Morgunblaðið - 04.06.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hann er að spyrja um umboðsmann hestsins, herra.
Uppbyggingarstefna í skólastarfi
Lífsgildismiðuð
samskiptaleið
UPPBYGGINGAR-og sjálfstjórnar-stefnan felst í því
að kenna börnum að verða
sínir eigin ráðgjafar.
Markmiðið er að börnin
kynnist sjálfum sér og velti
því fyrir sér hvernig þau
geti náð markmiðum sín-
um án þess að valda sjálf-
um sér eða öðrum skaða.
Hingað til hafa menn
talið að börn leituðu bara
út á við eftir leiðbeiningum
um rétta hegðun. Þau
spyrji sjálf sig hvort
ákveðin hegðun skili þeim
refsingu/umbun frá hinum
fullorðnu. Uppbyggingar-
stefnan gengur út á að
börnin horfi inn á við, velti
því fyrir sér hvernig mann-
eskjur þau vilji vera og
sýna út á við,“ segir Diane Gossen,
höfundur svokallaðrar uppbygg-
ingar- og sjálfstjórnarstefnu í
skólastarfi. Diane sækir Íslend-
inga heim til að kynna stefnu sína
bæði fyrir almenningi og fagfólki á
sviði uppeldis- og menntamála.
Diane er spurð að því hvernig
farið sé að því að beita uppbygg-
ingarstefnunni.
„Ef barnið er reitt eða hrætt
komast skilaboðin ekki til skila.
Þess vegna verður að byrja á því
að róa barnið. Við segjum: „Ekki
hafa áhyggjur af því að þú hafir
gert mistök. Ég gerði sömu mis-
tök þegar ég var lítil/l. Allir gera
einhvern tíma mistök.“ Eftir að
hafa róað barnið er hægt að velta
upp spurningum í tengslum við
viðeigandi hegðun.“
– Getur þú rakið fyrir mig raun-
hæf dæmi?
„Já, við getum hugsað okkur að
ársásargjarn nemandi lendi í
áflogum við annan nemanda á
skólalóðinni. Kennarinn byrjar á
því að róa barnið og spyrjast fyrir
um orsök áfloganna. Nemandinn
svarar: „Hann uppnefndi mömmu
mína.“ Kennarinn spyr á móti:
„Áttu rétt á að svara fyrir þig?“
Barnið kinkar kolli. Kennarinn
heldur áfram og spyr: „Hvernig
getur þú svarað fyrir þig án þess
að einhver meiðist?“
Ég skal nefna þér annað dæmi.
Áður fyrr sagði ég við dóttur
mína: „Gleymdu frelsi þínu. Þú
ferð ekkert út. Umhverfið er ekki
öruggt.“ Nú tek ég mið af upp-
byggingarstefnunni og segi:
„Frelsi þitt er mikilvægt. Hvernig
getur þú varðveitt frelsi þitt án
þess að stofna lífi þínu í hættu.“
– Er þá engin þörf á reglum?
„Eins og ég hef komið inn á er
uppbyggingarstefnan fremur lífs-
gildismiðuð en reglumiðuð. Regl-
ur geta þó verið nauðsynlegar
þegar allt annað þrýtur og svo
auðvitað fyrir litlu börnin.“
– Hvenær er hægt að byrja á
því að beita uppbyggingarstefn-
unni við börn?
„Börn eru yfirleitt tilbúin að
velta fyrir sér spurningum í anda
uppbyggingarstefnunnar um 5 ára
aldur. Best er að byrja
á því að kynna fyrir
barninu ákveðin fjöl-
skyldugildi. Ef barnið
vill ekki deila leikföng-
unum sínum með öðru
barni er eðlilegt að spyrja: „Hvaða
skoðun hefur okkar fjölskylda á
því hvort eigi að lána dót eða
ekki?“ Önnur fjölskyldugildi gætu
verið að þykja vænt um aðra í fjöl-
skyldunni, hjálpast að við verkefni
og gæta hvers annars.
Uppbyggingarstefnan er ekki
aðeins árangursrík í samskiptum
fullorðinna við börn. Fullorðnir
geta beitt henni í samskiptum við
aðra fullorðna og sjálfa sig.
Þú getur sagt við manninn þinn:
„Mér líkar ekki hvernig ég tala við
þig.“ Af því að þú elskar hann og
vilt ekki tala svona við hann. Hann
svarar væntanlega eins og dóttir
mín þegar hún var á táningsaldri
og ég beitti þessari aðferð við
hana: „Mér líkar heldur ekki
hvernig þú talar við mig.“ Þá get-
ur þú sagt: „Mitt vandamál er að
ég er þreytt eða tala óskýrt. Næst
myndi ég vilja …“ Með því móti
byggir þú upp og kemur í veg fyrir
að sama sagan endurtaki sig í
staðinn fyrir að koma aðeins sök-
inni yfir á einhvern annan.“
– Á uppbyggingarstefnan við í
öllum mannlegum samskiptum?
„Vissulega, t.d. hefur góður ár-
angur náðst innan fangelsiskerf-
isins. Ég vann að því að hjálpa
flóttamönnum í flóttamannabúð-
um í Krótatíu að koma auga á
möguleika sína. Jafnvel í flótta-
mannabúðum er hægt að hafa
ákveðið vald, frelsi og gaman. Á
sama tíma þarf að hafa í huga hvað
umhverfið er viðkvæmt og mikil-
vægt að gerðir eins komi ekki nið-
ur á öðrum.
Uppbyggingarstefnan þarf
heldur ekki aðeins að eiga við í
samskiptum einstaklinga. Gildi
hennar geta reynst hjálpleg í sam-
skiptum heilu þjóðanna, t.d. til að
forðast stríðsátök.“
– Hvernig hefur uppbyggingar-
stefnunni verið tekið?
„Kenningunni hefur
víða verið vel tekið. Ein
af ástæðunum er að öf-
ugt við umbunarleiðir
felur uppbyggingar-
stefnan í sér langtímaárangur.
Umbunarleiðir geta skilað ágæt-
um árangri í eitt til tvö ár. Ef umb-
unin er aukin getur jafnvel náðst
þokkalegur árangur í þrjú ár. Eft-
ir ákveðinn tíma hætta börnin svo
að sjá tilganginn í því að sýna já-
kvæða hegðun án umbunar. Við
getum velt því fyrir okkur hvernig
slíkum einstaklingum vegnar úti í
samfélaginu.“
Diane Gossen
Diane Gossen, höfundur upp-
byggingar- og sjálfstjórnar-
stefnu í skólastarfi, er fædd í
Saskatoon í Kanada 3. júní 1941.
Hún lærði samtalsmeðferðina
Reality Therapy hjá William
Glasser og vann fyrir hann í 20
ár við að kenna fræði hans og að-
ferðir áður en hún uppgötvaði
sína eigin aðferð, Restitution
(uppbyggingarstefnuna). Diane á
3 börn og 8 barnabörn.
Meiri upplýsingar um starf
Diane er hægt að fá hjá Magna
Hjálmarssyni í Álftanesskóla og
Sigþrúði Arnardóttur í Miðgarði
og á heimasíðunni www.real-
restitution.com.
Reglur geta
verið nauð-
synlegar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
36
3
0
6/
20
03
20-30%
afslá
ttur
af all
ri
viðar
vörnTrebitt er öflug olíuviðarvörn sem
hrindir vel frá sér vatni. Hún styrkir
yfir borðið og ver timbrið fyrir sólar ljósi.
Trebitt er fáanleg hálfþekjandi í yfir
100 litum og þekjandi í yfir 300 litum.
Demidekk
er þekjandi akrýl -
viðar vörn á allt
timbur sem er
grunnað með
VISIR grunn -
fúavörn. Fáanleg
í yfir 300 litum.
Visir er glær
grunn fúavörn til
notkunar utan -
húss á allt tré verk.
Byggð á alkýðolíu
ásamt zinkoktati
og styrkt með
kínverskri tréolíu.
Jotun Treolje er
palla olía á gagn -
varið efni. Hún er
fáanleg gull brún og
græn og í sömu
litum og hálf -
þekjandi Trebitt
olíuviðar vörn.
C-TOX fúavarn ar -
efnið er ætlað á
allan við.
C-TOX leys ist ekki
upp í vatni og er
varan leg viðar -
vörn. Það er
fáanlegt bæði
glært og brúnt.
Kraftvask
er náttúru vænn
hrein gern ingar -
lögur sem
hentar vel
til þrifa innan-
og utanhúss.
Muna a
ð
fúaverja
Öflug viðarvörn á allt tréverk