Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐ þess 38,84% hlutar í Baugi Group, sem Mundur ehf. hefur til- kynnt um áfom um að gera tilboð í, er um 10,1 milljarður króna. Mundur ehf., er í eigu Fjárfest- ingafélagsins Gaums og tengdra að- ila, Kaupþings banka, Eignarhalds- félagsins Vors, Eignarhaldsfélags- ins ISP og Ingibjargar Pálma- dóttur. Félagið hefur eignast 61,16% hlutafjár í Baugi Group og hefur tilkynnt um áform um að gera öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra á genginu 10,85. Aðalfundi frestað Aðalfundi Baugs Group sem halda átti í dag hefur verið frestað. Í tilkynningu frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni félagsins, segir að fundinum hafi verið frestað vegna tilkynningar um væntanlegt yfir- tökutilboð nokkurra aðila á hlutafé félagsins. Jafnframt kemur fram að aðal- fundurinn verði haldinn fyrir lok júní samkvæmt samþykktum fé- lagsins. Hreinn Loftsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að senda yfirtökutilboðið út í þess- ari viku. Yfirtökuferlið taki fjórar vikur og að því loknu verði aðal- fundurinn haldinn. Það muni svo koma í hlut nýrrar stjórnar að óska eftir afskráningu félagsins. Tíu millj- arðar fyrir minnihluta í Baugi FARÞEGAR í millilandaflugi Icelandair voru um 8,8% færri í apríl á þessu ári en í sama mán- uði í fyrra. Farþegum fækkaði yfir Norður Atlantshaf en fjölg- aði hins vegar til og frá Íslandi. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fækkun farþega Ice- landair sé eingöngu á Norður- Atlantshafsmarkaðnum, en þar hafi farþegum félagsins fækkað um liðlega 26%. Segir að minni eftirspurn megi meðal annars rekja til afleiðinga Íraksstríðsins og ótta við bráðalungnabólgu- faraldur. Farþegum til og frá Ís- landi fjölgaði hins vegar í apríl um 4,5% frá fyrra ári. Sætafram- boð Icelandair í apríl var 4,7% minna en í sama mánuði 2002 og sætanýting versnaði því um 4,8%. Á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins fækkaði farþegum Icelandair um rúm 10%. Það er eingöngu rakið til tæplega 30% fækkunar Norður-Atlantshafsfarþega. Far- þegum til og frá Íslandi fjölgaði um 3,9% fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Sætanýting fyrstu þrjá mán- uði ársins versnaði um 6%. Hlutfall farþega Icelandair, sem ferðast með félaginu á leið- um til og frá Íslandi, var um 67% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en um 58% á sama tímabili 2002. Fjölgun farþega með Flugfélagi Íslands Farþegar sem ferðuðust með Flugfélagi Íslands voru um 3,4% fleiri í apríl á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Hefur þeim fjölg- að um tæp 7% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömuleiðis batnað. Farþegar Flugfélags Íslands fyrstu fjóra mánuði ársins voru tæplega 82 þúsund, en voru liðlega 76 þús- und á sama tímabili í fyrra. Í apríl 2003 fluttu Flugleiðir Frakt 2.362 tonn, sem er 6,7% aukning frá apríl í fyrra. Flutn- ingar félagsins fyrstu fjóra mán- uði ársins voru um 8.939 tonn, sem er 4,4% minna en á sama tímabili í fyrra. Framleiðsla og nýting hjá dótturfélögum Flugleiða Farþegum í millilanda- flugi fækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.