Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 21
KARL Njálsson í Garði hefur
ákveðið að hætta fiskverkun 1. júlí
næstkomandi. Hefur hann sagt upp
öllu starfsfólki sínu en hyggst gera
áfram út bátinn Röstina. Þá heldur
hann eignum fiskverkunarinnar og
vonast til að synir hans, Arnar og
Karl, vinni þar fisk áfram.
„Jú, þetta er orðin harðari grein
en áður. En ég hætti ekki þess
vegna,“ segir Karl Njálsson þegar
hann er spurður um ástæður þess að
hann hefur ákveðið að hætta fisk-
verkun. „Ég hóf þennan rekstur í
byrjun árs 1961 og er því á 43. árinu.
Ég er nýlega orðinn 67 ára og finnst
kominn tími til að breyta til. Ég ætla
að gera bátinn út áfram og eiga hús-
in. Strákarnir hafa verið með mér
lengi og þeim stendur til boða að fá
húsin til að taka upp þráðinn en þeir
verða auðvitað að ákveða það sjálfir
og reka starfsemina á sína eigin
ábyrgð. Ég finn að þetta er eina
leiðin til þess að ég geti losnað frá
þessu sjálfur,“ segir Karl.
Ekki blásið fyrirtækið út
Karl vann við akstur áður en hann
fór út í fiskverkun og útgerð. Hann
ók vörubifreið og síðar leigubíl á Að-
alstöðinni í Keflavík. Í ársbyrjun
1961 tók hann á leigu fiskverk-
unarhús í Garði og keypti trillu. Síð-
an byggði hann smám saman yfir
fyrirtækið. Fyrir áratug var stofnað
einkahlutafélag um reksturinn, Karl
Njálsson ehf.
Framleiðsla á saltfiski hefur
lengst af verið uppistaðan í starf-
seminni en einnig hefur fiskur verið
þurrkaður og verkaður í skreið. Þá
hefur fyrirtækið aðstöðu til að
frysta fisk og hefur hún stundum
verið nýtt. Undanfarin ár hefur ver-
ið unnið úr um 1500 tonnum af fiski
á ári.
Hann hefur verið með 12–14
starfsmenn í landi og 7–8 á sjó allt
árið. Starfsmenn hafa verið fleiri á
háannatímum. En nú eru örfáir eftir
og þeir síðustu hætta 1. júlí næst-
komandi.
Karl hefur verið farsæll í þessum
rekstri og viðurkennir að það hafi
reynst vel að hafa sveigjanlegt og
ekki of stórt fyrirtæki. „Kúnstin er
að synda rétt í gegn um þetta allt
saman og það hefur tekist. Það hafa
aldrei verið nein stór vandamál í
þessu fyrirtæki, þótt stundum hafi
gefið á bátinn. Þetta hefur alltaf
gengið vel, bara misvel,“ segir Karl.
Hann segir ómetanlegt að hafa gott
starfsfólk og viðskiptamenn. Þannig
hafi fólkið haldið tryggð við fyr-
irtækið, sá sem lengst hefur verið
hefur starfað hjá Karli í 38 ár. Þá
hefur hann verið í samvinnu við
sömu útgerðarmennina í áratugi,
Hafnarberg RE hefur verið í við-
skiptum við hann í yfir þrjátíu ár og
Freyja GK í tuttugu ár.
„Ég byggði þetta fyrirtæki upp til
að sjá mér og fjölskyldu minni far-
borða og ekki verið að blása það út
þótt tækifæri hafi gefist til þess.
Þess vegna hafa ekki orðið stórar
niðursveiflur hjá mér.“
Ákveðinn léttir
Karl er í jakkafötum þegar blaða-
maður hitti hann í fiskverkuninni en
er þó að setjast undir stýri á fisk-
flutningabílnum til að aka tilbúnum
saltfiski til Reykjavíkur. Hann seg-
ist ganga í öll störf í fyrirtækinu en
sé í jakkafötunum vegna þess að
hann hafi verið að koma af stjórn-
arfundi í Sparisjóðnum í Keflavík. Á
hann hafa hlaðist ýmis trúnaðar-
störf. Hann var lengi í stjórn SÍF hf.
og Aðalstöðvarinnar í Keflavík enda
var hann stór hluthafi í báðum fyr-
irtækjunum, einnig hefur hann verið
í stjórnum ýmissa dótturfélaga SÍF,
í Lífeyrissjóði Suðurnesja, Skipa-
afgreiðslu Suðurnesja og vinnuveit-
endafélaginu.
Ekki segist hann vera að setjast í
helgan stein, þótt hann hætti sjálfur
fiskverkun. Eins og fyrr segir von-
ast hann til að Arnar og Njáll, synir
hans, nýti húsin til að verka fisk og
hann ætlar að gera bátinn út áfram.
Segist raunar ekki hafa kvóta til að
gera hann út allt árið og verði því að
leggja honum fram á haust. „En
vissulega er það ákveðinn léttir að
hafa tekið þessa ákvörðun, þetta
hefur verið sama rútínan í í 43 ár,“
segir Karl Njálsson.
Karl Njálsson hættir fiskverkun eftir 43 ára starf en vonar að synir hans hefji verkun í húsunum
Alltaf gengið vel
– bara misvel
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Karl Njálsson hefur saltað fisk samfleytt í 43 ár og finnst kominn tími til að hætta. Hann heldur áfram að gera út.Flatti þorskurinn fer beint í pækil.
Garður
FJÖLMENNI var í Safnaðarheim-
ilinu í Sandgerði um helgina þegar
söngsveitin Víkingar hélt síðari
vortónleika sína.
Með tónleikunum lauk níunda
starfsári Víkinganna en hún er
skipuð 26 karlmönnum af Suð-
urnesjum. Þeir hafa sungið víða í
vetur, meðal annars með Kvenna-
kór Suðurnesja og í þættinum
Söngvar í sýslum landsins. Söng-
stjóri Víkinganna er Sigurður Sæv-
arsson og harmonikkuleikur var í
höndum Einars Gunnarssonar.
Söngsveitin fékk góðar undir-
tektir á tónleikunum í Safnaðar-
heimilinu. Þegar Víkingarnir höfðu
sungið tvö aukalög fóru þeir ásamt
tónleikagestum út í góða veðrið og
sungu fjögur aukalög til viðbótar
við góðar undirtektir.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Víkingarnir luku starfsárinu með því að syngja nokkur aukalög fyrir utan Safnaðarheimilið í Sandgerði.
Aukalögin sungin úti við
Sandgerði
REYKJANESBÆR vinnur að
því að tryggja sér aðild að for-
kaupsrétti sem landeigendur
Ytri-Njarðvíkur I hafa að
landi þar sem verið er að
skipuleggja nýtt íbúðarhverfi,
Hlíðahverfi.
Varnarliðið skilaði á síðasta
ári til ríkisins landi sem það
var hætt að nota á Neðra-
Nikelsvæði í Njarðvík.
Reykjanesbær vinnur að gerð
deiliskipulags fyrir íbúðar-
hverfi á hluta þess, þeim hluta
sem leyfilegt er að nota til
íbúðarbygginga, og nefnir
Hlíðahverfi. Jafnframt hefur
því verið lýst yfir af hálfu rík-
isins að landið verði selt.
Samþykkt
samhljóða
Landeigendur í Ytri-Njarð-
vík eiga forkaupsrétt að land-
inu þegar til sölu kemur. Bæj-
aryfirvöld í Reykjanesbæ hafa
áhuga á að geta úthlutað
þarna lóðum og vinna að
samningum um að tryggja sér
aðild að forkaupsrésttinum
með samningum við landeig-
endafélagið. Drög að þessum
samningum voru samþykkt
samhljóða á síðasta fundi bæj-
arráðs.
Væntanlegt Hlíða-
hverfi á Nikelsvæði
Bærinn
fær aðild
að for-
kaupsrétti
Njarðvík
HREINSUNDARDAGAR hófust í
Reykjanesbæ í gær og standa fram á
mánudag í næstu viku.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar
Reykjanesbæjar veita bæjarbúum
aðstoð við að fjarlægja rusl. Úr-
gangnum þarf að koma fyrir utan
lóðarmarka og láta vita á þjónustu-
miðstöð. Tekið er fram að nauðsyn-
legt er að flokka allt rusl.
Reykjanesbæ er skipt í hverfi. Í
dag og á morgun verður til dæmis
hreinsað rusl í mið- og suðurhluta
Keflavíkur og á fimmtudag og föstu-
dag í Njarðvík, í tveimur hlutum.
Átakinu lýkur í Höfnum næstkom-
andi mánudag.
Hreinsun-
ardagar
í þessari
viku
Reykjanesbær