Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. NÝLEGT tæki sem sameinar lög- regluradar og myndbandsupptöku- vél gæti gert umferðareftirlit mun markvissara og ódýrara, sér í lagi í minni umdæmum. Tækið, sem ber hið lýsandi nafn „sjónarvotturinn“, tekur upp á myndbandsspólu allt sem sést fram- an við lögreglubílinn. Á skjánum sést hraði lögreglubílsins og hraði bíla sem keyra framhjá og því enginn vafi á því hvað er verið að mæla eða hvenær, né á hvaða hraða viðkom- andi bíll er. „Þetta kemur til með að styrkja fámenn umdæmi alveg gríðarlega,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, varð- stjóri í umferðardeild Ríkislögreglu- stjóra, og segir hann þetta tæki vera framtíðina í löggæslu á Íslandi. Einn helsti kosturinn við sjónarvottinn er að málum sem fara fyrir dóm fækkar mikið, jafnvel þótt lögreglumaður sé einn í bílnum, enda lítið hægt að þræta þegar brotið er tekið upp á myndbandsspólu. Samtal lögreglu og brotlegs aðila er einnig tekið upp í framhaldinu og er lögregluþjónninn þá með hljóðnema á öxlinni og sendi- tæki í beltinu. Kostar um eina milljón Sjónarvotturinn nýtist ekki ein- göngu við eftirlit með umferðar- hraða heldur er hann einnig nytsam- legur við fleiri aðstæður, svo sem þegar farsímar eru notaðir í akstri, beltin eru ekki spennt eða stöðvun- arskyldu ekki sinnt, að sögn Rögn- valds. Ein bifreið Ríkislögreglustjóra hefur verið búin myndavélinni und- anfarið ár og stefnt er að því að taka aðra í notkun í næstu viku. Kostn- aður við hvert tæki, uppsett í lög- reglubíl, er í kringum eina milljón króna og er það um hálfri milljón dýrara en hefðbundinn lögreglurad- ar. Þó er líklegt að sá kostnaður skili sér að einhverju leyti til baka í formi færri dómsmála, segir Rögnvaldur. Til að byrja með er líklegt að sjón- arvottar verði helst nýttir við um- ferðareftirlit á þjóðvegum landsins, að sögn Rögnvalds. Lögreglumenn taka hraðamælingar upp á myndband Rafrænir sjónarvottar bætast í lögreglubíla Morgunblaðið/Sverrir Þessi ökumaður var innan hraðamarka þegar hann mætti lögreglubílnum. PRESTASTEFNU lýkur á Sauðár- króki í dag þar sem m.a. verður fjallað um drög að erindisbréfi fyrir presta og djákna. Gærdagurinn fór að mestu í umræður og hópavinnu um stefnumótun Þjóðkirkjunnar og endurskipulagningar prestakalla. Að sögn sr. Halldórs Reynisson- ar, verkefnisstjóra fræðslumála á Biskupsstofu, lágu engar ákveðnar niðurstöður fyrir um stefnumót- unina heldur var fyrst og fremst um kynningu að ræða á þeirri vinnu sem fram hefði farið síðan á kirkjuþingi sl. haust. Alls hefðu um eitt þúsund manns víða um land komið að stefnumótuninni með ein- um eða öðrum hætti og því væri stórt og flókið verkefni hér á ferð- inni. Á prestastefnu hefðu fram- komnar upplýsingar áfram verið vegnar og metnar, horft hefði verið til framtíðar þjóðkirkjunnar og hvar hún yrði stödd árið 2010. Þessi vinna yrði í gangi til næsta kirkjuþings í haust, þar sem ætl- unin væri að koma með ákveðnar tillögur á grundvelli vinnunnar til þessa. Halldór sagði að hið sama væri að segja um endurskipulagningu prestakalla. Hún yrði mótuð frekar á kirkjuþingi í haust. Í gær hefðu starfshópar rætt um viðmiðin, þ.e. hve stór eða smá prestaköllin gætu orðið. Tillögum vísað til kirkjuþings í haust Stefnumótun rædd á prestastefnu BÓLUSETNINGARÁTAKI gegn meningókokkum C á Íslandi er nú formlega lokið. Síðan átakið hófst, 15. október sl., er búið að bólusetja um 85 til 90 prósent þess fjölda sem stefnt var að í upphafi eða liðlega 70 þúsund manns. Stefnt var að því að bólusetja alla á aldrinum sex mánaða til og með 19 ára innan árs frá upphafi átaksins og eru það um 85.000 einstaklingar. Að sögn Þórólfs Guðnasonar, yfirlæknis á sóttvarnarsviði landlæknisembætt- isins, er þetta mjög góður árangur. Hann segir að staðfest sé að 83 pró- sent þessara einstaklinga hafi verið bólusett, en vegna ákveðinna vand- kvæða við að halda utan um nöfn þeirra sem voru bólusettir sé raun- veruleg tala nær 90 prósentum. Þórólfur segir að þennan góða ár- angur megi einkum þakka heilsu- gæslunni í landinu sem hann segir hafa staðið sig frábærlega. „Heilsu- gæslan hefur staðið mjög vel að þessu, en svo má ekki gleyma góðum viðtökum foreldra sem hafa lýst yfir mikilli ánægju með þetta og áhuga á að láta bólusetja börnin sín.“ Frá því að átakið hófst hafa þrír einstaklingar greinst með meningó- kokka C sjúkdóm og einn með men- ingókokka B, allt óbólusettir einstak- lingar. Þetta er mun lægri tala en á undanförnum árum þegar að meðal- tali hafa greinst 10 til 15 einstaklingar á ári. Engar alvarlegar afleiðingar hafa sést af bólusetningunni. Meningókokkar er tegund bakter- íu sem skiptist í nokkra undirflokka sem eru kallaðir A, B og C. Bólusetn- ingin virkar eingöngu gegn meningó- kokkum C. Bakterían veldur einkum tveimur sjúkdómum, annars vegar heilahimnubólgu og hins vegar alvar- legum blóðsýkingum. Þessir sjúk- dómar draga um einn af hverjum tíu smituðum til dauða og valda varan- legum áhrifum, svo sem heilaskaða, hjá álíka fjölda. Bólusettu yfir 70 þúsund börn og unglinga LANDVÖRÐUM í Herðubreiðarlindum brá illa þegar þeir komu að þessum ófrýnilegu hjólförum sunnan í Ferjuás, á leið inn í Herðubreiðarlindir. Að sögn Bjarkar Bjarnadóttur landvarðar áttu þess- ar skemmdir sér stað fyrir um þremur vikum, rétt fyrir komu landvarða í Herðubreiðarfriðland og Öskju. „Landið okkar á þetta ekki skilið,“ segir Björk. „Utan- vegarakstur er alltof algengur á hálendi Íslands. Svona för hverfa ekki á einum degi, þau eru sýnileg í mörg ár. Þarna er afar viðkvæmur gróður sem á nógu erfitt fyr- ir, þó menn séu ekki að spæna hann upp og eyða land- inu enn meir en nú þegar er.“ Landverðir vilja koma því á framfæri að utanvegar- akstur er bannaður með lögum. Þeir sem vilja keyra ut- anvegar geti ekið í malargryfjum en aðrir haldi sig á vegum. Ljót hjólför utan vega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.