Morgunblaðið - 23.06.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.06.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR, sem hefur játað að eiga stærsta safn barnakláms sem fund- ist hefur hér á landi, varð uppvís að ósæmilegri kynferðislegri hegðun gagnvart drengjum í einni af deild- um KFUM í Reykjavík veturinn 1988–1989. Sumarið áður var hann starfsmaður í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en var ekki endurráðinn. Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri samtakanna í Reykjavík, vísar því á bug að reynt hafi verið að hylma yfir efnisatriði í málinu. Kjartan hefur lýst því yfir við fjölmiðla að ástæðan fyrir því að maðurinn var ekki endurráðinn hafi verið sú að hann þótti ekki nægi- lega öflugur starfsmaður, hann hafi ekki verið staðinn að ósæmilegri hegðun í Vatnaskógi sumarið 1988. Í yfirlýsingu sem Kjartan sendi fjölmiðlum um helgina, tveimur vik- um eftir að upplýsingar um að mað- urinn hafi starfað hjá sumarbúðum KFUM komu fyrst fram, segir að maðurinn hafi verið staðinn að kyn- ferðislegri hegðun gagnvart drengjum þegar hann var sjálf- boðaliði hjá KFUM veturinn 1988– 1989. Eftir að kvörtun barst frá for- eldrum hafi honum umsvifalaust verið vísað frá störfum og málið kært til lögreglu. Maðurinn kom í heimsókn í Vatnaskóg sumarið 1989 en var þegar vísað af staðnum. Mörgum árum síðar reyndi hann að gerast sjálfboðaliði í vetrarstarfi KFUM en var tafarlaust hafnað „á grundvelli fortíðar sinnar“, eins og segir í tilkynningunni. „Þessum atriðum vilja talsmenn KFUM og KFUK koma á framfæri við fjölmiðla til að tryggja að rétt sé farið með þær staðreyndir er að umræddum félögum snúa. Jafn- framt vísa félögin því á bug að reynt hafi verið að hylma yfir þessi efnisatriði en minna á að 14 ár eru liðin frá [því] að umrædd atvik áttu sér stað,“ segir þar ennfremur. Aðeins spurt um sumarbúðirnar Í samtali við Morgunblaðið sagði Kjartan að búið hafi verið að til- kynna manninum að hann yrði ekki ráðinn aftur til sumarbúðanna áður en hann var staðinn að ósæmilegri kynferðislegri hegðun í garð drengjanna, veturinn 1988–1989. Hann treysti sér ekki til að fullyrða um hvort grunur um að maðurinn hefði þessar kenndir hefði vaknað fyrr. Aðspurður sagði hann að ekki hafi verið greint frá þessu máli fyrr vegna þess að fjölmiðlamenn hafi eingöngu spurt um hvort maðurinn hefði brotið af sér sem starfsmaður í Vatnaskógi sem hann hafi ekki gert. Samtökin hafi þar að auki vilj- að forðast að rífa upp gömul sár að fyrra bragði hjá drengjunum sem urðu fyrir áreitni af hálfu mannsins og aðstandendum þeirra. Spurður um hvers vegna greint sé frá þessu nú sagði hann: „Þar sem þetta er komið í fjölmiðla þá töldum við rétt að skýra frá öllum málavöxtum.“ Eftir á að hyggja mætti velta því fyrir að sér hvort skynsamlegra hefði verið að greina fyrr frá atvik- inu sem átti sér stað veturinn 1988– 1989. Hann telur ekki að þetta mál muni skaða samtökin þegar til lengri tíma sé litið. Listi hjá Barnaverndarstofu? Aðspurður sagði Kjartan ólíklegt að öðrum æskulýðssamtökum hafi verið gert viðvart þegar manninum var vísað frá störfum enda hefði slíkt verið illframkvæmanlegt á þessum tíma. Sú hugmynd hafi vaknað hvort Barnaverndarstofa gæti haldið utan um einhvers konar lista yfir feril allra þeirra sem starfa að æskulýðsmálum, m.a. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óæskilegir og jafnvel hættulegir menn verði ráðnir til að starfa fyrir æskulýðssamtök. Kjartan ítrekaði að í 104 ára sögu KFUM hafi örfá mál varðandi kyn- ferðislega misnotkun eða áreitni komið upp. Í flestum tilfellum hafi verið um óstaðfestan grun að ræða og þeim aðilum sem hlut áttu að máli verið vísað frá störfum. „Þó að þetta hörmulega mál hafi komið upp hjá KFUM þá hefur mikill fjöldi fólks starfað á vegum samtak- anna um áratuga skeið og unnið af heilum hug að heill ungmenna,“ sagði hann. Maður sem hefur játað að hafa haft undir höndum gríðarstórt safn barnakláms Vísað úr starfi hjá KFUM vegna kynferð- islegrar hegðunar SJÁLFSTÆÐISMENN telja að breytingar á félagsstarfi aldraðra í Reykjavík feli í sér niðurskurð og fækkun stöðugilda, sem sé þvert á samþykkt borgarstjórnar. Lögðu þeir fram fyrirspurn í borgarráði 16. júní sl. og spurðu hver hefði tek- ið ákvörðun um niðurskurðinn. Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og for- maður félagsmálaráðs, sagði í borg- arstjórn sl. fimmtudag að sjálfstæðismenn hafi alið á óvissu og óánægju með málflutngingi sem byggist á rangindum og útúrsnún- ingum. Þeir ali á því að verið sé að skera niður í félagsstarfi þó svo að fjármagn til þessarar starfsemi hafi aukist á milli ára. Í bókun borgarfulltrúa Reykja- víkurlistans, sem Björk kynnti í borgarstjórn, segir að á næstu mán- uðum verði unnið að því að þróa fé- lagsstarf aldraðra í nánu samstarfi við starfsmenn og notendur. Sér- stakur verkefnisstjóri hafi verið ráðinn í þá vinnu. Í þessum breyt- ingum eigi hagræðing að vera leið- arljós samkvæmt samþykkt borg- arstjórnar. „Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans telja að þær breytingar sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum varðandi félagsstarf aldr- aðra séu í fullu samræmi við þær samþykktir sem gerðar hafa verið í borgarráði og borgarstjórn. Í þeim efnum hefur sátt við notendur og starfsmenn verið höfð að leiðar- ljósi,“ segir í bókuninni. Björn Bjarnason sagði við þetta tækifæri að bókunin væri aðeins yf- irklór og svaraði ekki efnislega spurningum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Hann sagði bók- unina byggjast á svívirðingum í garð sjálfstæðismanna sem ekki verði unað við. Sjálfstæðismenn segja breytingar á félagsstarfi aldraðra fela í sér niðurskurð Segir breytingar í sam- ræmi við samþykktir MIKILL meirihluti þeirra sem útskrifast hafa úr fé- lagsráðgjöf á undanförnum árum eru kvenkyns. Í til- kynningu frá Háskóla Íslands segir að á laugardaginn hafi það gerst í fyrsta sinn að fleiri en einn karlmaður brautskráist úr þeirri skor. Þá útskrifuðust þeir Ey- mundur Garðar Hannesson, Pétur Gauti Jónsson og Ottó Tulinius. Alls ústkrifuðust sextán nýir fé- lagsráðgjafar. Mikilvægt að hægt sé að leita til beggja kynja „Ég held það hafi þýðingu sama í hvaða greinum það er þar sem verið er að vinna með fólki að fólk hafi að- gang að báðum kynjum sér til stuðnings. Karlmenn vilja kannski frekar hitta aðra karlmenn sér til stuðn- ings. Það getur verið hindrun í sumum tilfellum að hafa bara aðgang að öðru kyninu. Það er líka mikilvægt að sjónarmið beggja kynja komi fram á samráðsvettvangi þessara greina,“ segir Eymundur. Hann hóf störf hjá Félagsþjónustunni síðasta sumar og er nú þar við störf. Áður hafði hann m.a. starfað í bílgreinum og sjómennsku. Eymundur er mjög ánægður með námið í fé- lagsráðgjöf. „Þetta er mjög fjölbreytt nám og gefur manni mjög mikla innsýn á mörgum sviðum. Maður er að hluta til sálfræðingur, að hluta til félagsfræðingur og að hluta til lögfræðingur,“ segir Eymundur. Hann telur mikilvægt að þeir sem taka að sér störf fé- lagsráðgjafa hafi góða siðferðisvitund og eigi gott með mannlega samskipti. Hann segir að námið sé vel til þess fallið að virkja þá eiginleika í fólki. Morgunblaðið/Kristinn Eymundur Garðar Hannesson, Ottó Karl Tulinius og Pétur Gauti Jónsson við útskriftina á laugardag. Þrír karlar útskrifast úr félagsráðgjöf STEFÁN Jón Hafstein, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og for- maður fræðsluráðs, ítrekaði í um- ræðum um fræðslumál í borgarstjórn sl. fimmtudag, að framlög borgarinn- ar til einkaskóla hefðu hækkað langt umfram almennar verðlagshækkanir frá árinu 1997 og hækkuðu um þriðj- ung milli ára nú. Ákvarðanir Reykja- víkurlistans sýndu að stuðningur er við þessa skóla innan borgarkerfis- ins. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði viðhorf fulltrúa R-listans, að gera öðrum en Reykjavíkurborg erfiðara fyrir að reka skóla í borginni, á skjön við þró- un sem á sér stað í heiminum. Fjöl- breytnin þrifist með aðkomu margra aðila að skólastarfinu, sem efldi starf- ið og þjónustuna við grunnskólabörn. Björn sagði málflutning Stefáns Jóns gefa til kynna hver afstaða Reykjavíkurlistans er til rekstrar- forms einkaskóla; ekki er mikill vilji til að hafa svigrúm eða sveigjanleika, „heldur er litið á þetta sem einskonar vörtur á skólakerfinu sem best væri að eyða með einum eða öðrum hætti.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í lok umræðunnar að flokkana í borgarstjórn greindi algjörlega á um hvernig reka ætti skóla í borginni og hvaða tækifæri aðrir en borgaryfir- völd ættu að hafa til að koma að skólastarfinu. Segir litið á einkaskóla sem vörtur á skólakerfinu FYRSTA Boeing 767-300ER breið- þota Loftleiða Icelandic, dótturfyr- irtækis Flugleiða, kom til landsins í vikunni. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta er fyrsta breiðþota í flugflota Flugleiðasamstæðunnar síðan félagið rak þotu af gerðinni DC-10 í lok áttunda áratugarins. Í fréttatilkynningu kemur fram að vélin tekur 247 farþega. Tæknilega er breiðþotan mjög lík þeim fjórum Boeing 757-þotum sem Loftleiðir Icelandic hafa til umráða í dag og mun því falla vel „að öðrum flug- rekstri Icelandair, sem annast flug- rekstur Loftleiða Icelandic líkt og allan annan flugrekstur innan Flug- leiðasamstæðunnar“, eins og segir í tilkynningunni. Breiðþotan verður fyrst í stað leigð portúgalska flugfélaginu Yes. Ljósmynd/Hjalti Þór Ný breið- þota í flug- flotann ♦ ♦ ♦ TVÆR konur á þrítugsaldri slösuð- ust þegar bíll þeirra valt utan vegar í Hrútafirði rétt norðan Reykjaskóla um tíuleytið á laugardagsmorgun. Tilkynnt var um að önnur konan væri meðvitundarlaus en þegar lög- reglu bar að var hún með rænu. Ósk- að var eftir því að þyrla Landhelg- isgæslunnar yrði sett í viðbragðs- stöðu en þegar ljóst var að meiðslin voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu var beiðnin afturkölluð. Lög- reglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast á vaktinni. Aðfaranótt laug- ardags höfðu þrír veiðimenn velt jeppa á Arnarvatnsheiði en sloppið ómeiddir. Tveimur tímum áður en bíllinn fór út af við Reykjaskóla skullu tveir jeppar mjög harkalega saman á Norðurlandsvegi við Giljá. Farþegar og ökumenn voru aumir en ósárir og telur lögregla að öryggis- belti og líknarbelgir hafi bjargað miklu. Þyrlan var í viðbragðs- stöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.