Morgunblaðið - 23.06.2003, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12
Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.
Sýnd kl. 10. B i. 12
HL MBL
"Triumph!"
Roger Ebert
SG DV
Frá höfundi
"Training Day"
kemur
kyngimagnaður
löggutryllir með
hinum svala Kurt
Russell.
"Fyrsta stórmynd
ársins 2003"
US WEEKLY
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.
KVIKMYNDIR.IS
Frá höfundi
"Training Day"
kemur
kyngimagnaður
löggutryllir með
hinum svala Kurt
Russell.
"Fyrsta
stórmynd
ársins 2003"
US WEEKLY
KVIKMYNDIR.COMÓHT Rás 2
ENGAR BÆKUR hafa vakið við-
líka athygli á undanförnum árum
og bækur Joanna K. Rowling um
galdrastrákinn Harry Potter og
ævintýri hans. Fyrsta bókin kom út
fyrir sex árum og sú fimmta sl.
laugardag eins og hefur vænt-
anlega ekki farið
fram hjá neinum.
Smám saman
hafa bækurnar
orðið þykkari og
veigameiri og sú
síðasta er engin
smásmíði; enska
útgáfan, sem
þessi umsögn er
byggð á, er 766
síður. (Sú bandaríska er víst um
100 síðum lengri, en innihaldið er
það sama.)
Óhætt er að segja að lesendur
hafi staðið á öndinni að loknum
lestri Harrys Potters og eldbikars-
ins, enda lokasenna þeirra bókar
mögnuð. Undir lokin flytur
Dumbledore ræðu þar sem hann
varar við því að helsta vopn Volde-
morts hins illa sé að sá sundurlyndi
meðal andstæðinga sinn, etja þeim
saman og spilla vináttu og ást
manna í millum. Þegar því tak-
marki er náð er eftirleikurinn auð-
veldur. Þess sér stað í bókinni nýju,
því framan af henni er hver höndin
upp á móti annarri og ekkert virð-
ist geta komið í veg fyrir að Volde-
mort nái takmarki sínu. Ekki er til
að bæta ástandið þegar Galdra-
málaráðuneytið sendir sérlegan
sendimann, prófessor Umbridge,
sem á að kenna börnunum að verj-
ast myrkraöflunum, en hún hefur
allt annað í huga; snemma kemur í
ljós að fyrir henni og ráðuneytinu
vakir að koma Dumbledore frá og
ná tökum á Hogwarth-skólanum.
Meðal þeirra bragða sem hún beitir
er að skipa sjálfa sig sem skoð-
unarmann skólastarfsins og þar er
Rowling eflaust að skjóta föstum
skotum að breskum skóla-
yfirvöldum sem hafa beitt fyrir sig
umsjónarmönnum.
Nýir og gamlir kunningjar
Bókin er upp full með uppljóstr-
anir sem koma lesandanum í opna
skjöldu, sumar næsta ótrúlegar. Í
flestu er bókin þó nokkuð hefð-
bundin í uppbyggingu sinni; spenn-
an eykst smám saman eftir því sem
Harry Potter og félagar hans kom-
ast á snoðir um myrk leyndarmál,
hinir fullorðnu átta sig ekki á því
sem er að gerast fyrr en það er
næstum um seinan og undir lokin
sest Dumbledore niður með galdra-
stráknum unga og segir honum allt
af létta – framvindulýsing sem átt
gæti við allar bækurnar fimm.
Í nýju bókinni eru ýmis tilbrigði
við þetta stef, við sjáum Dursley-
fjölskylduna við Runnaflöt í nokk-
uð breyttu ljósi, fleiri persónur
koma við sögu og taka æ meiri þátt
í því sem fram fer, í takt við það að
Harry Potter er á þröskuldi heims
fullorðinna, og þær persónur sem
áður hafa verið kynntar taka á sig
skýrari mynd og við kynnumst
þeim betur, til að mynda Siriusi,
guðföður Harrys, og Weasley-
fjölskyldunni, og aðrir nemendur
Hogwarth-skólans eru að verða
sýnilegri sem er vel, fjörgar sög-
una til muna og gerir hana eft-
irtektarverðari. Aðrir gamlir
kunningjar eru ekki eins áberandi
og oft áður, til að mynda verður
Ron Weasley nánast óþarfur og
Hermione gegnir minna hlutverki
en áður. Innviðir Harrys Potters
eru aftur á móti meira áberandi, til
viðbótar við ótta við hinn vonda,
nám sem verður æ erfiðara og
hörmungarlífið heima á Runnaflöt
kemur að piltur er að komast á
gelgjuskeið, farinn að taka eftir
stelpum, sérstaklega einni stelpu,
og það er síst til þess fallið að gera
unglingi lífið léttara.
Ofan á allt bætist að liðsmenn
Voldemorts eru iðnir við að nýta
sér það að enginn vill trúa því að
sá-sem-ekki-má-nefna sé snúinn
aftur, þorir ekki að trúa því, og þar
sem engin vitni eru að því nema
Harry Potter er lítill vandi að snúa
því upp í það að hann sé athygl-
issjúkur lygari. Ekki batnar líf
Potters unga við það að hann sé al-
mennt talinn vænisjúkur og einnig
fer að bera á því að hann er ekki
sama sakleysissálin og í fyrri bók-
unum, hann er eldri og meðvitaðri
um hlutverk sitt og
kann því ekki vel –
nema hvað. Hver
myndi taka því vel að
eiga sér svo öflugan og
illskeyttan óvin sem
Voldemort? Þegar við
bætist að Harry er
tengdur Voldemort
ósýnilegum böndum að
því er virðist (eða hvað
veldur annars sársauk-
anum í örinu á enn-
inu?), verður málið enn
erfiðara viðureignar.
Eldist með lesendum
Galdurinn við bækur
Rowling er ekki síst sá
að Harry Potter eldist
með lesendum; ólíkt
flestum barnabóka-
hetjum sem sitja fastar
á sínu aldurskeiði og
ná þannig aldrei að
höfða til nema ákveð-
ins aldurshóps lesenda, en les-
endur Harry Potter-bókanna eld-
ast með honum og missa því ekki
áhugann á hetjunni. Í Harry Potter
og Fönixreglunni er pilturinn að
breytast í mann, hann er hættur að
sjá heiminn í eins rómantísku ljósi
og forðum, fullorðnir eru ekki ým-
ist alvondir eða algóðir og hann
áttar sig smám saman á að for-
eldrar hans voru mannlegir en
ekki bara yfirnáttúrlegar skraut-
myndir.
Í takt við hækkandi aldur sögu-
hetjunnar hefur atburðarásin orðið
hraðari, baráttan gegn hinum illa
hatrammari og ýmislegt gerist í
bókunum sem á eftir að skelfa les-
endur af yngri kynslóðinni. Ekki
síst á dauðsfallið í sögunni eftir að
koma ýmsum úr jafnvægi en það er
ekki bara í bókinni til að hræða þá
sem lesa heldur nauðsynlegur þátt-
ur í þroska Harrys og til þess fallið
að styrkja hann í baráttunni gegn
illvirkjanum og hyski hans.
Ekki bara hryllingur
Ekki er þó bara hryllingur á
ferð, aðal Harry Potter-bókanna
hefur þó verið gamansamar frá-
sagnir Rowling af ýmsu í töfra-
heiminum og af slíku er nóg í bók-
inni nýju, aukinheldur sem nóg er
af afkáralegum persónum. Pró-
fessor Umbridge er gott dæmi um
það, vissulega illa innrætt og ófyr-
irleitin en einnig afkáraleg og
fyndin. Heimili Siriusar er líka
skemmtilegt og heimsókn í galdra-
spítalann er líka bráðfyndin, þó
þar eigi ýmsir voveiflegir atburðir
að gerast. Þannig er það reyndar í
gegnum bókina alla – þó margt
skemmtilegt beri fyrir augu er
ógnin aldrei langt undan og víst að
erfitt er að leggja bókina frá sér
fyrr en henni er lokið þó það kosti
eflaust einhverjar andvökunætur.
Harry Potter and the Order of
the Phoenix eftir Joanna K. Rowl-
ing. Bloomsbury gefur út 2003. 766
síður innbundin. Kostaði 3.350 kr. í
Máli og menningu.
Gaman
og alvara
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var handagangur í öskjunni þegar sala hófst á fimmtu Harry Potter-bókinni aðfaranótt laugardags!
Varla hefur það farið fram hjá neinum að ný
bók um Harry Potter kom út á laugardag.
Árni Matthíasson las bókina um Harry
Potter og Fönixregluna.
Nýja bókin um Harry Potter hefur þegar selst í gríðarlegu magni og Potter-æði gripið
heimsbyggðina. Hér sést höfundurinn J.K. Rowling árita eintak fyrir ungan aðdáanda.
Reuters