Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 15 YFIRVÖLD í Sádi-Arabíu hafa haf- ið rannsókn á meintri vopnasölu for- ingja í þjóðvarðliði landsins og eru þeir grunaðir um að hafa selt liðs- mönnum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda vopn, að sögn bandarískra og sádiarabískra embættismanna. Vopnin fundust 6. þessa mánaðar þegar lögreglan réðst inn í hús í eigu al-Qaeda-manna og í ljós kom að þau komu úr vopnabúri þjóðvarðliðsins, að sögn heimildarmanna The Wash- ington Post í Riyadh. Innanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Nayef bin Abdul Aziz prins, skýrði frá því á sunnudag að embættismenn hefðu borið kennsl á þrjá af tilræð- ismönnunum sem tóku þátt í sprengjuárásunum á þrjár húsasam- stæður í Riyadh sem kostuðu 34 lífið 12. maí. Ráðherrann sagði að menn- irnir þrír hefðu verið á meðal nítján manna sem lýst var eftir í tengslum við áhlaupið 6. maí. Heimildarmenn The Washington Post sögðu að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þjóðvarðliðar væru grunaðir um ólöglega vopnasölu þar sem rannsóknir á vopnabúrum þjóð- varðliðsins hefðu áður leitt í ljós að vopn hefðu horfið úr þeim. Yfirvöld hefðu þó ekki reynt að stöðva vopna- söluna, einkum vegna seinagangs embættismanna og skriffinnsku. Heimildarmennirnir sögðu að nokkrir foringjar í þjóðvarðliðinu hefðu selt vopn í mörg ár, þ.á m. sjálfvirka riffla, hverjum sem vildu greiða uppsett verð, sem væri mun hærra en markaðsverð vopnanna. Embættismennirnir lögðu áherslu á að vopnin hefðu eingöngu verið seld í gróðaskyni og ekki léki grunur á að foringjarnir styddu al-Qaeda eða að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hefðu gengið í þjóðvarðliðið. The Washington Post hafði eftir sádiarabískum embættismanni að stjórn Sádi-Arabíu og yfirmenn þjóðvarðliðsins litu málið mjög al- varlegum augum. Þjóðvarðliði var skotinn til bana þegar hann reyndi að stöðva nokkra af tilræðismönnun- um í vikunni sem leið. Talsmaður sádiarabíska utanríkis- ráðuneytisins neitaði því að vopn í eigu þjóðvarðliðsins hefðu fundist í húsi al-Qaeda. Hann sagði að þar hefðu aðeins verið rússneskar byssur og þjóðvarðliðið ætti engin slík vopn. Fjórir menn handteknir Sádi-arabíski innanríkisráðherr- ann skýrði ennfremur frá því á sunnudag að fjórir menn, sem tengd- ust al-Qaeda, hefðu verið handtekn- ir. Þeir hefðu vitað af áformunum um sprengjutilræðin 12. maí en ekki væri talið að þeir hefðu tekið þátt í þeim. Yfir sextíu bandarískir rannsókn- armenn, meðal annars frá alríkislög- reglunni FBI, aðstoða sádiarabísk yfirvöld við rannsókn sprengjutil- ræðanna. Bandarískur embættis- maður sagði að samstarfið gengi mjög vel og ekkert væri hæft í frétt- um um að sádiarabísk yfirvöld hefðu meinað Bandaríkjamönnunum að taka þátt í rannsókninni. Meint vopnasala sádiarabískra þjóðvarðliða rannsökuð Grunaðir um að hafa selt al-Qaeda vopn Riyadh. The Washington Post, AFP. ÍRASKUR læknir sem annaðist bandaríska hermanninn Jessicu Lynch á meðan hún lá á sjúkrahúsi í Írak segir frásagnir fjölmiðla af meiðslum hennar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þá segir hann Bandaríkjaher hafa sett björgun hennar á svið enda hafi íraskir her- menn verið farnir frá sjúkrahúsinu, þar sem hún lá, þegar Bandaríkja- her réðst þangað inn og „bjargaði“ henni. Þetta kemur fram á frétta- vef BBC. Lynch var bjargað 1. apríl eftir að hafa verið á valdi Íraka í átta sólarhringa. Lynch, sem er 19 ára, er sögð hafa særst er íraskir hermenn réð- ust á herdeild hennar eftir að hún tók ranga beygju við borgina Nas- iriya í suðurhluta Íraks. Níu banda- rískir hermenn féllu í umsátrinu en Lynch var flutt á sjúkrahús í grenndinni þar sem Harith a-Houssona annaðist hana þar til bandarískir hermenn réðust inn í sjúkrahúsið átta dögum síðar og „björguðu“ henni. Houssona segir ekki rétt að Lynch hafi haft skot- og stungusár eða að hún hafi verið beitt harðræði á sjúkrahúsinu. Hún hafi eingöngu verið beinbrotin og með áverka sem rekja megi til þess er bíllinn sem hún var í lenti út af veginum. Í bandarískum fjölmiðlum var sagt að hún hefði barist af hörku og hefði hún fellt og sært nokkra íraska hermenn áður en hún var tekin höndum. Læknirinn segist jafnframt hafa gert ráðstafanir til að senda Lynch á yfirráðasvæði Bandaríkjahers í sjúkrabíl tveimur dögum fyrir björgunaraðgerðina. Bandarískir hermenn hafi hins vegar skotið á sjúkrabílinn er hann nálgaðist þá og að hann hafi því orðið að snúa við. Þá segir hann bandarísku her- mennina ekki hafa mætt neinni mótspyrnu er þeir réðust inn í sjúkrahúsið. Talsmenn Bandaríkja- hers hafa sagt að skotið hafi verið á sérsveitarmennina bæði inni í sjúkrahúsinu og fyrir utan það. Myndir Bandaríkjahers af björg- uninni hafa verið sýndar í fjöl- miðlum um allan heim en þar má sjá sérsveitarmennina ráðast inn í sjúkrahúsið og hafa Jessicu Lynch á brott með sér. Hún var síðan flutt á brott í þyrlu ásamt hermönn- unum. Fékk hæli eftir björgunina Íraskur lögfræðingur sem sagð- ur var hafa aðstoðað við björgun Jessicu Lynch hefur fengið hæli í Bandaríkjunum ásamt konu sinni og dóttur. Lögfræðingurinn, Mo- hammed al-Rehaief, skýrði að sögn bandarískum hermönnum frá því hvar Lynch væri í haldi og gerði uppdrátt fyrir hermennina af sjúkrahúsinu, að því er fram kom í fréttum eftir að Lynch hafði verið bjargað. Sagt var að lögfræðing- urinn hefði með þessu lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar í hættu en kona hans vann sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu þar sem Lynch dvaldist. Þá hefur tímaritið Variety greint frá því að í ráði sé að búa til kvik- mynd um Jessicu Lynch og björgun hennar í Írak. NBC-sjónvarpsstöðin er sögð hafa áform þessi uppi. Uppblásið afrek í Írak? Reuters Jessica Lynch prýddi forsíðu tíma- ritsins People 21. apríl, þar sem sagan af björgun hennar var rakin. Sagt að björgun Jessicu Lynch hafi verið sviðsett og meiðsli hennar ýkt GUY Verhofstadt varð á sunnudag forsætisráðherra Belgíu annað kjör- tímabilið í röð eftir að hinn frjáls- lyndi demókrataflokkur hans vann nauman sigur í þingkosningum þar í landi. Þannig hélt samsteypustjórn hans velli með 97 þingsæti af 150 samkvæmt bráðabirgðaúrslitum. Hinn 50 ára gamli Verhofstadt er fyrrverandi lögfræðingur sem hefur verið uppnefndur „litli Thatcher“ vegna brennandi áhuga á frelsi markaðarins. Forsætisráðherrann þykir hafa útlit námsmanns en afar skýra pólitíska hugsun þrátt fyrir að skapið hlaupi stundum með hann í gönur. Verhofstadt og hinn hispurlausi Louis Michel, utanríkisráðherra landsins, þóttu sýna einstaka stað- festu er þeir lýstu andstöðu sinni gegn Íraksstríðinu á sínum tíma. Af- staða þeirra skapaði þeim vinsældir heima fyrir en engar í Bandaríkjun- um. Verhofstadt byrjaði ungur afskipti af stjórnmálum, varð formaður flokks síns aðeins 28 ára gamall og komst á þing 32 ára. Á sínu fyrsta kjörtímabili þótti forsætisráð- herrann afar frjálslyndur en hann lögleiddi líknardráp, hjónaband samkynhneigðra og neyslu mar- íúana í Belgíu. Reuters Guy Verhoftstadt, forsætisráð- herra Belgíu, greiðir atkvæði. „Litli Thatcher“ situr áfram í Belgíu Brussel. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.