Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 11
KRAKKARNIR í tómstundaheimili Flataskóla í Garða-
bæ máluðu þessa skemmtilegu mynd. Sem hluti af
heilsdagsskólanum dvelja krakkarnir í tómstunda-
heimilinu eftir skóla og í vetur gerðu sjö ára krakk-
arnir saman þessa mynd. Myndin var unnin af um 30
börnum sem unnu hvert sinn hluta af myndinni, sem er
um tveir metrar á hvern kant. „Útkoman líkist einna
helst Erró,“ segir Helga Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur tómstundaheimilisins. Börnin byrjuðu á að teikna
með blýanti og máluðu svo myndefni sitt þar yfir.
Börnin leika sér einnig úti í heilsdagsskólanum og
hér má sjá nokkrar hressa krakka að leik.
Þrjátíu nemendur máluðu eina mynd
Morgunblaðið/Arnaldur
FLUGFÉLAGIÐ Ernir tekur til
starfa á nýjan leik í þessum mánuði
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins. Ernir hætti rekstri í kjölfar
þess að póstflug á Vestfjörðum var
lagt af og jarðgöng opnuð en hafði
fram að því sinnt flugi á Vestfjörðum
í tæplega 30 ár. Fram kemur í frétta-
bréfi Félags íslenskra atvinnuflug-
manna að félagið hyggst festa kaup á
nýrri 9 farþega flugvél af tegundinni
C-441 Conquest. Er Hörður Guð-
mundsson, eigandi félagsins, stadd-
ur í Bandaríkjunum til að ná í vélina
sem kemur til landsins um helgina
en félagið á eina flugvél fyrir af teg-
undinni C-185. Húsnæði Ernis er á
Reykjavíkurflugvelli þar sem flug-
félagið Jórvík var áður.
Flugfélagið Ern-
ir tekur
til starfa
ÞAÐ var birta og blíðuveður hér í
Suðursveit þegar málþing um Þór-
berg Þórðarson var sett fyrir
skömmu við minnisvarða þeirra
Þórðarsona fyrir ofan Hala.
Að því búnu var haldið í félags-
heimili sveitarinnar að Hrollaugs-
stöðum, þar sem fram fór auglýst
dagskrá. Fjölmargt fræðimanna og
skálda lagði þar hönd á plóginn,
m.a. Soffía Auður Birgisdóttir, Pét-
ur Gunnarsson, Svavar Sigmunds-
son, Vésteinn Ólason og Guðrún
Kvaran. Hjörleifur Guttormsson
sýndi myndir úr Suðursveit, og
Lilla Hegga (Helga Jóna Ásbjarn-
ardóttir) rifjaði upp endurminn-
ingar sínar af Sobbegga afa og
Mömmugöggu.
Þeir Fjölnir og Zophanías Torfa-
synir fluttu frásöguþætti, og var
innlegg Zophaníasar sérlega at-
hyglisvert. Lagði hann út af hinni
frægu óléttusögu Þórbergs og
tengdi hana á athyglisverðan hátt
við þráhyggju og ranghugmyndir
unglinga á öllum tímum, er gera
þeim lífið leitt, án þess að nokkur
verði þeirra var. Kaffi og þjóðlegur
matur var á borðum á milli atriða.
Rúsínan í pylsuendanum var þó
Sobbegi afi sjálfur er steig á svið í
líki Jóns Hjartarsonar leikara, og
fór hann á kostum í tali og tónum.
Næsta dag var söguferð með Þór-
bergi, gengið um heimaslóð Þór-
bergs á Hala, og að síðustu var far-
ið að fornleifauppgrefti á Steinadal
og litast um í nágrenni Papbýl-
isfjalls. Um tónlistaratriði kvöldsins
sá Spilafjelag Suðursveitar og ná-
grennis. Um 100 manns sóttu mál-
þingið, þótti takast vel og skemmtu
menn sér hið besta. Er áformað að
halda slíkt málþing árlega á vegum
Þórbergsseturs. Tilgangur Þór-
bergsseturs er m.a. rannsóknir og
umfjöllun um ævi og störf Þórbergs
Þórðarsonar. Engin sveit á Íslandi
á sambærilega menningararfleifð
og þá er felst í verkum Þórbergs og
hvernig hann skrifaði sig inn í um-
hverfi og mannlíf héraðsins. Stefnt
verður að því að koma á fót fræða-
setri í framtíðinni er tengist söfnun,
varðveislu og skráningu menning-
arminja, og virðast stjórnvöld sýna
því máli mikinn skilning.
Málþing um Þórberg Þórðarson
Ljósmynd/Fjölnir Torfason
Málþingið sett við minnisvarða Þórbergs.
Suðursveit. Morgunblaðið.
HELGI Jensson, forstöðumaður
Umhverfisstofnunar, kveðst vera
ósammála þeirri túlkun Hjartar L.
Jónssonar frá Vélíþróttaklúbbnum
sem fram kom í Morgunblaðinu þann
30. maí sl. að akstur mótorhjóla og
annarra ökutækja um gamla vegi og
þjóðleiðir teljist ekki til utanvega-
aksturs.
Helgi segir að lögin séu mjög skýr
um að akstur utan vega sé bannaður
og þar komi fram almenn regla. Frá
þeirri reglu er hægt að sækja um
undanþágur samkvæmt heimild í
lögum en sé slík undanþága ekki fyr-
ir hendi er akstur utan vega bann-
aður. Helgi sagði að ef farið væri að
leyfa akstur á þessum svæðum
myndu lögin missa tilgang sinn og að
við stæðum þá frammi fyrir þeim
vanda að þurfa sífellt að skilgreina
hvað er gömul þjóðleið og hvað er
gamall vegur og gæti það leitt til
þess að lítil stoð yrði í lögunum.
Bann við akstri utan vega er að finna
á nokkrum stöðum í lögum; 5. gr. a. í
umferðarlögum, 17. gr. náttúru-
verndarlaga og 2. gr. reglugerðar
dómsmálaráðuneytisins um akstur í
óbyggðum.
Helgi segir það einu gilda hvaða
nafni gamlar utanvegaleiðir nefnist,
lögin séu skýr um þetta atriði og
akstur um slíkar leiðir bannaður.
Utanvega-
akstur
bannaður
GJALDSKRÁR vegna kostnaðar
sjúkratryggðra við heilbrigðisþjón-
ustu og læknisverk sem veitt eru á
Landspítala háskólasjúkrahúsi eru
nú aðgengilegar á einum stað á nýrri
vefsíðu, sem sett hefur verið upp á
heimasíðu LSH, www.landspitali.is.
Reglugerð heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins um hlutdeild
sjúkratryggðra í kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu tók gildi 1. júní
og frá og með sama tíma tók gildi ný
gjaldskrá sjúkrahússins. Skv. upp-
lýsingum LSH mun starfsfólk fjár-
málasviðs skrifstofu fjárreiðna og
upplýsinga sjá um að halda nýja
gjaldskrárvefnum við og að þar verði
ávallt að finna réttar upplýsingar um
gjöld fyrir þjónustu og læknisverk.
LSH opnar nýj-
an gjaldskrárvef
STÚDENTARÁÐ Háskóla Ís-
lands mótmælir því harðlega að
skólagjöld verði tekin upp í meist-
aranámi við skólann en eins og
fram kom í blaðinu í gær hefur
viðskipta- og hagfræðideild ákveð-
ið að óska eftir því við mennta-
málaráðherra að tekin verði upp
skólagjöld í meistaranámi við
deildina. Páll Skúlason háskóla-
rektor segir að eins og málum sé
háttað sé þessi samþykkt deild-
arinnar skiljanleg og hafi ekki
komið sér á óvart. Hins vegar
verði stjórnvöld að axla sína
ábyrgð, ekki sé hægt að gera skól-
ann einn ábyrgan í málinu.
Davíð Gunnarsson, formaður
Stúdentaráðs, segir nauðsynlegt
að öllum sé gefinn kostur á að
stunda háskólanám á Íslandi,
hvort sem um sé að ræða grunn-
nám eða framhaldsnám. Há skóla-
gjöld geti orðið til þess að ein-
hverjir missi af því tækifæri. Hann
segir slæmt að horft sé til skóla-
gjalda sem lausnar á skammtíma
fjárhagsvanda þegar ótal aðrar
leiðir séu færar. „Ég held að há-
skólinn hafi góða möguleika á að
bjóða upp á framhaldsnám án þess
að innheimta óhófleg skólagjöld.
Þegar öflugt framhaldsnám hefur
verið byggt upp er auðvitað hægt
að nýta sér það á margan hátt, til
dæmis með því að meistaranemar
komi miklu meira að kennslu og
rannsóknum,“ segir Davíð.
Hugmynd um skólagjöld
er ekki ný af nálinni
Páll Skúlason, rektor Háskóla
Íslands, segir að hugmynd um
skólagjöld sé ekki ný af nálinni og
umræðan oft komið upp á seinni
árum. Persónulega hafi hann ekki
verið talsmaður skólagjalda en
hann hafi ekki gert upp hug sinn
varðandi réttlætingu skólagjalda í
meistaranámi frekar en í grunn-
námi á háskólastigi. Páll segist áð-
ur hafa vakið á því athygli að
einkaskólar á háskólastigi fá svip-
uð fjárframlög á hvern nemanda
og Háskóli Íslands en hafi að auki
heimild til að innheimta skóla-
gjöld. Slík mismunun gangi ekki
upp til lengdar. Páll segir málið
koma til umfjöllunar á fundi há-
skólaráðs í næstu viku.
HÍ fái ráðrúm til að móta
sínar hugmyndir um málið
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra vill ekki tjá sig um sam-
þykkt viðskipta- og hagfræðideild-
ar á meðan málið er til
umfjöllunar innan Háskólans.
„Það hlýtur að teljast eðlilegt að
Háskóli Íslands fái ráðrúm til að
móta sínar hugmyndir um þetta
mál. Mér sýnist á öllu að það sé
núna til umfjöllunar innan há-
skólaráðs og kemur þá ekki inn á
mitt borð fyrr en háskólinn hefur
tekið afstöðu. Ég vil ekkert tjá
mig um það fyrr en ég sé hvernig
þetta er rökstutt,“ segir Tómas
Ingi.
Stúdentaráð mót-
mælir skólagjöldum
í meistaranámi
Stjórnvöld verða
að axla sína
ábyrgð, segir há-
skólarektor
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
í stjórn Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna, 1999–2001 og
var kosningastjóri Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi í
nýafstöðnum alþingiskosningum.
Borgar hefur ritstýrt vefritinu
Deiglan.com frá upphafi. Hann er
sonur Ingu Jónu Þórðardóttur,
fyrrum oddvita borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins, og fóst-
ursonur Geirs H. Haarde, fjár-
málaráðherra.
SÆUNN Stefánsdóttir hefur verið
ráðin aðstoðarmaður Jóns Krist-
jánssonar, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra. Sæunn Stefáns-
dóttir er fædd 1978 og hefur
undanfarið stundað nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands og
lýkur námi á hausti komandi. Hún
hefur tekið virkan þátt í stjórn-
málastarfi Röskvu á undanförnum
árum og sat í stúdentaráði HÍ um
tveggja ára skeið. Sæunn Stefáns-
dóttir var í fjórða sæti á lista fram-
sóknarmanna í Reykjavíkurkjör-
dæmi – norður í kosningunum í
vor. Hún tekur strax til starfa.
Borgar Þór Einarsson hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, Tómasar
Inga Olrich, til áramóta. Borgar er
fæddur árið 1975 og er á 5. ári í
lögfræði við Háskóla Íslands. Hann
var formaður Vöku, félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta, 2001–2002, sat
Nýir aðstoðar-
menn ráðherra
Sæunn
Stefánsdóttir
Borgar Þór
Einarsson
LEITAR- og björgunarstarf flug-
deildar Landhelgisgæslunnar verður
í brennidepli á flugöryggisfundi sem
haldinn verður fimmtudagskvöldið 5.
júní næstkomandi í flugskýli Gæsl-
unnar á Reykjavíkurflugvelli.
Fundurinn hefst með ávarpi Arn-
gríms B. Jóhannssonar, forseta Flug-
málafélags Íslands og stjórnarfor-
manns Flugfélagsins Atlanta. Meðal
annars verður fjallað um flugdeild
Landhelgisgæslunnar í máli og
myndum, auk þess sem kynnt verður
umgengni við þyrlur á slysstað. Þá
verður flugflotinn og annar tækja-
kostur, til að mynda nýir nætursjón-
aukar, til sýnis. Hafsteinn Hafsteins-
son, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
flytur ávarp.
Flugsveit Gæsl-
unnar á flug-
öryggisfundi