Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 31 Elsku amma. Nú ert þú sofnuð og farin úr þessum heimi. Afi stendur örugglega hinum megin og tekur á móti þér með opnum örmum og miklum fögnuði. Nú er engillinn hans loksins komin til hans og nú getið þið verið saman á ný. Þegar við kvöddum þig fyrir stuttu í Danmörku, höfðum við öll reiknað með að sjá þig aftur. Þú fórst í litla aðgerð nokkrum dögum seinna og vaknaðir eiginlega ekki aftur. Líkaminn þinn hrundi smám saman niður og á endanum fékkstu leyfi til að sofna. Ég held nú að það hafi hjálpað til hvað þú saknaðir hans afa óheyrilega mikið og hann hafi togað í þig. Á endanum fékk hann svo Stínu sína til sín. Og hérna stöndum við með söknuð í hjarta og tárin í augunum. Þetta eru tár sakn- aðar, en líka gleði. Því að við getum ekki annað en samglaðst þér yfir að vera komin til hans afa. Þið voruð hvort öðru eitt og allt. Við höfum margar góðar minning- ar i hjörtum okkar, og sérstaklega frá síðustu vikunni sem við fengum með þér í Danmörku. Við erum svo stolt yfir að þú komst til okkar tvisv- ar og gast séð hversu gott við höfð- um það og hve ánægð við erum. Nú kemur líka ljós á eldhúsborðið heima hjá mömmu og pabba, við hliðina á ljósinu hans afa. Á þessum ljósum verður kveikt á hverjum degi til að minnast þín og afa. Þó að þið séuð farin úr þessum heimi, þá verð- ið þið ávallt í hugum okkar og hjört- um og við vitum að þið sitjið yfir okkur og passið okkur, dag sem nótt. Þið eruð orðin að Guðs englum og amma, eins og sálmurinn sem þú kenndir okkur, þegar við vorum lítil, segir: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við þökkum Guði fyrir stundirnar sem við fengum með þér amma. Og við biðjum hann að passa vel upp á þig í himnaríki. Við viljum votta pabba og systk- inum hans dýpstu samúð og stuðn- ing til að komast í gegnum þetta. Eitt að lokum amma, og mundu það: Þú ert ekkert blávatn. Knús frá barnabörnum þínum í Danmörku, Haukur, Guðlaug, Þórey og Guðjón. Fyrir rúmri hálfri öld hófust kynni okkar Stínu og þá um leið kynntist ég Hauki eiginmanni henn- ar. Það er varla hægt að nefna annað þeirra án þess að hitt sé nefnt, svo nátengd voru þau. Frá þeim tíma hef ég átt þau bæði að vinum. Til þeirra var gott að leita með ýmsar spurn- ingar sem sem mig vantaði svör við. Reyndust þau bæði mér og minni fjölskyldu afar artarleg og góð alla tíð. Ekki þekki ég uppvaxtarsögu Stínu nema af afspurn, en veit þó að hún fæddist ekki með silfurskeið í munni. Vegna veikinda móður henn- ar ólst hún upp að hluta til hjá Sig- ríði Jónsdóttur móðurömmu Arnórs, eiginmanns míns, sem einnig var hjá ömmu sinni á þeim tíma og litu þau alltaf á sig sem nokkurs konar upp- eldissystkin og var alla tíð afar kært með þeim. Stína var skapgóð, alltaf hress og kát og og leit björtum aug- um á tilveruna. Þegar hún var ung stúlka var hún í fimleikum í meist- KRISTÍN JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Kristín JónaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hún lést á Landspítala há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 3. júní. araflokki kvenna í KR og fór hún í sýningar- ferð með þeim til Dan- merkur og Svíþjóðar. Hún fór reglulega í leikfimi og sund alveg fram á síðustu ár. Haukur og Stína voru fastagestir á gömlu dönsunum og það eru örugglega margir sem komnir eru á efri ár, sem muna eftir þeim á dansgólfinu, og þá oft- ast í Þórskaffi. Það var unun að sjá þau dansa saman og svo sannar- lega nutu þau þess. Upp úr 1950 var farið að byggja nýtt íbúðarhverfi í Sogamýri, sem þá þótti vera langt uppi í sveit, sem nú er Smáíbúða- hverfið. Þar gerðust þau hjónin frumbyggjar og réðust í það stór- virki að byggja sér íbúðarhús ásamt bakaríi. Það var ekki heiglum hent að byggja upp á eigin spýtur á þeim árum, erfitt var með lán og aðrar fyrirgreiðslur fyrir ungt eignalítið fólk. En með bjartsýni, samheldni og dugnaði þeirra beggja tókst þeim að ljúka ætlunarverki sínu. Þau stofnuðu Grensásbakarí árið 1956 og þar unnu þau saman meðan kraftar entust. Þegar umhægðist og þau bú- in að ala upp börnin sín fjögur, Gullý, Konna, Smára og Hauk, fóru þau að ferðast, nær árlega til Kan- aríeyja og höfðu mikla ánægju af. Erfið og langvarandi veikindi Hauks bundu enda á ferðalög þeirra. Við Stína höfum átt svo ótal margar góð- ar og skemmtilegar stundir saman í gegnum árin og fyrir þær er ég þakklát og minnist Stínu með mikilli hlýju og eftirsjá. Aðstandendum votta ég samúð mína. Ásthildur. „Hún er dáin, hún Stína hans Hauks.“ Þannig barst mér hin óvænta frétt um að þessi dásamlega manneskja hefði verið hrifin burt úr mannheimum. Ári fyrr hafði sams konar fregn dunið yfir: „Hann er dá- inn, hann Haukur hennar Stínu.“ Þessar tvær setningar segja meira en mörg orð, svo nátengd voru þessi hjón, Haukur og Stína, sem færðu svo mikla gleði, ást og birtu inn í líf svo margra. Hvenær sem ég hef heyrt orðið sæmdarhjón nefnt hafa mér komið þau í hug og ég veit að þar mæli ég fyrir munn margra. Hvílíkir lífsförunautar voru þau hvort öðru! Haukur og Stína voru brautryðjendur á sviði brauðafram- leiðslu og þau komust verðskuldað í ágæt efni á grundvelli dugnaðar og elju. En hvers vegna er ég að nefna það sérstaklega? Það er vegna þess að það var svo fjarri því að þau hefðu fengið það allt upp í hendurnar. Um árabil bjuggu þau í bragga í Laug- arnesinu meðan þau voru að koma undir sig fótunum. Og af hverju er ég að nefna það? Er ekki niðurlægj- andi fyrir minningu þeirra að hafa orð á því að þau skuli hafa búið í slíku húsnæði? Kannski þykir ekki við hæfi að nefna slíkt á þeim tímum þegar kostnaður við hjónavígslur hleypur á milljónum og íburðarmikið húsnæði og rándýrir innanstokks- munir virðast vera mælikvarði á manngildi þeirra, sem það eiga. En Stína og Haukur hugsuðu ekki þannig. Ekkert bruðl. Þeirra mann- gildi var mælt á mælikvarða sem voru peningum æðri. Þau höfðu oft orð á því að þau væru stolt af því að hafa búið í bragganum og að það væri rangt að tengja sjálfkrafa slíkt hlutskipti við niðurlægingu. Bragg- inn þeirra hlaut líka umönnun í sam- ræmi við það að þar bjuggu þau með reisn. Með því að fara vel með þetta húsnæði og nýta það sem best gátu þau lagt sitt af mörkum til þess að þjóðfélagið gæti sparað fjármuni. Braggasaga Hauks og Stínu og ástin og fjölskyldulífið, sem þau ræktuðu þar, hefði átt erindi í einhverja af þeim bókum, sem skrifaðar hafa ver- ið um þessa horfnu tíð. Og í fram- haldi af því sagan af því hvernig þau urðu umsvifamiklir eigendur merkra og stórra fyrirtækja á sviði brauðgerðar. En ofar öllu svífur þó minningin um alveg einstakt ljúf- lingsfólk. Haukur var bakari, eins og faðir minn, og undir öllum venjuleg- um kringumstæðum hefði það verið það eina, sem tengdi Hauk og Stínu við foreldra mína. En Haukur og Stína voru alveg sérstök og vinátta við þau var engu lík. Ég og systkini mín kynntumst því vel þegar þau tóku að sér æskuheimili okkar á meðan foreldrar okkar fóru til út- landa og ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég segi að fágætt var að kynnast slíku fólki og að við skuldum því mikla þökk. Þeg- ar heilsu föður okkar hrakaði var það helsta tilhlökkunarefni hans að komast inn á hjúkrunarheimilið Eir þar sem þau Haukur og Stína voru. Haukur dó skömmu eftir að sá draumur rættist og þá var eins og drægi fyrir sólu hjá föður okkar, sem lagðist banaleguna skömmu síð- ar. Nú er Stína líka farin. Hugur okkar er hjá ástvinum hennar, sem hafa misst svo mikið. Minningin mun lifa og orna okkur þegar við sjáum þau í anda, eins og við munum þau: Hauk, þetta valmenni, og Stínu, allt- af svo brosandi, bjarta og yndislega. Þetta er gangur lífsins; við beygjum okkur fyrir því að hún Stína hafi ver- ið hrifsuð burt frá okkur, þótt það sé sárt. Kannski réð því æðri kraftur, sem átti erfitt með að hafa Hauk án Stínu handan við móðuna miklu. Þetta urðu þeirra Ferðalok, – það var stutt á milli þeirra, því – „anda, sem unnast / fær aldregi / eilífð að- skilið“. Ómar Ragnarsson. Amma mín, maður áttar sig ekki ennþá á því að þú sért ekki lengur meðal okkar. Þrátt fyrir að þú værir komin yfir áttrætt og að heilsan væri kannski ekki upp á sitt besta, var sú hugsun að við myndum missa þig fjarstæðu- kennd. Þú varst svo hress og glögg á ýmsa hluti. Margar góðar minningar á maður um þig frá heimsóknum á Laugarásveginn og ferðalögunum. Ég man sérstaklega eftir því í fyrra GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. febrúar 1922. Hún andaðist 21. maí síð- astliðinn á Landspít- alanum við Hring- braut, 81 árs að aldri og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 30. maí. um það leyti sem ég og Guðrún Birna vorum að útskrifast, að ég kom í heimsókn til ykk- ar afa og þér fannst svo spennandi að við vær- um að útskrifast og fórst að rifja upp þína útskrift frá MR og hversu gaman það hefði verið. Svo söngstu Gaudeamus igitur og kunnir það að sjálfsögðu utanbókar. Við ýmsar stundir voru útgeislun þín og per- sónutöfrar í algjöru há- marki og var þetta ein af þeim stund- um. Marga góða kosti hafðir þú að bera og margt í fari þínu mun ég taka mér til fyrirmyndar. Við munum öll sakna þín sárt, en þú verður ávallt með okkur í ótelj- andi minningum. Þinn Helgi. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALDIMAR ÓSKARSSON frá Dalvík, Lækjasmára 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 6. júní kl. 13.30. Gerður Þorsteinsdóttir, Fjóla Valdimarsdóttir, Ómar Karlsson, Bjarnveig Pálsdóttir, Óskar Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Snjólaug Valdimarsdóttir, Jón Hreinsson, Einar Valdimarsson, Elín Theódórsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson, Sigurbjörn Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA HALLSDÓTTIR, Skólavegi 81, Fáskrúðsfirði, sem andaðist miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstu- daginn 6. júní kl. 14.00. Baldur Guðlaugsson, Ingigerður Jónsdóttir, Kristín Guðlaugsdóttir, Níels Sigurjónsson, Helgi Guðlaugsson, Margrét Andrésdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gísli Jónatansson, Björg Guðlaugsdóttir, Gunnar Björnsson, Hallur Guðlaugsson, Adrianne Guðlaugsson, Páll Guðlaugsson, Gunnar Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, SIGRÍÐUR H. AÐALSTEINSDÓTTIR cand. pharm., Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi, þriðjudaginn 27. maí, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Össur Aðalsteinsson, Guðbjörg A. Finsen, Elín Aðalsteinsdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson. Elskulegur eiginmaður minn, PÁLL ÓLAFSSON prentari, Vallarbraut 3, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. júní kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, HÖLLU SIGTRYGGSDÓTTUR, Skúlabraut 6, Blönduósi, fer fram frá Fossvogskirkju, Reykjavík, fimmtu- daginn 5. júní kl. 13.30. Baldur G. Bjarnasen, Þórdís Baldursdóttir, Gísli Guðmundsson, Óskar Baldursson, Sigrún Birgisdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sigrún Hrafnsdóttir, Guðjón Þór Baldursson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.