Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 43

Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 43 ✝ Tómasína ÞóraÞórólfsdóttir fæddist í Vonarholti í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 17. júní 1913. Hún lést á Ljós- heimum á Selfossi 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristín Valgeirsdótt- ir, f. 14.11. 1878, d. 20.7. 1965, og Þórólf- ur Jónsson, f. 17.4. 1875, d. 24.5. 1960. Þóra, eins og hún var kölluð, var næstelst af fjórum dætrum þeirra hjóna. Systur hennar eru Geirríður Ása, Kristín Guðmunda Elísabet og Jóney Svava. Hinn 19. október 1956 giftist Þóra Hauki Breiðfjörð Guð- mundssyni, f. 23. ágúst 1919. Þóra og Haukur bjuggu í Fjarðarhorni í Gufudalssveit í 30 ár en fluttu þá að Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum og bjuggu þar í sjö ár en fluttu þá að Lækjarhvammi í Austur-Land- eyjum og bjuggu þar í tíu ár eða þar til þau hættu búskap og fluttu á Selfoss 1981. Börn þeirra hjóna eru: Kristþór Breið- fjörð Hauksson, kona hans er Hall- dóra Sigmundsdóttir og eiga þau einn son og eina fósturdóttur; Sigríður Guðný Hauksdóttir (látin); Guðmunda Laufey Hauksdóttir, maður hennar er Árni Er- lendsson og eiga þau fjögur börn og átti Guðmunda Laufey eina dóttur fyrir; Guðjóna Kristín Hauksdóttir, maður hennar er Sveinn Þórðarson og eiga þau átta börn; Ólafur Gunnar Rafn Hauksson, kona hans er Sigríður Pálsdóttir og eiga þau einn son og átti Sigríður eina dóttur fyrir. Og sonur Þóru fyrir hjónaband Guð- laugur Ólafsson, kona hans var Ragnheiður Haraldsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þóra dvaldi á Ljósheimum á Selfossi síðustu ár. Útför Tómasínu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með fyrstu bernskuminningun- um upplifi ég mig liggjandi á glansandi og köldu parketlögðu gólfi. Í kringum mig eru bílar, upptrekktar pöddur, vegir, gler- kúlur, lestarteinar og aðrir há- vaðasamir hlutir. Inn úr eldhúsi má heyra óm af samtali mömmu og Þóru langömmu. Ég verð fljót- lega þreyttur á að liggja á mag- anum, er farið að verkja í olnboga og bringu. Ég færi mig inn í teppalagða stofuna og tek mér hlé frá leikföngunum. Stundum stelst ég úr sokkunum til að finna þykkt teppið leika við tærnar á mér. Í stofunni má sjá margar myndir af fólki sem amma geymir í hillum og glerskápum þar sem aðrir geyma glitrandi hluti, klukkur, styttur og annað sem gleður augað. Sumar myndir eru gamlar en aðrar nýrri og í lit. Fólkið skiptir máli í lífi ömmu, það kemur glampi í augun og ég skynja hvað hún verður montin þegar hún segir okkur frá öðru frændfólki. Amma átti aldrei í erfiðleikum með að sýna væntumþykju sína. Alltaf þegar við hittumst þá knús- aði hún okkur alveg að sér, kyssti mann oft og lengi. Stundum kyssti hún mann það lengi að það var nærri vandræðalegt. Amma þurfti ekkert að segja, því maður vissi það af hegðun hennar að maður skipti máli, henni þótti vænt um mann. Það sem amma kenndi mér var að ég get verið óhræddur við að sýna væntumþykju og ást gagn- vart öðru fólki, ég á bara eftir að hafa áhrif á fólk til hins betra með slíkri hegðun. Hún amma var aldrei nísk á væntumþykju sína, hamingjuna upplifði hún þegar hún gerði okk- ur hamingjusöm. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst ömmu minni og fengið þann tíma sem ég fékk með henni. Amma litaði líf mitt gleði og hamingju. Guð blessi þig, amma. Guðlaugur Kristmundsson. Elsku amma, við leiðarlok lang- ar mig að þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. „Ég hef ekki tíma,“ er setning sem þú kunnir ekki að segja. Þú varst einstök kona og það sem þú hefur prjónað á okkur í gegnum tíðina af öllu tagi eru heil ógrynni. Þegar þú loks hættir bú- skap og settist að á Selfossi, þá fyrst hafðirðu tíma fyrir annað en prjóna og saum. Þá fórstu að mála keramik, myndir og fleira. Það undar margan þegar ég segi að sumir skrautmunir okkar séu eftir þig á áttræðisaldri. Málshátturinn „sælla er að gefa en þiggja“ átti svo sannarlega vel við þig. Fátt fannst þér jafn gam- an en að gleðja aðra með gjöfum. „Hvað er að frétta af þínu fólki?“ spurðir þú svo oft. Þú vildir fylgjast með hvað allir voru að gera, að læra og hvernig gengi. Ég er rík af minningum um þig og er þakklát fyrir að eiga þær. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún Guðlaugsdóttir. Núna er hún Tóta mín farin í síðustu ferðina. Hún var mín elsta og tryggasta vinkona. Hún ólst upp í torfbæ í Fjarðarhorni í Kollafirði og bjó þar mörg sín fyrstu búskaparár. Fjarðarhorn var afskekktur sveitabær. Það mun hafa verið 1935 eða 1936 að hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísa- firði og skorin upp við botlang- abólgu. Hún var flutt á hestbaki yfir Þorskafjarðarheiði og með djúpbátnum frá Arngerðareyri. Á þeim tíma voru sjúklingar látnir liggja alfarið í rúminu í 12 daga eftir botnlangaskurð og fóru af sjúkrahúsinu á 14. degi. Átti hún þá að fara með djúpbátnum til Arngerðareyrar, þar sem hestar biðu hennar og ríða þaðan yfir Þorskafjarðarheiði. Móðursystir mín lá á sömu stofu og Tóta og rann henni til rifja að senda átti stúlkuna í slíkt ferðalag beint af sjúkrahúsinu. Bað hún móður mína að taka Tótu heim til sín þar til hún yrði ferðafær. Var hún hjá okkur í tvær vikur, þá var ég þriggja eða fjögurra ára. Ekki man ég eftir þessu en Tóta mundi þetta vel. Alla tíð síðan hef- ur verið vinskapur og væntum- þykja, fyrst milli Tótu og mömmu meðan hún lifði og síðar milli mín og Tótu. Tóta kom af og til eftir sauðburð í nokkra daga til Ísa- fjarðar og urðu þá fagnaðarfundir. Lífsbaráttan var hörð á af- skekktum sveitabæ á þessum tím- um en aldrei bar Tóta sig illa. Líf- ið var bara svona. Tóta giftist góðum manni, Hauki Breiðfjörð, og tóku þau við búskap í Fjarðarhorni. Svo komu börnin eitt af öðru, sem öll eru góðir og nýtir borgarar sem hafa aukið kyn sitt og staðið sig vel í lífsbarátt- unni. Haukur sléttaði stór tún í Fjarðarhorni og ræktaði upp gott fjárkyn. Þegar „strákarnir voru orðnir stórir“, eins og Tóta orðaði það, var hjálpast að við að koma upp steinhúsi í stað gamla torfbæj- arins. Þá var þjóðvegurinn kominn þó slæmur væri, einnig rafmagn og sími. Eitt leiddi af öðru, engin vinna fyrir börnin. Fór svo að Haukur og Tóta fluttu frá Fjarðarhorni að Minni Ólafsvöllum. Þar voru þau í nokk- ur ár en festu þá kaup á Lækj- arbakka í Austur-Landeyjum. Var nú hafist handa við að bæta jörð- ina eins og kraftar og geta leyfðu. Byggt var nýtt, gott fjós og húsið tekið í gegn. Við byggingu fjóssins varð Haukur fyrir slysi sem skerti getu hans. Yngsti sonurinn, Ólaf- ur, var þeim stoð og stytta. Þó fór svo að Haukur og Tóta brugðu búi og fluttust í indælt einbýlishús með stórum garði á Selfossi. Þar hafa þau unað sér vel og var Tóta alsæl með að fá þennan garð því hún elskaði allan gróður. Man ég að oft þegar hún kom til Ísafjarðar fór hún með fjölærar blómplöntur með sér til að rækta í garðinum sínum í sveitinni. Einnig voru blóm í öllum gluggum innan- dyra hjá henni. Er ég viss um að hún talaði við þau, því vel þrifust blómin hennar. Tóta var mjög hög í höndunum. Í Fjarðarhorni vann hún úr ullinni og litaði. Til er veggteppi sem hún saumaði út í poka undan fóðurbæti með lituðu ullargarni. Þetta vegg- teppi rataði á landbúnaðarsýningu fyrir nokkrum árum. Fallega púða og pulluver heklaði hún og færði mömmu og móðursystur minni. Eftir að Haukur og Tóta fluttust suður opnaðist nýr heimur fyrir Tótu. Hún fór í kvenfélag þar sem oft voru námskeið í margskonar hannyrðum. Hún smyrnaði, málaði á postulín og ótal margt fleira. Svo voru allar peysurnar, sokkarnir og vettlingarnir, fyrir utan fallegu eingirnisvettlingana sem seldir voru í Íslenskum heimilisiðnaði í Hafnarstræti. Bryddaðir skinn- skór með útprjónuðum leppum voru listaverk. Eitt þótti Tótu ekki gott eftir að þau komu í Landeyjarnar, það var hvað ullin af kindunum var flókin og erfitt að vinna hana. Þær kind- ur voru ekki reknar á fjall eins og fyrir vestan. Vináttan og væntumþykjan milli mömmu og Tótu brást aldrei og færðist yfir á mig og systur mína er við stálpuðumst. Tóta fékk litla skólagöngu eins og títt var um fólk í afskekktum sveitum á þeim tíma. En hún og Haukur bættu sér það upp með lestri góðra bóka og er bókasafn þeirra mikið að vöxtum og gott. Hafa þau bundið inn margar bækurnar sjálf af mestu leikni. Tóta elskaði sveitina sína fyrir vestan og fór hún á flug og hafði frá mörgu fróðlegu og skemmti- legu að segja þaðan. Var hún ætt- fróð vel. Taldi mig vera frænku sína frá 17. öld og hlógum við að því. Staðfestist þetta þó í Íslend- ingabók. Langri og oft strangri en gjöf- ulli ævi er nú lokið. Góð, hjarta- hrein og vinföst kona hefur lokið göngu sinni hér meðal okkar. Við sem áttum vináttu og elsku hennar geymum hana í hjörtum okkar. Hauki og öllum ættingjum Tótu sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar systra Helgu, Nönnu og Magnúsar og Helgu Tryggvabarna, N. Rósa Magnúsdóttir, Vestmannaeyjum. TÓMASÍNA ÞÓRA ÞÓRÓLFSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Minna Núpi, Vestmannaeyjum, Stórholti 26, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 5. júní, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Ragnar Kristján Guðmundsson, Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnlaugur K. Hreiðarsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Finnur P. Fróðason, Guðlaug Alda Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Melbæ, Heiðargerði 21, Akranesi, lést 11. júní. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju miðviku- daginn 18. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra s. 552 9133. Valgerður S. Sigurðardóttir, Börkur Jónsson, Jón S. Sigurðsson, Helga Hauksdóttir, Guðrún H. Sigurðardóttir, Haukur M. Kristinsson, Sigurður G. Sigurðsson, Margrét A. Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, Barónstíg 29, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur heima hjá sér á hvíta- sunnudag 8. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Systkini og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL EINARSSON húsasmíðameistari, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, áður Krossamýri, andaðist miðvikudaginn 11. júní. Friðþjófur Þorkelsson, Louise Anna Schilt, Sigurlaug Þorkelsdóttir, Einar Þorkelsson, Kristín Jóhannsdóttir, Svanhildur Þorkelsdóttir, Jóhann S. Björnsson, Brynhildur Þorkelsdóttir, Valdimar Kristinsson, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veitt hafa okkur stuðning með samúð sinni og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, fósturföður, sonar, tengdasonar, bróður, mágs og afa, JÓNS FINNS JÓHANNESSONAR, Kópavogsbraut 22, Kópavogi. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, Jóhannes Már Jónsson, Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir, Kjartan Orri Jónsson, Margrét Finney Jónsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Halldóra S. Jónsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Soffía G. Jóhannesdóttir, Ólafur K. Ólafs, Eydís Ósk Jóhannesdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.