Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Hættir í
fiskinum
Karl Njálsson í Garði hefur
saltað fisk í 43 ár 21
Þriðja myndin um Tortímandann
brátt á tjaldið Fólkið 50
Fram á
ritvöllinn
Mál og menning mun gefa út
barnabækur Madonnu Listir 23
Tortímandinn
mættur
FIMMTA sjálfsmorðsárásin á
tveimur dögum var gerð í Ísrael í
gær er palestínsk kona sprengdi
sjálfa sig í verslunarmiðstöð í bæn-
um Afula í norðanverðu landinu.
Tveir létu lífið í árásinni auk kon-
unnar og 19 særðust. Þá slösuðust
þrír ísraelskir hermenn í annarri
sjálfsmorðsárás á Gaza-svæðinu í
gær. Ísraelar saka Yasser Arafat,
forseta Palestínumanna, um að
reyna að bregða fæti fyrir friðar-
umleitanir palestínska forsætisráð-
herrans, Mahmuds Abbas.
Bandaríkjamenn gagnrýna einn-
ig Arafat harkalega fyrir að reyna
ekki að stöðva ofbeldið. „Yasser
Arafat hefur ekki verið hjálplegur
[í baráttunni gegn hryðjuverkum]
áður fyrr. Mér er ekki kunnugt um
það hvaða hlutverki hann gegnir
núna,“ sagði Ari Fleischer, tals-
maður George W. Bush Banda-
ríkjaforseta, í gær.
Stjórn Ariels Sharons, forsætis-
ráðherra Ísraels, þrengdi að Arafat
í gær með ásökunum um að hann
hvetti íslamska harðlínumenn til
verka og gerði allt sem í hans valdi
stæði til að spilla fyrir friðarumleit-
unum Abbas. En þrátt fyrir ásak-
anir Ísraela var sjálfsmorðsárásum
helgarinnar ekki svarað með her-
valdi þar sem slíkar aðgerðir
myndu spilla fyrir friðarumleitun-
um stjórnar Abbas. Þess í stað var
möguleikanum á brotthvarfi Ara-
fats af sviði stjórnmálanna og jafn-
vel brottrekstri hans frá herteknu
svæðunum velt upp.
Bush Bandaríkjaforseti sagðist
aðspurður í gær vera fullviss um að
friðarferlið væri á góðri leið, þrátt
fyrir sjálfsmorðsárásirnar.
„Við erum enn á leið í átt til frið-
ar. Leiðin kann að verða erfið yfir-
ferðar en ég mun ekki víkja af
henni fyrr en við höfum náð mark-
miðinu um að skapa sjálfstætt Pal-
estínuríki sem lifir í sátt við
Ísrael,“ sagði Bush á blaðamanna-
fundi.
Þá ítrekaði hann þá ósk sína að
Ísraelar, arabaþjóðir og Palestínu-
menn legðust á eitt í baráttunni
gegn hryðjuverkum og að stjórn-
völd í Evrópuríkjum legðu barátt-
unni jafnframt lið með því að loka
fyrir allt streymi fjármuna frá
Evrópu til harðlínumanna.
Saka Arafat um
að vinna gegn friði
Fimm sjálfsmorðs-
árásir á Ísraela á
tveimur dögum
Jerúsalem. Washington. AFP.
SAMKOMULAG hefur tekist um
nýjan málefnasamning Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokks-
ins. Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, mun hitta
forseta Íslands á Bessastöðum kl.
11.30 í dag til þess að gera honum
grein fyrir stöðu mála. Samkomu-
lagið verður síðan kynnt í þing-
flokkum beggja flokka klukkan
þrjú á morgun og í framhaldi af því
verður það síðan kynnt innan
stofnana flokkanna. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
stefnt að því að halda ríkisráðsfund
á Bessastöðum á föstudag og að
Alþingi komi saman í næstu viku.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir að
hvorki sé gert ráð fyrir fækkun
ráðherra né að gerðar verði skipu-
lagsbreytingar á einstökum ráðu-
neytum. Halldór vildi ekki stað-
festa að hann myndi gegna
embætti forsætisráðherra síðar á
kjörtímabilinu.
Davíð og Halldór funduðu í ráð-
herrabústaðnum í um eina og hálfa
klukkustund síðdegis í gær en
hvorugur vildi tjá sig efnislega um
sáttmálann.
Halldór sagði í samtali við
Morgunblaðið að komist hefði
verið að niðurstöðu í þeim málum
sem stóðu út af borðinu á fundi
þeirra Davíðs í gær. „Við höfum
náð samkomulagi um málefna-
grundvöll sem við erum tilbúnir að
leggja fyrir þingflokka okkar og
síðan fyrir stofnanir flokkanna.
Efnislega getum við ekki tjáð
okkur um sáttmálann því fyrst þarf
hann að fara fyrir þingflokkana og
stofnanir flokkanna þurfa síðan
einnig að leggja blessun sína yfir
málið.“
Óbreyttur fjöldi ráðherra
Halldór segir að ekki sé gert ráð
fyrir að ráðherrum í nýrri ríkis-
stjórn verði fækkað. „Það er ekki
gert ráð fyrir skipulags-
breytingum á ráðuneytunum en
flokkarnir geta að sjálfsögðu
komið sér saman um slíkt á síðari
stigum. En það liggur ekkert fyrir
um það núna.“
Hvað ráðherraefni Fram-
sóknarflokksins snertir segist
Halldór eiga eftir að ræða við þing-
flokkinn og einstaka þingmenn.
„Ég geri mér enga grein fyrir því
fyrr en að loknum þeim viðræð-
um.“
Þegar hann er spurður um
lendingu í skatta- og húsnæðis-
málum segir Halldór að við
myndun ríkisstjórnar þurfi að fara
í gegnum mörg mál. „Öll mál sem
snerta efnahags- og ríkisfjármál
skipta miklu máli og það er eðlilegt
að eyða þurfi nokkrum tíma í það.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Davíð Oddsson svarar spurningum blaðamanna fyrir fundinn í gær.Halldór Ásgrímsson kemur til fundarins í ráðherrabústaðnum.
Samkomulag um nýj-
an stjórnarsáttmála
Stefnt að því að halda ríkisráðsfund á Bessastöðum á föstudag
GERHARD Schröder, kanslari Þýska-
lands, tryggði sér í gær stuðning meirihluta
helstu ráðamanna Jafnaðarmannaflokksins
(SPD) við umdeilda efnahagsáætlun, svo-
nefnda Verkefnaskrá 2010. Schröder viður-
kenndi óbeint á blaðamannafundi síðar um
daginn að hann hefði hótað afsögn á fundi
framkvæmdastjórnar flokksins í Berlín.
„Ég verð að leggja vald mitt undir á
hverjum einasta degi, hvort sem það er með
beinum hætti eða ekki,“ sagði kanslarinn.
Grundvallaratriði áætlunarinnar verða til
umræðu á sérstöku flokksþingi SPD sem
haldið verður 1. júní nk. og verður hún þá
tekin til formlegrar umfjöllunar. Áætlunin,
sem miðar að því að auka hagvöxt og draga
úr atvinnuleysi, hefur reitt vinstrisinnaða
flokksfélaga og verkalýðsfélög til reiði.
Opinber útgjöld lækkuð
Í grófum dráttum felst áætlunin í því að
örva hagkerfið og minnka atvinnuleysi með
því að draga úr greiðslum til þeirra sem
hafa verið atvinnulausir til langs tíma,
minnka opinber útgjöld með lægri út-
gjöldum til heilbrigðis- og eftirlaunakerfis-
ins, auðvelda atvinnurekendum að segja
upp starfsfólki, hækka eftirlaunaaldur og
veita sveitarfélögum lán á lágum vöxtum.
Hótaði
afsögn
Berlín. AFP. AP.
AP
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands,
eftir fund framkvæmdastjórnar SPD í gær.
UM 200 manns eru talin hafa farist í mestu flóðum og aurskriðum sem
orðið hafa í eyríkinu Sri Lanka í hálfa öld og óttast er að fórnarlömbin
geti verið fleiri. Mest hafa flóðin orðið í borginni Ratnapura í suðaustan-
verðu landinu. Yfirmaður aðgerða gegn náttúruhamförum, Karu
Jayasuriya, taldi líklegt að hátt í milljón manna hefðu misst heimili sín.
Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, hvatti í gær lands-
menn til einingar vegna hamfaranna en uppreisnarmenn úr þjóðarbroti
Tamíla hafa lengi barist gegn stjórnarhernum. Norðmenn, Indverjar og
Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar boðið neyðaraðstoð vegna flóðanna.
Flóð á Sri Lanka
Colombo. AFP.