Morgunblaðið - 20.05.2003, Page 13

Morgunblaðið - 20.05.2003, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐ þess 38,84% hlutar í Baugi Group, sem Mundur ehf. hefur til- kynnt um áfom um að gera tilboð í, er um 10,1 milljarður króna. Mundur ehf., er í eigu Fjárfest- ingafélagsins Gaums og tengdra að- ila, Kaupþings banka, Eignarhalds- félagsins Vors, Eignarhaldsfélags- ins ISP og Ingibjargar Pálma- dóttur. Félagið hefur eignast 61,16% hlutafjár í Baugi Group og hefur tilkynnt um áform um að gera öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra á genginu 10,85. Aðalfundi frestað Aðalfundi Baugs Group sem halda átti í dag hefur verið frestað. Í tilkynningu frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni félagsins, segir að fundinum hafi verið frestað vegna tilkynningar um væntanlegt yfir- tökutilboð nokkurra aðila á hlutafé félagsins. Jafnframt kemur fram að aðal- fundurinn verði haldinn fyrir lok júní samkvæmt samþykktum fé- lagsins. Hreinn Loftsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að senda yfirtökutilboðið út í þess- ari viku. Yfirtökuferlið taki fjórar vikur og að því loknu verði aðal- fundurinn haldinn. Það muni svo koma í hlut nýrrar stjórnar að óska eftir afskráningu félagsins. Tíu millj- arðar fyrir minnihluta í Baugi FARÞEGAR í millilandaflugi Icelandair voru um 8,8% færri í apríl á þessu ári en í sama mán- uði í fyrra. Farþegum fækkaði yfir Norður Atlantshaf en fjölg- aði hins vegar til og frá Íslandi. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fækkun farþega Ice- landair sé eingöngu á Norður- Atlantshafsmarkaðnum, en þar hafi farþegum félagsins fækkað um liðlega 26%. Segir að minni eftirspurn megi meðal annars rekja til afleiðinga Íraksstríðsins og ótta við bráðalungnabólgu- faraldur. Farþegum til og frá Ís- landi fjölgaði hins vegar í apríl um 4,5% frá fyrra ári. Sætafram- boð Icelandair í apríl var 4,7% minna en í sama mánuði 2002 og sætanýting versnaði því um 4,8%. Á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins fækkaði farþegum Icelandair um rúm 10%. Það er eingöngu rakið til tæplega 30% fækkunar Norður-Atlantshafsfarþega. Far- þegum til og frá Íslandi fjölgaði um 3,9% fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Sætanýting fyrstu þrjá mán- uði ársins versnaði um 6%. Hlutfall farþega Icelandair, sem ferðast með félaginu á leið- um til og frá Íslandi, var um 67% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en um 58% á sama tímabili 2002. Fjölgun farþega með Flugfélagi Íslands Farþegar sem ferðuðust með Flugfélagi Íslands voru um 3,4% fleiri í apríl á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Hefur þeim fjölg- að um tæp 7% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömuleiðis batnað. Farþegar Flugfélags Íslands fyrstu fjóra mánuði ársins voru tæplega 82 þúsund, en voru liðlega 76 þús- und á sama tímabili í fyrra. Í apríl 2003 fluttu Flugleiðir Frakt 2.362 tonn, sem er 6,7% aukning frá apríl í fyrra. Flutn- ingar félagsins fyrstu fjóra mán- uði ársins voru um 8.939 tonn, sem er 4,4% minna en á sama tímabili í fyrra. Framleiðsla og nýting hjá dótturfélögum Flugleiða Farþegum í millilanda- flugi fækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.