Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 35 Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, VILBORG ÞÓRISDÓTTIR frá Flögu í Þistilfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Seyðisfjarðar föstu- daginn 16. maí. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði föstudaginn 23. maí kl. 14.00. Rósa Lilja Jóhannesdóttir, Þórir Björgvinsson, Gunnþór Jónsson, Þórunn Óladóttir, Þórhallur Jónsson, Jóhanna Pálsdóttir, Agnar Jónsson, Heiðrún Óladóttir, Þórir Jónsson, Sigurður Jóhannes Jónsson, Linda E. Phersson, Jón Rúnar Jónsson, Brynja Jónsdóttir, Reynir Atli Jónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis á Flókagötu 63, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. maí kl. 13.30. Hjördís Sigurðardóttir, Ásgeir Hjörleifsson, Þrúður G. Sigurðardóttir, Björn H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát SKÚLA MAGNÚSSONAR, Tókastöðum, Austur-Héraði. Anna Einarsdóttir, Eyjólfur Skúlason, Eyrún Heiða Skúladóttir, Jódís Skúladóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KATRÍN PÁLSDÓTTIR ljósmóðir, Hólabraut 3, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði laugar- daginn 17. maí. Jón Hartmann, Erla Karelsdóttir, börn og barnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför PÁLÍNU PÁLSDÓTTUR, Suðurvíkurvegi 10b, Vík. F.h. fjölskyldunnar, Halldór Eggertsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, dóttur, tengdadóttur, móður, tengdamóður, ömmu, yndislegu vinkonu, systur og mág- konu, HUGRÚNAR HLÍNAR INGÓLFSDÓTTUR, Hjallabrekku 36, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Grensásdeild Landspítalans og starfs- fólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir hreint frábæra umönnun. Baldur Þór Baldvinsson, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Baldvin Skæringsson, Sigr. Drífa Alfreðsdóttir, Gunnar Magnússon, Hera Björg Jónasdóttir, Ingunn Hlín Jónasdóttir, Þórarinn, Þórdís, Þór Steinar, Sindri Blær og Hugrún Hlín, Steinþór Baldursson, Claire Bilton, Unnur Baldursdóttir, Guðbjörn Ingason og aðrir aðstandendur. Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, LILJU JÓNSDÓTTUR, Kálfsstöðum, Vestur-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands og Kvenfélagsins Bergþóru. Guðmundur Þorsteinn Gíslason, Anek Walter, Þórunn Anna Gísladóttir, Kristrún Hrönn Gísladóttir, Hrafn Óskarsson, Jónína Gróa Gísladóttir, Gerður Þóra Gísladóttir og barnabörn. Okkar ástkæri sonur og bróðir, VIKTOR GUÐBJARTSSON, Mýrarbraut 35, Blönduósi, sem lést laugardaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð um hann við Íslandsbanka nr. 0515-14-607526. Guðbjartur Á. Ólafsson, Elín Kristinsdóttir, Ólafur Tómas Guðbjartsson, Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir. Elskuleg tengda- móðir mín er látin. Með henni er gengin stórbrotin kona með marga hæfileika sem hún flíkaði ekki. Sól- veig gekk ávallt hreint til verks og lá ekki á skoðunum sínum. Mér er minnisstætt þegar ég kom með Ernu heim til foreldra hennar í fyrsta skipti, ég var kvíðinn og óöruggur en fann fljótt að engin ástæða hafði verið til kvíða. Þau voru bæði fyrsta flokks manneskj- ur og ég fann strax að Sólveig tók mér eins og ég væri hennar eigin sonur. Í bókstaflegum skilningi stjanaði hún við mig og ég var fljótlega sem einn af fjölskyldunni. Systkini hennar tóku mér vel og ég fékk dálæti á þeim. Seinna þeg- ar börnin okkar Ernu fæddust þá voru afinn og amman ávallt tilbúin að passa fyrir okkur. Þar fyrir ut- an var Sólveig listagóður kokkur, hún saumaði, teiknaði og margt fleira en fyrst og fremst var hún einlæg og góð kona og í ömmu- hlutverkinu var engin betri. Síðustu ár ævinnar glímdi Sól- veig við erfiðan og langvinnan sjúkdóm sem síðan leiddi hana til dauða, núna er hvíldin hennar. Elsku Sólveig ég þakka þér fyrir mig og fjölskylduna mína og kveð þig með þeirri virðingu sem þú ávallt sýndir öðrum. Þinn tengdasonur Jörgen Már Berndsen. Nú er amma mín dáin og mikið finnst mér það skrítið að hún sem ég hef þekkt alla ævi og hefur þekkt mig alla ævi er farin. Margs er að minnast enda af mörgu að taka þegar hugurinn leitar til baka. Það var t.d. alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Blönduhlíðina, oft hringdi ég og spurði Má ég koma til ykkar í dag og alltaf var svarið SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fæddist á bænum Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 7. apríl 1920. Hún lést á Skjóli mánu- daginn 28. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 9. maí. já, endilega komdu. Þá var hlaupið í strætó og þegar ég birtist í dyrunum þá sagði amma, ertu nú komin ljósálfurinn minn og dreif mig inn í eldhús þar sem ég fékk besta ristaða brauðið í bænum og besta ostinn og meðan ég borðaði spjölluðum við amma um daginn og veginn. Þegar maginn var orðinn mettur mátti ljós- álfurinn gera það sem hann vildi t.d leika í dótaskápnum, grúska í vinnuskápnum hans afa, hjálpa ömmu að taka til eða við klæddum okkur í útifötin og geng- um upp í Öskjuhlíð eða niður á Klambratún, settumst þar niður og sleiktum sólskinið. Þetta voru yndislegir tímar og ég þakka Guði fyrir að hafa átt svona frábæra ömmu. Sólveig Jörgensdóttir. Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Þú kenndir okkur margt með fasi þínu og framkomu, snyrti- og góðmennsku. Þú, svo fíngerð, nett og örlítið frönsk í út- liti, með hárið slegið, alltaf fallega greitt, vel til höfð, alltaf snyrtileg, alltaf smart. Þú varst mikil týpa, langt á undan þinni samtíð og barst það ákaflega vel. Hjá þér var snyrtimennskan í hávegum höfð, svo skipulögð, dug- leg og öguð, ekkert virtist geta haggað þér. Góðmennska var þó það sem einkenndi þig, alltaf að hugsa um aðra og taldir aldrei neitt eftir þér. Heimili þitt stóð okkur alltaf opið. Þú varst ákveðin, hafðir gaman af rökræðum og það var ekki auð- velt að fá þig til að skipta skoð- unum þínum á mönnum og mál- efnum. Þegar illkvittni sjúkdómurinn, sem gagntók sálu þína, gerði vart við sig mátti merkja það í augum þínum. Þú vissir hvert stefndi og það hræddi þig eins og okkur öll. Þú sem hafðir hugsað um lang- ömmu þegar hún glímdi við sama sjúkdóminn, hafðir upplifað þetta allt áður, sem áhorfandi. Guð legg- ur ekki meira á okkur en við þol- um, því verðum við að trúa þó svo það sé oft á tíðum ómögulegt. Elsku amma, þú gafst okkur blíðu og hlýju sem við geymum í hjörtum okkar þar til við hittumst síðar. Góður guð blessi minningu þína. Þórir Björn, Sigríður Kristín og Guðrún. Elsku langamma okkar er dáin. Við viljum minnast hennar með þessari bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín barnabarnabörn Hörður Ernir, Úlfar Birnir og Iðunn Hekla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.