Morgunblaðið - 23.06.2003, Page 19

Morgunblaðið - 23.06.2003, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 19 kkunum í Asir-héraði, sem eru í ngslum við ættflokka í Jemen, r vera afskiptir bæði pólitískt og ega. Íbúar al-Jawf héraðs í norð- andinu telja sig einnig vera ut- stjórnmála- og efnahagslífinu. yrir gremjuna eru þessi „þjóð- ófsöm í kröfum sínum um um- eiðtogar þeirra vilja bjarga rík- grafa undan því. Mikill meirihluti na tilheyrir þessum hópum og i enn smitast af brennandi reiði ki fylgismanna Osama bin Lad- ttin þarf að opna dyr stjórnkerf- hópunum sem hún hefur hunsað Geri hún það ekki munu þessir rast í raðir öfgamannanna – ef ekki sem hryðjuverkamenn þá sem óvirkir stuðningsmenn, líkt og margir kaþólikkar á Norður-Írlandi sem studdu hryðjuverka- starfsemi Írska lýðveldishersins og litu á hana sem leið til að binda enda á pólitísku útskúfunina. Hættan sem steðjar að Sádi- Arabíu felst hins vegar í því að IRA- mennirnir standa íslömsku bókstafstrúar- mönnunum ekki snúning í ofstækinu. Til þess að halda velli þarf Saud-ættin að móta stefnu sem byggist á því að auka áhrif þessara hópa og sýna trúflokkum öðrum en wahabítum umburðarlyndi, og standa við hana. Þetta er erfitt vegna þess að ráðamennirnir eru klofnir í málinu. Ab- dullah krónprins er viljugri til að koma á umbótum en Naif prins, sem er valdamik- ill innanríkisráðherra og vill halda í gamla þrönga kúgunarkerfið. Enginn vafi leikur á því að Saud-ættin mun ekki sýna neina miskunn í leitinni að þeim sem tóku þátt í sprengjutilræðunum. Þeir sem nást eiga yfir höfði sér að verða hálshöggnir. Vandinn er hins vegar sá að uppsprettur ofstækisins verða ekki stífl- aðar með slíkum refsingum sem eiga að vera öðrum víti til varnaðar. Nokkrir ráðamannanna gera sér grein fyrir þessu og vita að þeir þurfa að gera fleira. Þeir átta sig á því að Saud-ættin þarf að velja á milli þess að halda áfram á braut kúgunar og trúarlegs umburðar- leysis eða að taka upp opnari og lýðræðis- legri stefnu. Konungsættinni getur þó stafað hætta af báðum kostunum. Opni hún dyrnar að valdastofnunum landsins aukast pólitísk áhrif manna sem hingað til hafa verið tald- ir trúvillingar (sjítar) eða úrættingar (Hej- az-búar) eða of frumstæðir (ættflokkarnir við landamærin). Haldi hún dyrunum lok- uðum verður hún í gíslingu ofstækisafl- anna sem henni stafar hætta af. Breyta þarf trúarlegu bandalagi Saud- fjölskyldunnar og wahabíta og lina á taki þeirra á menntakerfi landsins. „Hófsömu“ öflin meðal landsmanna munu styðja þess- ar breytingar (og leitina að hryðjaverka- mönnunum) fái þau pólitísk áhrif. Alexis de Tocqueville sagði að einræð- isstjórnir væru í mestri hættu þegar þær kæmu á umbótum. Saud-ættin hefur slór- að svo lengi að allir kostir hennar eru nú hættulegir. Umbæturnar eru þó hættu- minni og ógna aðeins þröngu og óumburð- arlyndu stjórnkerfi konungsættarinnar. Henni verður hins vegar sjálfri stefnt í hættu ríghaldi hún í gamla kúgunarkerfið. Mai Yamani stundar rannsóknir við Konunglegu alþjóðamálastofnunina (RIIA) í London. Reuters prins, lengst til hægri, og Saud al-Faisal, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, ræða við sman Ismail, utanríkisráðherra Súdan, á nýlegum fundi Arababandalagsins. ’ Saud-ættin hefur slórað svo lengi að allir kostir hennar eru hættulegir. ‘ Ý MIS ummæli forystu- manna R-listaflokk- anna síðustu daga gefa tilefni til að ætla að samstarf þeirra sé komið að leiðarlokum. Yfirlýs- ingar þeirra í fjölmiðlum end- urspegla verulegan trúnaðarbrest og jafnvel þótt reynt verði á næstu dögum að berja í brestina og breiða yfir ágreininginn er útkom- an sú að ekki er lengur fyrir hendi neitt traust eða eindrægni milli þeirra einstaklinga og flokka sem að R-listanum standa. Allt bendir nú til að þessir flokkar muni bjóða fram hver undir sínu nafni þegar kosið verður til borgarstjórnar að þremur árum liðnum og munu all- ar áherslur þeirra og aðgerðir á vettvangi borgarmálanna því beinast að því að styrkja stöðu flokkanna sem slíkra en ekki R- listans. Að sjálfsögðu er ekki unnt að sjá fyrir á þessari stundu hver verður þróun þeirrar atburða- rásar en fullvíst er að borgarmála- pólitíkin verður afar viðburðarík á næstu misserum. Trúnaðarbrestur um áramótin Ágreiningurinn, sem fram hef- ur komið á síðustu dögum, er auð- vitað ekki nýr af nálinni. Hann á rætur að rekja til þeirrar ákvörð- unar Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur um áramótin, að fara í framboð til Alþingis á vegum Samfylkingarinnar, þvert gegn fyrri yfirlýsingum og loforðum sem gefin voru samstarfsflokk- unum í borgarstjórn. Niðurstaðan varð sem kunnugt er sú, að Ingi- björg Sólrún varð nauðug að láta af embætti borgarstjóra, enda gátu Framsóknarflokkur og Vinstri grænir ekki unað við að hún væri áfram pólitískur leiðtogi og sameiningartákn ólíkra flokka í borgarstjórn á sama tíma og hún tæki fullan þátt í harðri kosninga- baráttu gegn sumum þessara flokka. Niðurstaðan var ákveðin bráðabirgðalausn, sem fólst í því að lífinu var haldið í R-lista- samstarfinu, að minnsta kosti um tíma. Má ætla að sú lausn hafi náðst þar sem allir aðildarflokkar listans hafi á þeim tíma talið að mun meiri pólitísk áhætta fælist í því að slíta samstarfinu skömmu fyrir alþingiskosningar heldur en að viðhalda því. Ósættið kemur upp á yfirborðið Þótt samstarfið innan R-listans hafi verið átakalítið á yfirborðinu síðustu mánuði er ljóst að óánægj- an og ágreiningurinn kraumaði undir niðri. Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin töldu að samstarfs- flokkar þeirra hefðu sett þeim ósanngjarna afarkosti með því að krefjast afsagnar hennar úr emb- ætti borgarstjóra en á sama tíma töldu forystumenn Framsókn- arflokks og Vinstri grænna að þeir hefðu verið sviknir, mikilvægar forsendur samstarfsins hefðu brostið og að Ingibjörg Sólrún hefði tekið hagsmuni Samfylking- arinnar og persónulegar vænt- ingar um frama á vettvangi lands- málanna fram yfir hagsmuni R-listans. Þessi ágreiningur er djúp- stæður og tilfinningaþrunginn og það skýrir andrúmsloftið innan þessara flokka í dag, þar sem mik- il og djúp merking er lögð í yf- irlýsingar einstakra forystumanna og lesið er í öll ummæli þeirra af mikilli tortryggni. Af þeim sökum varð jafnmikill titringur og raun bar vitni í kjölfar flokksstjórn- arfundar Samfylkingarinnar á fimmtudag, þar sem Guðmundur Árni Stefánsson lýsti því yfir að hann teldi að Samfylkingin ætti að bjóða fram í eigin nafni í öllum sveitarfélögum og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir notaði tækifærið til að hnýta í samstarfsflokkana í R-listanum vegna at- burðarásarinnar í vetur þegar hún lét af störfum borgarstjóra. Yfirlýs- ingar af þessu tagi eru auðvitað síst til þess fallnar að auka ein- drægni og samheldni innan R-listans, svo vitnað sé til ummæla Árna Þórs Sigurðs- sonar, forseta borg- arstjórnar og oddvita Vinstri grænna, og gefa samstarfsflokkum Sam- fylkingarinnar að sjálf- sögðu tilefni til að end- urskoða afstöðu sína gagnvart listanum, eins og Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsókn- arflokksins í borgarstjórn, hefur gefið til kynna. Það hjálpar lítið þótt oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Stefán Jón Haf- stein, reyni nú að halda því fram að allt sé í himnalagi í samstarf- inu, enda hefur hann sjálfur ný- lega ásakað samstarfsmenn sína um „rottugang“, svo notuð séu hans eigin orð. Valdabandalag en ekki stjórnmálaafl Þetta ástand innan R-listans þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar horft er til þess hvaða forsendur hafa frá upphafi legið að baki samstarfi þeirra flokka sem að honum standa. R-listinn hefur aldrei verið sjálfstætt stjórn- málaafl, byggt á sameiginlegri pólitískri sýn eða málefnagrund- velli. Hann hefur þvert á móti ver- ið hagsmunabandalag ólíkra stjórnmálaafla um að ná og halda völdum. Upphaflegur tilgangur hans var sá einn að fella meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn og tilvist hans hefur æ síðan byggst á því að viðhalda ákveðinni valdaskiptingu og við- kvæmu jafnvægi milli þeirra flokka sem að honum standa. Þetta valdajafnvægi raskaðist síð- astliðinn vetur og þá var að sjálf- sögðu lokinu lyft af Pandóruboxi R-listans, svo fræg tilvísun sé not- uð. Afleiðingar þess eru nú að koma í ljós. Hve lengi verður bráða- birgðastjórnin við völd? Eins og staðan er í dag spyrja Reykvíkingar ekki lengur að því hvort R-listasamstarfið muni sundrast heldur hvenær. Ekki er lengur fyrir hendi nauðsynlegur trúnaður og samstarfsvilji hjá mörgum af helstu forystumönnum hans og margt bendir til að þeir séu nú hver fyrir sig að leita að út- gönguleið úr samstarfinu, þó þannig að þeir geti kennt ein- hverjum öðrum um samstarfs- slitin. Slíkt bráðabirgðaástand í stjórn borgarinnar er ekki líklegt til að skila miklum árangri eða þjóna hagsmunum borgarbúa vel. Vonandi fer því brátt að ljúka. Bráðabirgða- stjórn R-listans Eftir Birgi Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. ’ Ekki er lengur fyrir hendinauðsynlegur trúnaður og samstarfsvilji hjá mörgum af helstu forystumönnum R-listans og margt bendir til að þeir séu nú hver fyrir sig að leita að útgönguleið úr samstarfinu, þó þannig að þeir geti kennt ein- hverjum öðrum um sam- starfsslitin. ‘ skóla nema þá í Waldorf-skólanum Sól- stöfum sem rekur vissulega allt aðra hug- myndafræði en þekkist í opinberum skól- um. Hins vegar er lykilatriðið það að stjórnskipulag Grunnskóla Reykjavíkur, sem hafa verið leiðandi í skólastarfi hér á landi undanfarin ár, byggist einmitt á því að skólarnir hafi sjálfstæði til að innleiða nýja hugmyndafræði og vinna á annan hátt en þann hefðbundna. Ákveðin fagleg leiðarljós eru sett í starfsáætlun skólanna sem samþykkt er af fræðsluráði Reykjavíkur. Þessi leiðarljós eru mjög opin og eru fyrst og fremst til marks um faglegan metnað borgaryf- irvalda fremur en að í þeim sé nið- urnjörvuð ákveðin hugmyndafræði. Enn- fremur er kveðið á um tiltekin skref sem borgaryfirvöld vilja taka, s.s. að efla ein- staklingsmiðað nám, auka tengsl skóla og grenndarsamfélags, tryggja jafnrétti allra nemenda til náms og að styrkja sjálfstæði skóla, m.a. til að ráða starfsmenn, ráðstafa fjármagni og móta faglegt starf skólans. Þessi stefna í Grunnskólum Reykjavík- ur virðist hafa gefist sérdeilis vel. Þar nægir að líta á ánægju foreldra með skóla barna sinna en í könnun frá júlí 2002 kem- ur fram að tæplega 84% forráðamanna kveðast vera mjög ánægð eða ánægð með skólann sem barn þeirra er í. Yfir 90% foreldra eru ánægð með það hvernig um- sjónarkennari fylgist með frammistöðu barnsins í námi. Tæp 90% telja að barni sínu líði oftast eða alltaf vel í kennslu- stundum. Aðeins rúm 7% telja að skól- anum sé illa stjórnað. Þessar niðurstöður gefa til kynna að yf- irgnæfandi meirihluti foreldra sé ánægður með starfið í Grunnskólum Reykjavíkur ef miðað er við viðhorf þeirra til skólans sem barnið þeirra gengur í. Þær benda einnig til þess að Grunnskólar Reykjavíkur séu á réttri leið til betra og innihaldsríkara skólastarfs. En skýrsla Verslunarráðs tekur ekki á þessum efnum. Raunar er augljóst að skýrslan er unnin út frá ákveðnum póli- tískum kennisetningum. Mælt er með ávísanakerfinu sem Milton Friedman, höf- uðkenningasmiður frjálshyggjunnar, lagði til á sínum tíma. Dásamaður er árangur nnskólar Reykjavíkur mið- g ósjálfstæðar stofnanir þar sem i einstaklingsins er bælt niður af um kerfiskörlum og -konum? Er Grunnskóla Reykjavíkur að kýla sama far meðalmennsku og s? Sumum kynnu að þykja þess- ngar fáránlegar – en samt sem ir nýleg umræða til þess að öðr- ær fullkomlega eðlilegar. ga sendi Verslunarráð frá sér m einkarekstur og opinberan grunnskólastigi. Fjölmiðlar inu mikinn áhuga þó að almenn- ni að velta því fyrir sér hvaða orsendur Verslunarráð hafi til m grunnskólana. Enda kom í ýrslan fjallar aðallega um rekstr- fi skólanna sem skýrsluhöfundar telja undirstöðu faglegs starfs í er athyglisvert í þessari skýrslu. nda eru skólar reknir af sveit- eðlilega kallaðir „opinberir einkaskólar hins vegar „sjálf- ólar“. Með þessari orðanotkun er gin upp sú mynd að opinberu séu ósjálfstæðir – og einnig að arnir séu ekki opinberar stofn- ndin er eigi að síður sú að ís- nkaskólar eru langt í frá að vera ir. Þeir njóta ríflegra styrkja af þó að ekki sé kveðið á um það í m Verslunarráð vill reyndar leggur til að tekið verði upp rfi þannig að jafnmikið sé borg- um börnum, óháð því hvaða sæki). Einkareksturinn birtist því að skólunum er heimilt að skólagjöld og auka þannig ar. Ennfremur þurfa skólarnir arfa með Fræðslumiðstöð ur og hafa þar af leiðandi, að a, meira frelsi til að reka sjálf- myndafræði. Þetta rekstr- fnist á ensku „charter schools“. r er erfitt að sjá hvernig hug- ði hinna svokölluðu einkaskóla kstrarform þeirra stendur mun ð vera samrekstrarskólar) er n hugmyndafræði opinberra Björns Bjarnasonar á háskólastigi þar sem opinberir skólar og svokallaðir einka- skólar (sem skýrsluhöfundar kalla „sjálf- stæða skóla“ eins og áður var getið) fá sama framlag frá ríkinu. Auðvitað má kalla það árangur út af fyrir sig að skólum á háskólastigi fjölgi en það hefur þó ekki endilega í för með sér meiri fjölbreytni í háskólanámi. Þar hefur aukningin seinustu ár einkum verið á sviði rekstrarfræði, tölvunarfræði og hvers konar viðskiptafræði en hinar fjölmörgu vísindagreinar sem kenndar eru í Háskóla Íslands, s.s. stærðfræði, læknisfræði, mál- vísindi eða mannfræði, sitja eftir. Er það árangur að Háskóli Íslands biðji nú um lagaheimild til að fá nemendur sína til að borga meira? Er það árangur að sótt sé að öllum námsgreinum í Háskólanum sem fá- ir nemendur sækja, óháð innihaldi þeirra? Er það árangur að framboð aukist á námi sem nútíminn telur gróðavænlegt þó að hagsagan sýni fátt betur en það hversu erfitt er að spá um það hvað muni vera hagnýtt í framtíðinni? Ef þetta eru hugmyndir skýrsluhöfunda um árangur er auðvitað augljóst hver nið- urstaða þeirra verður út frá þessum gefnu forsendum. Þeir leggja til að hvatt verði til einkarekstrar á grunnskólastigi og telja fylgismenn opinbers rekstrar gamaldags – án þess að kynna allan þann mikla árang- ur sem náðst hefur í fjölbreyttu og blóm- legu skólastarfi og vísa ég þá enn til starf- semi Grunnskóla Reykjavíkur. Í samfélagi okkar veður nú uppi það viðhorf að forsendur viðskiptalífsins eigi að vera alráðar og lögmál markaðarins geti skýrt allt og leyst öll vandamál. En þó að kennisetningar Miltons Friedmans geti verið áhugaverðar og átt við á ákveðnum sviðum eru þær hvorki stað- reyndir né náttúrulögmál heldur útfærsla á pólitískum kennisetningum þar sem sneitt er framhjá því jákvæða sem annars konar pólitík hefur að bjóða. Litið er framhjá því að opinber rekstur getur rúm- að bæði frelsi, framþróun og frumleika – en um leið tryggt grundvallarréttindi eins og jafnrétti allra til náms. ólitík eða náttúrulögmál? trínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.