Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 55  UNGIR jafnaðarmenn á Siglu- firði, ungliðahreyfing Samfylkingar- innar, hafa skorað á Guðna Bergs- son að endurskoða þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Í fréttatil- kynningu frá ungliðunum á Siglu- firði segir m.a.: „Að okkar mati hefur Guðni verið besti leikmaður liðsins í sl. tveimur leikjum og erfitt að sjá draum okkar Íslendinga um þátt- töku á Evrópumótinu á næsta ári rætast nema Guðni sé innanborðs.“  DAVÍÐ Höskuldsson, handknatt- leiksmaður úr Val, hefur ákveðið að ganga til liðs við bikarmeistara HK. Davíð er 22 ára gamall hornamaður.  ENSKIR fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hafi boðið for- ráðamönnum Leeds United fram- herjann efnilega, Jermaine Pennant, í skiptum fyrir ástralska landsliðsframherjann Harry Kewell. Leeds myndi fá um 500 millj. ísl. kr. að auki frá Arsenal en eins og áður hefur komið fram eru skuldir Leeds miklar og er verið að endurskipu- leggja rekstur félagsins frá grunni.  KOBE Bryant, bakvörður NBA- liðsins Los Angeles Lakers, fór í að- gerð á öxl sl. þriðjudag og verður ekki með bandaríska landsliðinu í undankeppni fyrir Ólympíuleikana 2004 í sumar. Bryant meiddist á öxl 22. apríl sl. í fyrstu umferð úrslita- keppninnar gegn Minnesota Timb- erwolves og verður hann frá æfing- um næstu átta vikurnar.  FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Toronto Raptors hafa augastað á tveimur aðilum sem koma til greina sem næstu þjálfarar liðsins en Lenny Wilkens var sagt upp störfum í lok leiktíðarinnar. Það eru tveir óþekktir þjálfarar sem koma til greina, Dwane Casey, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Seattle Super- sonics, og Kevin O’Neill, aðstoðar- þjálfari Detroit Pistons. Fimm NBA-lið hafa enn ekki ráðið þjálfara fyrir næsta vetur.  ENSKA úrvalsdeildarfélagið Bolt- on Wanderers leitar nú logandi ljósi að varnarmanni til að leysa Guðna Bergsson af hólmi. Einn þeirra sem Bolton hefur leitað til er miðvörður AC Milan og danska landsliðsins, Martin Laursen, sem hefur ekki áhuga. „Með fullri virðingu fyrir Bolton þá hef ég engan áhuga á að leika fyrir lið sem alltaf er í fallbar- áttu. Mig langar frekar að leika með liði sem gæti landað bikurum.“ FÓLK Landsliðsþjálfarinn Stefán Arnar-son segir gott að fá leiki við svo sterk lið en að það sé ekki tilviljun. „Verkefnið er krefj- andi og heiður fyrir okkur að vera boðið til Danmerkur að spila við Evrópu- meistarana og síðan verða leikirnir í Portúgal góð æfing yfir Evrópu- keppnina í haust. Lið okkar stóð sig á alþjóðlegum vettvangi í fyrra, það vakti athygli og þess vegna var okk- ur boðið,“ sagði Stefán. Liðið fékk 14 leiki í fyrra og ætlar sér ekki minna nú. „Við stefnum á að fá aftur fjórtán leiki í ár og standa okkur vel á Evr- ópumóti í nóvember. Við gerðum þriggja ára áætlun og erum á öðru ári en komin vel áleiðis. Við erum með ákveðna hluti í gangi bæði í vörn og sókn, spilum hratt og keyrum hratt upp miðjuna og verðum sífellt betri í því. Þótt langt sé síðan tíma- bilinu lauk eru stelpurnar allar að komast í gang. Auðvitað vil ég sigur í hverjum leik en við erum að hugsa um uppbygginguna og viljum taka eitt skref í einu í alþjóðlegum hand- knattleik.“ Þjálfarinn ætlar sér að ná langt í Evrópukeppninni í nóvember því auk leikjanna nú verður haldið til Svíþjóðar í september og Póllands í október. Viljum sýna árangur „Mér líst vel á þessa leiki og það væri gaman að fara vinna einhverja og sýna árangur, við höfum fengið langan tíma til að æfa saman og ég vona að við sýnum nú árangur svo að við fáum meiri athygli og auðveldara sé að fara í fyrirliggjandi verkefni,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir sem þekkir vel til í dönskum handknatt- leik því hún hefur undanfarin tvö ár leikið í Danmörku. „Það er mjög spennandi að spila á móti Evrópu- meisturunum. Það verður erfitt og síðan er leikur við danskt félagslið sem er líklega betra en landsliðið með A-landsliðskonur í öllum stöð- um. Við þurfum á öllu okkar að halda en þetta er um leið góð áskorun því við erum fimm úr íslenska landslið- inu að fara spila með Holstebro í dönsku deildinni. Portúgal er síðan með öðruvísi lið með framliggjandi vörn því dönsku og sænsku liðin spila frekar flata vörn eins og við. Portúgalar spila hraðar svo að það er gott að spila þrjá leiki þar til að æfa sig á móti öðrum leikstíl. Það verður samt gott að fá þessa leiki og líka gott að hafa æft saman í fjórar vikur, það hef ég ekki upplifað áður. Þessi hópur hefur líka verið meira og minna saman í nokkur ár og langar til að sigra.“ Áskorun fyrir nýliðann Meðal nýliða er Guðrún Hólm- geirsdóttir. „Það var kominn tími á að komast í hópinn en ég er í erfiðri stöðu því það eru margar góðar í horninu,“ sagði Guðrún en hlakkar til. „Þetta verður erfitt prógram með sex leikjum í röð svo að ferðin tekur á en við ætlum að sýna hvað við get- um. Við spilum hraðan handknatt- leik, varnarleikurinn er í lagi og sóknin öll að koma til en við tökum samt hvern leik fyrir sig og erum ekkert að horfa of langt fram á við strax – byrjum á þessum leikjum. Danska liðið leikur hratt og öðruvísi en hérna heima enda danska deildin sú besta í heimi, það verður því enn meiri áskorun að vinna það.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Kvennalandsliðið í handknattleik heldur í mikla æfingaferð til Danmerkur og Portúgals, sem er undirbúningur fyrir EM í haust. Stefán Arnarson landsliðsþjálfari fer með kvennalandsliðið í handknatt- leik í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur og Portúgals Heiður fyrir okkur að fá boð frá Dönum Morgunblaðið/Stefán Kristín Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir báru saman bækur sínar í blíðviðrinu á fimmtudaginn með dóttur Hrafnhildur, Viktoríu Dís Viktorsdóttur. Landsliðið í handknattleik er farið í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur og Portúgals. Í hópnum eru fimm stúlkur sem leika með danska liðinu Holstebro í vetur komandi – Hrafnhildur er fyrirliði liðsins. HANDKNATTLEIKSKONUR und- irbúa sig af kappi fyrir Evrópu- keppnina í haust og í því skyni halda þær í sannkallaða þolraun á föstudaginn. Fyrst eru tveir leikir við Evrópumeistara Dana, einn leikur við toppliðið Ikast og síðan tekur við ferðalag til Portúgals þar sem einnig eru þrír leikir. Eftir Stefán Stefánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.