Morgunblaðið - 04.06.2003, Page 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 7
REYKINGAR miðaldra og eldri Ís-
lendinga hafa minnkað og þá einkum
reykingar karla. Þetta er ein af nið-
urstöðum hóprannsóknar Hjarta-
verndar, en læknarnir Nikulás Sig-
fússon, Gunnar Sigurðsson og
Vilmundur Guðnason hafa ásamt
Helga Sigvaldasyni verkfræðingi
gert umfangsmiklar rannsóknir á
breytingum á reykingavenjum þessa
hóps síðastliðin þrjátíu ár og ástæð-
um þeirra. Þátttakendur komu úr
fjórum hóprannsóknum Hjarta-
verndar, sem framkvæmdar voru á
árunum 1967–2001 og voru á aldrin-
um 30–88 ára. Niðurstöður rannsókn-
arinnar eru birtar í nýjasta hefti
Læknablaðsins.
„Það er athyglisverðast að reyking-
arnar eru að minnka, að minnsta kosti
hjá þessu fullorðna fólki sem við erum
að rannsaka og sérstaklega á meðal
karla,“ segir Nikulás og bendir jafn-
framt á að konur virðist vera 10–15
árum á eftir körlum í
breytingum á reykinga-
venjum. Hann segir að
tíðni sígrettureykinga
sé meiri meðal kvenna
en karla og sé það al-
mennt svo á Vestur-
löndum. Í öðrum lönd-
um sé því hins vegar
öfugt farið.
„Við höfum verið að
rannsaka fólk frá 30 ára
aldri og upp úr. Reyk-
ingar eru minni hjá
eldra fólki en því yngra.
Í greininni er saman-
burður á milli all-
margra landa, aðallega
Evrópuþjóða, sem voru þátttakendur
í svokallaðri MONICA-rannsókn Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og í
ljós kemur að tíðni reykinga hjá ís-
lenskum körlum er orðin mjög lág
miðað við aðrar þjóðir. Aftur á móti
eru reykingar hjá kon-
um orðnar með þeim
mestu sem gerist,“
bendir hann á. Hann
segir að það gefi auga
leið að leggja þurfi
áherslu á það að konur
dragi úr reykingum,
þær séu meira vanda-
mál hjá þeim en körlum.
Kostnaður vó
þyngra áður fyrr
Að sögn Nikulásar
byrjar fólk í dag fyrr að
reykja en áður, en
sömuleiðis hætti það
fyrr. Algengast er að
fólk hefji reykingar á aldrinum 18-20
ára og er það tveimur til þremur ár-
um fyrr en á árum áður. „Það er erfitt
að ráða í orsakir fyrir þessu. Við höf-
um reynt að meta það svolítið hvaða
þættir það eru sem hafa áhrif á það
þegar fólk breytir reykingavenjum,
þær upplýsingar gætu auðvitað hjálp-
að til í sambandi við forvarnir. Í þess-
ari könnun var spurt um allmarga
þætti sem hafa þýðingu fyrir að fólk
hætti að reykja, en við vitum hins veg-
ar lítið um það af hverju fólk byrjar að
reykja,“ bætir hann við. Nikulás segir
algengustu ástæður þess að fólk hætti
að reykja vera ótta við heilsuspillandi
áhrif þeirra, líkamleg einkenni tengd
reykingum og kostnaður. „Kostnaður
vó þyngra hér áður fyrr. Svo virðist
sem um samspil sé að ræða á verðlagi
og kaupmætti ráðstöfunartekna,
kaupmáttur hefur aukist meira en
verðið á sígarettum. Fólk hefur því
frekar ráð á því að kaupa sígarettur
nú heldur en áður fyrr.“ Í rannsókn-
inni var reykingatíðnin skoðuð út frá
skólagöngu fólks. „Í stuttu máli er
það þannig að eftir því sem mennt-
unin er meiri þeim mun minni reyk-
ingar. Það gildir um bæði kynin.“
Hóprannsókn Hjartaverndar meðal miðaldra og eldri Íslendinga
Konur seinni til en karlar
að breyta reykingavenjum
Nikulás Sigfússon
HEIMSFERÐIR auglýstu á dög-
unum beint flug milli Íslands og
Napolí á Ítalíu með gistingu í hin-
um sögufræga ferðamannabæ,
Sorrento. Þetta er í fyrsta sinn sem
boðið er upp á beint flug til Napolí
en það seldist upp í ferðina á einum
degi. Heimsferðir hafa ákveðið að
bregðast við eftirspurninni og hefja
í dag sölu á aukaferð sem farin
verður 30. september.
Andri Már Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Heimsferða, segir
eftirspurnina hafa farið fram úr
björtustu vonum. „Þetta eru sögu-
frægir staðir og þegar hægt er að
bjóða upp á þetta á þessu verði er
ákveðinn hópur sem hefur alltaf
langað til að fara en aldrei komið
sér af stað.“
Fleiri ferðir verða ekki farnar á
þessu ári en Andri Már er bjart-
sýnn á að Heimsferðir muni bjóða
upp á flug til Napólí á næsta ári.
Beint flug Heimsferða
til Napolí
Seldist
upp á ein-
um degi