Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 43
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádeg- isverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln- um. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyr- ir 10-12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður að samverustund lok- inni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morg- un er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Kl. 21 er Þriðjudag- ur með Þorvaldi. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnars- sonar, en sóknarprestur flytur guðs- orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfs- fólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn - kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Kl. 16.15-17.15. STN - Starf fyrir 7-9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bæna- efnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kóræfing kl. 19.45. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 19.30. Æskulýðs- félagið Sela fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8-9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17- 18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli kl. 13-16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10-12 for- eldramorgunn. Ef veður leyfir göngum við niður að gróðurhúsi og fáum að sjá hvernig rósirnar verða til. Allir mæti búnir eftir veðri með barna- vagn. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkj- unni kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 43 Dömu- og herrasloppar Náttserkir og náttföt með stuttum og síðum buxum Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu Hin fitulausa panna Síon ehf. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. sími 568 2770 og 898 2865. ein sta ka Fjölmargar nýjungar t.d Wok pönnur og áhöld o.fl. Ósóttar pantanir óskast sóttar ® Dönsk gæðavara - mikil ending  Glerkeramik húð  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert framtakssamur og metnaðargjarn og gengur hart eftir því að uppskera laun erfiðis þíns. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinir þínir eru ósam- vinnuþýðir svo þú skalt bara leggja meira af mörkum sjálf- ur. Í dag skaltu leggja áherslu á jákvæða hluti heimafyrir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stundum stendur maður frammi fyrir fleiri mögu- leikum en hægt er að sinna. Í dag muntu fá tækifæri til að rétta einhverjum hjálp- arhönd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu ákaflega varlega í sam- skiptum við ókunnuga, sér- staklega ef þau snúast um fjármál að einhverju leyti. Hlutirnir eru oft öðruvísi en maður heldur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú veist ekki hlutinn fyrir víst fyrr en þú tekur á. En það má búa sig undir eitt og annað til þess að vera viðbúinn, þegar uppákomurnar dynja yfir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nokkrir kunningjar sækja fast að komast í vinahóp þinn. Málamiðlanir ættu að reynast auðveldar og það er líklegt að þið náið samkomulagi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er margt sem þú ert ekki sáttur við þessa dagana en vertu þolinmóður og láttu þér vel lynda meðan þú bíður eftir betri tíð með blóm í haga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugmyndir um að víkka sjón- deildarhringinn með ferðalög- um er góður kostur. Það þarf ekki nema smáhugmyndaflug til þess að krydda tilveruna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að afkasta miklu í dag og þá ríður á að vera skipulagður í vinnubrögðum og láta ekki aðra eyða fyrir sér tíma að óþörfu. Vertu ákveðinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki koma þér á óvart þótt dagurinn verði ekki sléttur og felldur en þú hefur að réttu lagi alla burði til þess að sigrast á mótlætinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað gerist sem þér finnst hreint ekki fyndið. Í stað þess að kvarta og kveina skaltu bretta upp ermarnar og leita að nýjungum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki eyðsluklóna í þér ná yfirhöndinni. Langi þig í einhvern hlut skaltu hinkra við og sjá svo til hvort hann er ennþá ómissandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þér séu margir vegir færir verður þú að gæta hófs og mátt ekki misbjóða nein- um. Þetta kallar á sérstaka varfærni af þinni hálfu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 20. maí er Haukur Már Haraldsson, framhaldsskólakennari, Gautavík 30, Reykjavík, sextugur. Hann biður vini og venslamenn að gleðjast með sér í veislusal Listhúss- ins við Engjateig kl. 17–20 í dag. Þessi glaðlegu börn, Kristjana Dögg Jónsdóttir, Berglind Líf Agnarsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir og Grétar Ágúst Agnarsson, héldu hlutaveltu í Njarðvík 7. maí til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau söfnuðu 5.043 krónum. LA BELLE Mín er meyjan væna mittisgrönn og fótnett, bjarteyg, brjóstafögur, beinvaxin, sviphrein. Hvít er hönd á snótu, himinbros á kinnum, falla lausir um ljósan lokkar háls inn frjálsa. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. e4 g6 2. d4 d6 3. Rc3 Bg7 4. Be3 Rf6 5. Rf3 c6 6. Dd2 Da5 7. h3 Rbd7 8. a3 O-O 9. Be2 b5 10. O-O Dc7 11. Bh6 Bb7 12. Dg5 Bxh6 13. Dxh6 a5 14. Rg5 b4 15. Rd1 c5 16. d5 Hfb8 17. f4 Dd8 18. Dh4 Rf8 19. Re3 e6 20. e5 Rxd5 21. Rg4 f6 22. exf6 Rxf6 Staðan kom upp í bresku deildakeppninni sem lauk fyrir stuttu. Michael Hennigan (2434) hafði hvítt gegn gegn Colin McNab (2412). 23. Rxe6! Rxe6 24. Rxf6+ Kg7 25. Dxh7+ Kxf6 26. f5! Sókn hvíts er nú mjög erfið viðureignar enda fer svarti kóngurinn á flakk um allt borð. 26 ... Rg5 27. Dxg6+ Ke5 28. f6 Rxh3+ 29. Kh2 d5 30. Hf5+ Kd6 31. f7+ Kc7 32. f8=D Dxf8 33. Hf7+ Dxf7 34. Dxf7+ Kb6 35. gxh3 Hf8 36. Dg6+ Bc6 37. Hf1 Hg8 38. Dh6 Hh8 39. De6 Had8 40. Df6 Hde8 41. Bg4 og svart- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞÓTT það sé vissulega daglegt brauð við spilaborðið að slæmir samningar rúlli heim var Bart Bramley allt annað en vongóður þegar makker hans lagði upp blind- an í fjórum hjörtum: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G6 ♥ 107 ♦ K74 ♣KDG984 Vestur Austur ♠ Á103 ♠ D9542 ♥ K862 ♥ D ♦ D103 ♦ Á852 ♣652 ♣1073 Suður ♠ K87 ♥ ÁG9543 ♦ G96 ♣Á Suður Spilið er frá sveitakeppn- ishluta Cavendish-mótsins í Las Vegas. Bramley og Sidn- ey Lazard voru í NS gegn Mike Moss og Joe Grue. Vestur Norður Austur Suður Grue Lazard Moss Bramley – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Opnun Lazards á einu laufi er vægast sagt létt, enda niðurstaðan eftir því. Vestur kom út með tíg- ulþrist, smátt úr borði og austur tók með ás. Ef austur spilar nú tígli um hæl fer samningurinn þrjá niður. Sagnhafi þarf að spila öllu heiman frá og gefur því þrjá slagi á spaða, einn á tromp og tvo á tígul. Þessi vörn virðist blasa nokkuð við, en einhverra hluta vegna spilaði Moss laufi í öðrum slag. Kannski hefur hann reiknað með meiri skiptingu í suður, væntanlega 4-6-1-2, og ætlað að ráðast á sambandið við blindan í laufinu áður en sagnhafi næði að taka tromp- in. (Reyndar hefði vestur þá byrjað með DG1093 í tígli og valið þristinn sem útspil, sem ekki er beint sennilegt (!), en Moss hefur væntanlega ekki hugsað málið frá öllum hlið- um.) Hvað um það. Nú fékk Bramley tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann sá að ekkert þýddi að fara fínt í trompið og húrraði niður hjartaás. Ásinn varð einfald- lega að veiða mannspil. Og það gerði hann – austur átti drottninguna blanka. Næst kom smátt tromp á tíu blinds og nú átti vestur val á milli tveggja slæmra kosta. Hann gat gefið. Þá á tían slaginn og þrír spaðar fara niður í lauf. Vestur trompar þriðja laufið en getur ekki haggað tíglinum svo sagnhafi hefur tíma til að sækja trompið og henda svo síðar tígli niður í frílauf. Hinn möguleiki vest- urs er að taka á hjartakóng- inn. En það kostar samning- inn hvort sem hann spilar spaðaás eða tígli. Á hinu borðinu spilaði suð- ur þrjú hjörtu og fór þrjá niður (!) eftir útspil í trompi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson HLUTAVELTA Ljósmynd/Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. apríl sl. í Bjarn- arneskirkju af sr. Einari Jónssyni þau Svala Bryndís Hjaltadóttir og Sigfús Már Þorsteinsson. Heimili þeirra er á Höfðavegi 8, Höfn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík SÚ HEFÐ hefur skapast í Garða- prestakalli að söfnuðir prestakalls- ins bjóða eldri borgurum í dags ferðalag á uppstigningadag. Í ár er uppstigningardagur fimmtudaginn 29. maí. Þann dag verður haldið af stað kl. 10 á Njáluslóðir. Ekið verð- ur að Odda á Rangárvöllum og kirkja og staður skoðað undir leið- sögn sóknarprests, sr. Sigurðar Jónssonar. Þaðan haldið á Hvols- völl, í Sögusetrið. Þar verður skoð- uð sýning og borin fram íslensk kjötsúpa. Að því loknu verður farið í um það bil tveggja stunda skoð- unarferð á Njáluslóðir með leið- sögumanni frá Sögusetrinu. Á heimleið verður komið við í Þykkvabæ þar sem Kvenfélagið Sigurvon reiðir fram kaffi og end- að verður með fararblessun í Þykkvabæjarkirkju, Heimkoma er áætluð um eða fyrir kl. 18. Ferðin kostar krónur 1.000 á mann. Allt innifalið, kjötsúpa, kaffi, safnið, leiðsögn og rútur. Skráning fyrir mánudaginn 26. maí í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli s. 565 6380 eða hjá Grétu djákna á Álftanesi í s. 863 1061. Aðalsafnaðarfundur í Þorláks- og Hjallasókn AÐALSAFNAÐARFUNDUR Þor- láks-og Hjallasóknar verður hald- inn í Þorlákskirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 21. Fyrir fund kl. 20 mun Gunnsteinn Gíslason myndlist- armaður halda erindi um tilurð, gerð og innihald altaristöflunnar í kirkjunni sem ber yfirskriftina „Herra bjarga þú mér“. Dagskrá aðalasafnaðarfundarins hefur verið auglýst með dreifi- bréfi. Þjóðkirkjumeðlimirí Þorláks-og Hjallasókn hafa rétt til að sækja fundinn með fullum atkvæðisrétti og öllum landsmönnum nátt- úrulega er heimilt að koma og hlýða á fróðlegan fyrirlestur Gunn- steins sem hefst klukkan átta og fyrirhugað er að ljúki um kl. 21. Sjá nánar á heimasíðu kirkj- unnar, www.thorlakskirkja.is. Vorferðalag eldri borgara í Garðaprestakalli KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.