vor en var búinn að
jafna sig alveg eftir það.
AÐEINS fjórir leikmenn Þróttar
sem hófu leikinn gegn KR í gær höfðu
áður spilað í efstu deild hér á landi.
Það voru þeir Fjalar Þorgeirsson,
Páll Einarsson, Halldór Hilmisson og
Jens Sævarsson, og einnig Björgólf-
ur Takefusa sem kom inn á sem vara-
maður. Að auki er Sören Hermansen
með reynslu úr efstu deildum í Dan-
mörku og Belgíu en allir aðrir léku
sinn fyrsta leik á þessum vettvangi.
ÞRÓTTARARNIR fjórir í byrjun-
arliðinu höfðu áður aðeins leikið sam-
anlagt 90 leiki í efstu deild hér á landi.
ÞEIR ellefu KR-ingar sem hófu
leikinn áttu fyrir hann samtals 1.160
leiki að baki í efstu deild hér á landi,
auk þess sem sjö þeirra hafa leikið í
efstu deild erlendis.
KR-INGAR voru með 10 A-lands-
liðsmenn í byrjunarliði sínu gegn
Þrótti í gær, sem eiga samtals 135
landsleiki að baki. Sá ellefti kom inn á
um miðjan fyrri hálfleik.
ÞRÓTTUR var með einn A-lands-
liðsmann í sínu liði, Fjalar Þorgeirs-
son, sem hefur spilað einn landsleik.
MARK Hjálmars Þórarinssonar
var 200. mark Þróttar í efstu deild frá
upphafi.
RÓBERT Magnússon, fyrrum fyr-
irliði FH í knattspyrnu, reiknar ekki
með að geta leikið neitt með Hafn-
arfjarðarliðinu í sumar. Bakmeiðsli
hafa verið að hrjá Róbert sem honum
hefur gengið illa að vinna bug á.
HEIÐMAR Felixson, landsliðsmað-
ur í handknattleik, reiknar ekki með
að spila með Reyni á Árskógsströnd í
3. deildinni í knattspyrnu í sumar en í
blaðinu í gær var greint frá því að
hann hefði skipt þangað frá Dalvík.
Heiðmar sagði við Morgunblaðið í
gær að ólíklegt væri að hann yrði eitt-
hvað með þar sem hann þyrfti að nota
sumarið í að jafna sig af meiðslum.
FÓLK
Nýliðarnir fengu sannkallaðaóskabyrjun og sjálfsagt hefur
það ekki oft gerst að þeir skori mark
jafn fljótt og raunin
varð í gær. Þegar ein
mínúta og 27 sek-
úndur voru liðnar lá
boltinn í marki
meistaranna og þar var á ferðinni
Hjálmar Þórarinsson með sitt fyrsta
mark í efstu deild enda hans fyrsti
leikur þar. Sannarlega glæsileg
byrjun hjá þessum 17 ára gamla
pilti.
Nýliðarnir virtust koma meistur-
unum á óvart í upphafi leiks í gær.
Þróttarar spiluðu vel, boltinn gekk
vel manna á milli, alveg frá öftustu
varnarmönnum og fram völlinn á
meðan vörn KR var mjög óstyrk,
miðjumennirnir óvirkir og sóknin því
alls ekki beitt. Hjá Þrótti virtist
sjálfstraustið í fullkomnu lagi, leik-
menn lokuðu svæðum hratt og
örugglega og gáfu leikmönnum gest-
anna engin grið.
KR-ingar virtust óöruggir, lítið
var um stuttan samleik, helst að tví-
burarnir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir gleddu augað á stundum
fyrir hlé.
Gestirnir vildu fá vítaspyrnu
snemma leiks þegar togað var í Arn-
ar innan vítateigs en dómarinn lét
það óátalið. Skömmu síðar voru
heimamenn heppnir að missa ekki
leikmann útaf þegar hann sparkaði
KR-ing niður, eingöngu til að hefna
sín þar sem hann taldi greinilega á
sér brotið. Dómarinn sá það ekki.
Heimamenn komust í skemmti-
lega skyndisókn um miðjan hálfleik-
inn en Kristján Finnbogason varði
vel og bjargaði málunum fyrir meist-
arana.
Hinum megin mátti Fjalar Þor-
geirsson hafa sig allan við til að koma
í veg fyrir að varnarmenn hans skor-
uðu ekki sjálfsmark. Hann var aftur
á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks
þegar Veigar Páll komst einn í gegn
og átti fast skot af stuttu færi sem
Fjalar varði mjög vel.
Willum Þór Þórsson hefur sjálf-
sagt bent sínum mönnum á hversu
illa þeir léku í fyrri hálfleik. En
fyrstu mínúturnar urðu nærri eins
og í upphafi leiks. Þróttarar fengu
fínt færi á fyrstu mínútunni en voru
of seinir að athafna sig þannig að
ekkert varð úr.
Síðan tóku meistararnir völdin,
náðu upp spili og lokuðu svæðum
betur en þeir höfðu gert í fyrri hálf-
leiknum, þegar leikur þeirra bar
ekki þess merki að meistarar væru á
ferð.
Næstu tíu mínúturnar fengu þeir
þrjú ágæt færi, Fjalar varði vel frá
Arnari, Sigurvin Ólafsson átti góðan
skalla rétt framhjá markinu og
Bjarki skaut yfir af stuttu færi.
Arnar jafnaði síðan metin á 65.
mínútu og lá það mark í loftinu í
nokkurn tíma. Glæsilegt mark hjá
Arnari eftir frábæra sendingu Sig-
urvins.
Þegar rúmar tíu mínútur voru eft-
ir munaði minnstu að mistök Krist-
jáns Finnbogasonar kostuðu mark.
Björgólfur Takefusa, sem var nýlega
kominn inn á, elti þá sendingu sem
gefin var á Kristján og lentu þeir í
tæklingu sem Kristján hafði betur í,
en litlu munaði að Björgólfur hefði
betur.
Fjórum mínútum síðar kom Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson meisturun-
um yfir með ágætu marki og við það
sat. Þrjú fyrstu stigin komin í hús
hjá meisturum KR en jafnframt ljóst
að Þróttarar geta gert góða hluti í
sumar ef þeir spila svipað og þeir
gerðu í gærkvöldi.
Eysteinn Lárusson var besti mað-
ur Þróttar ásamt Fjalari markverði.
Virðist vera mikill leiðtogi og stóð
vel fyrir sínu í vörninni ásamt Jens
Sævarssyni.
Óskabyrjun
dugði ekki
ÍSLANDSMEISTARAR KR voru fegnir þegar flautað var til leiksloka
á Laugardalsvelli í gærkvöldi og sumir stuðningsmenn þeirra höfðu
á orði að þeir mættu þakka fyrir að fara með öll þrjú stigin vestur í
bæ. Meistararnir voru í heimsókn hjá nýliðum Þróttar og eftir að
heimamenn höfðu verið sterkari í fyrri hálfleik og komist yfir strax
á annarri mínútu, tókst KR-ingum að skipuleggja leik sinn í síðari
hálfleik og skoruðu í tvígang, en voru heppnir að Þróttarar skoruðu
ekki í lokin þegar Björgólfur Takefusa skaut í stöng úr aukaspyrnu.
TEITUR Þórðarson fékk klapp á öxlina frá
stuðningsmönnum Lyn og eiganda liðsins
Atle Brynestad eftir að liðið hafði lagt Sta-
bæk, 3:1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni á
laugardag. Blaðamaður Verdens Gang segir í
fyrirsögn að „Teitur sé laus úr helvíti“.
Teitur segir við VG að undanfarnir níu
mánuðir hafi verið afar erfiðir fyrir sig þar
sem ekkert gekk með lið Brann á síðustu
leiktíð og Lyn náði ekki að sigra í fyrstu fjór-
um umferðunum en miklar væntingar eru
gerðar til liðsins.
„Nú finn ég loks bragð af matnum, ástand-
ið var orðið þannig að ég naut þess ekki að
borða góðan mat,“ segir Teitur en að loknum
fjórum umferðum fyrir ári síðan var liðið
með níu stig. „Við höfum verið með marga
leikmenn fyrir utan liðið vegna meiðsla en
núna eru flestir þeirra farnir að æfa af krafti
á ný og útlitið er bjartara,“ bætir Teitur við.
„Finn nú bragð
af matnum“
ÉG var í sjálfu sér ekki
ánægður með leik okkar, við
getum spilað miklu betur en
við gerðum í dag og það var
hálfergilegt að tapa þessum
leik því að við getum betur,“
sagði Ásgeir Elíasson, þjálf-
ari Þróttar, eftir leikinn.
„Hins vegar voru margir okk-
ar að spila sinn fyrsta leik í
efstu deild svo maður getur
ekki ætlast til að allir eigi
toppleik en það spiluðu að
mínu mati of margir undir
getu. Þetta er ágætis lið sem
á eftir að fá reynslu og á bara
eftir að vaxa.“
Þjálfarinn ætlaði að reyna
að halda aftur af snöggum
mótherjum. „Við ætluðum að
verjast og minnka svæðin sem
KR-ingar gátu athafnað sig á
því þeir eru með lipra menn
og flinka sem eiga þægilegt
með að vera einn á móti ein-
um á stóru svæði. Það hélt að
mestu leyti þó að KR hafi
fengið dauðafæri sem Fjalar
markvörður okkar sá við og
líka nokkur í seinni hálfleik
en það er nú þannig í fótbolta
að oftast nýtir maður ekki
nema helming færa. Við vor-
um marki yfir í hálfleik og þá
er oft tilhneiging til að bakka
en ég er að sumu leyti ánægð-
ari með seinni hálfleikinn hjá
okkur þótt við höfum fengið á
okkur tvö mörk. Við töpuðum
boltanum klaufalega í fyrra
marki þeirra og ég veit ekki
hvað gerðist í því síðara en
maður er ekkert ánægður
með að fá á sig mörk á móti
KR úr fyrirgjöf og föstu leik-
atriði,“ bætti Ásgeir við.
Ergilegt
að tapa
MÖRGUM nöfnum hefur verið fleygt á loft varð-
andi starf knattspyrnustjóra hjá enska úrvals-
deildarliðinu Aston Villa eftir að Graham Taylor
sagði upp störfum í síðustu viku. Guðjón Þórðar-
son, fyrrum landsliðsþjálfari og knattspyrnustjóri
Stoke, er einn þeirra sem nefndir hafa verið til
sögunnar en breska blaðið Sunday Express og
Independentgreina frá því að Guðjón sé einn
þeirra sem koma til greina hjá forráðamönnum fé-
lagsins. Guðjón hefur tengst félaginu á und-
anförnum mánuðum, bæði hefur hann starfað fyr-
ir félagið sem „njósnari“ og þá hefur sonur hans,
Jóhannes Karl, verið lánsmaður hjá Villa-liðinu
síðustu mánuðina.
„Það er ekkert að frétta frá mér en vissulega er
ég stoltur þegar nafn mitt er nefnt í þessu sam-
bandi. Ég er atvinnulaus en ég er að leita að vinnu
og er með önglana út um allt,“ sagði Guðjón við
Morgunblaðið í gær en eitt ár er liðið síðan hann
hætti störfum hjá Stoke City.
Martin O’Neill, Sam Allardyce, David O’Leary,
George Graham, George Burley, Jean Tigana og
Alan Curbishley hafa allir verið orðaðir við stjóra-
stöðuna hjá Aston Villa, en samkvæmt heimildum
enskra fjölmiðla er O’Neill efstur á óskalista
stjórnarformannsins Dougs Ellis.
Guðjón orðaður
við Aston Villa
Guðjón Þórðarson
# $ $ %! & ' $
& $ ()
&
(
*+,
" ,4/567
$ , $ - & $ %%"
., /
+ %, 0, $
& ," ! +
$
848 & %% 0 ,, 0"
# 0
& $, 1!
2, 3
4 $
+ 8
64+7
& , ,
0
, ,%
,
& & & $,"
) 984:;<=<
3 457 7
" 7
>485-8
/8.7==-?
@ 7
A B-),87
C4+81 7
44.6- 4/7
448 447
B,447
,4/567
8
+85-C/7
> D64+81 +8E-?
D /
*4./6A
AA9 ). . 4.F-8/+
)8.4 D448
&
% , " &
A
8:
*
,
, , "
2'
,"
'
7+ .8:" G6/ 4- 1! 6
* &
;"
A7
.6/:
/ 7" 4
4 4-
7A,/ :
798:
AD
8:
<
<
<
; H
=
=
) 984:;<E<E
IA ,377
4/ D7
>J6@ 487-?
87
IA ,K8
7
8A 47
IA +4
7
-8487
>@6 +A7L=-?
8 C4+7
56G 47
>8
8- 64+7H;-?
! B,4487
-8487
2, 3
4
() 8 "9 +84A9 4.:
8
9 D4.: #,
:8"9
:8 "9
:8"9
>?
;
>?
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar