Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 47 STJÖRNUMENN fengu góðan liðs- styrk í gær en þá gekk landsliðs- maðurinn Gústaf Bjarnason til liðs við Garðabæjarliðið. Gústaf er ný- kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann lék í fimm ár í Þýskalandi, fyrst með Willstätt og síðan Minden. Jafnframt því að leika með Stjörnumönnum verður Gústaf aðstoðarmaður Sigurðar Bjarnasonar þjálfara en líkt og Gústaf er Sigurður kominn heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi og mun hann spila með lærisvein- um sínum. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera búinn að fá Gústaf til okk- ar og tek honum fagnandi,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær- kvöld en hann tekur við þjálfun Stjörnuliðsins af Sigurði Gunn- arssyni. Að sögn Sigurðar verður nú allt kapp lagt á að fá nýjan markvörð þar sem Árni Þorvarðarson mun ekki standa í marki Garðbæinga næsta vetur. Stjörnumenn hafa misst línu- manninn Björn Friðriksson til Fram en Sigurður heldur enn í vonina um að Vilhjálmi Halldórs- syni snúist hugur og hann fari ekki til sænska liðsins Sävehof en Vil- hjálmur hefur gert munnlegt sam- komulag við Svíana um að ganga til liðs við félagið. Gústaf Bjarnason kominn í Stjörnuna  FRAKKINN Claude Makelele, miðvallarleikmaður Real Madrid, neitar þeim sögusögnum sem hafa verið í gangi að hann sé á leið til Manchester United. Umboðsmaður- inn minn hefur ekkert talað við Man- chester United og sjálfur hef engan áhuga á að spila með liðinu,“ segir Makelele við spænska blaðið AS.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, hefur sagt Barry Ferguson, fyrirliða Rangers og leikmanni ársins í Skotlandi, að hann þurfi á honum að halda í leikn- um við Þjóðverja í undankeppni EM í næsta mánuði. Ferguson hefur ver- ið þjakaður af meiðslum en hefur pínt sig í að spila síðustu leiki Rang- ers.  FERGUSON þarf að gangast und- ir aðgerð vegna meiðslanna en Vogts hefur lagt hart að leikmanninum að fresta henni fram yfir leikinn gegn Þjóðverjum enda leikurinn gríðar- lega mikilvægur fyrir Skotana.  JOHN Hartson, sóknarmaður Celtic, getur ekki leikið með liði sínu gegn Porto í úrslitaleik Evrópu- keppni félagsliða sem fram fer í Sevilla á miðvikudag. Hartson er meiddur í baki.  MARTINA Navratilova, tennis- kona frá Tékklandi, vann um helgina opna ítalska meistaramótið í tvíliða- leik kvenna. Meðspilari Navratilovu, var 17 ára gömul rússnesk stúlka, Svetlana Kuznetsova. Ítalska meist- aramótið var 170. keppnin sem Navratilova vinnur í tvíliðaleik.  FJÖLMIÐLAR í Englandi kepp- ast þessa dagana um að hrósa Thierry Henry fyrir að láta sig ekki detta þegar varnarmaður South- ampton, Claus Lundekvam, togaði í treyju Frakkans á upphafsmínútu úrslitaleiks ensku bikarkeppninnar á laugardag. Hefði Henry látið sig falla hefði dómari leiksins, Graham Poll, þurft að vísa Lundekvam af leikvelli.  EYJAMAÐURINN Atli Jóhanns- son fékk ekki áminningu í leik ÍBV og KA í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á sunnudag eins og haldið var. Það leiðréttist hér með. FÓLK Þegar tekið er mið af því hvernigfyrri hálfleikur var hjá okkur auk þess að vera einum manni færri allan síðari hálfleik þá getum við verið sáttir við jafntefli,“ sagði Sigurður Þor- steinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1:1 jafntefli við Víking í 1. deild á Varmárvelli í gær- kvöldi. „Það var alltof mikil spenna í okkur í fyrri hálfleik. Í leikhléi fórum við hins vegar vel yfir málin, það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik og þá vorum við sterkari.“ Víkingar voru betri framan af og réðu miðjunni en gekk illa að reka smiðshöggin á sóknir sínar gegn taugaóstyrkum varnarmönnum Aft- ureldingar. Svo fór á 23. mínútu að Höskuldur Eiríksson kom Víkingi yfir á sanngjarnan hátt, skallaði boltann í mark eftir hornspyrnu Daníels Hafliðasonar. Eftir markið voru Víkingar áfram sterkari en fátt var um færi, en bar- áttan í þeim mun stærra hlutverki. Og mitt í baráttunni varð Alberti Arasyni það á að brjóta af sér svo al- varlega á 42. mínútu að Gísla H. Jó- hannssyni var nauðugur sá kostur að gefa honum gula spjaldið öðru sinni. Það var sem annað Afturelding- arlið kæmi til síðari hálfleiks, sjálfs- traustið geislaði af mönnum og áræðni til sóknar sem varnar. Vík- ingar virtust telja að þeir hefðu öll vopn í höndum sér. Sú var ekki raun- in. Aftureldingarmenn blésu óhræddir til sóknar og á 63. mínútu jöfnuðu þeir með marki Ásbjörns Jónssonar úr vítaspyrnu. Víkingar vöknuðu upp við vondan draum, freistuðu þess að sækja en sóknarleikur þeirra var máttlítill, ef undanskildar eru skyndisóknirnar sem voru skeinuhættar og varði Axel Gomez, markvörður Aftureldingar, á stundum vel. Þrátt fyrir nokkra pressu Víkinga á síðustu fimm mín- útunum þá tókst þeim ekki frekar en áður að færa sér liðsmuninn í nyt og niðurstaðan því sanngjarnt jafntefli. Maður leiksins: Axel Gomez, Aft- ureldingu. Jöfnuðu manni færri Ívar Benediktsson skrifar Leikurinn var í járnum allan fyrrihálfleikinn og fram í miðjan seinni en það sem gerði gæfumuninn var þegar Börsungarnir skiptu sænska markverðinum Ohlander inn á. Hann lokaði markinu og Barce- lona-liðið seig fram úr,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið. Rúnar náði ekki að skora en hann lék einungis í vörninni. Keppnistímabilinu er hvergi nærri lokið hjá Rúnari en eftir deildar- keppnina, sem klárast um næstu helgi, leika átta efstu liðin í deildinni um bikarmeistaratitilinn. Liðið í 1. sæti mætir liðinu í 8. sæti, 2. sæti á móti því 7. og svo koll af kolli. Keppn- in fer fram í Santander og klárast á fjórum dögum en úrslitaleikurinn fer fram hinn 1. júní. „Þetta er orðið ansi langt tímabil og það er orðið sérlega erfitt að spila leikina þar sem hitinn er mjög mikill. Hjá okkur er til dæmis engin loftkæl- ing í húsinu svo það er eins og fara í gott gufubað að spila í húsinu,“ segir Rúnar. Rúnar á eitt ár eftir af samningi sínum við Ciudad Real og hann veit ekki annað en að hann verði um kyrrt hjá félaginu þó svo að það hafi sankað að sér nýjum leikmönnum fyrir næsta tímabil. Ólafur Stefánsson einn þeirra sem koma til liðsins í sumar en forráðamenn félagsins, sem á dögunum vann EHF-bikarinn, ætla að leggja allt kapp á að hampa spænska meistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu félagsins á næstu leiktíð. Morgunblaðið/Sverrir Rúnar Sigtryggsson segir að keppnistímabilið sé búið að vera ansi langt. „Börsungar ein- faldlega betri“ „BÖRSUNGARNIR voru einfaldlega betri, ég held að ég verði að segja að þeir eigi titilinn skilinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, lands- liðsmaður í handknattleik, en lið hans Ciudad Real tapaði fyrir Barcelona í uppgjöri toppliðanna í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik á heimavelli Ciudad á sunnudaginn. Með sigrinum tryggðu Börsungar sér meistaratitilinn en Ciudad Real nægir sigur á móti Altea í lokaumferðinni um næstu helgi til að hreppa annað sætið. Rúnar Sigtryggsson og samherjar hans hjá Ciudad Real náðu ekki meistaratitlinum á Spáni ÖLL tíu liðin í úrvalsdeild karla í knattspyrnu náðu að skora í fyrstu umferð hennar sem lauk í gærkvöld. Það er einsdæmi frá því liðum í efstu deild hér á landi var fjölgað, í átta lið 1969-1970 og síðan í tíu lið 1976-1977. Síðast skoruðu öll liðin í fyrstu umferð árið 1964 en þá léku sex lið í efstu deild. Þá voru skoruð 18 mörk í þremur leikjum þann 20. maí. Keflavík vann Fram 6:5, KR vann Val 2:1 og ÍA vann Þrótt 3:1. Sautján mörk voru skoruð í leikjunum fimm í fyrstu umferð- inni nú, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Í fyrra voru gerð 2,99 mörk að meðaltali í hverjum leik deild- arinnar. Þetta er mesta marka- skor í fyrstu umferðinni í sjö ár, eða frá árinu 1996, en þá var skorað 21 mark. Þar af sjö á Kópavogsvelli þegar Fylkir vann Breiðablik, 6:1. Öll liðin skoruðu í fyrsta skipti frá árinu 1964 Viltu spila fótbolta í sól og sumarhita? Knattspyrnulið Einherja frá Vopnafirði auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem getur bæði spilað og þjálfað liðið í sumar. Áhugasamar hafi sambandi við Svövu Birnu Stefánsdóttur í síma 691 1342 eða Lindu Björk Stefánsdóttur í síma 861 2282.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.