Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 50
Cannes. Morgunblaðið. EITT heitasta teiti kvikmyndahátíðarinnar í Cann- es í ár var MTV-teitið árlega sem að þessu sinni var haldið til heiðurs væntanlegri Tortímanda- mynd, hinnar þriðju í röðinni, sem frumsýnd verð- ur í júlí. Slegist var um miða í þetta sjóðheita teiti enda búið að lofa miklum dýrðum og það sem meira er, nærveru stjarnanna úr Tortímandanum, þeim Arnold Schwarzenegger, Clare Danes, Kristönnu Loken og Nick Stahl. Og loforðin voru sannarlega efnd, það kom strax í ljós og blaðamaður Morgunblaðsins gekk inn í risastórt glæsihýsi í hæðunum ofan við Cannes. Þar voru stjörnurnar mættar á staðinn og veifuðu til gesta og blönduðu meira að segja geði við þá. En þrátt fyrir það féllu þær gjörsamlega í skuggann af aðalstjörnu kvöldsins, höllinni sem hýsti teitið. Eigandi hennar er tískufrömuðurinn Pierre Cardin og er hún við fyrstu sýn eins og Tortímanda fagnað í Barbarellu-höll Barbapabbahöll í laginu, samanstendur af fjöldanum öllum af litlum kúlulaga sölum og herbergjum og ekki hvasst horn að finna. Gestgjafinn var að sjálfsögðu staddur í teit- inu og í stuttu og óformlegu spjalli við blaðamann sagði hann að húsið hefði verið byggt árið 1968 og fyrirmyndin hafi verið sviðsmyndin í framtíðarmyndinni Barbarellu eftir Roger Vadim, með Jane Fonda í aðal- hlutverki. Ekki vildi hann þó kannast við nein Barbapabbaáhrif. Cardin sagði blaðamanni í framhjáhlaupi að hann hefði einu sinni sótt Ís- land heim, hrifist mjög af náttúrunni og fólkinu, og sagðist vonast til að geta komist þangað aft- ur fyrr en síðar. Kynning á Tortímandanum 3: Upprisu vélanna hefur annars verið mjög áberandi í Cannes en á laugardag lét Schwarzenegger sjá sig á La Croisette, er hann tróð upp hjá helj- arinnar kynningarbás fyrir mynd- ina sem staðsettur er hjá Carlton- hótelinu fræga. Þar veifaði hann til vegfarenda, setti þumal upp í loft og lýsti yfir að Tortímanda- myndirnar yrðu fleiri en þrjár, fengi hann einhverju ráðið þar um. Arnold Schwarzen- egger var hinn brattasti. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins 50 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 8. B.i. 12  Kvikmyndir.com  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL Kvikmyndir.is 500 kr Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.20. EGYPSKI leik- stjórinn Yousef Mansour und- irbýr nú gerð sjónvarpsþátta í anda bandarísku strandvarðaþátt- anna Baywatch en í þeim hlaut m.a. Pamela Anderson frægð. Mansour segist hafa fengið hug- myndina er hann sá Strandverði enda segist hann þar hafa komið auga á gott tækifæri til að koma náttúrufegurð Egyptalands á fram- færi. Þá segist hann vera að leita að tíu fallegum leikkonum og fimm myndarlegum karlleikurum til að fara með aðalhlutverkin í þáttunum en gert er ráð fyrir að þau leiki meira og minna í sundfötum. Mansour segist þó ekki eiga von á neikvæðum viðbrögðum íhalds- samra Egypta þó Egyptaland sé múslímaríki þar sem margar konur hylji andlit sín. „Ég ætla ekki að sýna neitt óviðeigandi. Þetta verður gert með virðingu og reisn,“ segir hann. „Það verður ekkert kynlíf. Bara blíðir kossar og ástfangið fólk.“ Í þáttunum verður töluð blanda af arabísku og ensku enda vonast Mansour til þess að þeir nái til áhorfenda í Evrópu …Justin Timb- erlake eyddi rómantískri nótt með fyrrum „barnakryddinu“ Emmu Bunton. Þetta átti sér stað nokkrum dögum áður en Justin hélt tónleika á Wembley Arena fyrir fullu húsi. Þau sáust enn fremur saman í gleð- skap eftir tónleikana á fimmtudag- inn. FÓLK Ífréttum BANDARÍSKI söngvarinn Barry White er sagður á bata- vegi eftir að hann fékk slag sem hafði áhrif á mál og lamaði hægri hlið lík- ama hans. White, sem er 58 ára gamall, fékk slag fyrr í þessum mánuði þegar hann beið eftir að komast í nýrnaskiptaað- gerð. Hann þurfti á slíkri aðgerð að halda vegna aukaverkana sem stafa af of háum blóðþrýstingi, að sögn BBC. White, sem hefur gælunafnið „ástarrostungurinn“ í poppheim- inum, hefur neyðst til þess að aflýsa fjölda tónleika vegna spítalalegu frá 1999. Barry á batavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.