Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKEMMTIHÚSIÐ, leikhús á er- lendum tungumálum, hefur sum- arstarf sitt í dag með sýningu á Sögu Guðríðar á ensku. Sýningin hefst klukkan 20.30, en sunnudag- inn 8. júní verður hún frumsýnd á þýsku, klukkan 18. Í júní og fram eftir júlí verður The Saga of Gud- ridur sýnd fjórum sinnum í viku á ensku og tvisvar í viku á þýsku. Um mánaðamótin júlí/ágúst hefj- ast einnig sýningar á frönsku. Skemmtihúsið, leikhús sem er til húsa við Laufásveg 22, sérhæfir sig í sýningum á erlendum tungu- málum og vinnur eingöngu upp úr íslenskri bókmennta- og sagna- arfleifð. Síðar í sumar verða frum- sýnd þar tvö ný verk, annað leik- gerð úr Laxdælu, hitt um Vesturfarana. Í Sögu Guðríðar er sagt frá ferðum Guðríðar Þorbjarn- ardóttur til Vesturheims, eða Vín- lands eins og það hét á þeim tíma, þar sem hún dvaldi í þrjú ár með eiginmanni sínum, Þorfinni karls- efni, og ól þar soninn Snorra. Ný- legar rannsóknir benda til að Guð- ríður og fylgdarlið hennar hafi dvalið á því svæði þar sem nú er New York. Saga Guðríðar hefur verið sýnd á íslensku, ensku og sænsku í átta löndum Evrópu, auk þess sem hún hefur verið sýnd víða um Banda- ríkin og Kanada. Þær leikkonur sem leika munu Guðríði í sumar eru Þórunn Erna Clausen, sem leika mun jöfnum höndum á ensku og þýsku, og Val- dís Arnardóttir, sem leikur á ensku. Solveig Sihma kemur síðan frá París til þess að leika sýn- inguna á frönsku – en hún hefur sýnt þar í Aktéon leikhúsinu frá því í byrjun febrúar og verður sýningum haldið áfram þar í haust. Um leikmynd og grímur í sýn- ingunni sér Rebekka Rán Samper, Filippía Elísdóttir hannar bún- inga, lýsing er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar, tónlist er eftir Margréti Örnólfsdóttur, leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Leika Ferðir Guðríðar á þýsku og ensku í sumar Þórunn Erna Clausen í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardóttur. Skemmtihúsið hefur sumarstarf sitt Morgunblaðið/Kristinn Smáverk á faraldsfæti FÉLAGAR í Samlaginu listhúsi á Akureyri eru á faraldsfæti með sýn- inguna Gestir að Norðan og stendur hún nú yfir á kaffihúsinu Við árbakk- ann á Blönduósi og stendur til 27. júní. Á sýningunni eru smáverk: málverk unnin með olíu, vatnslitum, akryl og verk unnin í textíl, tré, leir og fleira. Þá fer sýningin til Egilsstaða, Stykkishólms og Reykjavíkur og stoppar hún í tæpan mánuð á hverj- um stað. Bjartir dagar í Hafnarfirði Miðvikudagur Hafnarborg kl. 20: Tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar og Bardukha-sveitarinnar. Gamla bókasafnið kl. 20: Óraf- magnaðir tónleikar rokkhljómsveit- arinnar Sign. Nýr kór syngur í Hjallakirkju KÓR Lindakirkju í Kópavogi heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld. Um er að ræða fyrstu vortónleika kórsins sem stofnaður var haustið 2002. Kór- inn mun flytja fjölbreytta dagskrá innlendra og erlendra laga. Stjórn- andi kórsins er Hannes Baldursson og undirleikari Zsuzsanne Budai. Einsöngvarar eru Heiða Margrét Guðmundsdóttir og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir. Miðvikudagur Hallgrímskirkja kl. 8: Morgun- messa. Prestar: Jón Dalbú Hró- bjartsson og Kristján Valur Ingólfs- son. Tónlistarandakt kl. 12: Prestur: María Ágústsdóttir. Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Árni Ar- inbjarnarson organisti leika tónlist eftir Corelli og Bach. Trúlega Bergman (II) kl. 20: Mál- þing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníels- son, Halldór Hauksson, Pétur Pét- ursson og Þorkell Ágúst Óttarsson Completorium - Náttsöngur kl. 22.30: Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. ALAIN Garrabé sýnir 30 olíuverk, unnin á striga í Galleríi Smíðar og Skart. Alain stundaði myndlistarnám í Toulouse og París árin 1970 til 1975. Árin 1975 til 1999 starfaði hann sem myndlistarkennari, fyrst í Suður- Frakklandi, síðan í Clermond Ferr- ard og loks í Stuttgart, Þýskalandi. Alain flutti til Íslands árið 2000 og ákvað að vinna fyrir sér með list sinni. Litadýrðin á Íslandi og andstæður milli ljóss og myrkurs gefa Alain inn- blástur en þetta er fyrsta einkasýning hans í Reykjavík. Syningin er til 14. júní. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. Olíumálverk í Smíðar og skart ÍSLENSKI dansflokk- urinn og Leikfélag Reykjavíkur efndu í vetur til samkeppni um frumsamið dans- leikverk eða verk er flokkast gæti undir dansleikhús. Níu hug- myndir voru valdar til áframhaldandi þróun- ar í Borgarleikhúsinu, og er nú unnið að því dag og nótt að því að fullgera þessi níu 10 mínútna löngu verk sem frumsýnd verða á Stóra sviðinu laugardaginn 7. júní kl. 20. Hugmyndasmiðirnir sem vinna nú að því að fullgera verk sín eru Árni Pétur Guð- jónsson; Eva María Jónsdóttir, Marta Nordal og Valgerður Rún- arsdóttir; Gísli Örn Garðarsson; Guðmund- ur Helgason; Helena Jónsdóttir; Jóhann Freyr Björgvinsson; Ólafur Egill og Gunn- laugur Egilssynir; Ólöf Ingólfsdóttir; Peter Anderson. Dansarar Ís- lenska dansflokksins, leikarar Leikfélags Reykjavíkur og fleiri lista- og leikmenn fara með hlutverk í dansleikverkun- um. Meðal þeirra eru einstak- lingar sem þekktari hafa verið hingað til fyrir annað en dans- mennt, t.d. Pétur Blöndal alþing- ismaður og Sigurður Sveinsson handknattleiksmaður. Samuel Wuersten, rektor dansakademíunnar í Rotterdam og stjórnandi Holland Dance Festival, verður formaður fimm manna dómnefndar, sem velur bestu dansleikverkin. Auk þess verða veitt áhorfendaverðlaun, en þetta kvöld verður leikhús- miðinn einnig kjörseðill. Slegið verður upp reglulegri veislu í Borgarleikhúsinu þetta kvöld, þegar níu ný dansleikverk verða frumsýnd. Hljómsveit leikur fyr- ir dansi á meðan dómnefnd ræð- ur ráðum sínum og atkvæði leik- húsgesta verða talin, og gestgjafar halda utan um allt saman. Á eftir verður dansað diskó á Nýja sviðinu. Stuðningsaðilar keppninnar eru SPRON, Sjóvá-Almennar og Flugleiðir. Þingmaður og handknatt- leikshetja túlka nútímadans Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn Pétur H. Blöndal Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Mari Boine verðlaunuð TÓNLISTARKONAN Mari Boine, Sami frá Noregi, hlaut í gær Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs, en Boine hefur sl. tuttugu og fimm ár verið í hópi fremstu listamanna Norðurlandanna sem lagt hafa stund á þjóðlega tónlist. Þetta var kunngjört í Kaupmanna- höfn og hafði dómnefndin þetta um val sitt að segja: „[Tónlist Mari Boine] einkennist af háum listræn- um staðli og hún hefur komið tónlist- armenningu Sama á hið þjóðlega, norræna og alþjóðlega landakort. Hún hefur klárlega haldið tengslum við rætur tónlistarinnar á sama tíma og hún hefur gefið henni samtíma yf- irbragð sem nær athygli hlustenda víðs vegar um heiminn. Fjölmargar upptökur með Mari Boine hafa hlotið viðurkenningu á alþjóðavettvangi og hún hefur haft víðtæk áhrif víða um heim. Tónlistarleg forvitni hennar og hversu opin hún er hefur líka leitt til samvinnu við merka tónlistarmenn frá ólíkum menningarheimum. Mari Boine hefur þjóðlegt innsæi, menn- ingarlegan kraft og hæfileika sem ná til alls almennings burtséð frá menn- ingarlegum bakgrunni.“ Verðlaunin nema 350.000 dönsk- um krónum, eða tæpum 4,2 milljón- um íslenskra króna og verða afhent á þingi Norðurlandaráðs dagana 27.– 29. október. KLÆÐSKIPTINGUR sem sýnir myndir af sjálfum sér í ástaratlot- um á yfirborði keramikvasa sem hann mótar og tveir bræður sem síðast vöktu athygli fyrir „lagfær- ingar“ sínar á ætimyndum spænska 18. aldar meistarans Francisco de Goya eru í hópi þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Turner-verðlaunanna þetta árið. Tilnefningar til Turner-verð- launanna sem kunngjörðar voru á mánudag, munu að mati breska dagblaðsins Guardian ekki vekja minna umtal og deilur þetta árið en undanfarin ár. Að sögn Sir Nichol- as Serota, forstöðumanns Tate- safnsins og stjórnarformanns dóm- nefndarinnar eru listamennirnir sem tilnefndir eru þetta árið hins vegar einstaklega áhugaverðir. „Þetta eru fjórir listamenn sem vinna á fjóra mjög ólíka vegu, og svo vill til að þeir eru allir á þrí- tugs- og fertugsaldri þannig að þessi Turner-verðlaun eru ekki til- einkuð því nýjasta af því nýja, eða þeim yngstu hinna ungu,“ sagði Serota, „heldur listamönnum sem hafa unnið að list sinni í fjölda ára og lagt sitt af mörkum.“ Listamennirnir sem um ræðir eru Grayson Perry, bræðurnir Jake og Dinos Chapman, Willie Doherty og Anya Gallaccio. Perry hefur vakið athygli fyrir keramik vasa sína sem skreyttir hafa verið umdeildum viðfangsefnum á borð við barnamisnotkun, sifjaspell og árásirnar á Bandaríkin 11. sept- ember 2001, en hann vinnur með útsaum í sínum nýjustu verkum sem sýna listamanninn í hlutverki konunnar Claire, sem m.a. klæðist hefðbundnum austur-evrópskum þjóðbúningum með hálfsjálfvirkan riffil í hönd. Verk þeirra Jake og Dinos Chapman hafa þá ekki síður vakið sterk viðbrögð, en bræðurnir eru ef til vill hvað best þekktir fyr- ir blóði ataðan lotningarvott sinn fyrir einu af verkum Goya, er sam- anstóð af mannhæðarháum gínum sem strengdar höfðu verið blæð- andi yfir plasttré með innyflinn hangandi út. Fyrr á þessu ári teiknuðu þeir síðan inn á uppruna- legar ætimyndir eftir listamanninn og vakti það reiði margra. Hinn norður-írski Doherty hefur hins vegar valið sér myndbandið sem miðil og byggja verk hans gjarnan á reynslu hans af trúargjánni sem skiptir Norður-Írlandi í tvennt, á meðan hin skoska Gallaccio er hvað þekktust fyrir skúlptúra sína sem gjarnan verða tímanum að bráð, enda unnir úr forgengilegum efni- við á borð við ávexti, blóm og gras. Ekki verður gefið upp fyrr en 7. desember nk. hver úr þessum hópi hlýtur hin tæplega 2,4 milljón króna verðlaun, en verk listamann- anna verða til sýnis í Tate-safninu frá 29. október. Turner-verð- launin umdeild sem endranær Reuters Óður Jake og Dinos Chapman til hins spænska Goya, en bræðurnir eru meðal þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Turner-verðlaunanna þetta árið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.