Morgunblaðið - 23.06.2003, Page 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 11
LÍKLEGA hafa fáir selt jafnmikið
af íslenzkum fiski og Tom Lynch. Á
tæplega þremur áratugum hefur
hann selt fisk frá Íslandi fyrir 35
milljónir dollara, 2,6 milljarða
króna. Að magni til er það talið um
20 milljónir punda eða ríflega 10.000
tonn.
Tom Lynch er seztur í helgan
stein eftir að hafa selt fisk frá Ís-
landi í 28 ár, fyrst fyrir Coldwater,
dótturfyrirtæki SH og síðan fyrir
Iceland Seafood, sem nú er hluti
SÍF-samstæðunnar. Hann var á
ferðinni hér á landi í síðustu viku
ásamt fulltrúum SÍF og US Food-
service, sem er annað stærsta fyr-
irtæki Bandaríkjanna í dreifingu
matvæla og tengds varnings. Við
þetta tækifæri heiðraði Árni
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
Tom Lynch, sem var færð forláta
klukka með kveðju frá ráðherranum
fyrir vel unnin störf í þágu íslenzks
sjávarútvegs.
Tom Lynch sagði við þetta tæki-
færi að það væri mikill heiður að
þessari viðurkenningu. Hann rak
fyrirtæki sitt KeyImpact í Williams-
burg í Virginíufylki og seldi þar all-
an fiskinn. Hann segir að það hafi
ekki alltaf verið auðvelt að selja
fisk, en gæði íslenzka fisksins hafi
verið lykillinn að góðum árangri.
„Hafir þú gaman af því sem þú
ert að gera, er það auðvelt. Ég hef
haft gaman af því að selja fiskinn
frá Íslandi og því hefur það gengið
vel. Ég hef alltaf haft áhuga á sjáv-
arafurðum og átt mjög gott sam-
band við bæði íslenzku sölufyrir-
tækin í Bandaríkjunum. Þau eru
þekkt fyrir meiri gæði en nokkur
önnur fiskveiðiþjóð. Það greiðir
vissulega fyrir sölunni, en það er oft
erfitt að eiga við undirboð, sem oft
eru byggð á því að notuð eru ýmis
efni til að halda vatni í fiskinum.
Það hefur líka hjálpað mér að fá
tækifæri til að kynna mér fisk-
vinnsluna á Íslandi. Það er auðveld-
ara að selja fiskinn, þegar maður
getur rakið vinnsluferlið og skýrt
alla þætti frá veiðum til markaðar
fyrir kaupendum,“ segir Lynch.
Hann segir að töluverðar breyt-
ingar hafi átt sér stað á þessum
tíma. Til dæmis hafi verið mikið um
samruna í dreifingu á fiski. Mikil
áherzla sé lögð á gæði hvort sem
það séu mötuneyti, veitingahús,
skólar eða annað. Krafan sé um
hollustu og að afurðirnar séu sem
náttúrulegastar, eðlileg flök í stað
„fiskifingra“. Þá sé fiskneyzla stöð-
ugt að færast út á veitingastaðina,
fólk hafi stöðugt minni tíma til elda-
mennsku heima fyrir.
Gæði íslenzka fisksins eru
lykillinn að góðum árangri
Morgunblaðið/Arnaldur
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra heiðraði Tom Lynch fyrir góðan
árangur í sölu á íslenskum sjávarafurðum vestan hafs undanfarna áratugi.
Tom Lynch hefur selt ríflega 10.000
tonn af íslenzkum fiski fyrir 2,6 millj-
arða króna á undanförnum áratugum
SAMRÆMD vísitala neysluverðs í
EES-ríkjum var 113 stig í maí sl.,
óbreytt frá fyrra mánuði. Á sama
tíma var samræmda vísitalan fyrir
Ísland, 125,2 stig og lækkaði um
0,1% frá apríl. Frá maí 2002 til
jafnlengdar árið 2003 var verðbólg-
an mæld með samræmdri vísitölu
neysluverðs, 1,8% að meðaltali í
ríkjum EES, 1,9% á evrusvæðinu
og 1,8% á Íslandi. Mesta verðbólga
á evrópska efnahagssvæðinu á
þessu tólf mánaða tímabili var á Ír-
landi 3,9% og 3,7% í Portúgal.
Verðbólgan var minnst í Þýska-
landi, 0,6% og 0,9% í Austurríki og
Belgíu, að því er segir í frétt frá
Hagstofu Íslands.
Óbreytt
verðbólga á
EES-svæðinu
/ 5 8>
8
&
?&-@
6
(&
? 8
A
7 8
?
&#
8
-B'* '5 &C2
4 8
8
4 8
@
"D 8
)
' 0'8
)
5
#
'
+<<+
'
+<<=
>/ *2
5 8'
'08
'
& *
? 8!
' 8E
? 8
:
:
:
:
AIR Canada hefur bæst í hóp
þeirra flugfélaga sem teljast til
lágfargjaldafélaga. Flugfélagið á í
harðri samkeppni við WestJet sem
er kanadískt lággjaldaflugfélag.
Air Canada á í miklum fjárhags-
vandræðum og samkvæmt frétt
Herald Tribune tapar félagið sem
nemur 300 milljónum íslenskra
króna á dag.
Hluti af sparnaðaraðgerðum
flugfélagsins felst í því að selja
sælgæti og drykki um borð í flug-
vélum. Maturinn verður áfram
ókeypis.
Forstjóri þessa fyrrum ríkis-
flugfélags segir breytingar á félag-
inu felast í fleiru en sparnaði.
Menningu og hugsunarhætti innan
fyrirtækisins þurfi að breyta. Til-
kynnt hefur verið um uppsagnir
hjá félaginu og að sögn yfirmanna
verða reynslumestu starfsmenn-
irnir helst látnir fara þar sem
„nýtt blóð“ sé nauðsynlegt vegna
breytinganna.
Air Canada hefur einfaldað bók-
anakerfi sitt og lækkað fargjöld
innanlands en félagið hefur 70%
hlutdeild á heimamarkaði.
Air Canada verður
lággjaldafélag
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ AV
ehf. er komið með 93,19% hlut í Ís-
lenskum aðalverktökum sem svarar
til 98,55% atkvæðisréttar í félaginu
eftir að tekið hefur verið tillit til
5,44% eignar Íslenskra aðalverktaka
í eigin hlutabréfum.
Yfirtökutilboð AV til annarra hlut-
hafa í ÍAV rann út á fimmtudag. Alls
féllust 385 hluthafar á tilboðið og
seldu þeir samtals 25,95% hlutafjár í
ÍAV. Eignarhlutur AV í félaginu var
fyrir tilboðið 67,22%.
Þar sem félagið fullnægir ekki
lengur skilyrðum fyrir skráningu í
Kauphöll Íslands mun stjórn Eign-
arhaldsfélagsins AV hlutast til um að
óskað verði eftir afskráningu Ís-
lenskra aðalverktaka úr Kauphöll-
inni.
AV með yfir
90% í ÍAV
MATSFYRIRTÆKIÐ Standard &
Poor’s hefur staðfest allar lánshæf-
iseinkunnir Íslands, þar með talið
einkunnirnar AA+/A-1+ fyrir lán í
íslenskum krónum og A+/A-1+ fyrir
lán í erlendri mynt. Horfur um láns-
hæfiseinkunnirnar eru stöðugar.
Í frétt frá Seðlabanka Íslands
kemur fram að Standard & Poor’s
segi íslenska hagkerfið auðugt og
sveigjanlegt og ætlað sé að þjóðar-
framleiðsla á mann muni nema 36.780
Bandaríkjadölum á árinu 2003. Að
sögn sérfræðinga Standard & Poor’s
hefur íslenska hagkerfið sýnt mikinn
sveigjanleika með því að ná tiltölu-
lega skjótt jafnvægi eftir tímabil mis-
vægis sem hlaust af mikilli aukningu
eftirspurnar og hröðum útlánavexti á
nýliðnum árum.
Standard & Poor’s gerir skuldir
þjóðarbúsins við útlönd að umtalsefni
í mati sínu.„Hreinar skuldir við út-
lönd eru miklar í öllum geirum þjóð-
arbúsins. Þær nema 244% af heildar-
útflutningstekjum á árinu 2002 og
hlutur skammtímaskulda hefur auk-
ist að undanförnu. Útstreymi fjár-
magns frá lífeyrissjóðum vegna fjár-
festinga þeirra erlendis jók þrýsting
á greiðslujöfnuðinn. Þrátt fyrir skjót
umskipti viðskiptajafnaðarins og
skipulega eflingu gjaldeyrisstöðu
Seðlabankans hefur erlend lausafjár-
staða þjóðarbúsins einungis batnað
lítillega og er með því lægsta sem
þekkist meðal þeirra ríkja sem hafa
lánshæfiseinkunn.
Skuldbindingar ríkisjóðs vegna
ríkisábyrgða eru enn miklar. Veru-
legt misvægi ríkti í fjármálageiran-
um vegna útlánaþenslunnar og hann
verður áfram veikur fyrir á meðan
áhrifa misvægisins gætir. Þótt arð-
semi bankanna hafi batnað og rekstr-
arvísbendingar styrkst er fjármála-
geirinn enn viðkvæmur vegna mikilla
erlendra skulda og gengissveiflna.
Vaxandi erlendar skammtímaskuldir
undirstrika þessa viðkvæmni.
Stöðugar horfur endurspegla jafn-
vægi áhættuþátta í íslenska hagkerf-
inu, þar sem lág lausafjárstaða gagn-
vart útlöndum og miklar erlendar
skuldir vegast á við sterka stöðu rík-
isfjármála og mikinn sveigjanleika
hagkerfisins,“ að því er segir í mati
Standard & Poor’s.
Beita þarf aðhaldi
Matsfyrirtækið telur að bein er-
lend fjárfesting muni aukast til muna
á næstu árum vegna byggingar ál-
bræðslu og orkuvera á árunum 2004–
2009 og örva hagvöxt verulega. „Um
leið og fjárfestingarnar ættu að
renna fleiri stoðum undir hagkerfið
til lengri tíma litið gera þær ríkar
kröfur til hagstjórnar. Nauðsynlegt
verður að beita aðhaldi bæði í ríkis-
fjármálum og peningamálum til að
koma í veg fyrir að misvægi myndist
aftur í hagkerfinu sem gæti enn auk-
ið við hreinar erlendar skuldir sem
þegar eru miklar.
Auknar erlendar skuldir eða mis-
vægi í efnahagslífinu í kjölfar vænt-
anlegra framkvæmda gæti þrýst á að
lánshæfiseinkunnin lækkaði. Að
sama skapi myndi varanlega bætt
skuldastaða og bættar rekstrarvís-
bendingar fjármálastofnana styrkja
lánshæfiseinkunnina,“ að því er fram
kemur í matinu.
Standard & Poor’s staðfestir
lánshæfiseinkunnir Íslands
♦ ♦ ♦