Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 29 Einhverju sinni reiknuðum við út hvað hann hefði stigið oft á pedalann eina vertíðina. Það var svimandi há tala sem fékkst út úr því reiknings- dæmi sem leiddi svo af sér þá spurn- ingu hvort Dóri fyndi ekki til ein- hvers staðar í skrokknum. „Jú, vinirnir mínir. Það er stingur frá hæl og upp í hnakka.“ Mér varð oft hugsað til þessara orða síðustu misserin þegar ég spurði þig sjálfan um heilsufarið. Jú, þú varst ekki góður, betri en síðast, ekki alveg eins góður og um daginn. En aldrei slæmur. Þannig varstu. Það var ekki verið að bera á torg það sem á bjátaði eins og svo margur annar og það af minna tilefni en þú hafðir. Það var ekki fyrr en nýlega sem þú varst farinn að játa að þetta væri alls ekki nógu gott og væri farið að setja mark á sálartetrið. Ég vissi líka að þetta var verra en þú vildir vera láta. Mig langar enn einu sinni að rifja upp með þér söguna um það þegar Dóri eignaðist rakvélina. Ég hef oft sagt hana og sumum jafnvel oftar en einu sinni. Þar var frumkvæði þitt að verki og gefur allgóða mynd af því hvern mann þú hafðir að geyma. Þannig var að Dóri hafði fengið í arf eftir bróður sinn forláta rafmagns- rakvél, sennilega með þeim fyrstu sem komu, en hún var alveg hætt að bíta hvernig sem Dóri reyndi að brýna hnífinn og enginn fékkst vara- hluturinn. Svo var það eitt kvöldið að Dóri kom til okkar í verbúðina og hafði þá fengið sér dulítið í fótinn, honum lá eitthvað á hjarta og vildi koma því á framfæri. „Vinirnir mínir frá Siglufirði,“ sagði hann nokkrum sinnum, man ég. Þar sem þú varst í efri kojunni sneri hann sér að þér, tók niður gleraugun sín og lagðist al- veg upp að andlitinu á þér til að sjá framan í þig. Daginn eftir hafðirðu orð á því að rakvélin hans Dóra væri gjörsamlega ónýt því þú værir allur rispaður í framan. Í framhaldi af þessari heimsókn var það ákveðið að Dóri fengi nýja rakvél í afmælisgjöf. Við gerðum okkur ferð á Ísafjörð og keyptum nýja þriggja blaða Philips með bart- skera og eina viskíflösku til að færa honum. Þetta settum við í fimm punda ýsukassa sem við fengum að láni í Fiskiðjunni. Þú heftaðir botn- inn og við komum afmælisgjöfinni þar fyrir og lokuðum. Svo á afmæl- isdaginn buðum við Dóra í heimsókn til okkar í Smiðjuhúsið, færðum hon- um kaffið og kassann. Hann þuklaði kassann og hafði á orði að hann væri nú ekki heftaður af sér og sennilega væri hann ekki vel fenginn en hann skyldi nú ekki hafa hátt um það. En þegar hann opnaði kassann og dró upp flöskuna færðist gleðibros yfir andlitið. Hann vildi endilega gefa okkur með sér, ekki um annað að ræða. Við vorum nú ekki líklegir til að hafna því. Þú sagðir honum að kafa dýpra í kassann því enn væri eitthvað eftir óuppdregið. Því augna- bliki gleymi ég ekki þegar hann tók utan af rakvélinni og brast í grát af einskærri gleði og spurði hví við vær- um að þessu. Hann var því ekki van- ur að munað væri eftir sér á slíkum tyllidögum: „Ja, vinirnir mínir.“ „Det er noget galt í Danmark,“ sunguð þið á böllunum á Súganda hér um árið. En það er víðar en í Dan- mark sem „det er noget galt“. Í gegn- um veikindi þín hafðir þú kynnt þér hvernig búið er að þeim sem misst hafa starfsgetuna og varst ekki par ánægður með þau viðhorf sem ríkjandi voru. Þú sagðir mér að þeir sem þægju bætur vegna örorku sinn- ar og vildu ekki liggja með tærnar upp í loft og telja stjörnurnar eða lesa símaskrána heldur reyna að hafa eitthvað fyrir stafni til að halda and- legri reisn hlytu umsvifalaust skertar bætur að launum því skömmturunum þótti þegar nóg fram reitt og refsi- vert að menn færu mikið yfir fram- færsluútreikninginn. Þó var þetta ekki hærri fjárhæð á ári en nemur bónusum barnanna við víxlaraborðin. Nú hefur þú knúið á hinar hinstu dyr og ég veit að ekki verða vandræði með inngöngu því þegar dyravörður- inn sér þig hleypir hann þér fram- fyrir aðra í röðinni þar sem ekki þarf að fara yfir neitt registur eins og hjá nafna þínum í Gullna hliðinu. Svo mikið lagðir þú inn á lífsleiðinni. Sá kafli í lífi mínu þar sem þú kem- ur mest við sögu hefur nú verið skrif- aður. Þar sem hann var einn af mín- um uppáhaldsköflum hefði hann vitaskuld átt að verða miklu lengri og enda betur en vita skaltu að hann verður opinn og leitað fanga í hann um ókomin ár. Ég votta Ólafíu, foreldrum þínum, börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Guðmundur J. Albertsson. Dagar sjöttu viku sumars voru flestir hver öðrum fegurri. Hin gjöf- ula náttúra skartaði litum sínum, tónum og ilmi svo að unun var að njóta. En skjótt bregður sól sumri, því náttúran getur verið kaldlynd í andstöðu sinni – og gjafir skal gjalda. Andartak var sem ég stæði í ískaldri auðn, er mér var tilkynnt andlát góð- vinar míns Jóns Finns Jóhannesson- ar sem í dag er kvaddur, en hann hafði lengi verið heilsuveill. Árið 1992 stóð hann á tímamótum með viljann einan að vopni, staðráðinn að vinna bug á meini sínu og hefja nýtt líf. Ár- ið 1997 kvæntist hann Ólafíu Mar- gréti Guðmundsdóttur ljósmóður, sem verið hefur honum stoð í öllu. Festu þau kaup á litlu húsi sem þau bættu og stækkuðu, auk bílskúrs sem þau byggðu og var að nokkru vinnu- aðstaða Jóns. Hjónaband þeirra Ólafíu bar ávöxt, er þau eignuðust dótturina Margréti Finney, auga- stein þeirra og yndi, sem er á sjötta ári. Fyrir átti Jón synina Jóhannes Má og Kjartan Orra, Ólafía átti soninn Guðmund Óla en allir eru þeir upp- komnir. Það er ekki ætlunin að rekja ættir Jóns eða lífshlaup í stuttri kveðjugrein. Áttum við oft ánægju- legar samverustundir meðan heilsa hans var viðunandi og skipst var á skoðunum, en greinar voru aldrei með okkur. Ekki eru það ofmæli að segja að Jón Finnur hafi verið góðmenni. Jafnlyndi hans og æðruleysi voru einnig hans eðliskostir. Eflaust léttu kostir þessir undir með honum lang- an veg á grýttum vegi lífsins, því ekki bar hann þjáningar sínar eða tilfinn- ingar á torg. Við sem þekktum hann vissum betur og þegar okkar síðasta samtal fór fram dagana fyrir brottför hans héðan, var af honum dregið og örlögin ráðin. Eigi að síður kom fregnin óþægilega við streng í brjósti manns. Votta ég eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Fræðimaður sagði eitt sinn um listaskáldið góða, að Jónas væri rödd hinnar svölu heiðríku sumardaga. Ein af hans tæru perlum sem endar í andkaldri útrænu verða lokaorðin hér: Gróa grös við geisla þína liðinna leiðum á. En þú brosir og burtu snýr. Kvöldgustar kula. Gunnar Valvesson. Jón Finnur vinur minn er fallinn frá. Við kynntumst er við unnum saman hjá SR á Siglufirði 1976. Þá var verið að endurnýja ýmsan búnað í verksmiðjunni, m.a. raflagnir, sem við unnum að, enda okkar fag. Jón Finnur var einn af þeim mönnum sem fólk laðast að. Frá honum geisl- aði fádæma miklum krafti, mannlegri hlýju, hjálpsemi og glaðværð. Leiðir okkar hafa legið saman meira og minna allt frá þessum árum hjá SR. Síðasta áratuginn lágu vegir okkar mikið saman og við höfum verið sam- ferða vegna örorku okkar, m.a. vor- um við í átakshópi fatlaðra innan Sjálfsbjargar. Þar að auki eyddum við miklum tíma í umræður um hug- myndir okkar um heimili sem væri allt í senn; heimili, vinnustaður og af- þreying fyrir hvern og einn við hans hæfi. Oft á tíðum höfðum við reist í huganum heilu herragarðana fyrir okkur og okkar fólk. Jón Finnur var mikill athafna- og hugsjónamaður sé miðað við hans örorku, sem var slík að þegar verst var gat hann ekki staðið, gengið eða legið, vegna kvala. Ég er fullur vanmáttar og harms er svo góður vinur fellur frá. Konu hans og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Magnússon. Í hvert skipti sem ég ímynda mér hann er hann alltaf brosandi. Hann var alltaf svo hjálpsamur. Sumir segja að þeir bestu fari fyrst, en það er bara ekki réttlátt. Þeir sem hafa þekkt hann muna að hann var alltaf til staðar. Ég samhryggist foreldrum hans og börnunum hans og Ólafíu. Steinn Vignir Kristjánsson. Það er vor í lofti, sól og sumarang- an, þegar mér berast fréttir af því að vinur minn Jón Finnur sé látinn. Ég neita að trúa, þetta er einhver mis- skilningur en staðreyndinni verður að kyngja og tárin streyma niður kinnarnar, því að karlmenn mega jú líka gráta. Jón Finnur var stór mað- ur með stórt hjarta sem vildi öllum vel. Hann dyttaði oft að hlutum fyrir fólk og þegar spurt var um greiðslu kom bara eitt stórt bros. Það var fal- legt bros. Síðan var bætt við að láta sig vita ef hann gæti gert manni fleiri greiða! Það var gott að umgangast Jón Finn vegna þess hve hann var já- kvæður og góður hlustandi og hann tók mér eins og ég er og það þótti mér vænt um. Megi góður guð blessa og styrkja ástvini hans alla. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurjón V. Jónsson. Það er erfitt viðfangs og í reynd áfall, þegar allt sem manni finnst sjálfsagt og venjubundið tekur allt í einu hliðarstökk og skyndilega er ekkert eins og það var áður. Þannig er líklega best lýst mínum fyrstu viðbrögðum og tilfinningum við þeirri fregn að minn góði vinur, Jón Finnur, væri ekki lengur til stað- ar, til að deila með mér leik og starfi og létta af mér byrðum hins daglega amsturs, amsturs sem í raun er hlut- skipti okkar allra. En ekkert mál var svo lítið að það fengi ekki umræðu og skjóta úrlausn, þó við vissum báðir að það væri ekkert til sem héti allsherj- arlausn. Ég man sérstaklega eftir einu orð- tæki sem hann tók sér oft í munn í þessu sambandi sem lýsir því raunar best hversu ólíkir einstaklingar við vorum. Oftsinnis fékk ég hugmynd sem mér fannst alveg borðleggjandi og vildi drífa í að hrinda í fram- kvæmd en þá sagði Nonni einatt, „Siggi alveg rólegur, hugsaðu málið,“ og oftast var það nú þannig að þegar upp var staðið var betra að hugsa málið og skynsamleg niðurstaða fékkst yfirleitt að lokum. Okkar kynni hófust ekki fyrir al- vöru fyrr en seint á unglingsárum þó ég vissi reyndar alla tíð af þessum langa slána í suðurbænum á Siglu- firði. Okkur hentu þau örlög að verða sambekkja í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Ég held að það hafi gerst strax fyrsta dag á sal. Ekki þarf að orðlengja frekar um að ljósið í bæn- um og kannski mesti villingurinn urðu vinir upp frá því. Þar vorum við saman í tvö ár en eftir það skyldu leiðir um tíma. En alltaf vissum við hvor af öðrum. Það var síðan á þrítugsafmæli mínu er ég var staddur á Ísafirði að hringt er í mig og á línunni er Nonni. Hann býður mér og svila mínum, Erni Ingólfssyni, að koma með sér á skútunni sinni í smá siglingu út á Djúp í tilefni dagsins. Fór svo að ég komst ekki í mína eigin afmælisveislu fyrr en daginn eftir og hafði þá sitt- hvað gengið á í þeirri sjóferð. Úr þessu má segja að við höfum hist í það minnsta vikulega því fljótlega flutti hann suður og að endingu í næsta nágrenni við mig. Því miður var það um þetta leyti sem heilsu hans tók að hraka þó hann léti ekki á því bera. Nonni flutti til Svíþjóðar um tíma en kom heim um jól og leit þá við hjá mér. Í hálfkæringi segi ég við hann, „ég kem í heimsókn til þín 23. júlí, ég veit að þú býrð í bæ sem heitir Hults- fred, ég hitti þig fyrir utan ríkið í bænum klukkan fjögur.“ Klukkan hálf fjögur umræddan dag kom ég ásamt eiginkonu minni til Hultsfred eftir ferðalag alla nóttina, en enginn virtist vita hvar ríkið væri. En að endingu fannst ríkið og var ég mætt- ur á staðinn klukkan fjögur, en mér til undrunar var þar enginn Jón Finnur. Eftir fimm mínútna bið birtist vin- urinn og hafði þá tafist aðeins á göng- unni. Þannig var Nonni, ef eitthvað var ákveðið þá stóð það. Í leik og starfi deildum við mörgum ánægju- stundum enda áttum við mörg sam- eiginleg áhugamál og ef eitthvað bjátaði á kom þetta góða jarðbundna viðhorf, „alveg rólegur Siggi, við leysum málið.“ Með þessum orðum kveð ég góðan vin og þakka samfylgdina. Ég votta eiginkonu og börnum, foreldrum, að- standendum og fjölmörgum vinum sem eiga um sárt að binda mína dýpstu samúð. Sigurður V. Hólmsteinsson. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BRAGI JÓNSSON, Hlíðarstræti 24, Bolungarvík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 28. maí. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Vigdís Bragadóttir, Hjálmfríður Björk Bragadóttir, Svanur Freyr Jóhannsson, Jón Kjartan Bragason, Linda Margrét Njarðardóttir, Hafþór Bragason, Hafdís Ösp Garðarsdóttir, Bjarki Bragason, Ivona Geseviciuté, Sólrún Bragadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN D. JÓNSSON, Miðtúni 7, Höfn, Hornafirði, er lést sunnudaginn 1. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 6. júní kl. 14.00. Júlía Imsland, Ragnar Imsland, Ómar Imsland, Brynja B. Bragadóttir, Jóna A. Imsland, Magnús Danielsen, Sveinbjörn Imsland, Þórdís Imsland Sívar Árni Scheving, Svava Bjarnadóttir, Sigurður B. Sæmundsson, langafabörn og langalangafabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL JÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Dalalandi 12, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 2. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Jóhanna Þórunn Þorbjarnardóttir, Jón Baldvin Pálsson, Kristín Sigurðardóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðjón Heiðar Pálsson, Guðrún Björk Emilsdóttir, Páll Már Pálsson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Guðfinnur Þór Pálsson, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Höskuldur Einar Pálsson, Beinta Eliasen, Arnar Pálsson, Fríða Björg Leifsdóttir, barnabörn og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERTA GUÐJÓNSDÓTTIR HALL, Réttarholtsvegi 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 2. júní. Örnólfur Hall, Ásthildur Kjartansdóttir, Íris Jónína Hall, Heiðar Steinþór Valdimarsson, Ragna Jóna Hall, Eggert Óskarsson, Þórður Hall, Þorbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.