Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 24
FRÉTTIR 24 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ræstingastörf Vantar starfskraft til afleysinga við ræstingar á gistiheimili í miðbænum í eina viku í júlí (vika 28) og tvær vikur í ágúst (vikur 34 og 35). Nánari upplýsingar í síma 861 1836. Sölumaður Vegna mikilla verkefna óskum við eftir áreiðan- legum og kröftugum sölumanni. Upplýsingar í síma 517 2121 á skrifstofutíma. H.Blöndal ehf. www.hblondal.com R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Fjölbrautaskóli Vesturlands Örfá pláss eru laus í Grunndeild tréiðna (gamla námskráin) skólaárið 2003—2004. Þetta er í síðasta sinn sem boðið er upp á nám í Grunn- deild tréiðna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 431 2544. Umsóknareyðublöð er hægt að prenta út af heimasíðunni okkar: www.fva.is . Skólameistari. BÁTAR SKIP Þorskkvóti, með/án skips óskast til kaups Höfum trausta kaupendur nú þegar, að 40 til 200 tonna Þorskkvóta, auk meðafla, í bæði afla- marks og krókaaflamarkskerfinu. Má vera með eða án báts/skips. Staðgreiðsla. Nánari uppl. veittar af skipasölu í síma 568-3330. Skipamiðlunin Bátar og Kvóti http:www.skipasalan.com Sími: 568 3330 Fax: 568 3331 LÝST er eftir vitnum að um- ferðaróhappi er varð á bifreiða- stæði við Kárastíg 14–16, fimmtudaginn 19. júní á milli kl. 8.45 og 12. Ekið var framan á ljósgráa Toyota Corolla fólks- bifreið sem lagt var þar í bif- reiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsing- ar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum Félagsfundur kjördæmisráðs VG í suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í suðvesturkjördæmi held- ur félagsfund með aðildarfélögum kjördæmisins á morgun, þriðjudag- inn 24. júní kl 20.30, í húsi Kven- félags Kópavogs, Hamraborg 10 (gengið inn baka til). Erindi halda: Ragnhildur Guðmundsdóttir, for- maður kjördæmisráðs, og Guðný Dóra Gestsdóttir. Nýtt hugleiðslunámskeið er að hefjast hjá Karuna Búddistamið- stöðinni að Ljósvallagötu 10. Tím- arnir eru á þriðjudögum kl. 20–21.30 og er fyrsti tíminn 24. júní. Næstu tímar eru: 1., 8., 15. og 22. júlí. Allir velkomnir. Engin þörf á að bóka og er hver kennslutími sjálf- stæð eining. Á MORGUN MÝVATNSMARAÞON fór fram á föstudagskvöld og hófst kl. 18 í hægviðri og 9°C hita. Keppendur voru um 40 þar af 8 konur. Sig- urvegarar urðu þeir Ívar Adólfsson og Ingólfur Örn Arnarsson á tím- anum 3:00.57. Þeir hlupu samsíða alla leið í takt við fuglasöng. Fyrst kvenna varð Elísabet Sól- bergsdóttir á tímanum 3:34.29. Maraþonhlaupin eru með hefð- bundnu sniði og í föstum skorðum eftir margra ára reynslu undirbún- ingsnefndarinnar. Fjölmargir hlupu Mý- vatnsmaraþon Mývatnssveit. Morgunblaðið. Sigurvegarar maraþonhlaupsins á ferð á Hofstaðaheiði og 14 km að baki. Sigurvegarinn Ívar Adólfsson til vinstri og Ingólfur Örn Arn- arsson til hægri. STARFSEMI sumarbúðanna í Ölveri undir Hafnarfjalli hófst 6. júní sl. og geta 42 stelpur verið þar í senn í hverj- um flokki, sem varir í viku. Er laust í flokka í júlí og ung- lingaflokk í ágúst, en hann er fyrir 12–15 ára stelpur, annars hefur aðsókn verið góð að sögn Drífu Sigurð- ardóttur, forstöðukonu sumarbúðanna. Mæðgnahelgi verður fyrstu helgina í október, þá koma mömmur með stelpunum. Hafa sumar mömmu- rnar verið sjálfar í búðunum sem stelpur á sínum tíma og eins koma stelpur, sem verið hafa í búðunum í sumar, með mömmur sínar. Alls eru 8 starfsmenn við búðirnar og ráðskona er Ólöf Kjartansdóttir. Hefðbundið starf sumarbúðanna endar síðan með kaffisölu 24. ágúst. Um helgar þegar venjubundið sumarbúðastarf fer ekki fram eru búðirnar í Ölveri leigðar út. Geta um 60 manns verið í búðunum í einu og er aðsókn mest um vetrartímann. Nýlega voru eldhúsið og uppþvottaað- staðan endurnýjuð. Morgunblaðið/Pétur Stórt hengirúm úr neti kom í fyrra sem viðbót við leiktækin í Ölveri. Sögðu stelpurnar, sem eru á myndinni, að all- ar 42 stelpurnar í sumarbúðunum gætu verið í því í einu, og þess vegna væri það stærsta hengirúm í heiminum. Í heimsins stærsta hengirúmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.