Morgunblaðið - 04.06.2003, Page 19

Morgunblaðið - 04.06.2003, Page 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 19 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Peysa m/v-háls 6.900 3.900 Hlýrabolur 2.400 1.400 Toppur m/mynstri 3.000 1.800 Bómullarpeysa m/rennilás 5.700 2.900 Samkvæmisbolur 5.300 2.900 Bolur 2.600 1.600 Gallajakki 5.100 2.900 Velúrjakki 6.300 3.800 Pils 2.600 1.600 Samkvæmispils 6.900 3.900 Buxur 5.700 2.900 Sumarkjóll 4.900 2.900 ...og margt margt fleira 40—50% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Hefst í dag MIKIÐ fjör var hjá nemendum og starfsliði Njarðvíkurskóla þegar hin árlega vorhátíð skólans var haldin í blíðskaparveðri. Vorhátíðin markar lok skólans hjá nemendum en skól- anum var slitið í gær. Vorhátíðin hófst með skrúðgöngu um götur Njarðvíkur og hefur sú ganga tíðkast í gegnum árin, „svona til að láta bæjarbúa vita af okkur,“ sagði Guðmunda Lára Guðmunds- dóttir, aðstoðarskólastjóri Njarðvík- urskóla, í samtali við blaðamann og bætti við að það skemmtilega væri að það væri alltaf gott veður á þessum degi. Að skrúðgöngu lokinni var farið í ýmsa leiki við skólann og í næsta ná- grenni þar sem allir skemmtu sér konunglega. Auk þess komu hesta- menn frá hestamannafélaginu Mána í heimsókn og lögreglan var með hjóla- skoðun fyrir þá sem vildu. Þá sáu for- eldrar um að grilla pylsur fyrir nem- endurna og má nærri geta að þeir hafi sporðrennt fleiri hundruð pylsum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gylfi Guðmundsson skólastjóri leiddi skrúðgöngu vorhátíðar Njarðvíkur- skóla undir dynjandi trommuslætti. Gengið var um nærliggjandi götur. „Alltaf gott veður á þessum degi“ Njarðvík ÁÆTLAÐ er að um 100 lítrar af olíu hafi lekið af tanki vörubifreiðar á vatnsverndarsvæði Suðurnesja- manna við Grindavíkurveg eftir árekstur sem varð á veginum um há- degisbilið í gær. Vörubifreið og fólksflutningabif- reið rákust saman á Gilhæð á Grinda- víkurvegi, skammt frá Bláa lóninu. Ekki urðu slys á fólki. Vörubíllinn hafnaði utan vegar og gat kom á tank við vökvakerfi hans með þeim afleið- ingum að olían rann af. Slysstaðurinn er á vatnsverndarsvæði Suðurnesja. Lögreglan lét Heilbrigðiseftirlitið vita og slökkviliðsmenn úr Grindavík komu fljótt á staðinn til að hreinsa upp olíuna. Grófu þeir upp eitt vöru- bílshlass af jarðvegi úr vegkantinum, því ekið til förgunar og segir Ás- mundur Jónsson slökkviliðsstjóri að tekist hafi að hreinsa upp alla meng- un. Náðu að hreinsa upp alla olíu Grindavíkurvegur TVÆR skólahljómsveitir frá Þýska- landi halda tónleika í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, á morgun, fimmtudag, klukkan 19.30. Sautján manna stórsveit tónlistar- skólans í Backnang og nítján manna strengjasveit tónlistarskólans í Metzingen eru á ferð hér á landi og halda nokkra tónleika í samvinnu við tónlistarskólana á Akranesi og í Reykjanesbæ og lúðrasveitina Svani í Reykjavík. Hljómsveitirnar leika á Akranesi í kvöld, í Reykjanesbæ annað kvöld, í Ingólfsskála hjá Hveragerði á föstu- dagskvöld og í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag, kl. 17. Þýskar hljóm- sveitir leika Keflavík ÞEIR gerast varla skemmtilegri skóladagarnir en sá sem vor- gleðin í Grunnskóla Grindavíkur hitti á. Börnin þurftu ekki að mæta fyrr en um klukkan ellefu og svo var hægt að skemmta sér til klukkan tvö um daginn. Mikið var hægt að gera og aldrei eins mikið og þetta árið enda allir himinlifandi. Frábær dagur sögðu krakkarnir og ekki var annað að sjá á foreldrum en þeir skemmtu sér einnig vel. Margir foreldrar mættu í hádegismatinn upp í skóla en foreldrafélagið var með grillaðar pylsur til sölu þannig að þeir sem voru að vinna gátu snætt hádegisverðinn með börnunum. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Hattagerð í hávegum höfð í grunnskólanum. Sippað á vorgleði Grunnskóla Grindavíkur. Skemmtilegasti skóladagurinn Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.