Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum í uppslætti
á húsum og þökum. Er með góð mót.
Upplýsingar í síma 698 2261.
Vélstjóri
óskast á 50 tonna rækjubát
sem rær frá Dalvík
Upplýsingar gefur Sigurjón í síma 892 9394
og Jóhannes í síma 896 0065.
www.or.is
Orkuveita Reykjavíkur
IP-Borgarnet
IP-Borgarnet er rekið á ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar á höfuðborgarsvæðinu
og víðar. Kerfið býður í dag upp á öflugar IP gagnaflutningstengingar fyrir
fyrirtæki og stofnanir. Stefnt er að enn frekari útfærslu á kerfinu með
fjölbreyttri og öflugri þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði verkfræði eða tölvunarfræði
Þekking á uppbyggingu netkerfa er nauðsynleg
Þekking og reynsla af beinum (router) og skiptum (switch) frá Cisco er æskileg
Samskiptahæfni og þjónustulipurð
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til 19. júní n.k.
Nánari upplýsingar er að hafa
á www.mannval.is
Orkuveita Reykjavíkur er
sjálfstætt þjónustufyrirtæki
í eigu Reykjavíkurborgar,
Akranessbæjar, Garðabæjar,
Hafnarfjarðarbæjar
Borgarbyggðar og
Borgarfjarðarsveitar.
Orkuveitan dreifir rafmagni,
heitu vatni til húshitunar,
köldu vatni til brunavarna
og neysluvatni til notenda
í Reykjavík og nágrenni.
Á þjónustusvæði fyrirtækisins
býr meira en helmingur
íslensku þjóðarinnar.
Fyrirtækið kappkostar að
veita viðskiptavinum sínum
bestu mögulegu þjónustu.
Orkuveita Reykjavíkur
stuðlar að nýsköpun og
aukinni eigin orkuvinnslu.
Það er stefna Orkuveitunnar
að auka hlut kvenna í
stjórnunar- og ábyrgðarstöðum
innan fyrirtækisins.
Starfssvið
Umsjón og rekstur á ljósleiðaraneti Orkuveitunnar
Uppbygging og rekstur annarra gagnaflutnings- og fjarskiptatenginga
Tilboðsgerð og samningar vegna fjarskiptanets
Ráðgjöf og aðstoð við efnispantanir og birgðahald vegna fjarskiptakerfis
Samskipti við verktaka vegna framkvæmda og viðhalds á fjarskiptakerfum
Samskipti við tæknimenn viðskiptavina
Óskar eftir að ráða Netstjóra
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
knattspyrnudeildar HK
verður haldinn í Hákoni Digra í íþróttahúsinu
við Digranes þriðjudaginn 10. júní kl. 19.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn knattspyrnudeildar.
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.
Hluthafafundur
Stjórn Íslenska hugbúnaðarsjóðsins boðar til
hluthafafundar 11. júní 2003 kl. 16:00. Fundur-
inn verður haldinn á skrifstofu félagsins í Sæ-
túni 8, 4. h., 105 Reykjavík.
Á dagskrá eru:
1. Tillaga um breytingar á samþykktum félags-
ins. Tillagan felur í sér breytingar á ákvæð-
um um heiti og tilgang félagsins og á ákvæð-
um um fjölda stjórnarmanna. Tillagan liggur
frammi á skrifstofu félagsins í Sætúni 8 viku
fyrir fund.
2. Kosning nýrrar stjórnar.
3. Ákvörðun stjórnarlauna fyrir fráfarandi og
viðtakandi stjórn.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Reykjavík, 3. júní 2003.
Stjórn Íslenska
hugbúnaðarsjóðsins hf.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12.Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20:00.
„Jesú vill“ (Lúk. 5.12-16 5).
Ræðumaður: Valdís Magnús-
dóttir. Vitnisburðir.
Heitt á könnunni eftir samkom-
una. Allir hjartanlega velkomnir.
www.fi.is
Miðvikudagur 4. júní
Skógræktarferð Ferðafélags-
ins í Heiðmörk.
Áhöld verða á staðnum. Ferða-
langar mæti með nesti.
Brottför frá BSÍ kl. 19.30 með
viðkomu í Mörkinni 6. Þátttaka
er ókeypis og öllum heimil.
ur, en að leiðarlokum eru þökkuð
ánægjuleg kynni við góðan mann.
Ættmennum er vottuð samúð í sökn-
uði þeirra. Blessuð sé minning Guð-
mundar G. Bjarnasonar.
Þór Jakobsson.
Fallinn er frá góður vinnufélagi og
afbragðs fræðimaður. Guðmundur
G. Bjarnason var með skarpari
mönnum sem ég hefi kynnst og hafði
ákaflega góða sýn á viðfangsefni sitt.
Honum fannst fátt skipta meira máli
í lífinu en veðurfræði, einkum há-
loftapælingar, skýjafar, veður- og
mengunarlíkön. Guðmundur var
vakinn og sofinn yfir þessu viðfangs-
og áhugaefni sínu, enda sagði hann
oft á tíðum að hann væri „óttalegur
skýjaglópur“. Samstarfsmönnum
þótti á stundum að viðurnefnið
skýjakljúfur ætti betur við, bæði
vegna vaxtarlagsins, og eins þegar
hann hafði greitt í sundur þokuský
sem stöfuðu af óskýrri hugsun eða
erfiðum viðfangsefnum.
Það hafði nokkurn aðdraganda
þegar Guðmundur réðst fyrst til
Hollustuverndar ríkisins og síðar
Umhverfisstofnunar: Guðmundur
hafði lengi unnið einn eða með öðr-
um við ýmis verkefni sem tengdust
fræðigrein hans. Hugmyndirnar
voru óþrjótandi og fáum duldist að
þar fór maður sem vissi hvað hann
sagði. Hugsjón Bjarts í Sumarhús-
um bjó ríkt í Guðmundi og hann vildi
vera sjálfstæður í því sem hann
gerði. Því hlaut hann lengst af hlut-
skipti einyrkjans og það hlutskipti er
að mörgu leyti eins erfitt í dag og það
var á dögum Bjarts. Í þá daga var
einyrkinn kominn uppá móður nátt-
úru, eigið hyggjuvit og atorku en
Bjartur í dag þarf að útvega sér
rannsóknarstyrki með ótrúlegri
vinnu og hugkvæmni. Slíkt hlýtur að
vera slítandi til lengdar. Eitt af síð-
ustu verkum Guðmundar sem ein-
yrkja var að reyna að fá skilning
ráðamanna á því að það skipti miklu
að nota geislunar- og ósonmælingar
sem gerðar eru og fella þær í líkan til
að upplýsa almenning í rauntíma um
geislunarstuðul og þau geislunar-
áhrif sem almenningur kann að
verða fyrir á mismunandi stöðum á
landinu. Þessi saga var að mörgu
leyti klassísk saga frumherja – flest-
ir viðurkenndu mikilvægi hugmynd-
arinnar en töldu jafnframt sjálfsagt
að öðrum bæri að sjá til þess að verk-
ið væri unnið og greiða kostnaðinn.
Þegar þeirri lotu lauk hafði Guð-
mundur samband við okkur á Holl-
ustuvernd og við ákváðum að reyna
að starfa saman að sameiginlegri
hugsjón. Við áttum þann draum að
tengja mengunarmælingar, upplýs-
ingar um mengunarvalda og
veðurlíkön saman og mynda líkan
sem gæti upplýst almenning og
stjórnvöld um loftgæði í rauntíma
hvar sem er á landinu. Guðmundur
hóf störf á Hollustuvernd ríkisins,
síðar Umhverfisstofnun,og vann að
kappi að þessu ásamt öðrum sam-
bærilegum verkefnum. Það reyndist
gæfuspor að fá Guðmund til starfa
því þekking hans á veðri og veðurlík-
önum var mjög mikilsverð í starfi
okkar.
Guðmundur átti að mínu viti
ágætan tíma í Hollustuvernd og Um-
hverfisstofnun, einkum framan af.
Það var lagt af stað með margt og
sumt komst í höfn. Hins vegar duld-
ist fáum að heilsu Guðmundar var
farið að hraka síðasta árið og að syk-
ursýkin og aðrir meðverkandi kvillar
voru byrjaðir að taka toll af starfs-
þreki hans þegar yfir lauk. Eftir
stendur draumurinn um líkönin tvö:
Annað til að upplýsa almenning í
rauntíma hvernig loftmengun er á
landinu en einkum þó í þéttbýli og
hitt til að sýna almenningi styrk
geislunar í rauntíma hvar sem er á
landinu. Það verður hlutskipti okkar
sem eftir erum að koma draumnum
úr skýjaborg í veruleika – enda var
það sem lagt var af stað með í upp-
hafi samstarfsins. Við það starf mun
skerfur og eldmóður Guðmundar
vera okkur veganesti.
Við hjá Umhverfisstofnun sendum
börnum Guðmundar og öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Davíð Egilson.
GUÐMUNDUR GÍSLI
BJARNASON
Erfitt er að sætta sig
við að Þorkell Krist-
mundsson sé látinn og ennþá dapur-
legra að það skyldi gerast með þess-
um hætti þar sem hann var enn við
ágæta heilsu og fylgdist vel með.
Við þig, Keli minn, vil ég segja það
að það voru fyrir mig sannkölluð for-
réttindi að fá að kynnast þér og þínum
ÞORKELL
KRISTMUNDSSON
✝ Þorkell Krist-mundsson fædd-
ist í Stakkavík í Sel-
vogi 12. september
1925. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 24. apríl
síðastliðinn eftir að
hafa lent í slysi 30.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 29. apríl.
mannkostum í öll þau ár
sem við höfum þekkst.
Ég vil þakka Þorkeli all-
ar samverustundirnar,
hvort sem þær voru á
hans heimaslóðum eða í
bíltúrum sem við fórum
í, eða við önnur tæki-
færi.
Þorkell var mjög lífs-
glaður, kátur og
skemmtilegur maður
sem gaman var að tala
við. Ég votta öllu
Brunnastaðafólkinu,
öllu skyldfólki Þorkels
og öllum þeim sem þótti
vænt um hann mína dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímamótum í lífi þeirra.
Að lokum vil ég segja það, Keli
minn, að þú lifðir vel og ég vona að þú
hafir það mjög gott í þínum nýju
heimkynnum, hvar sem þau eru.
Egill Hallgrímur Klemensson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.