Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 26

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ m TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003 Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Auglýsendur! Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar um mat og vín, kemur út föstudaginn 27. júni næstkomandi. Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000 eintökum til allra kaupenda blaðsins um land allt. Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi landsmanna og margir sem hafa það sem sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að endurspegla þennan nýja lífsstíl landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt. Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það skorið og heftað. Pantanafrestur auglýsinga er til mánudagsins 23. júní kl. 16:00 w w w .ic el an da ir .is KVENNAKÓR Hafnar- fjarðar hélt bráðskemmtilega tónleika á Björtum dögum, listahátíð Hafnarfjarðar, og átti djassdívan Kristjana Stefáns- dóttir ekki sístan þátt í því. Á efnisskránni voru klassísk verk, íslensk sönglög, þjóðlög, negrasálmar og söngdansar og þar að auki tvö af frægustu verkum píanósnillinganna Errolls Garners og George Shearings; Misty eftir þann fyrrnefnda og Lullaby Of Bird- land eftir hinn síðarnefnda. Þau verk söng Kristjana ein eins og On The Sunny Side Of The Street, The Way You Look To- night, Over The Rainbow og blús úr kvikmyndinni Color Purple og lék Agnar Már með. Þau gerðu þetta listavel. Og samvinnan brilljant. Kristjana var oft dálítið stelpuleg í rödd- inni eins og Ella og í Birdland- óði Shearings skattaði hún á nótum Söru. Agnar Már hafði gott vald á sveiflunni sem ljóð- inu og átti fljúgandi sóló í The Way You Look Tonight. Krist- jana söng einnig með kórnum fjóra negrasálma og Sól rís úr Hárinu. Í þeim söngdansi var hún á klassísku nótunum án hljóðnema og gerði það með ágætum, en mikið er ég nú ánægður að hún skyldi velja djassinn því þar hefur hún meiri hæfileika en flestar aðrar íslenskar söngkonur fyrr og síðar. Kórinn stóð sig vel í negrasálmunum sem voru hressilega fluttir í gospelstíl – aðeins einn sálmur leið fyrir það stílbrigði; Nobody Knows The Trouble I’ve Seen. Þeir sem hafa heyrt Louis Arm- strong syngja þann sálm vita hvað ég á við. Kórinn var aftur á móti heldur lakari í söngdansi Irvings Berlins: Alexander’s Ragtime Band. Þar vantaði hrynfestuna ekki síður en í Þjóðlífsmynd Jóns Ásgeirsson- ar við íslenskar þjóðvísur og nokkuð skorti upp á áreynslu- lausan léttleikann í lag Gunnar Reynis við ljóð Davíðs frá Fagraskógi: Abba labba lá og sænska þjóðlagið Út í mó. Ann- ars var söngur kórsins áferð- arfallegur og þótt túlkunin á Ave verum corpus Mozarts hafi verið nokkuð flöt voru tvísöngs- lagið María, meyjan skæra, Heyr himna smiður Þorkels og Hjá lygnri móðu Jóns Ásgeirs- sonar mjög fallega flutt. Sænsku þjóðlögin Vorvindar glaðir og Dansinn voru líflega sungin og Næturljóð Taube mjúkt, aftur á móti var söng- dans sör Webers söngleikja- kóngs heldur léttvægur enda úr litlu þar að moða. Hafnfirðingar eiga frægan karlakór, Þresti, sem starfað hefur um langt árabil. Kvenna- kórinn var stofnaður 1985 og á ábyggilega eftir að bera hróður Hafnarfjarðar víða ekki síður en Þrestirnir – í það minnsta kunna konurnar að skemmta áheyrendum sínum og er það allnokkuð. Það leiddist engum í Hafnarborg þetta kvöldið. Kristjana og kvenna- kórinn TÓNLIST Hafnarborg Kvennakór Hafnarfjarðar undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Einsöngvari Kristjana Stef- ánsdóttir; píanóleikur Agnar Már Magnússon. Þriðjudagskvöldið 3.6. KVENNAKÓR HAFNARFJARÐAR Vernharður Linnet JÓN Stefánsson kórstjórnandi er nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleika- og keppnisferð. Ásamt Graduale Nobili og Kammerkór Langholtskirkju tók hann þátt í alþjóðlegri kórakeppni í Tampere í Finnlandi í júníbyrjun og með Kór Langholts- kirkju tók hann þátt í nýstárlegu samstarfsverk- efni með kórum frá Danmörku og Færeyjum sem þetta árið fór fram í Danmörku. Kórakeppnin í Tampere er haldin á tveggja ára fresti og í ár kepptu um sextíu kórar af ýms- um gerðum. Þarna voru bæði stórir og litlir kór- ar, barna- jafnt sem karlakórar auk atvinnukóra. Íslensku kórunum tveimur gekk afar vel því af þeim sextíu kórum sem tóku þátt fengu aðeins fimmtán kórar gull. „Graduale Nobili-kórinn fékk tvö gull og Kammerkórinn eitt. Tveir kórar fengu þrjú gull og þrír kórar fengu tvö gull þann- ig að stelpurnar í Graduale Nobili voru í hópi þeirra fimm bestu og urðu í öðru sæti ásamt þremur öðrum,“ segir Jón stoltur af söngfólkinu sínu. Þess má geta að Graduale Noblili varð bæði efstur af kvennakórunum sem tóku þátt og æsku- kórunum. Aðspurður um efnisskrá kóranna tveggja seg- ir Jón að lagavalið sé algjörlega í höndum hvers kórstjóra fyrir sig því keppnin gerir engar kröf- ur um að ákveðin verk séu sungin. „Hver kór fær fimmtán mínútur og mjög hart er tekið á því að ekki sé farið fram yfir þann tíma. Formaður dómnefndar lagði einmitt sérstaka áherslu á það við verðlaunaafhendinguna hvað verkefnavalið væri mikilvægt, þ.e. að velja verkefni sem höfða til áheyrenda jafnt sem dómnefndarinnar og líka verkefni sem sýna einhverja breidd í því hvað kórinn getur,“ segir Jón sem valdi sjálfur verk- efni er sýndu afar ólíkar hliðar á kórunum tveim- ur. Raunar féll flutningur Graduale Nobili á Barnagælu eftir Hjálmar Ragnarsson og flutn- ingur Kammerkórsins á Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur dómnefndinni það vel í geð að kórunum var boðið að flytja þessi verk á loka- tónleikunum, þar sem aðeins stigu á svið kórar sem hreppt höfðu gull í keppninni. Jón segist reyndar alltaf hafa verið á móti svona keppnum allt þar til honum var fyrst boðið að taka þátt í keppninni í Tampere fyrir tveimur árum. „Það er mjög spennandi að leggja starf sitt í mat á svona breiðum grundvelli í samanburði við annað sem er að gerast. Eins er keppnin í Tampere miklu meira en bara keppni. Bæði kór- fólk og stjórnendur hafa mjög gott af því að taka þátt til að víkka sjóndeildarhring sinn,“ segir Jón og bendir á að margir komi á hátíðina til þess eins að taka þátt í námskeiðahaldinu sem þar fer fram og hlusta á ólíka kóra. Áður en Jón fór til Finnlands var hann ásamt Kór Langholtskirkju í Danmörku til þess að taka þátt í verkefni ásamt kórnum Tritonus í stjórn Johns Høybye frá Danmörku og færeyska kamm- erkórnum Skýrák í stjórn Kára Bæk. Verkefnið hófst í fyrra þegar kórarnir fengu styrk frá Nor- ræna menningarsjóðnum til þess að vinna að nýrri norrænni tónlist. „Fyrsti hlutinn fór fram hérlendis í fyrra. Þá frumfluttum við í Langholts- kirkju þrjú verk, eitt eftir Høybye, annað eftir Bæk og það þriðja eftir Tryggva Baldvinsson. Svo bættust þrjú ný verk við núna sem við vorum að frumflytja úti í Danmörku, þar á meðal verk eftir Báru Grímsdóttur sem sló í gegn. Verkefn- inu lýkur í Færeyjum næsta sumar, þá bætast við þrjú verk í viðbót og stefnt að því að taka upp öll verkin níu og gefa út,“ segir Jón að lokum. Jón Stefánsson kórstjóri ásamt Graduale Nobili og Kammerkór Langholtskirkju í Tampere. Gullkórar Jóns Stefánssonar UM þessar mundir stendur yfir málverkasýning Margrétar Báru Sigmundsdóttur í Baulu í Borgar- firði. Viðfangsefni Margrétar eru fjöl- breytt og ólík að vanda og saman- stendur sýningin af bæði vatns- og olíumyndum í raunsæis- og ab- straktstíl. Raunsæismynir Mar- grétar eru flestar af tækjum og tól- um fyrri tíðar eða frá tímum gamla bændasamfélagsins en abstraktverk hennar eða fantasíur eru hins vegar líkari huglægum veruleika sem er utan raunsæis og staðreynda. Þetta er þriðja árið sem Margrét Bára sýnir í Baulu og stendur sýn- ingin fram í ágúst. Bára í Baulu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.