Morgunblaðið - 04.06.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐRÆÐUR UM BÓKUN
Von er á varautanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Elizabeth Jones, til
landsins á morgun. Mun hún ræða
bókun um framkvæmd varnarsamn-
ingsins við Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra.
Ekki áhugi á sameiningu
Fyrirhuguðum fundi átta lífeyr-
issjóða, þar sem ræða átti hug-
myndir Framsýnar um sameiningu
sjóðanna, var aflýst þegar ekki
reyndist vera áhugi á hugmyndinni.
Ólga í Garðabæ
Um hundrað manns sátu borg-
arafund í Garðabæ um gerð hljóð-
manar á milli Silfurtúns og Hafn-
arfjarðarvegar. Íbúar á svæðinu
voru óhressir með að ekki hefði verið
haft samráð við þá áður en fram-
kvæmdin hófst. Mikil ólga var meðal
fundarmanna og þurfti Ásdís Halla
Bragadóttir bæjarstjóri ítrekað að
biðja fundarmenn um að sýna sér-
fræðingi, sem kynnti skýrslu um
hljóðmengun, þá sjálfsögðu kurteisi
að hafa hljótt meðan hann kláraði
mál sitt.
Hafna ofbeldisverkum
Arabaleiðtogar hétu því á fundi
með George W. Bush Bandaríkja-
forseta í gær að berjast gegn hryðju-
verkastarfsemi í Mið-Austurlöndum
og sögðust hafna „ofbeldi í öllum
myndum“. Bush ræðir í dag við for-
sætisráðherra Ísraels og palestínsku
heimastjórnarinnar í Jórdaníu.
Telur samkeppni raskað
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur úrskurðað að fisk-
kvótar, sem héraðsstjórnir Orkneyja
og Hjaltlands hafa keypt og leigt
heimamönnum, samræmist ekki
reglum um innri markað sambands-
ins.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Þjónustuaðili fyrir öryggis- og
þjófavarnarbúnað frá DIRECTED.
VIPER á Íslandi
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
TRANSPORTER Í POZNAN
VÉLHJÓLAÞOLAKSTUR
UMHIRÐA Á RAFGEYMUM
PORSCHE CARRERA GT
BÍLASALAN EYKST
SMÁDÆLDIR LAGAÐAR
REYNSLUEKIÐ
FIAT STILO-LANGBAK
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
PATREKUR HÖFÐAR MÁL GEGN ÞÝSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDINU / B8
DUNCAN Ferguson, leikmaður Everton í
ensku úrvalsdeildinni, var í gær úrskurðaður
í þriggja leikja bann af enska knattspyrnu-
sambandinu. Ferguson gaf Jóhannesi Karli
Guðjónssyni, leikmanni Aston Villa, ljótt oln-
bogaskot í leik Everton og Aston Villa á Go-
odison Park heimavelli Everton í apríl. Dóm-
ari leiksins, Graham Poll, missti af brotinu
en nú hefur sérstök nefnd skoðað atvikið og
ákveðið að veita Ferguson þriggja leikja
bann.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmanni
er refsað eftir viðskipti sín við Jóhannes
Karl Guðjónsson, því Christophe Dugarry
fékk í maí mánuði peningasekt fyrir að
hrækja á Skagamanninn.
Ferguson í bann
fyrir brot á
Jóhannesi Karli
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona
úr FH, „sat föst“ á Heathrow-
flugvelli í Lúndunum allan mánu-
daginn á leið sinni á Smáþjóðaleik-
ana – eftir að hafa komið þangað
með flugi frá Bandaríkjunum.
Silja átti að fljúga frá Heathrow til
Möltu, en þar sem hún var ekki
með flugmiða báðar leiðir var
henni meinað að fara með þeirri
vél sem hún átti að fara með. Silja
kemur með íslenska íþróttahópn-
um til Íslands beint frá Möltu og
var því ekki með miða til baka í
farteskinu. Eftir langa bið, mörg
símtöl fram og aftur á milli
manna, fékk Silja að fljúga frá
Heathrow seint á mánudags-
kvöldið eftir að ljósrit hafði verið
tekið af miða hennar og menn ver-
ið sannfærðir um að Silja myndi
snúa til baka frá Möltu. Kom hún
til móts við íslenska hópinn á
Möltu þegar nokkuð var liðið á að-
faranótt þriðjudagsins og fékk því
stuttan svefn. Silja keppti í 100 m
hlaupi í gær og í undanrásum í 400
m hlaupi og lét röskun ferðaáætl-
unarinnar ekki hafa áhrif á sig.
Silja lenti í
vandræð-
um í Lund-
únum
ÓLAFUR Stefánsson var kvaddur
af stuðningsmönnum þýska hand-
knattleiksliðsins Magdeburg á
sunnudag en þá var settur upp sér-
stakur kveðjuleikur fyrir Ólaf og
þrjá aðra leikmenn sem eru á för-
um frá félaginu, Christian Gaudin,
Sven Liesegang og Uwe Mauer.
8.000 áhorfendur mættu í Bördel-
andhalle-höllina í Magdeburg og
hylltu Ólaf sérstaklega en Ólafur
hefur átt stóran þátt í velgengni
Magdeburg undanfarin ár en er nú
á förum til spænska liðsins Ciudad
Real.
Leikurinn, sem settur var upp,
var á milli Magdeburgarliðsins
sem hampaði EHF-meistaratitl-
inum árið 1999 og liðsins í dag.
Ólafur lék með fyrrnefnda liðinu
en leiknum lyktaði með jafntefli
50:50.
Ólafur var leystur út með gjöf-
um, risastór keppnistreyja með
nafni hans var hengd upp í höllinni
og er hann sjöundi leikmaður
Magdeburg frá upphafi sem verð-
ur þess heiðurs aðnjótandi.
Ólafur
kvaddur í
Magdeburg
Það var fyrir löngu búið aðákveða að gefa Óla frí frá
þessu verkefni og þar sem hann er
ekki með sem og Patrekur Jóhann-
esson, Sigurður Bjarnason, Sigfús
Sigurðsson, Gústaf Bjarnason, og
Heiðmar Felixson fá ungu menn-
irnir gott tækifæri til að sýna sig og
sanna. Þeir öðlast reynslu og við
fáum að sjá meiri breidd hjá okkur,“
sagði Einar Þorvarðarson, aðstoð-
arþjálfari íslenska landsliðsins, við
Morgunblaðið í gær. Landsliðshóp-
urinn hélt utan í gærmorgun og á
Spáni kemur Rúnar Sigtryggsson
til móts við liðið en hann tók ekki
þátt í leikjum við Dani um nýliðna
helgi. Óvíst var hvort Jaliesky
Garcia gæti farið með vegna meiðsl-
anna sem hann hlaut í síðari leikn-
um við Dani en að sögn Einars Þor-
varðarsonar var ákveðið að Garica
færi með.
„Garcia er ekki í góðu standi og
hann verður örugglega ekki með í
leiknum við Katalóníuliðið. Það
verður svo bara að koma í ljós hvort
hann getur spilað á mótinu í Belgíu
en hann mun verða í stöðugum með-
ferðum hjá okkar læknum og nudd-
ara,“ sagði Einar við Morgunblaðið
en Garcia fékk slæmt högg á öxlina
og við það teygðist á liðböndunum.
Úrvalslið Katalóníu er að mestu
skipað spænskum leikmönnum frá
Barcelona og Granollers og þar get-
ur að líta nöfn eins og Barrufet, að-
almarkvörð spænska landsliðsins og
fyrirliða landsliðsins, og Enric Ma-
sip, en báðir leika þeir með Bör-
sungum.
Ólafur fékk frí frá
landsleikjunum
ÓLAFUR Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í hand-
knattleik í leiknum við úrvalslið Katalónu sem fram fer í Girona á
Spáni í kvöld og heldur ekki á æfingamótinu í Belgíu um helgina þar
sem leikið verður á móti Slóvenum, Serbum og Dönum.
REYNT var að fá kringlur þær sem
Magnús Aron Hallgrímsson á við-
urkenndar á mótinu en það fékkst
ekki þannig að keppendur urðu að
nota það sem mótshaldarar útveg-
uðu þeim. Fyrir leikana var gefið út
hvernig verkfæri yrðu til afnota fyr-
ir keppendur og þar á meðal voru
kringlur sem Magnús Aron hefur
notað. Þegar á hólminn var komið
voru þær ekki til staðar og því var
reynt að fá hans kringlur við-
urkenndar, sem venjulega er ekkert
mál. Kringlurnar eru þá vigtaðar og
mældar og eru auðvitað löglegar, en
ekki á Möltu.
Magnús Aron lét þetta ekki á sig
fá og stóð uppi sem sigurvegari í
kringlukastskeppninni, kastaði
50.01 m, sem er langt frá hans besta.
2003 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ BLAÐ B
Kringlur
Magnúsar
ekki lögleg-
ar á Möltu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Magnús Aron Hallgrímsson sigraði í kringlukasti í gær og gaf þar með frjálsíþróttafólkinu tóninn.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Viðskipti 12/13 Minningar 28/34
Erlent 14/16 Hestar 35
Höfuðborgin 17 Bréf 36
Akureyri 18 Kirkjustarf 37
Suðurnes 19 Dagbók 38/39
Landið 20 Fólk 40/45
Listir 21/22 Bíó 42/45
Umræðan 23 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
* * *
Kynning - Blaðinu í dag fylgir tímaritið
Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt
land.
Í NÆSTU viku verður boðin upp
skissa, sem er í eigu íslensks
fiskimanns, hjá uppboðsfyrirtæk-
inu Sotheby’s í London og metur
fyrirtækið verkið á 40 til 60 þús-
und pund, um 4,760 til 7,140
milljónir króna.
Samkvæmt fréttum breska dag-
blaðsins Guardian vafraði íslensk-
ur skipstjóri um listaverkabúðir
sem höfðu ódýr verk á boðstólum
þegar hann þurfti ekki að sinna
skyldustörfum um borð. Á meðal
þess sem hann keypti var uppkast
að verkinu The Lady of Shalott
eftir John William Waterhouse,
en endanlegt málverk málaði
listamaðurinn 1894 og er það í
Listasafninu í Leeds.
Ekkert hefur verið vitað um
skissuna, sem er 91,5x52 cm að
stærð, í nær öld en Guardian seg-
ir að Íslendingurinn hafi haft
samband við Sotheby’s mörgum
árum eftir að hann komst yfir
verkið, sem var ómerkt og án
dagsetningar, og óskað eftir upp-
lýsingum um það. Einhverra
hluta vegna var erindinu ekki
sinnt en fyrir tilviljun löngu síðar
sá sérfræðingur hjá fyrirtækinu
myndina sem Íslendingurinn
hafði sent af uppkastinu og
þekkti þegar verkið. Haft var
uppi á eigandanum og tók það
nokkra mánuði, að sögn blaðsins,
en þegar hann heyrði matsverðið
var hann tilbúinn að selja og
verður skissan boðin upp í
London 12. júní.
Metin á um 4,8 til
7,1 milljón króna
Skissa í eigu Íslendings boðin upp hjá Sotheby’s
Ljósmynd/Sotheby’s
Uppkast að verkinu The Lady of
Shalott eftir John W. Waterhouse.
DANSKA ballerínan Silja Schandorff, sem var í sviðsljósinu í gær-
kvöld í sýningu Konunglega danska ballettsins í Kaupmannahöfn í
Þjóðleikhúsinu, á rætur að rekja til Íslands. Amma hennar, Rósa,
fluttist til Danmerkur þar sem hún giftist og bjó síðan. Hér á Silja
ættingja sem komu að sjá hana dansa í gærkvöld. „Ég hef ekki mikil
tengsl við Ísland, en suma ættingja mína hitti ég þegar ég kom hing-
að síðast fyrir fjórum árum að dansa með Konunglega ballettinum,“
segir hún.
Amma Silju var móðursystir Ingunnar Stefánsdóttur, en Ingunn
mætti í Þjóðleikhúsið í gærkvöld ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og
voru þau afar stolt af frænkunni. „Hún var alveg stórkostleg,“ segir
hún, en þær frænkur ætla að eyða deginum í dag saman á listasafni
og fara jafnvel til Vestmannaeyja á morgun.
Íslenskir ættingjar Silju komu og sáu hana dansa í Þjóðleikhúsinu í
gærkvöld. Á eftir voru teknar nokkrar fjölskyldumyndir.
Íslenskt blóð í
danskri ballerínu
Frænkurnar Silja og Ingunn.
Morgunblaðið/Sverrir
SPARISJÓÐSSTJÓRI Sparisjóðs
Hólahrepps er í Reykjavík í dag til
þess að ræða við forsvarsmenn
Sambands íslenskra sparisjóða
varðandi harðar deilur um atkvæð-
isrétt stofnfjáreigenda í sparisjóðn-
um, sem tengdir eru Kaupfélagi
Skagfirðinga (KS) eða dótturfyrir-
tækjum þess.
„Menn þurfa að tala saman, það
er ekki nema eðlilegt. Þetta varðar
ekki bara Sparisjóð Hólahrepps
heldur er þetta hagsmunamál allra
sparisjóða í landinu,“ segir Kristján
Hjelm sparisjóðsstjóri. Málið sé
ákveðinn prófsteinn á reglur um at-
kvæðisrétt stofnfjárhafa og næstu
skref verði tekin í samráði við
heildarsamtök sparisjóða. „Við er-
um að vinna í að styrkja stöðu
sparisjóðanna í heild sinni til þess
að ekki verði stílbrot á starfsemi
sparisjóðanna með því að Sparisjóð-
ur Hólahrepps rífi sig á einhvern
hátt út úr heildarsamtökunum.“
Aðspurður segist hann telja lík-
legt að það myndi gerast ef aðilar
tengdir KS næðu undirtökunum í
stjórn sjóðsins. „Þetta er þó frekar
spurning sem þeir ættu að svara:
Hver er meining þeirra með að
komast yfir minnsta sparisjóð
landsins?“
Kristján segir málið skylt deilum
sem urðu um stofnfé Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis í vetur.
Fundar með
samtökum
sparisjóða
SALA á nýjum bílum jókst um rúm
46% fyrstu fimm mánuði ársins. Alls
seldust 3.932 nýir fólksbílar á þess-
um tíma en 2.687 fyrstu fimm mán-
uðina 2002. Sem fyrr er markaðs-
hlutdeild Toyota mest, 28%.
Bílasala
eykst um 46%
Sala/C2
♦ ♦ ♦
SAMKEPPNISYFIRVÖLD í Nor-
egi, Danmörku og hér á landi hafa í
rúm tvö ár haft með sér samstarf um
rannsókn á samkeppnishömlum og
nú hefur Svíþjóð bæst í þennan hóp.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, segir að samstarf
af þessu tagi sé ekki óþekkt milli ná-
grannaríkja, það sé til að mynda fyr-
ir hendi milli Bandaríkjanna og Kan-
ada.
Samstarfið feli í sér að samkeppn-
isyfirvöld geti leitað til systurstofn-
ana erlendis ef rannsaka á mál sem
grunur leikur á að teygi sig yfir
landamæri. Þetta hafi ekki verið
hægt áður en samstarfið var tekið
upp vegna reglna um meðferð trún-
aðarupplýsinga.
Þátttaka Finnlands hefur
reynst þyngri í vöfum
Þátttaka samkeppnisyfirvalda í
Svíþjóð í þessu samstarfi á sér nokk-
urn aðdraganda og krafðist meðal
annars lagabreytinga þar í landi.
Einnig var til umræðu að Finnland
gerðist aðili að samstarfinu, en að
sögn Guðmundar hefur þátttaka
þess reynst þyngri í vöfum og ekki er
áformað að það eða önnur ríki bætist
við á næstunni.
Aðspurður sagði Guðmundur að
ekki hefði reynt á samstarfið hér á
landi, en gott væri að hafa mögu-
leikann ef slíkt tilvik kæmi upp.
Hann segir hins vegar að dæmi séu
um að samkeppnisyfirvöld í Dan-
mörku og Noregi hafi starfað saman
að rannsókn á meintum samkeppn-
isbrotum.
Aukið samstarf samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum
Geta leitað til
systurstofnana
TVÆR stúlkur, innan við tví-
tugt, réðust inn á skyndibita-
staðinn Subway í Spönginni í
Grafarvogi, vopnaðar hnífum,
og hrifsuðu til sín peninga úr
sjóðvél á tíunda tímanum í
gærkvöld. Einnig náðu þær
farsímum og veskjum af þrem-
ur starfsmönnum.
Stúlkurnar mjög ógnandi
og starfsfólkið skelkað
Að því loknu skipuðu þær
starfsfólki að fara inn í kæli-
klefa á staðnum og læstu það
inni. Starfsfólkið þorði ekki
strax út en gat opnað klefann
stuttu seinna með öryggis-
hnappi, sem er inni í klefan-
um.
Það tilkynnti lögreglu ránið
klukkan 21.47 og fór hún þeg-
ar á staðinn. Stúlkurnar voru
mjög ógnandi og starfsfólkið
skelkað. Talið er að þær hafi
náð í hnífana inni á staðnum.
Vitað var í gærkvöld hverj-
ar voru þarna á ferð og leitaði
lögreglan þeirra. Þær þekktu
til á ránsstaðnum, að sögn lög-
reglu. Ekki liggur fyrir hve
mikla fjármuni þær komust
yfir í ráninu.
Lokuðu
starfsfólk
inni í
kæliklefa
Réðust inn á skyndi-
bitastað