Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EIGNARHALDSFÉLAGIÐFAD 1830 ehf. hefur keypt70,93% hlutafjár í OlíuverzlunÍslands hf., Olís, af Hydro
Texaco A/S og Keri hf., sem eiga ekki
hlut í Olís eftir viðskiptin. Gengi bréf-
anna í viðskiptunum var 10, og verð
þessara 70,93% er því tæpir 4,8 millj-
arðar króna. Síðasta viðskiptagengi fyrir
þessi viðskipti var 10,20.
Í samræmi við lög um yfirtökuskyldu
mun FAD 1830 gera öðrum hluthöfum
Olís yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu
og mun það einnig miðast við gengið 10.
Verðmæti félagsins alls á þessu gengi er
6,7 milljarðar króna. Landsbankinn ann-
ast fjármögnun kaupanna og að þeim
loknum er stefnt að afskráningu Olís úr
Kauphöll Íslands.
Eigendur eignarhaldsfélagsins FAD
1830 eru Einar Benediktsson, forstjóri
Olís, og Gísli Baldur Garðarsson, stjórn-
arformaður félagsins. Auk þeirra standa
að kaupunum þrír framkvæmdastjórar
félagsins, þeir Einar Marinósson, Jón
Ólafur Halldórsson og Samúel Guð-
mundsson.
Eignarhald hefur lengi
verið samþjappað
Einar Benediktsson segir að eignar-
hald að félaginu hafi verið samþjappað
um langt skeið, markaður með bréfin
hafi verið óvirkur og félagið hafi verið
nærri því að uppfylla ekki reglur kaup-
hallarinnar um skráningarhæfi. „Það hef-
ur því legið í loftinu að við kynnum að
þurfa að afskrá félagið án tillits til þess-
ara kaupa,“ segir hann.
Einar segir frumkvæðið hafa komið
frá kaupendunum, sem hafi starfað hjá
félaginu í um eða yfir áratug. Þeir hafi
haft trú á að hreyfing kynni að komast á
eignarhaldið og hafi látið í ljós við eig-
endurna að þeir hefðu áhuga á að kaupa
ef að vilji væri til þess að selja.
„Sú staða kom upp fyrir örfáum dög-
um að stærstu hluthafarnir ljáðu máls á
þessum kaupum og voru tilbúnir til að
styðja stjórnendurna til að takast á við
þetta verkefni. Hins vegar er það auðvit-
að ljóst að við hefðum aldrei getað gert
þetta nema með góðum stuðningi Lands-
bankans sem sýnir okkur mikið traust
með fjármögnun kaupanna. Þetta gerðist
aftur á móti svo hratt að við eigum eftir
að vinna úr málinu að öðru leyti,“ segir
Einar. „Landsbankinn hjálpar okkur að
standa skil á greiðslunum í fyrstu um-
ferð, en síðan er það okkar að vinna úr
því með hvaða hætti við ljúkum málinu
og hverjir koma hugsanlega að því með
okkur á síðari stigum.“ Spurður að því
hvort gripið verði til hagræðingarað-
gerða til að standa straum af kaupunum
segir Einar að samhliða kaupum sem
þessum séu öll hagræðingartækifæri
skoðuð. Ákveðnar hugmyndir séu uppi,
en ekkert hafi verið ákveðið enda hafi
þetta borið brátt að. Þá segir hann að
efnahagur félagsins sé sterkur og það
eigi meðal annars eignarhluti í öðrum fé-
lögum fyrir um 2,3 milljarða króna, sem
hægt sé að losa um að einhverju marki.
Ekki miklar breytingar
á olíumarkaðnum
Einar segist aðspurður ekki eiga von á
að miklar breytingar verði á olíumark-
aðnum í kjölfar þessara viðskipta. Hann
segir engar sérstakar breytingar áform-
aðar á rekstri félagsins, en haldið verði
áfram að efla starfsemina.
Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers,
segir að forstjóri og stjórnarformaður
Olís hafi leitað til Kers um kaup á bréf-
um Kers í Olís eftir að hafa tryggt sér
bréf Hydro Texaco í félaginu. Ker hafi
tekið þessu vel enda hafi verðið verið
hagstætt. Þá sagði hann að miklu skipti
að rekstur Olíudreifingar, sem er í eigu
Olís og Olíufélagsins, verður með
óbreyttu sniði.
Bókfærður söluhagnaður Kers vegna
sölu á 35,5% hlut félagsins í Olís er um
1,2 milljarðar króna.
Neikvæð áhrif á
hlutabréfaviðskipti
Már Wolfgang Mixa, forstöðumaður
SPH Verðbréfa, segir að afskráning Olís
muni hafa neikvæð áhrif á hlutabréfa-
viðskipti í Kauphöllinni. Hann segir að
eftir afskráningu Olís verði Skeljungur
eina olíufélagið sem eftir verði í Kaup-
höllinni og hugsanlegt sé að það verði
einnig afskráð. Afskráningarnar fækki
kostum fjárfesta, þær verði til þess að
Stjórnendu
Stjórnendur Olís hafa keypt 71%
hlutafjár í félaginu og munu gera
tilboð í afganginn. Samtals er
verðmætið 6,7 milljarðar króna.
Gísli Baldur
Felixson fun
Höfuðstöðva
KAUPIN á Olís nú eru ekki fyrstu
kaupin á félaginu sem bera brátt að.
Undir árslok 1986 keypti Óli Kr. Sig-
urðsson, sem þá rak Heildverslunina
Sund hf. og hafði skömmu áður keypt
Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi, um
70% hlut í Olís.
Kaup Óla voru þó ólík þeim sem nú
eiga sér stað því Óli stóð utan félags-
ins en starfaði ekki fyrir það eins og
núverandi kaupendur. Óli keypti Olís
síðustu helgina í nóvember árið 1986
og mánudaginn 1. desember var hann
mættur til starfa á skrifstofu félags-
ins. Undirbúningur að kaupsamningi
hafði hafist fáeinum dögum áður en
kaupin áttu sér stað og þar sem leynd
hvíldi yfir undirbúningnum komu
kaupin flestum í opna skjöldu.
Orðrómur
um sjóði Olís
Í bókinni Þeir létu dæluna ganga –
saga Olís í 75 ár, 1927–2002, eftir Hall
Hallsson, kemur fram að sú saga hafi
komist á kreik að Óli hafi greitt
fyrstu útborgun úr sjóðum félagsins
sjálfs. Í bókinni segir að svo rammt
hafi kveðið að þessum orðrómi að
tveimur árum eftir að kaupin áttu sér
stað hafi tveir endurskoðendur gefið
út yfirlýsingu um að Óli hefði sjálfur
staðið skil á fyrstu greiðslu.
Meðal annars vegna vangaveltna
um fjármögnun kaupanna vöktu þau
mikla athygli. Athyglin stafaði þó
einnig af því að kaup sem þessi voru
afar fátíð hér á landi á þessum tíma
en ekki síður af því að Óli þótti
óvenjulegur kaupsýslumaður. Hann
sagði sjálfur frá því að honum líkaði
ekki setan við forstjóraskrifborðið og
það þótti fréttnæmt þegar hann af-
greiddi sjálfur bensín á bíla af dælum
Olís.
Fyrsta skráða
hlutafélagið
Olís komst oft í fréttir á næstu ár-
um, meðal annars vegna fjárhags-
stöðu félagsins og samninga við helsta
viðskiptabanka þess, Landsbankann.
Úr þeim málum greiddist smám sam-
an og árið 1989 kom nýr eigandi að
félaginu, Texaco, sem keypti 30%
hlut. Ári síðar varð Olís fyrst ís-
lenskra hlutafélaga til að skrá bréf
sín á Verðbréfaþingi, sem nú heitir
Kauphöll Íslands. Seld voru 8,9% af
hlutabréfum félagsins, eftirspurn var
mikil og útbo
Um mitt ár
urðsson bráð
gamall. Gunn
Óla, sem þá f
inu, vildi síða
Benediktsson
Síldarútvegs
Það var samþ
hann gegnt s
Áhu
Árin 1993 o
feðgar, sem r
fyrirtæki Kan
hlut Gunnþór
adamannann
þessum árum
Olís kemur fr
ekki viljað se
lendinga og e
kaupum. Árið
Olíufélaginu
Olís.
Í sögu Olís
tökutilraunum
hafi fjárfestin
verið orðinn
bæði í Olís og
raunir gengu
Áralöng átök um Olís
HLUTVERK LÍFEYRISSJÓÐA
Lífeyrissjóðirnir gegna mikil-vægu hlutverki í íslensku sam-félagi. Í mörgum ríkjum Evr-
ópu er framtíð lífeyrismála eitthvert
viðkvæmasta pólitíska deiluefnið og
víða ríkir óvissa um hvort hægt verði
að standa við lífeyrisskuldbindingar í
framtíðinni. Þetta á ekki síst við þar
sem saman fer gegnumstreymiskerfi
varðandi lífeyrisgreiðslur og ört lækk-
andi hlutfall fólks á vinnumarkaði.
Þjóðir Evrópu eru að eldast ört og því
stöðugt fleiri sem þiggja lífeyris-
greiðslur en færri er standa undir
greiðslum í lífeyrissjóðina. Mikið at-
vinnuleysi í mörgum ríkjum ýtir enn
frekar undir þessa þróun.
Hér á landi hefur tekist að byggja
upp kerfi öflugra sjóða, sem með fjár-
festingum sínum eiga að geta staðið
undir greiðslum til lífeyrisþega í fram-
tíðinni ef skynsamlega er haldið á mál-
um. Það er hins vegar mikilvægt að
sjóðirnir haldi áfram að eflast. Þótt ís-
lenska þjóðin sé ekki að eldast jafn ört
og margar Evrópuþjóðir horfum við
engu að síður fram á að auknar lífs-
líkur Íslendinga munu kalla á enn rík-
ari kröfur um arðsemi lífeyrissjóð-
anna í framtíðinni. Um síðustu áramót
tóku til dæmis gildi nýjar líkindatöflur
um lífslíkur Íslendinga er byggja á
reynslu áranna 1996–2000. Sam-
kvæmt þeim aukast heildarskuldbind-
ingar lífeyrissjóðanna um 2% að með-
altali.
Heildareignir lífeyrissjóðanna eru
nú hátt í sjö hundruð milljarðar króna
og lífeyrissjóðirnir eru fyrirferðar-
miklir í fjárfestingum í Kauphöll Ís-
lands. Samkvæmt lögum má hluta-
bréfaeign lífeyrissjóða ekki fara yfir
50% af heildareignum þeirra en engu
að síður er um gríðarlega fjármuni að
ræða. Sjóðirnir eru nú þegar meðal
stærstu eigenda í mörgum skráðum
félögum og búast má við að hlutur líf-
eyrissjóðanna eigi enn eftir að aukast
þegar fram líða stundir. Í því ljósi er
mikilvægt og tímabært að fram fari
umræða um það hvert hlutverk sjóð-
anna eigi að vera á markaði.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
víkur að þessu í viðtali við Morgun-
blaðið síðastliðinn sunnudag. Þar seg-
ir Gunnar Páll m.a.: „Það hefur verið
meira um það í Evrópu að starfsmenn
eða stéttarfélög eigi fulltrúa í stjórn. Í
Þýskalandi hefur verið umræða um
launþegalýðræði. Það má segja að það
sé rökrétt þróun út frá kenningum
Karls Marx. Það gengur út á að laun-
þegar eigi rétt á sanngjarnari skipt-
ingu á afrakstri atvinnulífsins. Hér á
landi höfum við jafnvel enn sterkari
stöðu vegna þess að við komum beint
að stjórnum lífeyrissjóðanna, sem eiga
um 13% af hlutafé, sem skráð er í
Kauphöll Íslands. Ég tel að við eigum
að axla hluthafaskyldur okkar. Það
felst í orðinu hluthafi að vera ekki
hlutlaus. Við höfum lítið gert af þessu
hingað til og erum að feta okkur
áfram. Og þá koma upp ýmis sið-
fræðileg álitamál. Eiga fulltrúar laun-
þega að skipta sér af öllum málum?
Eiga þeir t.d. að fjalla um laun for-
stjóra eða eiga aðeins fulltrúar vinnu-
veitenda eða aðrir í stjórn að fjalla um
þau. Við eigum eftir að þróa okkar af-
stöðu til þess á næstu árum, en ég held
að við eigum að koma þarna inn og
tryggja betra siðgæði og meiri fag-
mennsku í stjórnun á fyrirtækjum.“
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, gerði stjórnarsetu fulltrúa
lífeyrissjóðanna einnig að umtalsefni í
nýliðinni kosningabaráttu. Á fundi í
apríl sagði Halldór: „Ég tel almennt
að lífeyrissjóðirnir eigi að hafa sem
minnst afskipti af stjórnum fyrirtækja
og er þeirrar skoðunar að stjórnar-
menn í lífeyrissjóðunum eigi alls ekki
að sitja í stjórnum fyrirtækja sem líf-
eyrissjóðirnir eiga aðild að.
Ef lífeyrissjóðir telja nauðsynlegt
að gæta hagsmuna sinna í stjórn fyr-
irtækja, sem ég tel að þeir eigi að forð-
ast og að þeir eigi fyrst og fremst að
eiga í fyrirtækjum á almennum mark-
aði, sem er vel stjórnað og þar sem líf-
eyrissjóðirnir treysta stjórnendum
þeirra, þá eigi í slíkum undantekning-
artilvikum að tilnefna utanaðkomandi
aðila, með sérfræðiþekkingu á við-
komandi sviði.“
Þetta eru hvoru tveggja athyglis-
verð sjónarmið. Á næstu árum er fyr-
irsjáanlegt að lífeyrissjóðum fækkar
og þeir verða stærri. Þetta kom meðal
annars fram í framtíðarsýn þeirri er
stjórn Landssambands lífeyrissjóð-
anna kynnti í lok síðasta árs. Þar kem-
ur fram að óhjákvæmilegt er að sjóð-
unum fækki verulega vegna aukinnar
kröfu um áhættudreifingu og stærð-
arhagkvæmni. Nú þegar nema heild-
areignir stærstu sjóðanna á annað
hundrað milljarða.
Það blasir við að lífeyrissjóðirnir
gætu haft mikil áhrif á markaði ef þeir
beita valdi sínu sem hluthafar með
virkum hætti. Þetta vekur hins vegar
einnig upp spurningar um það, hvern-
ig forysta lífeyrissjóðanna er valin.
Morgunblaðið hefur um árabil talið
eðlilegt að stjórnir sjóðanna verði
kjörnar með lýðræðislegum hætti af
félagsmönnum sínum en ekki skipaðar
af atvinnurekendum og stéttarfélög-
um í sameiningum.
Raunar má spyrja hvort eðlilegt
geti talist að fulltrúar atvinnurekenda
hafi áhrif á hvernig stjórn lífeyrissjóð-
anna er háttað. Það fé sem þar er í
vörslu er í eigu félagsmanna, launþega
í landinu. Þó svo að hluti framlags í líf-
eyrissjóðina sé greitt beint af vinnu-
veitendum er í raun einungis um hluta
af umsömdum kjörum að ræða.
Það hlýtur að mörgu leyti að teljast
eðlilegt að lífeyrissjóðirnir, sem eiga
jafnríkra hagsmuna að gæta og raun
ber vitni, vilji standa vörð um þá hags-
muni með beinum hætti. Jafnframt
hlýtur það að vera eðlileg krafa af
hálfu félaga í lífeyrissjóðunum að þeim
gefist kostur á að velja sína fulltrúa í
stjórnir sjóðanna.
Ef lífeyrissjóðirnir fara að beita sér
í auknum mæli er mikilvægt að fram
fari umræða um aukið lýðræði innan
þeirra sjálfra. Er til dæmis eðlilegt að
starfsmenn lífeyrissjóðanna veljist til
stjórnarsetu í fyrirtækjum? Er eðli-
legt að tímamörk verði á stjórnarsetu í
lífeyrissjóðum til að tryggja nauðsyn-
lega breidd og ný viðhorf? Hlutur líf-
eyrissjóðanna í viðskiptalífinu á vafa-
lítið að aukast vegna þeirra miklu
fjármuna sem þeir hafa í umsýslu
sinni. Til að koma í veg fyrir deilur og
hagsmunaárekstra er nauðsynlegt að
sjóðsfélagar, launþegar í landinu, ráði
úrslitum um það hvernig þeir beita
sér.