Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild Þróttur R. – KR........................................ 1:2 Staðan: Fylkir 1 1 0 0 3:1 3 KA 1 1 0 0 3:2 3 KR 1 1 0 0 2:1 3 Valur 1 1 0 0 2:1 3 ÍA 1 0 1 0 1:1 1 FH 1 0 1 0 1:1 1 ÍBV 1 0 0 1 2:3 0 Þróttur R. 1 0 0 1 1:2 0 Grindavík 1 0 0 1 1:2 0 Fram 1 0 0 1 1:3 0 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 2 Jóhann Hilmar Hreiðarsson, Val............... 2 1. deild karla Afturelding – Víkingur R. ...................... 1:1 Ásbjörn Jónsson 63. (víti) – Höskuldur Ei- ríksson 23. Keflavík – Stjarnan ................................. 5:3 Stefán Gíslason 54. (víti), 84. (víti), Magnús S. Þorsteinsson 18., Adolf Sveinsson 76., Hafsteinn Rúnarsson 90. – Brynjar Sverr- isson 33., Valdimar Kristófersson 78., Vil- hjálmur R. Vilhjálmsson 81. (víti). Staðan: Keflavík 1 1 0 0 5:3 3 Haukar 1 1 0 0 3:2 3 Þór 1 1 0 0 2:1 3 Víkingur R. 1 0 1 0 1:1 1 Afturelding 1 0 1 0 1:1 1 HK 1 0 1 0 0:0 1 Leiftur/Dalvík 1 0 1 0 0:0 1 Njarðvík 1 0 0 1 2:3 0 Breiðablik 1 0 0 1 1:2 0 Stjarnan 1 0 0 1 3:5 0 2. deild karla ÍR – Fjölnir ............................................... 2:3 Gunnar Reynir Steinarsson, Óskar Al- freðsson – Pétur Björn Jónsson 2, Ívar Björnsson. Staðan: Völsungur 1 1 0 0 6:2 3 Víðir 1 1 0 0 4:1 3 Fjölnir 1 1 0 0 3:2 3 KS 1 1 0 0 2:1 3 Selfoss 1 0 1 0 1:1 1 Sindri 1 0 1 0 1:1 1 ÍR 1 0 0 1 2:3 0 Léttir 1 0 0 1 1:2 0 KFS 1 0 0 1 1:4 0 Tindastóll 1 0 0 1 2:6 0 Svíþjóð Hammarby – Gautaborg ..........................1:1 Landskrona – AIK ....................................1:2 Örgryte – Örebro ......................................2:0 Staðan: Djurgården 7 6 0 1 20:2 18 AIK 7 5 1 1 15:6 16 Hammarby 7 4 3 0 11:5 15 Helsingborg 6 3 2 1 8:6 11 Örebro 7 3 1 3 8:10 10 Malmö 7 2 3 2 11:9 9 Landskrona 7 2 3 2 9:8 9 Örgryte 7 2 2 3 9:12 8 Halmstad 6 2 1 3 9:11 7 Öster 6 2 1 3 5:7 7 Gautaborg 7 1 3 3 7:8 6 Sundsvall 7 1 3 3 6:10 6 Elfsborg 6 1 2 3 6:13 5 Enköping 7 0 1 6 3:20 1 KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeildin: Valbjarnarv.: Þróttur/Haukar – KR ........20 Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan................20 Hlíðarendi: Valur – FH..............................20 Bikarkeppni karla VISA-bikarinn: Fífan: HK 23 – Valur 23........................18.30 Borgarnes: Skallagrímur – ÍH..................20 Keflavík: Keflavík 23 – Þróttur R.............20 Grindavík: Grindavík 23 Fram 23.............20 Ólafsvík: Víkingur Ó. – ÍA 23 ....................20 KR-völlur: KR 23 – Afríka.........................20 Húsavík: Völsungur 23 – Snörtur .............20 ÍR-völlur: ÍR 23 – Deiglan.........................20 Djúpivogur: Neisti D. – Fjarðabyggð ......20 Ásvellir: Grótta – Haukar 23.....................20 Eyrarbakkav. Freyr – Breiðablik 23........20 Sandgerði: Reynir S. – FH 23 ...................20 Vilhjálmsv. Höttur – Einherji ...................20  23 segir að það séu ungmennalið félag- anna, lið skipuð leikmönnum undir 23 ára, sem leika. Í KVÖLD HELGI Valur Daníelsson leikur að öllu óbreyttu með Fylkismönnum í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í sumar. Fylkismenn hafa komist að sam- komulagi við enska félagið Peterborough, þar sem Helgi hefur verið á mála frá 17 ára aldri, um greiðslu til að fá hann lausan þaðan. Samningur Helga við Peterborough rennur út um næstu áramót. Helgi Valur er 21 árs miðjumaður og lék eitt tímabil með Fylki í úrvalsdeildinni, árið 2000, en þá var hann valinn efnilegasti leik- maður deildarinnar. Hann spilaði þó sinn fyrsta deildaleik með Árbæingum 17 ára gamall, í 1. deild árið 1998. Hann á að baki einn A-landsleik og 14 leiki með 21 árs landsliðinu, þar sem hann er enn gjaldgengur. Endanleg staðfesting frá Peterborough hafði ekki borist í gærkvöld en Ámundi Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, sagði að aðeins ætti eftir að ganga frá formsatriðum hjá Peterborough og síðan varðandi félagaskiptin. Helgi Valur á leið til Fylkis Með góðum markmanni er verkiðhálfnað í að byggja upp gott lið,“ sagði Sepp Maier, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands og Bayern München, sem er nú mark- varðaþjálfari Bæjara og þýska landsliðsins, er hann var spurður um mikilvægi þjálfun markvarða. Nú hefur Guðmundur Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, gefið út kennslumynd- band í þjálfun markvarða. Guð- mundur hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem einn besti markvarðaþjálfari hér á landi og hef- ur þjálfað markverði Fylkis, Breiða- blik, Víkinga, KR og landsliðsins, þar sem hann var aðstoðarmaður Atla Eðvaldssonar. Í myndbandinu er farið í ýmsar grunnæfingar í markvarðaþjálfun þar sem markverðirnir, Atli Knúts- son, Kjartan Sturluson og Þóra B. Helgadóttir sýna ásamt markvarða- þjálfaranum hvernig skal bera sig að. Þá er einnig farið á æfingu hjá landsliðinu í knattspyrnu, þar sem áhorfendur fengu tækifæri á að fylgjast með þeim Árna Gauti Ara- syni og Birki Kristinssyni í starfi og leik. Í fréttatilkynningu frá Guðmundi segir: „Þetta kennslumyndband er fyrir alla þjálfara og markmenn sem vilja bæta grunnþjálfun. Það er von mín að kennslumyndband þetta verði til þess að hjálpa markmönnum og þjálfurum að gera hlutina enn betri og að áhugi á faglegri þjálfun markmanna komi til með að aukast og skila árangri í komandi framtíð, því við þurfum að eignast betri markmenn.“ Nánari upplýsingar um mynd- bandið er að finna á www.axa.is. Morgunblaðið/Kristinn Landsliðsmarkverðirnir Birkir Kristinsson og Árni Gautur Arason teygja hér hendurnar í átt til himins ásamt Guðmundi Hreiðarssyni, markvarðaþjálfara og höfundi kennslumyndbandsins, á æfingu landsliðsins í knattspyrnu á Legia-leikvanginum í Varsjá í Póllandi. Myndband um þjálfun markvarða ÚRSLIT Keflvíkingar sóttu mun meira íupphafi leiksins og varði Bjarki Guðmundsson mjög vel í marki Stjörnunnar. Má segja að hann hafi haldið Stjörn- unni inni í leiknum á fyrstu 15 mínút- um leiksins. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Magnús Þorsteinsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, lék snyrtilega á Bjarka og skoraði í op- ið markið. Eftir markið sóttu Kefl- víkingar meira og stjórnuðu leikn- um. Á 33. mínútu komust Stjörnumenn í skyndisókn eftir sókn Keflvíkinga og braust Brynj- ar Sverrisson af harðfylgi framhjá varnarmönnum Keflavíkur og skoraði laglega framhjá Ómari Jó- hannssyni, markverði Keflavíkur, 1:1. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir þetta, en þó voru færi Keflvík- inga hættulegri. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og átti Hólmar Rúnarsson góðan skalla rétt framhjá marki Stjörn- unnar strax í upphafi. Á 53. mínútu braut Bjarki Guðmundsson, mark- vörður Stjörnunnar, á Herði Sveinssyni innan vítateigs og skor- aði Stefán Gíslason örugglega úr vítaspyrnunni, 2:1. Eftir þetta jafn- aðist leikurinn nokkuð. Á 76. mín- útu braut Valdimar Kristófersson á Magnúsi fyrir utan vítateig. Kefl- víkingar sendu boltann fyrir og þar var Adolf Sveinsson á fjærstöng og skallaði í markið framhjá Bjarka markverði, 3:1. Þá fór í hönd ótrúlegur leikkafli. Stjörnumenn fengu hornspyrnu og var Valdimar einn á auðum sjó og skoraði með fallegum skalla í mark Keflavíkur yfir Ómar markvörð, 3:2. Allt í einu voru Stjörnumenn inni í leiknum á ný. Ómar braut á leikmanni Stjörnunnar innan víta- teigs og skoraði Vilhjálmur Vil- hjálmsson úr vítaspyrnunni. Stað- an orðin 3:3. Skömmu síðar dæmdi Eyjólfur Ólafsson vítaspyrnu á ný og nú á Stjörnumenn, þegar Har- aldi Guðmundssyni var brugðið inni í teig. Stefán Gíslason skoraði aftur af miklu öryggi úr spyrnunni, 4:3. Keflvíkingar voru þá í væn- legri stöðu enda skammt til leiks- loka, en sagan var ekki öll. Í upp- bótartíma var boltanum stungið inn fyrir vörn Stjörnumanna og þar var Hafsteinn Rúnarsson einn á móti markverði Stjörnunnar sem kom engum vörnum við. Lokastað- an var því 5:3. Maður leiksins: Stefán Gíslason, Keflavík Fimm mörk í fjör- ugum lokakafla KEFLVÍKINGUM hefur verið spáð góðu gengi í fyrstu deildinni í sumar og þeir hófu keppni þar í gærkvöld með því að sigra Stjörn- una, 5:3, á heimavelli sínum. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og fengu áhorfendur mikið fyrir sinn snúð, sérstaklega á síðasta stundarfjórðunginum en þá voru skoruð fimm mörk. Atli Þorsteinsson skrifar Aðalfundur Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn í Fylkishöll þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis. Egill til Víkings EGILL Atlason gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Víkings í knattspyrnu. Egill, sem er 21 árs sóknarmaður, spilaði þrjá leiki í efstu deild með Fram í fyrrasumar en þá hóf hann tímabilið með Sindra í 1. deild og skoraði þar þrjú mörk í fjórum leikjum – þrennu í 3:2 sigri Hornafjarð- arliðsins á Breiðabliki. Áður hafði Egill spilað tíu leiki með KR-ingum í úrvalsdeild- inni. BJARNI Guðjónsson ritaði í gær nafn sitt undir samninginn við þýska knattspyrnufélagið Bochum að undangenginni ítarlegri læknis- rannsókn. Samningur Bjarna við Bochum gild- ir til ársins 2006 en með félaginu leikur sem kunngt er eldri bróðir hans, Þórður Guðjóns- son. Bjarni hefur leikið með Stoke í rúm þrjú ár en þeir bræður spiluðu áður saman með Genk í Belgíu. Þórður, sem gekk í raðir Bochum í júní í fyrra og gerði þriggja ára samning, hefur framlengt samning sinn við þýska liðið um eitt og gildir samningurinn til júní 2006. Bochum er í 10. sæti fyrir lokaumferðina sem leikin verður um næstu helgi og með sigri á 1860 München hafa liðin sætaskipti. Tap get- ur hins vegar þýtt að Bochum endi í 13. sæti. Bjarni samdi og Þórður framlengdi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjarni Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.