Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Formaður Samtaka verslunarinnar
um Samkeppnisstofnun
Setja þarf
skýran ramma
SAMTÖK verslunarinnar eru fylgj-
andi Samkeppnisstofnun og því sem
hún hefur verið að gera. „Við viljum
efla hana til allra góðra verka,“ segir
Pétur Björnsson, formaður samtak-
anna, en Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í
Morgunblaðinu á sunnudag að Sam-
keppnisstofnun ætti ekki að stýra
uppbyggingu atvinnulífsins og að
skipulag samkeppnismála væri þung-
lamalegt og óskilvirkt.
„Við erum mjög mikið á móti fá-
keppni sem hefur verið að taka yfir
hverja verslunargreinina á fætur
annarri í okkar samfélagi, þróun sem
okkur finnst ekki til framfara,“ segir
Pétur. „Þetta er mjög skýr afstaða
hjá okkur.“
Um þau ummæli Ara Edwald að
Samkeppnisstofnun geti ekki stýrt
uppbyggingu atvinnulífsins segir Pét-
ur að setja verði skýran ramma um
samkeppnismál. „Það er full þörf á
því. Við getum litið á þær greinar þar
sem fákeppnin ræður ríkjum og þar
er hægt að benda á hverja húsleitina á
fætur annarri hjá fyrirtækjum í þeim
greinum. Það hlýtur nú að skorta eitt-
hvað á frjálsa samkeppni þegar málin
eru þannig vaxin. Okkur finnst ekkert
veita af því að það sé skýr rammi. Við
erum ekki að óska eftir einhverri rík-
isforsjá en við erum algjörlega á móti
fákeppninni sem birtist á fleiri og
fleiri sviðum og viljum að samkeppn-
isyfirvöld hafi þau tól sem þarf til þess
að sporna við því.“
Borgarstjóri um ummæli mennta-
málaráðherra vegna framhaldsskóla
„Rangtúlkun
á málinu“
ÞETTA er rangtúlkun á málinu,“ seg-
ir Þórólfur Árnason borgarstjóri um
ummæli menntamálaráðherra þess
efnis að kostnaðarskipting fram-
haldsskóla í Reykjavík strandi á fjár-
hagsaðstæðum Reykjavíkurborgar.
Þórólfur Árnason segir að hann
hafi verið í viðræðum við mennta-
málaráðherra um framtíð uppbygg-
ingar framhaldsskóla í Reykjavík frá
því hann hafi tekið við sem borgar-
stjóri í byrjun árs. Ljóst sé að taka
þurfi fyrir bæði forgangsröðun, upp-
byggingu eldri skóla, viðbyggingar
við þá og viðhald, auk nýbygginga.
Þetta sé því mjög flókið mál en við-
ræður við menntamálaráðherra og
milli starfsmanna þeirra hafi verið í
mjög góðum farvegi. „Þessar viðræð-
ur hafa legið niðri í aðdraganda kosn-
inga og stjórnarmyndunar en það er
mér tilhlökkunarefni að ganga frá
þessum málum til framtíðar.“
Borgarstjóri segir að Reykjavíkur-
borg hafi sett 300 milljónir króna til
hliðar sem lágmark í þennan mála-
flokk vegna næstu þriggja ára. Aftur
á móti vilji borgin horfa til lengri
tíma, jafnvel fimm til tíu ára. „Skóla-
starf snýst um hvers konar og hvern-
ig framhaldsskóla við viljum og ekki
síst um hugsanlega styttingu fram-
haldsskólastigsins, sem mun létta
mjög á húsnæðisþörfinni,“ segir Þór-
ólfur. „Málið er í mjög viðunandi far-
vegi og engin ástæða til annars en að
halda þessum góða tóni milli mín og
menntamálaráðherra við lýði.“
Íslendingur í
farbanni í Dubai
Búist við
að mál
skýrist í
næstu viku
BÚIST er við að mál Flosa Arn-
órssonar, sem handtekinn var á
flugvellinum í Dubai í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum
fyrir ólöglegan vopnaburð þann
24. apríl, skýrist í næstu viku
þegar hann mætir á fund sak-
sóknara. Er búist við að þá komi
í ljós hvort höfðað verði opinbert
mál á hendur honum eða fallist á
lok málsins með sektargreiðslu.
Flosi var leystur úr gæsluvarð-
haldi þann 1. júní en er í far-
banni í landinu á meðan mál
hans er til umfjöllunar.
Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að gæsluvarð-
haldsvistin hafi ekki verið slæm
út af fyrir sig, enda passað upp á
hreinlæti í fangelsinu og aðbún-
aður viðunandi. „Það voru allir
mjög almennilegir við mann og
ekkert yfir því að kvarta. Það er
ekki til ofbeldi í lögreglunni
hérna,“ sagði hann.
Flosi var handtekinn fyrir að
vera með riffil sem hann ætlaði
að taka með sér heim í flugi.
Hann framvísaði rifflinum á
flugvellinum en var þá handtek-
inn fyrir ólöglegan vopnaburð.
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
opnaði nýtt vefsvæði Strætó bs. í
gær en markmið nýja svæðisins er
að auka þjónustu og upplýsingagjöf
til almennings.
Strætó bs. er byggðasamlag í eigu
sjö sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Ásgeir Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, segir að um
mikið framfaraskref sé að ræða en
Ráðgjafinn, gagnvirkt upplýs-
ingakerfi um áfangastaði, sé mesta
nýjungin. Þar geti notandinn slegið
inn brottfararstað og áfangastað og
fengið tillögu um hvaða strætó sé
best að taka.
Þægileg leið
Ásgeir segir að með þessu sé fyrst
og fremst verið að reyna að koma til
móts við þá sem kunna ekki á leiða-
kerfið eða eru að ferðast annað en
þeir eru vanir. Þetta sé því þægileg
leið til að geta nálgast nauðsynlegar
upplýsingar.
Í þessu sambandi má nefna að
Þórólfur Árnason, borgarstjóri í
Reykjavík, komst að því að fljótleg-
ast væri að ferðast með leið 111 frá
Ráðhúsi Reykjavíkur að að-
alstöðvum Strætó í Mjódd. Hann tók
vagninn klukkan 15.03 við Ráðhúsið
og var kominn í Mjódd kl. 15.19 til
að opna vefsvæðið en ökumaður í
ferðinni var Ásgeir Eiríksson.
Á nýja vefnum er m.a. fréttasíða,
umsóknareyðublað vegna ferða-
þjónustu fatlaðra og möguleiki á að
panta einstakar ferðir auk þess sem
hægt er að kaupa miða og tímabila-
kort á vefnum, sem síðan má nálgast
á næsta afgreiðslustað Strætó.
Þá eru almennar upplýsingar um
fyrirtækið og starfsemina.
Fyrirtækið Sjá ehf. sá um þarfa-
greiningu og vann að innra skipu-
lagi vefjarins. Hugbúnaðarfyr-
irtækið Trackwell, sem hefur
sérhæft sig í staðsetningarlausnum
ásamt fleiru, var fengið til að sjá um
smíði og uppsetningu Ráðgjafans.
Íslenska vefstofan hannaði vefinn í
vefumsjónarkerfinu Eplica frá Hug-
smiðjunni. Sjá ehf. hafði yfirumsjón
með verkinu.
Strætó bs. kynnir gagnvirkt upplýsingakerfi um áfangastaði
Morgunblaðið/Golli
Þórólfur Árnason, borgarstjóri, tók leið 111 klukkan 15:03 við Ráðhús Reykjavíkur og var kominn í Mjódd kl.
15:19 til að opna vefsvæðið. Ökumaður í ferðinni var Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó.
Aukin
þjónusta
fyrir al-
menning
Trúði því að vopn-
in væru í Írak
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að umræða um að
bandarísk og bresk stjórnvöld hafi
hugsanlega breytt skýrslum og ýkt
hættuna af gereyðingarvopnum
Íraka hafi ekki orðið til þess að
breyta skoðun hans varðandi innrás-
ina í landið.
„Ég hafði trú á því að það væru
gereyðingarvopn í Írak. Ég tel ólík-
legt að Saddam Hussein hafi neitað
að sýna samvinnu ef engin gereyð-
ingarvopn voru til staðar. Hvort
þeim hafi verið eytt eða komið ein-
hvers staðar fyrir þegar stríð var
orðið óhjákvæmilegt skal ég ekki
segja um. Það er að minnsta kosti
ljóst að sú ríkisstjórn sem var Írak
er ein sú versta sem hefur verið á
jarðkringlunni frá upphafi skráðrar
sögu. Þannig að ég held að allir séu
sammála um að það var mikil ástæða
til breytinga. Ég hef ekki trú á því að
þessi mál verði ofarlega á baugi á
næstunni. Hins vegar er það að sjálf-
sögðu alvarlegt mál ef einhverjir
hafa hagrætt sannleikanum og fals-
að skýrslur. En Tony Blair (for-
sætisráðherra Bretlands) hefur sagt
að hann muni gefa nákvæma skýrslu
um þessi mál og ég tel rétt að meta
þetta þegar hún kemur fram,“ segir
hann.
Hljóta Bandaríkjamenn og Bretar
ekki að þurfa að finna gereyðingar-
vopnin sem voru réttlætingin fyrir
innrás þeirra í Írak?
„Innrásin var ekki bara réttlætt
með því. Hún var réttlætt með ýms-
um öðrum ástæðum. Það lá alveg
fyrir að gereyðingarvopnin voru til
staðar árið 1991 og Saddam Huss-
ein hafði aldrei gert grein fyrir því
hvort, hvernig og hvenær þeim var
eytt,“ segir Halldór.
Í ljósi þess að engin vopn hafa
fundist telur þú að framlengja hefði
mátt dvöl vopnaeftirlitsmanna Sam-
einuðu þjóðanna í Írak enn lengur?
„Það hefði sjálfsagt mátt gera það.
En það var búið að bíða með aðgerð-
ir í tólf ár og það er alltaf umdeil-
anlegt hversu lengi átti að bíða. Og
maður spyr: Af hverju var Saddam
Hussein ekki áfram um að sýna fram
á að þessi vopn væru ekki til ef svo
var? Hann sýndi ekki nauðsynlegan
samstarfsvilja eins og skýrt kom
fram af hálfu vopnaeftirlitsmanna
Sameinuðu þjóðanna.“
Aðspurður segir Halldór að sagan
muni dæma um hvort innrásin hafi
verið réttlætanleg. „Stríð er alltaf
vondur kostur og örþrifaráð. Ég hef
ekkert breytt um skoðun í þeim efn-
um,“ segir Halldór Ásgrímsson.
Björn Ingi Hrafnsson
Stjórnarfor-
maður Þróun-
arsamvinnu-
stofnunar
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra hefur skipað
Björn Inga Hrafnsson formann
stjórnar Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands til fjögurra
ára í stað Árna Magnússonar
sem látið hefur af því starfi að
eigin ósk.
ÞORSTEINN
Ingólfsson
mun taka sæti
sem aðal-
fulltrúi Norð-
urlanda og
Eystrasalts-
ríkja í stjórn
Alþjóðabank-
ans í Wash-
ington í októ-
ber og verður hann jafnframt
yfirmaður skrifstofu Norður-
landa- og Eystrasaltsríkja hjá
bankanum næstu þrjú árin.
Norðurlöndin hafa skipst á að
eiga aðalfulltrúa í stjórn bank-
ans en Jónas Haralz gegndi
þessu starfi fyrir Íslands hönd
fyrir 12 árum. Þorsteinn hefur
starfað í utanríkisþjónustunni í
rúm þrjátíu ár. Hann hefur
gegnt störfum víða, bæði hér
heima og erlendis, nú síðast
sem fastafulltrúi Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum í New
York. Að sögn Stefáns Skjald-
arsonar, skrifstofustjóra Al-
þjóðaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, verður í framhaldinu
sett upp eining fjögurra til sex
starfsmanna innan Alþjóða-
skrifstofunnar til þess meðal
annars að vinna við samræm-
ingu og stefnumótun fyrir
Norðurlöndin og Eystrasalts-
ríkin gagnvart bankanum.
Þorsteinn
Ingólfsson
í stjórn Al-
þjóðabankans
Þorsteinn
Ingólfsson
Á BÆNUM Lyngbrekku í Þingeyj-
arsveit er að finna ýmsa sjaldgæfa
liti í sauðfénu og hænsnahópurinn
er einkar litskrúðugur. Þegar
fréttaritara bar að garði voru syst-
urnar Hildigunnur og Kristín Mar-
grét Jónsdætur að vinna í fjárhús-
unum og fékk hann bæði að líta á
lífleg vorlömb og afar fallega
skrauthana.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Litadýrð í
búskapnum
Laxamýri. Morgunblaðið.